Morgunblaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 20
AKUREYRI 20 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ SUÐURNES FJÓRIR frumkvöðlar hafa verið út- skrifaðir úr Frumkvöðlaskóla Impru nýsköpunarmiðstöðvar, en skólinn tók til starfa í október í fyrra og eru þetta fyrstu frum- kvöðlarnir sem útskrifast nú. Nám- ið mun hefjast að nýju næsta haust. Þrír af frumkvöðlunum hafa fengið aðstöðu á Frumkvöðlasetri Norður- lands þar semþeir munu vinna áfram að framkvæmd viðskipta- hugmynda sinna. Markmið Frumkvöðlaskólans er að brúa bilið milli hugmyndar og fyrirtækis með því að undirbúa nemendur undir það að takast á við frumkvöðlastarf og rekstur fyr- irtækis. Námið byggist á vinnustof- um, uppbyggingu fyrirtækjalíkana, fyrirlestrum, þjálfun, einka- viðtölum og verkefnum sem tengj- ast þeirri hugmynd sem hver ein- staklingur vinnur að hverju sinni. Skólinn stendur yfir í 28 vikur og er m.a. farið yfir frumkvöðlafræði, hugverkavernd, þróunarferlið, verkefnisstjórnun, markaðsmál, fjármál og stjórnun. Jón Þorvarðarson fékk við- urkenningu fyrir bestu viðskipta- hugmyndina, Ice Cage sem er ný lausn í fiskeldi. Ellefu Brautargengiskonur Við sama tækifæri voru einnig brautskráðar ellefu konur sem tóku þátt í námskeiðinu Brautargengi, en það var nú haldið í annað sinn nú í vetur. Á því eru kennd grundvall- aratriði í fyrirtækjarekstri. Árang- urinn þykir góður, en gert er ráð fyrir að fyrstu nýju viðskipta- hugmyndirnar komi til fram- kvæmda nú í júní, tvö fyrirtæki hafa fjölgað starfsmönnum og fjór- um konum verið veittur styrkur úr Kvennasjóði til að vinna að sinni viðskiptahugmynd. Verkefnin sem unnið var að voru fjölbreytt, ýmiss konar heilsuráðgjöf og þjónusta, bókaútgáfa, snyrtistofa og heilsu- lind, listamiðstöð fyrir börn, kerta- og glerframleiðsla, sjúkraþjálfun, þjónusta við hestamenn og rit- vinnsluver fyrir fjölmiðla. Júlía Linda Ómarsdóttir hlaut við- urkenningu fyrir bestu viðskipta- hugmynd Brautargengiskvenna að þessu sinni, en hún snerist um út- gáfu heilsufarsbókar. Brautskráning: Fyrstu frumkvöðlarnir hafa verið brautskráðir úr Frum- kvöðlaskóla Impru, en hér eru þeir í hópi Brautargengiskvenna. Fyrstu frumkvöðlarnir brautskráðir HÁSKÓLINN á Akureyri hefur gef- ið út bókin „Aðferðafræði og rann- sóknir í heilbrigðisvísindum“. Tveir prófessorar við háskólann, þau dr. Sigríður Halldórsdóttir og dr. Krist- ján Kristjánsson eru ritstjórar hand- bókarinnar, en höfundar efnis eru 26 talsins, allt þekktir fræðimenn hver á sínu sviði. Sigríður Halldórsdóttir sagði rann- sóknir forsendu framfara á öllum sviðum og ætti það ekki síður við um heilbrigðisvísindi en önnur og því mikilvægt að gefa gaum að aðferða- færði og hvernig staðið skuli að rann- sóknum með sem bestum hætti. „Það er sérstök tilfinning að fá bók- ina í hendur, enda fjögurra ára draumur orðinn að veruleika,“ sagði Sigríður. Hún sagðist hafa gefið út til- raunaútgáfu árið 2001 og hefði verið notast við hana síðan, „en nú fengum við landsliðið í aðferðafræðikennslu og rannsóknum til liðs við okkur og ég er afar sátt við ávöxtinn af þeirri miklu vinnu,“ sagði hún. Um margt sem fjallað er um í bókinni hefur ekki verið ritað áður á íslensku og því um brautryðjendastarf að ræða. Flest það sem um er fjallað í bókinni hefur víðari skírskotun en heilbrigðisvísindi og ættu því margir að geta nýtt sér þetta rit. Sigríður sagði mikið átak að koma svo stóru verki frá sér svo vel væri, en allt hefði gengið upp. Hún sagði Há- skólann á Akureyri ungt en ört vax- andi rannsóknar- og fræðasamfélag. „Þar er þverfagleg vinna auðveld og ávöxtur hennar er m.a. rit af þessu tagi, en um helmingur höfunda er há- skólafólk fyrir norðan og helmingur fyrir sunnan,“ sagði Sigríður. Fram hafa komið hugmyndir um að þýða bókina á ensku og síðar jafnvel á Norðurlandamál og gefa út erlendis. Enda vanti slíka bók fyrir hið alþjóð- lega fræðasamfélag. „Ég veit að þetta rit á eftir að gagnast fjölda manns og það er ánægjulegt til þess að hugsa að geta t.d. stuðlað að því að fólk á Ís- landi geti lesið um aðferðafræði, rannsóknir og fræðimennsku á ís- lensku,“ sagði Sigríður. Hún vinnur nú að því ásamt öðru að skipuleggja ráðstefnu sem haldin verður á Akur- eyri í haust um eigindlegar rannsókn- ir og er ætluð kennurum og nemend- um á sviði aðferðafræði og rannsókna. Þá kvaðst hún einnig vera með nýja bók í sigtinu, eða bækur öllu heldur, bæði að gera áðurnefnt rit breiðara þannig að það höfðaði til fleiri og síð- an sagði hún það gamlan draum að gefa út rit um eigindlegar rannsóknir. HA gefur út bók um heilbrigðisvísindi Greinar eftir 26 fræðimenn MOSFELLSBÆR mun kaupa ör- yggishellur úr endurunnu gúmmíi til notkunar á leikvöllum bæjarins en samningur þess efnis var und- irritaður nýlega milli Mosfellsbæjar og Gúmmívinnslunnar. Samning- urinn gildir í fjögur ár. Mosfellsbær er fyrsta sveitarfélagið á landinu til að gera slíkan samning við Gúmmí- vinnsluna. Áætlað er að viðskiptin nemi um 2,5 milljónum króna á næstu fjórum árum og að um 14 tonn af gúmmíúrgangi fari í að framleiða þær öryggishellur sem um ræðir. Mosfellsbær hefur hlotið fjölda viðurkenninga vegna vinnu að um- hverfismálum. Forsvarsmenn bæj- arins telja verð á hellum frá Gúmmívinnslunni hagstæðara en á innfluttum hellum að því er fram kemur í frétt um samninginn. Fyrirtækið hefur framleitt ör- yggishellur fyrir leikvelli í 10 ár en 90% af hráefninu í þær er fengið úr notuðum hjólbörðum. Kaupa öryggishellur á leikvelli Grindavík | Þátttaka í sjó- mannahátíðinni í Grindavík er orðin stór hluti af lífi margra. Talið er að um það bil tíu þúsund gestir hafi sótt hátíðina að þessu sinni en hún er sem fyrr nefnd Sjóarinn síkáti og stendur alla sjómannadagshelgina. Hátíðin hófst með látum á föstudagskvöld þegar hátíðin var sett og í kjölfarið fylgdu boxb- ardagar. Unglingarnir í 8.- 10.bekk fengu sundlaugardiskó í fínu veðri sem hélst alla helgina og Kalli Bjarni sá öðrum gestum fyrir skrallballi í Festi um kvöld- ið. Annars var mikið að gera hjá þeim sem sækja böllin því kvöldið eftir voru stórdansleikir bæði í Festi og Sjávarperlunni. Mikil dagskrá var bæði laug- ardag og sunnudag en hápunktur helgarinnar í huga margra er heiðrun aldraðra sjómanna. Í þetta skiptið voru sjómennirnir Ingimar Magnússon, Sigurður Garðarsson og Einar Haraldsson heiðraðir. Þá var sú nýbreytni að „Perlan á öldunni“ var veitt í fyrsta skipti en það er viðurkenn- ing til eiginkvenna sjómanna. Viðurkenningunar hlutu þær Hrönn Jóhannsdóttir, eiginkona Einars Haraldssonar og Brynhild- ur Vilhjálmsdóttir, eiginkona Sig- urðar Garðarssonar. Kvennadeild björgunarsveit- arinnar Þorbjörns afhenti Ólafi Erni Ólafssyni bæjarstjóra tíu björgunarvesti fyrir börnin sem hafa hug á því að dorga niðri á bryggju. „Þetta held ég að hafi tekist mjög vel en fjöldinn var svipaður og í fyrra, um það bil tíu þúsund manns. Dagskráin var jöfn og þétt þannig að allir fengu eitt- hvað við sitt hæfi“, sagði Her- mann Magnús Sigurðsson, for- maður Sjómanna- og Vélstjórafélags Grindavíkur. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Heiðruð: Þrír aldraðir sjómenn og tvær sjómannskonur voru heiðruð í Grindavík, þau eru frá vinstri Ingimar Magnússon, Einar Haraldsson, Hrönn Jóhannsdóttir, Brynhildur Vilhjálmsdóttir og Sigurður Garðarsson. Um tíu þúsund gestir voru á Sjóaranum síkáta Hátíð: Mikil dagskrá var fyrir börn jafnt sem fullorðna á Sjóaranum síkáta. Sandgerði | Sjómannadagurinn var haldin hátíðlegur í Sandgerði í sól og blíðskaparveðri. Öldruð kona sem misst hefur eiginmann og syni í sjóslysum var heiðruð. Við upphaf hátíðarhaldanna var Péturs Helga Guð- jónssonar sjómanns minnst en hann lést í umferðarslysi í Garði síðastliðinn föstudag. Sjómannadagsráð heiðraði Önnu Sveinbjörnsdóttir, Önnu á Felli, ljósmóður sem búið hefur í Sandgerði í 38 ár. Anna hefur kynnst sorginni við hafið. Fyrri maður hennar, Haraldur Kjartansson, fórst ásamt fjórum skips- félögum á árinu 1948. Síðar giftist hún Hannesi Arnórs- syni póst- og símstöðvarstjóra í Sandgerði sem er látinn. Jóhann sonur hennar fórst 1986 þegar hann var að ferja bát yfir Faxaflóa og í febrúar 2002 drukknuðu Snorri og Matthías, synir hennar, þegar bátur þeirra fórst við Vestmannaeyjar. Þótt Anna sé á 83. aldursári vinnur hún við umönnunarstörf á Elliheimilinu Grund í Reykjavík. Anna var alla tíð farsæl ljósmóðir en segist ekki hafa tölu á þeim börnum sem hún hefur tekið á móti í þennan heim. Hún man hún að fyrsti drengurinn sem hún tók á móti í Sandgerði var Garðar Garðarsson skipstjóri sem á 25 ára afmælisdegi Slysavarnasveitarinnar Sigurvonar lagði blómsveig að höfninni til minningar um drukknaða sjómenn. Ýmislegt var til skemmtunar gert á sjómannadaginn og í lokum var öllum gestum boðið til mikillar grillveislu þar sem bæjarfulltrúar sáu um glóðarsteikinguna. Öldruð sjó- mannskona og móðir heiðruð Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Heiðruð: Sigurbjörg Eiríksdóttir bæjarfulltrúi heiðraði Önnu Sveinbjörnsdóttur á sjómannadaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.