Morgunblaðið - 08.06.2004, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 08.06.2004, Qupperneq 37
Mér fannst alltaf að hin pólitíska stefna mágs míns byggðist fyrst og fremst á heilindum og staðfestu. Arnljótur var að sönnu lögspek- ingur. Hann var prófessor í laga- deild Háskóla Íslands og síðar hæstaréttardómari og báðum stöð- um gegndi hann með miklum sóma. Hann var hins vegar ekki fyrir það að berast á, nægði líklega að vinna sína vinnu og stóð fyllilega undir því trausti sem þjóðfélagið bar til hans. Þeir vissu sem þurftu að vita að ekki þýddi að bjóða honum heið- ursorður og krossa, það hefði verið úr stíl við það látleysi sem hann tamdi sér á opinberum vettvangi. Lífið er undarlegt. Nú er hann farinn sem alla tíð var stráksleg- astur allra, náunginn sem var alls ekki þurr lagaspekúlant heldur glettinn, spaugsamur og kátur. „Æ, pabbi, ekki þessa fimmaurabrand- ara,“ áttu börnin hans til með að andvarpa. Þeim var samt ekki eins leitt og þau létu, það vissi ég. Miss- ir þeirra er mikill, því þó heim- ilisfaðirinn hefði verið nærri sjötug- ur bar hann sig ekki sem slíkur, hann var bara þessi eilífðar strák- ur. Ég lærði mikið af mági mínum og er þakklátur fyrir þann vinskap og hlýju sem hann auðsýndi mér og börnum mínum alla tíð. Systur minni, börnum hennar, tengda- börnum og barnabörnum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Sigurður Sigurðarson og börn.  Fleiri minningargreinar um Arnljót Björnsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 37 ✝ Egill Þorfinnssonfæddist á Spóa- stöðum í Biskups- tungum 27. desem- ber 1913. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði 30. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Steinunn Eg- ilsdóttir, f. 10. júlí l882, d. 26. júlí 1948, og Þorfinnur Þórar- insson, f. 20. mars 1884, d. 19. ágúst 1914. Systkini Egils voru Hildur og Þór- arinn, bæði látin. Fósturbróðir Valdimar Pálsson, látinn. Egill kvæntist 6. janúar 1940 Ást- rúnu S. Jónsdóttur, f. 25. apríl 1910, d. 7. maí 2003, frá Neðri Miðbæ í Norðfirði. Foreldrar henn- 1979, unnusta Ásta Kristín Victors- dóttir. Egill og Ástrún bjuggu sín fyrstu hjúskaparár á Ísafirði en fluttu síðan til Keflavíkur og hefur heimili þeirra verið lengst af á Suð- urgötu 20. Egill stundaði nám í Héraðsskól- unum á Laugarvatni og Laugum í Þingeyjarsýslu. Hann lærði skipa- smíði í Landsmiðjunni og lauk prófi frá Iðnskólanum í Reykjavík. Egill vann hjá Bárði Tómassyni á Ísa- firði, þar til að hann gerðist verk- stjóri hjá Dráttarbraut Keflavíkur árið 1941 og var þar til 1960. Hann var framkvæmdastjóri Vélbáta- tryggingar Reykjaness frá 1964 til 1995, kenndi skipateikningar við Iðnskólann í Keflavík og var lengi prófdómari við sama skóla. Hann teiknaði fjölda báta sem smíðaðir hafa verið bæði innanlands og utan. Egill var einn af stofnendum Rot- aryklúbbs Keflavíkur, meðlimur í Málfundafélaginu Faxa í fjölda- mörg ár og ýmsum öðrum félögum. Útför Egils verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. ar voru hjónin Guð- laug Sigríður Björns- dóttir og Jón Björnsson. Börn Ást- rúnar og Egils eru: 1) Þorfinnur, f. 26.8. 1940, d. 14.10. 1998, maki I. Margrét Thor- dersen, þau skildu. Börn þeirra eru a) Eg- ill, f. 1963, barn Stefán Barði; b)Sigþrúður, f. 1967, maki Hjálmtýr Baldursson, barn Vala Margrét. Maki II. Kristín Hjartar, þau skildu. 2) Steinunn, f. 2.9. 1948, maki Viðar Jónsson. Börn þeirra eru a) Egill, f. 1969, unnusta Bryndís Jónsdóttir; b)Ást- rún, f. 1973, sambýlismaður Óttar Hreinsson, dætur þeirra eru Eydís Eir og Steinunn Ýr; c) Jón Viðar, f. Það er með söknuði sem ég kveð þig, afi minn. Það er svo margs að minnast þegar þú átt í hlut, okkar samverustundir voru svo margar. Ég veit að þín verður sárt saknað af mörgum sem hafa kynnst þér í gegn- um tíðina. Þér líður örugglega betur núna, kominn til ömmu sem ég veit að þú saknaðir mikið undanfarið ár. Góðar minningar koma fram þeg- ar ég hugsa til alls þess tíma sem við áttum saman, heimsóknirnar á Suð- urgötuna, ferðirnar í sumarbústað- inn, allar veiðiferðirnar, veiði í Brú- aránni, landafræði og saga sem er okkar sameiginlega áhugamál og all- ar þær samverustundir sem við átt- um saman. Þær voru margar veiði- ferðirnar sem við fórum í, en ein er mér sérstaklega minnisstæð en þá fórum við bara tveir nafnarnir að veiða í ánni Fáskrúð í Dölunum. Ég var bara tíu ára og var þetta mikið sport að fá að fara með afa að veiða lax. Eitthvað gekk nú veiðin treglega í fyrstu, búnir að missa tvo til þrjá laxa áður en sá fyrsti var dreginn á land. Við misstum eitthvað um sex til sjö laxa en fengum fimm, þetta var mjög eftirminnileg veiðiferð, því ég hafði aldrei áður veitt svona marga laxa. Þær hafa verið margar ferðirn- ar og samverustundirnar í bústaðn- um fyrir austan, á æskuslóðum þín- um sem við höfum farið. Alltaf var verið að gera eitthvað í sveitinni, gróðursetja, setja niður og taka upp kartöflur, grænmeti og jarðarber, stækka bústaðinn og margt fleira sem er lifandi í minningunni. Oft var ég að hjálpa þér að stækka bústað- inn, það virtist alltaf vera þörf á því að stækka hann en ég held að það hafi aðallega verið þörfin hjá þér fyr- ir að hafa eitthvað fyrir stafni, þar erum við nú líkir. Lestur góðra bóka var eitt af mörgum áhugamálum þínum og fór- um við oft á bókamarkaðinn saman til að athuga hvort ekki væri eitthvað þar sem gott væri að eiga og lesa þegar heim væri komið. Oft fórum við klyfjaðir út, eitthvað sem var óhjákvæmilegt þar sem svo mikið var af góðum og merkum bókum á boðstólunum að okkar mati. Þetta voru góðar og skemmtilegar sam- verustundir, tími sem við áttum sam- an og munu geymast í minningunni ásamt svo mörgu sem við tókum okk- ur fyrir hendur, sem var nú æði margt. Það var nú oft stutt í gam- ansemina hjá þér og nutum við krakkarnir þess. Gjafmildi þín og hjálpsemi var mikil og aldrei var neitt mál að fá hlutina lánaða, t.d. eins og bílinn þinn og annað þess háttar. Alltaf fylgdist þú vel með því sem ég tók mér fyrir hendur og spurðir ævinlega eftir því hvar ég væri og hvað ég hefði fyrir stafni. Ég kveð þig með miklum söknuði, afi minn, þín á eftir að vera sárt saknað. Ég veit að amma hefur tekið vel á móti þér og ykkar verður minnst um ókomna framtíð. Hvíl þú í friði, elsku afi. Egill Viðarsson. EGILL ÞORFINNSSON  Fleiri minningargreinar um Egil Þorfinnsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Sjá ennfremur: www.kopavogur.is og www.job.is KÓPAVOGSBÆR Laus kennarastaða við Lindaskóla • Vegna forfalla vantar stærðfræðikennara fyrir næsta skólaár í 8. – 10. bekk. Við skólann er unnið metnaðarfullt starf og næsta vetur verður unnið að rannsókn- um í sambandi við námsmat í stærð- fræði sem styrkt er af þróunarsjóði grunnskóla. Laun samkvæmt kjarasamningi KÍ og Kópavogs- bæjar. Hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið. Upplýsingar gefur skólastjóri Gunnsteinn Sigurðsson í síma 8617100 Umsóknarfrestur er til 14. júní 2004. Starfsmannastjóri Járnamaður Vanur járnamaður getur bætt við sig verk- efnum, helst á Hafnarfjarðarsvæðinu. Upplýsingar í síma 898 9475. Gerðaskóli Eftirfarandi starfsmenn vantar næsta skólaár. 2/3 stöðu sérkennara til 11. jan. 2005 v. barns- eignarleyfis, 1/1 staða kennara með fjölfötluðum nemanda í 7. bekk, 60% staða stuðningsfulltrúa með nemanda í 1. bekk, 56% staða við kaffiumsjón. Umsóknarfrestur er til 20. júní. Frekari upplýs- ingar gefur skólastjóri í síma 422 7020. Fatabreytingar Starfskraftur óskast á saumastofu í sumaraf- leysingar strax. Viðkomandi verður að vera vanur fatabreytingum. Upplýsingar í síma 552 0855/899 4642. R A Ð A U G L Ý S I N G A R TILKYNNINGAR Kjósarhreppur Deiliskipulag frístundabyggðar í landi Háls Samkvæmt 25. gr. Skipulags- og byggingar- laga auglýsir Kjósarhreppur nýtt skipulag frí- stundabyggðar í landi Háls. Gert er ráð fyrir 69 frístundalóðum á 34,4 ha. svæði. Skipulagið hangir uppi á skrifstofu Kjósarhrepps, Félags- garði í Kjós. Tillagan er til sýnis frá 8. júní til og með 6. júlí. Athugasemdum skal skilað til Kjósarhrepps fyrir 7. júlí. Skipulags- og byggingarfulltrúi Kjósarhrepps. Skaftfellingar athugið! Sumarleyfi sóknarprest- anna í Skaftafellsprófasts- dæmi 2004 Austurhluti Skaftafellsprófastsdæmis: Bjarnanesprestakall: Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson sóknarprestur verður í sumarleyfi sem hér segir: frá 7. júní til 13. júní - frá 14. júlí til 31. júlí og frá 15. ágúst til 31. ágúst. Sr. Einar G. Jónsson á Kálfafellsstað leysir hann af á meðan. Kálfafellsstaðarprestakall: Sr. Einar Guðni Jónsson sóknarprestur verður í sumarleyfi sem hér segir: frá 14. júní til 12. júlí og frá 1. ágúst til 14. ágúst. Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson á Höfn leysir hann af á meðan. Vesturhluti Skaftafellsprófastsdæmis: Kirkjubæjarklaustursprestakall: Sr. Bryndís Malla Elídóttir sóknarprestur verður í sumarleyfi sem hér segir: frá 1. júlí til 16. ágúst. Sr. Haraldur M. Kristjánsson í Vík leysir hana af á meðan. Víkurprestakall: Sr. Haraldur M. Kristjánsson prófastur verður í sumarleyfi sem hér segir: frá 14. júní til 30. júní og frá 17. ágúst til 31. ágúst. Sr. Bryndís Malla Elídóttir á Kirkjubæjarklaustri leysir hann af á meðan. Haraldur M. Kristjánsson, prófastur Skaftafellsprófastsdæmis. Kvennaskólinn í Reykjavík Innritun Innritun nýnema fyrir skólaárið 2004-5 fer fram í skólanum miðvikudaginn 9. júní og fimmtu- daginn 10. júní kl. frá kl. 8 til 18. Innritun lýkur föstudaginn 11. júní kl. 16. Kvennaskólinn í Reykjavík býður bóknám til stúdentsprófs. Brautirnar eru þrjár: félagsfræðabraut málabraut náttúrufræðibraut Í skólanum er bekkjakerfi en þó mikið val á 3. og 4. námsári. Inntökuskilyrði eru samkvæmt reglugerð menntamálaráðuneytisins. Þau eru háð braut- arvali nemandans. Umsókn skal fylgja staðfest ljósrit af grunnskólaprófi. Námsráðgjafar skólans verða til viðtals innrit- unardagana. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu skólans, www.kvenno.is eða í síma 580 7600. Skólameistari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.