Morgunblaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 16
ERLENT 16 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ S k o ð i ð V i ð e y www . f e r j a . i s ÞÚSUNDIR stuðningsmanna Hugo Chavez, forseta Venesúela, komu saman í miðbæ Caracas á sunnudag til að hlýða á kosninga- ræðu hans en andstæðingar forset- ans hafa safnað nægum undir- skriftum til löglegrar þjóðarat- kvæðagreiðslu sem skera á úr um það hvort forsetinn sé hæfur til að gegna embættinu. Andstæðingar Chavez fögnuðu á götum úti á laugardag í tilefni af því að yf- irvöld staðfestu að þjóðaratkvæða- greiðsla yrði haldin en tveimur og hálfri milljón undirskrifta hafði verið safnað til að knýja hana fram. Chavez fullyrti í ræðu sinni að hann myndi vinna mikinn kosn- ingasigur. Forsetinn lagði áherslu á hlutleysi fjölmiðla, hann myndi fylgjast vel með umfjöllun þeirra og grípa til aðgerða ef þeir gerð- ust hlutdrægir en hann myndi hlíta úrslitum kosninganna. Einræði að hætti Kastrós? Andstæðingar Chavez saka hann um að reyna að koma á einræði í landinu að hætti Fídels Kastrós Kúbuleiðtoga sem hann dáist mik- ið að. Chavez var kjörinn forseti árið 1998 og endurkjörinn árið 2000. Hann stóð sjálfur að því að sett yrði það ákvæði í stjórnarskrána að efna mætti til kosninga um hæfi forseta til embættis ef nægar und- irskriftir fengjust. Forsetinn þykir lítt hallur undir fulltrúalýðræði og virðist hafa það að miklu leyti í hendi sér, sam- kvæmt fréttaskýringu breska tímaritsins The Economist, sem segir stuðningsmenn hans stjórna kosningaráði landsins og meiri- hluta dómstólanna. Undirskriftar- reglum hafi þar að auki verið breytt þannig að þeir sem „sjái eftir því“ að hafa skrifað undir geti tekið undirskriftina til baka. Forsetinn hefur haldið því fram að undirskriftirnar séu illa fengnar og að skilríki fólks hafi verið föls- uð en stjórnarandstaðan verst öll- um slíkum ásökunum. Andstæðingar forsetans afhentu kosningaráðinu hálfa fjórðu millj- ón undirskrifta í desember síðast- liðnum en ráðið ógilti tæpan helm- ing þeirra. „Ég hætti starfi mínu,“ sagði ríkisstarfsmaðurinn Roxana Bolívar í viðtali við The Economist þar sem hún beið þess í þrjár klukkustundir að geta skrifað und- ir og óttaðist afleiðingar þess. Óvissa ógnar olíumarkaði Venesúela er fimmti stærsti hrá- olíuútflytjandi heims og fer mikill hluti olíunnar til Bandaríkjanna. Samskipti ríkjanna hafa verið stirð undanfarin tvö ár vegna stjórn- arfarsins í landinu sem gæti haft áhrif á heimsverð á hráolíu. And- stæðingar Chavez halda því fram að hann sé að leggja efnahag hins mikla olíuríkis í rúst en stuðnings- menn hans segja hann koma fá- tækum til bjargar. Dagblaðið The Washington Post bendir á það í umfjöllun sinni um ástandið að Chavez sé jafnvel bú- inn að tryggja sér sigur með því að auka fjárframlög til menntunar og heilbrigðismála og tryggja sér þannig atkvæði hinna fátæku í landinu. Stjórnarandstæðingar þvertaka fyrir að hann hafi bætt aðstæður fátækra. Samtök Ameríkuríkja komust að því samkomulagi í fyrra, fyrir milligöngu Jimmy Carters, fyrr- verandi forseta Bandaríkjanna, að þjóðaratkvæðagreiðsla um hæfi forsetans væri besta lausnin á stjórnmálavanda Venesúela en lík- legt er talið að atkvæðagreiðsla fari fram hinn 8. ágúst á þessu ári. Hálf þriðja milljón vill Chavez frá Reuters Hundruð þúsunda stuðningsmanna Hugo Chavez, forseta Venesúela, fylltu eina af breiðgötum höfuðborgarinnar Caracas á sunnudag. Caracas. AFP. IYAD Allawi, forsætisráðherra Íraks, greindi frá því í gær að samið hefði verið um að herflokkar í landinu yrðu leystir upp. Þeir myndu ýmist ganga til liðs við öryggissveitir stjórnvalda eða gerast óbreyttir borgarar fyrir byrjun næsta árs. Allawi greindi frá þessu í yfirlýsingu og sagði sam- komulagið taka til herflokka sem nú störfuðu og ríkisvaldið hefði enga stjórn á. Samkomulagið hefði verið gert við níu stjórnmálaflokka sem flestir eiga fulltrúa í nýrri bráða- birgðastjórn Íraks. Liðsafla hins rót- tæka leiðtoga sjíta, Moqtada Sadr, var ekki getið á lista sem birtur var í gær og tilgreindi hópa þá sem samið hefði verið við. Þar var ekki heldur að finna uppreisnarhópa sunní-múslima sem haldið hafa uppi árásum á er- lenda hernámsliðið í Bagdad og norð- ur og vestur af höfuðborginni. Í yfirlýsingunni sagði að 90% hóp- anna myndu verða leyst upp fyrir jan- úar 2005 þegar kosningar fara fram í Írak. Aðrir hópar yrðu leystir upp nokkrum mánuðum síðar. Þeir myndu ýmist ganga til liðs við örygg- issveitir stjórnvalda víðs vegar um Írak eða gerast þátttakendur í borg- aralegu lífi. Alls ræddi þar um á að giska 100.000 manns. Margir óttast að borgarastríð brjótist út og hefur verið vísað til þess að sjítar, súnnítar og Kúrdar ráði allir yfir öflugum her- flokkum. Íraskir herflokkar leystir upp Bagdad. AFP. LEIÐTOGI Fatah-hreyfingar Pal- estínumanna á Vesturbakkanum, Marwan Barghuti, sem talinn er einn helsti skipuleggjandi upp- reisnar Palestínumanna gegn her- námi Ísrelsmanna, hlaut á sunnu- dag fimmfaldan lífstíðarfangelsis- dóm fyrir morð. Lögfræðingur Barghutis segist ekki munu áfrýja dóminum, sem var byggður á ásök- unum um að Barghuti bæri ábyrgð á fjórum árásum hryðjuverka- manna sem hefðu kostað fimm manns lífið. Þá fékk Barghouti tuttugu ára fangelsisdóm fyrir aðild að bönn- uðum hryðjuverkasamtökum og annan 20 ára dóm fyrir samsæri og undirbúning fleiri árása. Þegar Barghuti, sem er 45 ára gamall, var leiddur út úr dómsaln- um sagði hann að intifada, uppreisn Palestínumanna, myndi bera ár- angur og sýndi sigurmerki með fingrum beggja handa. Þegar hann gekk inn í dómsalinn veifaði hann miða sem á stóð: „Þjóð okkar mun sigra og við munum sigrast á her- náminu.“ Barguthi studdi á sínum tíma Óslóar- samningana frá 1993 en skipti um skoðun og mælti síðar með andófi gegn Ísraelum. Hann segist þó aldrei hafa mælt með drápum á vopnlausum, ísr- aelskum borgur- um. Lögmaður Barghutis sagðist ekki myndu áfrýja dómnum. Saeb Erekat, samningamálaráðherra Palestínumanna, sagði að dómurinn yfir Barghuti væri ólöglegur og ísr- aelski dómstóllinn hefði ekkert vald til að dæma hann, enda væri Barg- huti kjörinn fulltrúi á palestínska heimastjórnarþinginu. Þegar byrjað var að lesa upp dóminn óskaði Barghuti eftir að fá að ávarpa dóminn. Það var heimilað og Barghuti talaði í fimm mínútur. Sagði hann m.a. að uppreisn Palest- ínumanna væri eina leiðin til að öðl- ast sjálfstæði. Hernám Ísr- aelsmanna væri versta nýlendu- stefna sem heimurinn hefði séð en það hernám væri deyjandi og Ísr- aelsmenn gerðu best í að fara að undirbúa jarðarförina. Barguthi hlaut lífstíðarfangelsi Tel Aviv. AFP, AP. Marwan Barghouthi FRANK Gardner, fréttamaður BBC, breska ríkisútvarpsins, lá í gær með- vitundarlaus á sjúkrahúsi í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu, eftir að hafa verið særður mörgum skotsárum á götu í borginni. Írskur tökumaður hans, Simon Cumbers, lét lífið í árás- inni en talið er að íslamskir öfgamenn hafi verið að verki. Læknir á sjúkrahúsinu sagði að tví- sýnt væri um líf Gardners en hann var skotinn mörgum kúlum í kvið og fætur í fyrrakvöld er þeir Cumbers voru fyrir utan heimili eftirlýsts öfga- manns í einu fátækrahverfa Riyadh- borgar. Voru þeir þar í fylgd „leið- sögumanns“ og ökumanns frá innan- ríkisráðuneyti Sádi-Arabíu en þeir sluppu heilir á húfi. Er nú verið að kanna hvort þeir hafi átt einhverja að- ild að fyrirsátinni. Gardner hefur einkum flutt fréttir af öryggismálum og stríðinu gegn hryðjuverkum en Cumbers var laus- ráðinn blaðamaður og tökumaður, sem mikið hefur unnið fyrir BBC. Talar Gardner arabísku reiprennandi og hefur lagt stund á arabísk og ísl- ömsk fræði. Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, harmaði í gær þennan atburð og sagði, að ekkert mætti gefa eftir í baráttunni við hryðjuverkamenn. Í dái eftir árás í Riyadh Riyadh. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.