Morgunblaðið - 08.06.2004, Síða 41

Morgunblaðið - 08.06.2004, Síða 41
MENNTASKÓLINN í Kópavogi brautskráði 215 nemendur 21. maí síðastliðinn. Í apríl voru út- skrifaðir 16 nemendur úr tveggja ára námi í viðskipta- og fjár- málagreinum svo að samtals hef- ur skólinn útskrifað 231 nemanda á þessu ári. Fagnaði 30 ára afmæli Skólinn fagnaði 30 ára afmæli sínu í september sl. og í máli Mar- grétar Friðriksdóttur skólameist- ara kom fram að á þessum þrjátíu árum hefur námsbrautum fjölgað úr þremur í tuttugu og tvær og nemendum úr 110 í 1.250. Forseti bæjarstjórnar, Halla Halldórsdóttir, afhenti útskrift- arnemum viðurkenningar úr Við- urkenningasjóði MK sem stofn- aður var af Kópavogsbæ 1993. Viðurkenningarnar hlutu: Stúd- entarnir Þuríður Eiríksdóttir og Eyjólfur Berg Axelsson, iðnnem- arnir Sveinn Sævar Frímannssson og Hrefna Rósa Jóhannsdóttir og Ásta Vilborg Njálsdóttir sem út- skrifaðist af skrifstofubraut. Þá hlaut Þuríður Eiríksdóttir styrk frá Sparisjóði Kópavogs og frá Rótarýklúbbi Kópavogs fyrir góð- an námsárangur. Sveinn Sævar Frímannsson hlaut jafnframt styrk frá Rótarýklúbbnum fyrir góðan námsárangur í iðnnámi. Brautskráning í MK FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 41                                                          "         #         #     ! $       %       "     "                & '    #    %     "   #  %   (          !                     !" #$! %   &  )            *+, -./.  "       ,0..  -0..! 1     #"       0   2 ! '()& $  )  ! $  * +,' -   . - /01,2'         %        !  "    -0.. 3 40..! 5    ! /6!...!3   . - /01,2'          %       !  "    40.. 3 +0/.! 5    ! *!...!3 /01,2'     /             (    77!  "    +0/. 3 6.0..! 5    ! 6!...!3           1)89:;< 3 =>& ?;8 3 @A9)8B85 3 A1 C:98 3 &<985;<                           HÓLMGEIR Baldursson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri Íslenska sjónvarpsfélagsins ehf., hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Vegna umræðu fjölmiðla um eignaraðild ýmissa aðila að Íslenska sjónvarpsfélaginu ehf. á árinu 1999, skal það áréttað að gerðir voru 2 kaupsamningar um sölu á hlutum mínum í Íslenska sjónvarpsfélaginu ehf., sá fyrri þann 16. júlí 1999, þar sem kaupendur voru þeir Eyþór Arnalds, Árni Þór og Kristján Ragn- ar. Þá stóð til að undirritaður yrði áfram starfandi hjá félaginu í sam- starfi við ofangreinda aðila, en vegna samstarfsörðugleika ákvað ég að óska eftir að óselt hlutafé mitt í fé- laginu yrði keypt, og var það gert þann 20. september 1999, og voru kaupendur þá Suðurljós ehf., sem mér skildist að væru í eign sömu að- ila. Þá verður að harma þá umfjöllun sem beinist að félaginu sjálfu, en því er nú stýrt í dag af aðilum sem eru máli þessu óviðkomandi, og ekki annað að sjá en að annarleg sjón- armið skýri það að nafn sjónvarps- stöðvarinnar og hlutafélagsins sem hana rekur séu sífellt færð í tal vegna málsins. Þeir athafnamenn Árni Þór og Kristján ráku á sama tíma fjölmörg önnur félög sem tengdust þeim, en af umfjöllun má helst skilja að þeir viðskiptafélagar hafi í raun stofnað hlutafélagið og sjónvarpsstöðina sem félagið rak. Það er alrangt, enda tala samningar um kaup þeirra á hlutum í rekstr- arfélaginu sínu máli, og leiðréttist það því hér með.“ Fyrrverandi framkvæmdastjóri Íslenska sjónvarpsfélagsins Harmar um- fjöllun sem bein- ist að félaginu Kvöldganga í Viðey Í fyrstu kvöld- göngu sumarsins mun Örvar B. Ei- ríksson sagnfræðingur fjalla um Viðey frá 10. öld og fram á þá 20. Lagt verður af stað með Viðeyj- arferjunni frá Sundahöfn kl. 19.30. Gangan tekur u.þ.b. tvær klukku- stundir og kostar 500 kr. fyrir full- orðna en 250 kr. fyrir börn. Ef þátt- taka er nægileg verður kaffisala í Stofunni í lok göngunnar. Nýtt hugleiðslunámskeið hjá Karuna búddamiðstöðinni verður dagana 8., 15., 22. og 29. júní og 6. júlí. Námskeiðið ber titilinn „Vakn- aðu brosandi“ og verður kl. 20– 21.15. Kennari verður enska búdd- anunnan Ani-La Nyingpo. Skiptið kostar 1.000 kr. en 600 kr. fyrir nema. 20% afsláttur er ef greitt er fyrir heilt námskeið. Í DAG Fundur um pólitískt hlutverk for- seta Íslands Sagnfræðingafélag Ís- lands og Félag stjórnmálafræðinga boða til fundar á morgun, miðviku- daginn 9. júní, um pólitískt hlutverk forseta Íslands frá stofnun lýðveldis til okkar daga. Fundurinn verður haldinn í ReykjavíkurAkademíunni, Hringbraut 121 (gamla JL-húsinu) og stendur frá 12–13.30. Þrír fram- sögumenn flytja erindi á fundinum: Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands, Guðni Th. Jóhannesson, sagn- fræðingur við Hugvísindastofnun Háskóla Íslands, og Sveinn Helga- son, fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Fundarstjóri verður Birgir Her- mannsson stjórnmálafræðingur. Að framsögum loknum verða umræður og fyrirspurnir. Bifhjólasamtök lýðveldisins Sniglarnir boða til fundar á morg- un, miðvikudag, í kjölfar tveggja hörmulegra banaslysa bifhjóla- manna. Ágúst Mogensen hjá Rann- sóknarnefnd umferðarslysa mun ræða við bifhjólamenn um þessa at- burði á fundinum sem hefst kl. 20 og verður haldinn í húsakynnum Snigl- anna. Á MORGUN Fyrirlestur um geð- og þroska- raskanir leikskólabarna verður haldinn föstudaginn 11. júní kl. 12– 13 í Lögbergi, stofu 101, Háskóla Ís- lands. Rektor Háskóla Íslands, Barnarannsóknir og sendiráð Frakklands á Íslandi standa fyrir opnum fyrirlestri prófessors Eric Fombonne um geð- og þroskarask- anir leikskólabarna. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Fombonne mun í fyrirlestri sínum fjalla um tíðni, helstu áhættuþætti og undirliggjandi orsakir geð- og þroskaraskana sem greina má hjá leikskólabörnum. Á NÆSTUNNI MINNINGABÓK fyrir þá sem óska að votta samúð sína vegna andláts Ronalds W. Reagan, fyrrverandi for- seta Bandaríkjanna, mun liggja frammi í anddyri sendiherrabústað- arins að Laufásvegi 23, í dag, þriðju- dag, og á morgun, miðvikudag, kl. 10–11.30. Minningabók vegna andláts Ronalds Reagan ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.