Morgunblaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 33
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 33
✝ Hjörtur Guð-mundsson fæddist
13. apríl 1928. Hann
lést 26. maí síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Guðmundur Jó-
hannesson bóndi, f.
19. okt. 1887, d. 26.
maí 1959. Hansína
Einarsdóttir húsmóð-
ir, f. 8. júní 1892, d.
29. nóv. 1983. Hann
átti heina í Flekkuvík
á Vatnsleysuströnd
og ólst þar upp.
Bræðurnir voru átta
og þeir sem eru á lífi
eru: Konráð, Kári, Jóhannes og
Halldór. Systurnar voru fjórar og
sú sem er á lífi er Ingibjörg.
Hjörtur kvæntist 25. maí 1953
Guðríði Ingibjörgu Ingimundar-
dóttur, f. 17. feb. 1930. Þau skildu.
Börn þeirra eru: 1) Ingimundur, f.
16. feb. 1952, viðskiptafræðingur.
2) Anna María, f. 2. okt. 1953, þjón-
ustufulltrúi, giftist Herberti Guð-
mundssyni – þau slitu samvistum.
Börn þeirra eru: Hjörtur Þór, f. 29.
des. 1974; Róbert Már, f. 27. ágúst
1980; María Anna, f. 21. mars 1982.
Sambýlismaður
Önnu Maríu er Júlíus
R. Júlíusson, búsett í
Reykjavík. 3) Gunn-
laugur Birgir, f. 5.
feb. 1958, verkfræð-
ingur, kvæntur Mál-
fríði Sigurbjörgu
Gísladóttur. Börn
þeirra eru: Gísli
Gunnar, f. 25. sept.
1983; Guðríður, f. 11.
jan. 1985; Signý Lea,
f. 23. feb. 1991, búsett
í Hafnarfirði. 4) Alda,
f. 27. ágúst 1963, við-
skiptafræðingur, gift
Sveini Muller. Börn þeirra eru:
Berglind, f. 29. sept. 1991; Bryndís,
f. 27. nóv. 1997, búsett í Danmörku.
Hjörtur kom víða við í störfum
sínum, var háseti og matsveinn á
fiskiskipum, var matsveinn og
bryti á millilandaskipum hjá Sam-
bandinu og Eimskip og vann á
þungavinnutækjum hjá Reykjavík-
urborg. Hjörtur var matsveinn á
hótelum, skólum og vistheimilum.
Útför Hjartar verður gerð frá
Grafarvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Elsku afi. Mamma hringdi í mig
fyrir nokkrum dögum og sagði mér
að þú hefðir farið sama morgun.
Alls kyns tilfinningar flugu um
huga minn en ég vissi að þú værir
sáttur nú sem þú hefðir farið. Síðustu
daga hef ég hugsað mikið um þig og
allar þær minningar sem ég á um þig
sem barn mun ég ætíð varðveita.
Ég vissi þegar ég kvaddi þig fyrir
jól að ég væri að kveðja þig í hinsta
sinn. Þó svo að þú værir veikur var
húmorinn alltaf í lagi.
Ég minnist allra jólanna sem þú
komst til okkar og eldaðir dýrindis-
mat handa okkur og alltaf var hann
yndislegur og góður hjá þér.
Allar sögurnar sem þú sagðir þeg-
ar ég var barn voru jafnskemmtilegar
og ekki var það verra að þú sagðir svo
skemmtilega frá. Ég get aldrei
gleymt einum jólum. Þá höfðum við
verið að spila sem við gerðum svo oft,
og Róbert var að leita að gleraugun-
um sínum. Við Hjörtur hjálpuðum til
en hvergi fundust gleraugun. Ég man
ekki alveg hve lengi við leituðum en í
þónokkurn tíma. Þú sast inni í eldhúsi
og fylgdist með okkur. Við spurðum
þig hvort þú hefðir séð þau og þú
svaraðir í rólegheitunum: Þau eru á
eldhúshillunni fyrir aftan ykkur. Við
snerum okkur við og þarna voru þau.
Ég skildi þetta ekki alveg þar sem ég
hafði leitað svo oft í sömu hillu. En þú
sagðir að huldufólkið hefði fengið þau
lánuð fyrir son sinn sem væri að læra
að lesa. Alltaf datt þér eitthvað snið-
ugt í hug til að segja. Það var alltaf
jafnyndislegt að hafa þig hjá okkur
um jólin. Ég á eftir að sakna þess
mikið.
Ég mun geyma þessar minningar
og sögur sem þú sagðir mér þegar ég
var barn. Og svo þegar kemur að því
að við Mikkel eignumst okkar eigin
börn, fá þau að vita allt um Hjört
langafa. Því miður fékkst þú ekki
tækifæri til að hitta ástina í mínu lífi
en ég veit þú fylgist með og passar
okkur hér í Danmörku. Ég minnist
þess þegar ég sagði þér um jólin að ég
væri að flytja til Danmerkur í meira
söngnám og hefja mitt líf þar með
Mikkel. Fannst þér það í góðu lagi en
spurðir hvort ég væri ekki nýkomin
frá Ameríku, en það eru víst einhver
ár síðan. Hvernig áttir þú að geta
fylgst með öllu þessu flakki á mér?
Ég get alveg endalaust rifjað upp
minningar sem ég á um þig, afi minn,
þær eru geymdar en ekki gleymdar.
Ég er því miður stödd erlendis en
hef skrifað þetta ljóð til þín afi minn:
Þú farinn ert frá þessum heimi,
allt er bjart og friðsælt.
Þú brosir til okkar,
við finnum þína nærveru,
þú hefur fundið frið og ró.
Þú andar léttar,
þú ert horfinn á vit nýrra ævintýra.
Tekið er vel á móti þér
með opnum örmum.
Þú kveður okkur sáttur og friðsæll.
Allt er í ró.
Góða nótt og sofðu vært.
Þetta eru mín hinstu orð til þín afi
minn.
Ég elska þig af öllu mínu hjarta og
mun ætíð gera. Ég á eftir sakna þín
mikið, sofðu vært.
Þín dótturdóttir
María Anna Herbertsdóttir.
Elsku afi Hjörtur, nú ertu kominn
til Guðs. Við vitum að núna ertu alltaf
hjá okkur og fylgist með okkur.
Það er samt svo skrítið að hugsa til
þess að þú sért farinn og að við eigum
ekki eftir að sjá þig aftur hér.
En þrátt fyrir það vitum við að þér
líður vel núna. Það er svo mikið að
góðum minningum sem við eigum af
þér.
Þú varst svo vingjarnlegur og vild-
ir öllum vel. Þú varst afbragðs kokk-
ur og þau voru nú ófá skiptin sem þú
eldaðir fyrir okkur fjölskylduna. T.d á
jólunum varst þú yfirkokkur og sagð-
ir okkur hvernig best væri að elda
matinn.
Einnig varst þú mikill spilakall og
þú varst alltaf tilbúin að spila við okk-
ur systurnar þegar við komum í
heimsókn til þín á Lindargötuna. Þar
varstu einnig í spilaklúbbi og spilaðir
við þrjár konur sem bjuggu á Lind-
argötunni.
Þú varst svo klár. Þú varst svo góð-
ur í að finna þér eitthvað sniðugt að
gera. Þú vannst mikið í höndunum.
Þú smíðaðir alls konar hluti úr alls
konar dóti. Þau voru mörg glæsileg
verkin sem þú gerðir.
Okkur fannst alltaf svo gaman að
koma í heimsókn til þín og leika okk-
ur að smíða úr fílabeini eins og þú
gerðir mikið.
Svo hélstu stundum sýningar á
verkunum þínum sem komu rosalega
vel út og þú varst svo stoltur.
Það var alltaf svo gaman að vera
hjá þér. Þú fórst oft með okkur í
Kolaportið.
Einu sinni leigðum okkur bás og
við fengum þig til að selja eitthvað af
verkunum þínum. Við ætluðum sko
að selja þau á 2500 kr. og þau seldust
upp á engum tíma. Við sáum svo eftir
á að þetta hafi verið aðeins of ódýrt.
Við munum líka eftir öllum sögun-
um sem þú sagðir okkur frá þinni
ótrúlegu lífsreynslu. Það var svo
gaman að hlusta á þig tala um þitt líf.
Þú minntir okkur reyndar mikið á
manninn sem fjallað var um í bíó-
myndinni Big Fish, því sögurnar voru
oft ævintýralegar.
Þú varst trúaður, vissir að guð væri
alltaf við hliðina á þér og að hann
hefði hjálpað þér mikið í gegnum lífið.
Samvera okkar minnkaði mikið í
seinni tíð við okkur systurnar en við
heimsóttum þig þegar við gátum og
svo komst þú reglulega í heimsókn til
okkar á Sævanginn þegar þú hafðir
heilsu til.
Afi, okkur þykir rosalega vænt um
þig og við söknum þín mikið.
Við vitum að við munum sjá þig
einhvern tímann aftur og þangað til
passar þú okkur.
Þín barnabörn
Guðríður og Signý Lea.
Jæja, blessaður afi minn, þá ertu
farinn yfir móðuna miklu. Svolítið
skrítið að hugsa til þess að hafa þig
ekki með í sunnudagsbíltúrunum, í
framsætinu að borða pylsu og segja
okkur systkinunum frá öllu milli him-
ins og jarðar. Þú hafðir nefnilega frá
ýmsu að segja enda lífsreyndur mað-
ur og „sjóaður“ í orðsins fyllstu merk-
ingu. Fyrir mánuði síðan þegar þú
varst að flytja af Lindargötunni, var
ég að hjálpa til við flutningana þegar
ég rakst á fjóra fullorðna menn sem
voru að ræða sín á milli.
Einn þeirra spurði mig hvert erindi
mitt væri og ég sagði að ég væri að
hjálpa afa mínum að flytja. „Já, já,
væni minn, og hver er það?“ Ég sagði
þeim að það væri hann afi minn,
Hjörtur Guðmundsson. „Hjörtur
Guðmundsson!“ sögðu þeir nánast
allir í kór. „Ameríkufarinn?!“ sagði
einn, „heimshornaflakkarinn?“ sagði
annar. Ég kinkaði bara kolli, stoltur
yfir því að vera afkomandi þessa
fræga íbúa Lindargötunnar. Þessi
viðurnefni sem festust við þig í gegn-
um tíðina eru alls ekki úr lausu lofti
gripin. Mér eru sérstaklega minnis-
stæðar allar sögurnar sem þú sagðir
mér um ævintýri þín úti í heimi, þeg-
ar þú vannst sem kokkur á alls konar
skipum. Þú sveipaðir sögunum þínum
rómantískum blæ og glottir við þegar
þú sást undrunarsvipinn skína úr
augunum á okkur krökkunum. Þess-
ar sögur á ég alltaf eftir að varðveita.
Ég mun aldrei gleyma stundunum
sem við áttum saman og ég vona,
elsku afi minn, að þú hafir það gott á
þeim stað sem þú ert núna. Ég kveð
þig með söknuði.
Gísli Gunnar Gunnlaugsson.
Elsku afi, vonandi líður þér vel
núna.
Hvíldu í friði.
Þínar
Berglind og Bryndís, Danmörku.
HJÖRTUR
GUÐMUNDSSON
Fleiri minningargreinar
um Hjört Guðmundsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
Kársnesbraut 98 • Kópavogi
564 4566 • www.solsteinar.is
Helluhrauni 10, 220 Hfj.
Sími 565 2566
Englasteinar
Legsteinar
Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir, tengda-
dóttir, systir, mágkona og frænka,
SIGRÍÐUR KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR,
Ásgarði 119,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtu-
daginn 10. júní kl. 13.30.
Björn Davíð Kristjánsson,
Davíð Freyr Björnsson,
Birna Fjóla Valdimarsdóttir,
Kristján Davíðsson, Svanhildur Björnsdóttir,
Sigrún Halldórsdóttir, Jóhann Hjaltason,
Alfreð Halldórsson, Elín Sigurðardóttir,
Valdimar Halldórsson, Sigríður S. Hreiðarsdóttir
og systkinabörn.
Bróðir minn,
JÓHANN SIGURÐSSON,
Sörlaskjóli 13,
Reykjavík,
andaðist á líknardeild Landakotsspítala fimmtu-
daginn 20. maí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Fyrir hönd aðstandenda,
Gunnar Sigurðsson.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
EINAR JÚLÍUSSON,
Holtsgötu 24,
Sandgerði,
lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði,
miðvikudaginn 2. júní.
Jarðarförin auglýst síðar.
Júlíus Helgi Einarsson, Eydís Eiríksdóttir,
Einar Kr. Friðriksson, María Vilbogadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn,
EINAR ÁRNASON
frá Sóleyjartungu,
síðast til heimilis
á Höfðagrund 19, Akranesi,
andaðist á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn
5. júní.
Útför hans verður gerð frá Akraneskirkju föstu-
daginn 11. júní kl. 14.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Halldóra Gunnarsdóttir.
Elskuleg móðir okkar,
SIGRÍÐUR JÓNA INGÓLFSDÓTTIR
frá Borðeyri,
andaðist á Dvalarheimilinu Borgarnesi laugar-
daginn 5. júní.
Útförin auglýst síðar.
Börn hinnar látnu.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
(opa) og bróðir,
GUÐMUNDUR ÁGÚSTSSON
hagfræðingur,
Rekagranda 5,
Reykjavík,
andaðist á heimili sínu laugardaginn
5. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar.
Moníka María Karlsdóttir,
Kristján Guðmundsson, Þóra Margrét Pálsdóttir,
Stefán Ásgeir Guðmundsson, Védís Skarphéðinsdóttir,
Katrín Guðmundsdóttir, Haukur Valgeirsson,
barnabörnin Lara Valgerður og Þór Valgarð
og systkini hins látna.