Morgunblaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 15 1.482.- TRAVENO Frábærir stuðningssokkar. Þvottanet frá The First Years – hentugt fyrir þvott, ferðalög o.fl. T ilb o ð in g ild a ti l 1 5. 6. 2 00 4 G O T T F Ó LK M cC A N N · S ÍA · 2 6 5 1 0 VIELLE Nýjung sem sló í gegn í Bretlandi. Unaðsbjörgin er dásamlega einföld og frábær lausn á fullnægingarvanda kvenna. Venjulegt verð: 1.990 kr. Ég sé að þið eigð ýmsar nauðsynjar fyrir ferðalagið. Þvottanet fylgir með Traveno ferða- sokkum 1.490 25% B-1 TÍAMÍN Örvar blóðrásina og bætir meltinguna. Frábært í ferðalagið. HVÍTLAUKS- TÖFLUR Kærkomin fæðubót sem styrkir ónæmiskerfið. Ferðalag út úr bænum (þ.á.m. sundlaugarferð) í lok hvers námskeiðs. Ferðin er frá kl. 09.30 - 17.00. Kennarar eru m.a. Broddi Kristjánsson íþróttakennari, Írena Óskarsdóttir íþróttafræðingur, Jónas Huang badmintonþjálfari, Arnar Bill Gunnarsson íþróttafræðingur, Árni Þór Hallgrímsson badmintonþjálfari o.fl. Innanhúss: Badmintonkennsla, borðtennis, minni tennis, körfubolti, bandý og leikir Úti (við TBR-hús og í Laugardalnum): Knattspyrna, sund, frjálsar íþróttir á Laugardalsvelli, t.d. spretthlaup, langstökk, spjótkast, kúluvarp og hástökk. Leikir, svo sem hafnabolti, ratleikur o.fl. Farið er í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardal Upplýsingar og innritun í TBR húsinu Gnoðavogi 1 og í síma 581 22 66. Sumarskóli TBR 2004 Íþróttaskóli fyrir 6 - 13 ára börn í sumar Námskeiðin eru virka daga kl. 9-13 eða kl. 13-17. Fjölbreytt íþróttakennsla á dagskrá með áherslu á badminton. 1. 11. júní - 25. júní 2. 28. júní - 9. júlí 3. 12. júlí - 23. júlí 4. 3. ágúst - 16. ágúst Námskeiðin eru 10 virka daga í senn sem hér segir: Verð er kr. 7800. Skipt er í hópa eftir aldri. Veittur er systkinaafsláttur. Einnig er veittur afsláttur ef farið er á fleiri en eitt námskeið. FYRSTA opinbera útför Banda- ríkjaforseta í rúm þrjátíu ár fer fram á föstudaginn þegar fertugasti for- seti Bandaríkjanna, Ronald Reagan, verður borinn til grafar. Jarðneskar leifar hans munu liggja í þinghúsinu í Washington og mun almenningur geta vottað hon- um virðingu sína. George Bush, fyrrverandi vara- forseti Reagans og síðar Bandaríkja- forseti, mun halda ræðu honum til heiðurs ásamt syni sínum, núverandi forseta, í dómkirkjunni í Wash- ington, að sögn eins skipuleggjenda útfararinnar. Reagan vildi sjálfur að útför sín færi fram bæði í Kaliforníu, þar sem hann hóf leikferil sinn og í Wash- ington þar sem hann sat út tvö kjör- tímabil sem forseti. Reaganhjónin hófu skipulagningu útfararinnar árið 1981 þegar hann tók við embætti for- seta og hefur lítill hópur fjölskyldu- vina séð um að halda því starfi áfram. Útförin mun taka tæpar 46 klukkustundir þar sem kista Reag- ans verður flutt frá Kaliforníu til Washington. Að lokinni viðhafnar- dagskrá verður kistan flutt á hest- vagni að þinghúsinu í Washington þar sem hún mun liggja á viðhafn- arbörum. Almenningur mun hafa að- gang að henni á fimmtudag og getur þá vottað virðingu sína. Að morgni föstudags verður kist- an flutt að dómkirkjunni í Wash- ington þaðan sem Reagan verður jarðsunginn. Reaganhjónin ákváðu sjálf hvaða tónlist skyldi leikin við at- höfninga og völdu einnig ræðumenn. Jarðsetningin sjálf mun loks fara fram í Kaliforníu og mun Reagan hvíla í garði Reagansafnsins í Simi- dal. Opinberar skrifstofur verða lok- aðar í Bandaríkjunum á föstudag, nema þær sem varða þjóðaröryggi. Reuters Bandarískur sjóliði vottar hinum látna forseta virðingu sína fyrir framan bráðabirgðaminnisvarða við Reagansafnið í Kaliforníu. Útför Reagans undirbúin Washington. Los Angeles Times. YFIRVÖLD í Íran hafa stóraukið of- sóknir gegn pólitískum andstæðing- um sínum og tilviljanakenndar hand- tökur og pyntingar eru daglegt brauð. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu frá mannréttindasamtökun- um Human Rights Watch. Í skýrslunni segir, að pólitískum föngum sé misþyrmt í Evin-fangels- inu í Teheran og öðrum leynilegum fangelsum í höfuðborginni og svo hafi verið síðan stjórnvöld hófu ofsóknirn- ar fyrir fjórum árum. Sarah Whitson, framkvæmdastjóri samtakanna fyrir Mið-Austurlönd og Norður-Afríku, segir það alrangt, að með umbótum í Íran hafi verið bundinn endi á pynt- ingar en ástandið sé hins vegar þann- ig, að fréttamenn, menntamenn og aðrir þori ekki lengur að gagnrýna yf- irvöldin. Fréttamenn og rithöfundar flýja land Í skýrslunni eru nefnd mörg dæmi um mannréttindabrot, þar á meðal handtökur, fangelsanir án réttar- halda, pyntingar, einangrunarvist og misþyrmingar. Harðlínuklerkarnir í Íran hafa nú lokað næstum öllum óháðum dagblöðum og nokkrir kunn- ir blaðamenn og rithöfundar hafa flú- ið land. Aðrir hafa verið fangelsaðir og frammámenn meðal námsmanna hræddir til að hætta friðsamlegum mótmælum. Í skýrslunni er m.a. rætt við rithöf- unda og blaðamenn sem allir segja frá margvíslegum pyntingum. Fangarnir eru barðir, neyddir til að vera í óeðli- legum stellingum í langan tíma, hengdir upp á höndum eða fótum og hótað lífláti játi þeir ekki á sig hvers kyns sakir. Fari menn fram á að ræða við lögfræðing er svarið að herða á pyntingunum. Human Rights Watch hvetur Evr- ópusambandið til að þrýsta á írönsku stjórnina en um miðjan þennan mán- uð mun sendinefnd frá því ræða við hana um mannréttindamál í Teheran. Er sambandið sakað um að hafa sýnt klerkunum linkind í þeim efnum. Pynting- ar sagðar algengar í Íran New York. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.