Morgunblaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 41
MENNTASKÓLINN í Kópavogi brautskráði 215 nemendur 21. maí síðastliðinn. Í apríl voru út- skrifaðir 16 nemendur úr tveggja ára námi í viðskipta- og fjár- málagreinum svo að samtals hef- ur skólinn útskrifað 231 nemanda á þessu ári. Fagnaði 30 ára afmæli Skólinn fagnaði 30 ára afmæli sínu í september sl. og í máli Mar- grétar Friðriksdóttur skólameist- ara kom fram að á þessum þrjátíu árum hefur námsbrautum fjölgað úr þremur í tuttugu og tvær og nemendum úr 110 í 1.250. Forseti bæjarstjórnar, Halla Halldórsdóttir, afhenti útskrift- arnemum viðurkenningar úr Við- urkenningasjóði MK sem stofn- aður var af Kópavogsbæ 1993. Viðurkenningarnar hlutu: Stúd- entarnir Þuríður Eiríksdóttir og Eyjólfur Berg Axelsson, iðnnem- arnir Sveinn Sævar Frímannssson og Hrefna Rósa Jóhannsdóttir og Ásta Vilborg Njálsdóttir sem út- skrifaðist af skrifstofubraut. Þá hlaut Þuríður Eiríksdóttir styrk frá Sparisjóði Kópavogs og frá Rótarýklúbbi Kópavogs fyrir góð- an námsárangur. Sveinn Sævar Frímannsson hlaut jafnframt styrk frá Rótarýklúbbnum fyrir góðan námsárangur í iðnnámi. Brautskráning í MK FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 41                                                          "         #         #     ! $       %       "     "                & '    #    %     "   #  %   (          !                     !" #$! %   &  )            *+, -./.  "       ,0..  -0..! 1     #"       0   2 ! '()& $  )  ! $  * +,' -   . - /01,2'         %        !  "    -0.. 3 40..! 5    ! /6!...!3   . - /01,2'          %       !  "    40.. 3 +0/.! 5    ! *!...!3 /01,2'     /             (    77!  "    +0/. 3 6.0..! 5    ! 6!...!3           1)89:;< 3 =>& ?;8 3 @A9)8B85 3 A1 C:98 3 &<985;<                           HÓLMGEIR Baldursson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri Íslenska sjónvarpsfélagsins ehf., hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Vegna umræðu fjölmiðla um eignaraðild ýmissa aðila að Íslenska sjónvarpsfélaginu ehf. á árinu 1999, skal það áréttað að gerðir voru 2 kaupsamningar um sölu á hlutum mínum í Íslenska sjónvarpsfélaginu ehf., sá fyrri þann 16. júlí 1999, þar sem kaupendur voru þeir Eyþór Arnalds, Árni Þór og Kristján Ragn- ar. Þá stóð til að undirritaður yrði áfram starfandi hjá félaginu í sam- starfi við ofangreinda aðila, en vegna samstarfsörðugleika ákvað ég að óska eftir að óselt hlutafé mitt í fé- laginu yrði keypt, og var það gert þann 20. september 1999, og voru kaupendur þá Suðurljós ehf., sem mér skildist að væru í eign sömu að- ila. Þá verður að harma þá umfjöllun sem beinist að félaginu sjálfu, en því er nú stýrt í dag af aðilum sem eru máli þessu óviðkomandi, og ekki annað að sjá en að annarleg sjón- armið skýri það að nafn sjónvarps- stöðvarinnar og hlutafélagsins sem hana rekur séu sífellt færð í tal vegna málsins. Þeir athafnamenn Árni Þór og Kristján ráku á sama tíma fjölmörg önnur félög sem tengdust þeim, en af umfjöllun má helst skilja að þeir viðskiptafélagar hafi í raun stofnað hlutafélagið og sjónvarpsstöðina sem félagið rak. Það er alrangt, enda tala samningar um kaup þeirra á hlutum í rekstr- arfélaginu sínu máli, og leiðréttist það því hér með.“ Fyrrverandi framkvæmdastjóri Íslenska sjónvarpsfélagsins Harmar um- fjöllun sem bein- ist að félaginu Kvöldganga í Viðey Í fyrstu kvöld- göngu sumarsins mun Örvar B. Ei- ríksson sagnfræðingur fjalla um Viðey frá 10. öld og fram á þá 20. Lagt verður af stað með Viðeyj- arferjunni frá Sundahöfn kl. 19.30. Gangan tekur u.þ.b. tvær klukku- stundir og kostar 500 kr. fyrir full- orðna en 250 kr. fyrir börn. Ef þátt- taka er nægileg verður kaffisala í Stofunni í lok göngunnar. Nýtt hugleiðslunámskeið hjá Karuna búddamiðstöðinni verður dagana 8., 15., 22. og 29. júní og 6. júlí. Námskeiðið ber titilinn „Vakn- aðu brosandi“ og verður kl. 20– 21.15. Kennari verður enska búdd- anunnan Ani-La Nyingpo. Skiptið kostar 1.000 kr. en 600 kr. fyrir nema. 20% afsláttur er ef greitt er fyrir heilt námskeið. Í DAG Fundur um pólitískt hlutverk for- seta Íslands Sagnfræðingafélag Ís- lands og Félag stjórnmálafræðinga boða til fundar á morgun, miðviku- daginn 9. júní, um pólitískt hlutverk forseta Íslands frá stofnun lýðveldis til okkar daga. Fundurinn verður haldinn í ReykjavíkurAkademíunni, Hringbraut 121 (gamla JL-húsinu) og stendur frá 12–13.30. Þrír fram- sögumenn flytja erindi á fundinum: Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands, Guðni Th. Jóhannesson, sagn- fræðingur við Hugvísindastofnun Háskóla Íslands, og Sveinn Helga- son, fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Fundarstjóri verður Birgir Her- mannsson stjórnmálafræðingur. Að framsögum loknum verða umræður og fyrirspurnir. Bifhjólasamtök lýðveldisins Sniglarnir boða til fundar á morg- un, miðvikudag, í kjölfar tveggja hörmulegra banaslysa bifhjóla- manna. Ágúst Mogensen hjá Rann- sóknarnefnd umferðarslysa mun ræða við bifhjólamenn um þessa at- burði á fundinum sem hefst kl. 20 og verður haldinn í húsakynnum Snigl- anna. Á MORGUN Fyrirlestur um geð- og þroska- raskanir leikskólabarna verður haldinn föstudaginn 11. júní kl. 12– 13 í Lögbergi, stofu 101, Háskóla Ís- lands. Rektor Háskóla Íslands, Barnarannsóknir og sendiráð Frakklands á Íslandi standa fyrir opnum fyrirlestri prófessors Eric Fombonne um geð- og þroskarask- anir leikskólabarna. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Fombonne mun í fyrirlestri sínum fjalla um tíðni, helstu áhættuþætti og undirliggjandi orsakir geð- og þroskaraskana sem greina má hjá leikskólabörnum. Á NÆSTUNNI MINNINGABÓK fyrir þá sem óska að votta samúð sína vegna andláts Ronalds W. Reagan, fyrrverandi for- seta Bandaríkjanna, mun liggja frammi í anddyri sendiherrabústað- arins að Laufásvegi 23, í dag, þriðju- dag, og á morgun, miðvikudag, kl. 10–11.30. Minningabók vegna andláts Ronalds Reagan ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.