Morgunblaðið - 08.06.2004, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 08.06.2004, Qupperneq 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 15 1.482.- TRAVENO Frábærir stuðningssokkar. Þvottanet frá The First Years – hentugt fyrir þvott, ferðalög o.fl. T ilb o ð in g ild a ti l 1 5. 6. 2 00 4 G O T T F Ó LK M cC A N N · S ÍA · 2 6 5 1 0 VIELLE Nýjung sem sló í gegn í Bretlandi. Unaðsbjörgin er dásamlega einföld og frábær lausn á fullnægingarvanda kvenna. Venjulegt verð: 1.990 kr. Ég sé að þið eigð ýmsar nauðsynjar fyrir ferðalagið. Þvottanet fylgir með Traveno ferða- sokkum 1.490 25% B-1 TÍAMÍN Örvar blóðrásina og bætir meltinguna. Frábært í ferðalagið. HVÍTLAUKS- TÖFLUR Kærkomin fæðubót sem styrkir ónæmiskerfið. Ferðalag út úr bænum (þ.á.m. sundlaugarferð) í lok hvers námskeiðs. Ferðin er frá kl. 09.30 - 17.00. Kennarar eru m.a. Broddi Kristjánsson íþróttakennari, Írena Óskarsdóttir íþróttafræðingur, Jónas Huang badmintonþjálfari, Arnar Bill Gunnarsson íþróttafræðingur, Árni Þór Hallgrímsson badmintonþjálfari o.fl. Innanhúss: Badmintonkennsla, borðtennis, minni tennis, körfubolti, bandý og leikir Úti (við TBR-hús og í Laugardalnum): Knattspyrna, sund, frjálsar íþróttir á Laugardalsvelli, t.d. spretthlaup, langstökk, spjótkast, kúluvarp og hástökk. Leikir, svo sem hafnabolti, ratleikur o.fl. Farið er í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardal Upplýsingar og innritun í TBR húsinu Gnoðavogi 1 og í síma 581 22 66. Sumarskóli TBR 2004 Íþróttaskóli fyrir 6 - 13 ára börn í sumar Námskeiðin eru virka daga kl. 9-13 eða kl. 13-17. Fjölbreytt íþróttakennsla á dagskrá með áherslu á badminton. 1. 11. júní - 25. júní 2. 28. júní - 9. júlí 3. 12. júlí - 23. júlí 4. 3. ágúst - 16. ágúst Námskeiðin eru 10 virka daga í senn sem hér segir: Verð er kr. 7800. Skipt er í hópa eftir aldri. Veittur er systkinaafsláttur. Einnig er veittur afsláttur ef farið er á fleiri en eitt námskeið. FYRSTA opinbera útför Banda- ríkjaforseta í rúm þrjátíu ár fer fram á föstudaginn þegar fertugasti for- seti Bandaríkjanna, Ronald Reagan, verður borinn til grafar. Jarðneskar leifar hans munu liggja í þinghúsinu í Washington og mun almenningur geta vottað hon- um virðingu sína. George Bush, fyrrverandi vara- forseti Reagans og síðar Bandaríkja- forseti, mun halda ræðu honum til heiðurs ásamt syni sínum, núverandi forseta, í dómkirkjunni í Wash- ington, að sögn eins skipuleggjenda útfararinnar. Reagan vildi sjálfur að útför sín færi fram bæði í Kaliforníu, þar sem hann hóf leikferil sinn og í Wash- ington þar sem hann sat út tvö kjör- tímabil sem forseti. Reaganhjónin hófu skipulagningu útfararinnar árið 1981 þegar hann tók við embætti for- seta og hefur lítill hópur fjölskyldu- vina séð um að halda því starfi áfram. Útförin mun taka tæpar 46 klukkustundir þar sem kista Reag- ans verður flutt frá Kaliforníu til Washington. Að lokinni viðhafnar- dagskrá verður kistan flutt á hest- vagni að þinghúsinu í Washington þar sem hún mun liggja á viðhafn- arbörum. Almenningur mun hafa að- gang að henni á fimmtudag og getur þá vottað virðingu sína. Að morgni föstudags verður kist- an flutt að dómkirkjunni í Wash- ington þaðan sem Reagan verður jarðsunginn. Reaganhjónin ákváðu sjálf hvaða tónlist skyldi leikin við at- höfninga og völdu einnig ræðumenn. Jarðsetningin sjálf mun loks fara fram í Kaliforníu og mun Reagan hvíla í garði Reagansafnsins í Simi- dal. Opinberar skrifstofur verða lok- aðar í Bandaríkjunum á föstudag, nema þær sem varða þjóðaröryggi. Reuters Bandarískur sjóliði vottar hinum látna forseta virðingu sína fyrir framan bráðabirgðaminnisvarða við Reagansafnið í Kaliforníu. Útför Reagans undirbúin Washington. Los Angeles Times. YFIRVÖLD í Íran hafa stóraukið of- sóknir gegn pólitískum andstæðing- um sínum og tilviljanakenndar hand- tökur og pyntingar eru daglegt brauð. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu frá mannréttindasamtökun- um Human Rights Watch. Í skýrslunni segir, að pólitískum föngum sé misþyrmt í Evin-fangels- inu í Teheran og öðrum leynilegum fangelsum í höfuðborginni og svo hafi verið síðan stjórnvöld hófu ofsóknirn- ar fyrir fjórum árum. Sarah Whitson, framkvæmdastjóri samtakanna fyrir Mið-Austurlönd og Norður-Afríku, segir það alrangt, að með umbótum í Íran hafi verið bundinn endi á pynt- ingar en ástandið sé hins vegar þann- ig, að fréttamenn, menntamenn og aðrir þori ekki lengur að gagnrýna yf- irvöldin. Fréttamenn og rithöfundar flýja land Í skýrslunni eru nefnd mörg dæmi um mannréttindabrot, þar á meðal handtökur, fangelsanir án réttar- halda, pyntingar, einangrunarvist og misþyrmingar. Harðlínuklerkarnir í Íran hafa nú lokað næstum öllum óháðum dagblöðum og nokkrir kunn- ir blaðamenn og rithöfundar hafa flú- ið land. Aðrir hafa verið fangelsaðir og frammámenn meðal námsmanna hræddir til að hætta friðsamlegum mótmælum. Í skýrslunni er m.a. rætt við rithöf- unda og blaðamenn sem allir segja frá margvíslegum pyntingum. Fangarnir eru barðir, neyddir til að vera í óeðli- legum stellingum í langan tíma, hengdir upp á höndum eða fótum og hótað lífláti játi þeir ekki á sig hvers kyns sakir. Fari menn fram á að ræða við lögfræðing er svarið að herða á pyntingunum. Human Rights Watch hvetur Evr- ópusambandið til að þrýsta á írönsku stjórnina en um miðjan þennan mán- uð mun sendinefnd frá því ræða við hana um mannréttindamál í Teheran. Er sambandið sakað um að hafa sýnt klerkunum linkind í þeim efnum. Pynting- ar sagðar algengar í Íran New York. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.