Morgunblaðið - 11.06.2004, Síða 6
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
landi, eru smám saman að bráðna. Reyndar
leiðir það ekki til mikillar sjávarborðshækk-
unar því rúmmál þeirra er aðeins lítill hluti af
heildarrúmmáli íss á yfirborði jarðar. En ef
stóru heimskautajöklarnir fara að láta á sjá,
sem gæti hugsanlega gerst á nokkur þúsund
árum, þá er náttúrlega ekki gott í efni,“ segir
Þorsteinn.
Þorsteinn hefur einnig unnið við kjarnabor-
anir á Grænlandsjökli. Hann segir að ískjarnar
þaðan sýni snöggar sveiflur í veðurfari, sem
mun síður gæti á Suðurskautslandinu. „Kjarn-
ar frá Suðurskautslandinu sýna vel lang-
tímasveiflur og úr þeim fást bestu gögn sem
hægt er að fá um breytingar á gróðurhúsa-
lofttegundum yfir nokkur hundruð þúsund ára
tímabil. […] Þarna staðfestist enn og aftur að
styrkur gróðurhúsalofttegunda núna er
óvenjulega hár,“ segir Þorsteinn.
15 þúsund ár eftir
af núverandi hlýskeiði
Inntur eftir því hvenær næsta kuldaskeið
muni hefjast segir Þorsteinn að út frá nýju nið-
urstöðunum frá Suðurskautslandinu sé nú
rætt um að um 15 þúsund ár séu þangað til;
vísindamenn hafi til þessa talað um árafjölda á
bilinu 5–20 þúsund. Hann segir að í ljós hafi
komið að hlýskeiðin fyrir 420–740 þúsund ár-
um, þ.e. sá tími sem takmarkaðar upplýsingar
voru áður til um, hafi verið talsvert lengri í ár-
um talið en tímabilin sem síðar komu, en hita-
stig hafi aftur á móti ekki verið jafn hátt.
Talið er að því hlýskeiði sem nú stendur
svipi til hlýindatímabils sem hófst fyrir tæpum
430 þúsund árum og stóð í 28 þúsund ár. Þor-
steinn segir að þar sem afstaða sólar og jarðar
á núverandi hlýskeiði sé svipuð og á þessum
tíma, sé talið að núverandi hlýindaskeið muni
vara í að minnsta kosti 15 þúsund ár til við-
bótar.
Ískjarnaboranir á Suðurskautslandinu sýna breytingar á veðurfari síðustu 740 þúsund ár
Styrkur gróður-
húsalofttegunda
aldrei meiri
Þorsteinn Þorsteinsson ofan í borholu á Suð-
urskautslandinu.
ÍSKJARNABORUN á Suðurskautslandinu á
svæði þar sem ísinn er þriggja kílómetra þykk-
ur hefur gert vísindamönnum kleift að
skyggnast 740 þúsund ár aftur í tímann og
skoða sveiflur og þróun veðurfars á jörðinni á
þeim tíma. Á þessum tíma hafa átta jökulskeið
og átta hlýskeið gengið yfir á jörðinni. Styrkur
gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti hefur
aldrei verið jafn hár og hann er nú. Um 15 þús-
und ár eru talin vera til næsta kuldaskeiðs.
Þorsteinn Þorsteinsson, jöklafræðingur hjá
Vatnamælingum Orkustofnunar, er einn
þeirra vísindamanna sem starfað hafa við ís-
kjarnaboranir á Suðurskautslandinu, en alls
hafa þrír Íslendingar unnið þar að þessum
rannsóknum. Fjallað er um þessar rannsóknir
í nýjasta hefti tímaritsins Nature.
Ískjarnaborun á svæði á Suðurskautsland-
inu, sem kallað hefur verið Dome C, hófst árið
1996. Einnig hefur verið borað á Grænlands-
jökli. Þar hefur rúmlega 100 þúsund ára ís
fundist og hafði á Suðurskautslandinu, þar til
nýlega, tekist að komast 400 þúsund ár aftur í
tímann. Nýi ískjarninn frá Dome C er talinn
vera 740 þúsund ára eða tvöfalt eldri ís en áð-
ur hafði fundist. Enn er eftir að bora 100 metr-
um neðar, alla leið niður á botn jökulsins, og
segir Þorsteinn líklegt að sá kjarni muni ná
alls nærri 1 milljón ára aftur í tímann, sem sé
elsti ís jarðarinnar.
„Það er hægt að rekja það hvernig hitastig
hefur breyst á þessumtíma, hvernig skipst
hafa á jökulskeið og hlý skeið, en nákvæmari
tímasetningar og upplýsingar um hitabreyt-
ingarnar fást úr þessum rannsóknum en áð-
ur,“ segir Þorsteinn.
Gamalt andrúmsloft
geymist í loftbólum
Hann segir að eitt af því sem vísindamenn
hafi áhuga á að skoða sé styrkur gróðurhúsa-
lofttegunda í ískjörnum en andrúmsloft geym-
ist í loftbólum í ísnum. „Það er hægt að rekja
það í gegnum alla þessa röð af hlýskeiðum og
jökulskeiðum, hvernig gróðurhúsalofttegund-
irnar hafa sveiflast á þessu tímabili. Það er
meira af þeim í andrúmsloftinu á hlýskeiðum,
en minna á jökulskeiðum. Ef litið er á það
tímabil sem þessi ískjarni nær yfir, þá er það
sem er að gerast núna alveg einstakt. Í dag er
talsvert meira magn af koltvísýringi og metani
í andrúmslofti en fundist hefur á öllu þessu
tímabili,“ segir Þorsteinn, en bendir á að magn
gróðurhúsalofttegunda í þessum kjarna hafi
enn sem komið er aðeins verið rannsakað fyrir
síðustu 400 þúsund ár.
Hann segir að alþjóðleg vísindanefnd hafi
það hlutverk að fylgjast nákvæmlega með
þessum breytingum og reikna m.a. út hvernig
jöklar jarðarinnar muni bregðast við þessari
hlýnun. „Jöklar um alla jörð, þar á meðal á Ís-
VESTNORRÆNA ráðið kom
saman í Reykjavík dagana 8.–10.
júní og ræddi stöðu orkumála í að-
ildarlöndunum þremur, Færeyj-
um, Grænlandi og Íslandi. Megin-
markmið þemaráðstefnunnar var
að efla upplýsingaflæði milli land-
anna í orkumálum og finna fleti á
frekara samstarfi.
Að sögn Birgis Ármannssonar,
formanns Íslandsdeildar ráðsins,
hafa fulltrúar landanna kynnt ráð-
stefnugestum helstu áherslur
stjórnvalda í hverju landi fyrir sig,
og sömuleiðis framtíðaráætlanir í
orkumálum. Ráðið skipa sex þing-
menn frá hverju aðildarlandi, og
auk þeirra sátu orkumálaráðherr-
ar landanna og sérfræðingar á
sviði orkumála ráðstefnuna. Þátt-
takendur voru á milli 50 og 60
manns.
Ráðherrar orkumála í löndunum
þremur ávörpuðu ráðstefnuna og
lýstu yfir áhuga á frekara sam-
starfi í þróun orkumála, sérstak-
lega á sviði endurnýtanlegrar orku.
„Aðstæður landanna eru ólíkar, og
eru menn því að skoða mismunandi
leiðir á sviði orkumála. Áhersla var
lögð á að nýta frekar endurnýjan-
lega orkugjafa, og fellur vatnsafls-
og jarðhitanotkun Íslendinga í
þann flokk. Frumkvæði Íslendinga
á sviði vetnisnotkunar vakti mikla
athygli, og ljóst er að áhugi er af
hálfu hinna vestnorrænu landanna
að tengjast frekari þróun á því
sviði. Einnig má nefna að Færey-
ingar hafa sett af stað vindmyllu-
kerfi til orkuöflunar. Ennfremur
eru á döfinni áætlanir um að nýta
sjávarföll til raforkuframleiðslu, og
hafa Færeyingar hafið samstarf
við skosk fyrirtæki um þróun
þeirra áætlana,“ segir Birgir.
Hann segir Íslendinga standa sér-
staklega vel að vígi hvað varðar
endurnýjanlega orkugjafa, enda
komi langmest af okkar orku frá
vatnsafls- og jarðhitavirkjunum.
Megi segja að staða okkar sé ein-
stök í heiminum að þessu leyti. „En
á sama tíma og fulltrúar Græn-
lands og Færeyja ræða um áhuga á
notkun endurnýjanlegrar orku er
einnig áhugi á nýtingu olíu- og
gaslinda ef þær finnast í lögsögu
þeirra,“ bætir Birgir við.
Þemaráðstefna sem þessi er
haldin í júní ár hvert, og niðurstöð-
ur ráðstefnunnar teknar saman og
samþykktar á ársfundi Vestnor-
ræna ráðsins, sem haldinn er í
ágúst. „Þaðan fara niðurstöður
ráðsins til þjóðþinga landanna
þriggja, og er þar með lögð sú
skylda á þau að bregðast við álykt-
unum ráðsins,“ segir Birgir.
Leita að möguleikum
á auknu samstarfi
Þemaráðstefna Vestnorræna ráðsins um orkumál
FYRSTA laxinum úr Laxá í Kjós,
um 15 punda hæng, var landað svo
að segja á slaginu klukkan átta í
gærmorgun eftir harða og afar
snarpa viðureign. Laxinn tók maðk
Gylfa Gauts Péturssonar, varafor-
manns Stangaveiðifélags Reykja-
víkur (SVFR), í Rennunni í Laxfossi
og var varaformaðurinn bæði
sveittur og móður að viðureigninni í
lokinni þótt hann hefði notað 15 feta
tvíhendu, enda óvenju hlýtt í veðri.
„Þetta var hörkufiskur. Ég tek
alltaf vel á fiski, það bara borgar
sig. Ég tók ekki bara á þessum, ég
tók alveg svakalega á honum,“
sagði Gylfi og var ánægður þegar
laxinn var mældur og veginn: 89
sentímetrar og tæplega 7,5 kíló.
„Hann er miklu stærri en þinn,“
sagði hann við formann SVFR,
Bjarna Ómar Ragnarsson, sem
veiddi 13 punda hrygnu við opnun
Norðurár. Mikil blíða var í Kjósinni
og voru menn hóflega bjartsýnir á
veiðina um morguninn þótt menn
hefðu séð nokkra laxa dagana á
undan, minnugir þess einnig að eng-
inn lax náðist í opnuninni í fyrra.
„Hún var ekki góð urriðasúpan í
fyrra,“ heyrðist sagt en hefð er fyr-
ir því í Kjósinni að kokkurinn geri
fyrsta fiskinn á opnunarmorgni
„upptækan“ og eldi súpu úr honum.
Mönnum var því greinilega létt eftir
að laxinum hafði verið landað.
Veiði í Þverá í Borgarfirði hófst
einnig í mikilli blíðu og sól í gær og
höfðu menn séð þar lax víða um ána
og einnig í Kjarrá sem verður opn-
uð 13. júní en voru þó hóflega bjart-
sýnir á veiðina þar í gær enda
glampandi sól og hiti og ekki mikið í
ánni.
Anna Fríða Ottósdóttir landaði
fyrsta fiskinum úr Þverá um kl.
átta, 84 sentímetra og um 12 punda
hrygnu, en hana fékk hún í Kirkju-
streng hjá Norðtungu en sá veiði-
staður hefur mjög oft gefið fyrsta
lax sumarsins í Þverá. „Hann kafaði
um alla á og það tók um tólf mínútur
að landa honum,“ sagði Anna þegar
Morgunblaðsmenn bar að garði.
Ekki var þetta fyrsti laxinn sem
Anna Fríða dregur úr Þverá því hún
hefur verið við opnun árinnar í tvo
áratugi eða eins og hún orðaði það
sjálf: „Ég er búin að vera hér eins
lengi og áin hefur runnið.“ Skömmu
síðar veiddist níu punda lax í Kað-
alsstaðahyl og annar jafnstór náðist
í Hólmatagli. Veiddust fyrstu lax-
arnir í Þverá bæði á maðk og flugu.
Engin
urriðasúpa
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
Morgunblaðið/Einar Falur
Gylfi Gautur: „Ég tók alveg svaka-
lega á honum.“
Anna Fríða með fyrsta laxinn sem
veiddist í Þverá í Borgarfirði, 84
cm og sex kílóa hrygnu.
FUNDI sérfræðinga Evrópusam-
bandsins (ESB) á sviði verndarað-
gerða lauk í Brussel í gær án nið-
urstöðu. Búist hafði verið við að á
fundinum yrðu ákveðnar aðgerðir
gegn innflutningi á eldislaxi.
Að því er fram kemur í Stiklum,
vefriti viðskiptaskrifstofu utanríkis-
ráðuneytisins, var frekari fundum
frestað þar til í næstu viku. Erfitt
mun vera að átta sig á afstöðu ein-
stakra ríkja en í Stiklum segir að
framkvæmdastjórn ESB hafi verið
gagnrýnd á fundinum í gær, einkum
fyrir að hafa ekki á reiðum höndum
upplýsingar um afstöðu og hagsmuni
annarra ríkja en Noregs, þar með
talið Íslands. Talið er að fram-
kvæmdastjórnin muni fara varlega í
að grípa til verndaraðgerða ef hún
telji öruggt að aðgerðir hennar njóti
ekki stuðnings meirihluta aðildar-
ríkjanna.
Engin niður-
staða á laxa-
fundi ESB