Morgunblaðið - 11.06.2004, Side 10
FRÉTTIR
10 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MALBIKSFRAMKVÆMDIR við nýju Þjórs-
árbrúna voru í fullum gangi fyrr í vikunni og
var umferð að ofan beint á meðan um gömlu
brúna.
Að sögn Páls Halldórssonar, rekstrarstjóra
Vegagerðarinnar á Selfossi, náðist ekki að
malbika brúna í fyrrahaust en hitastig þarf að
vera á ákveðnu bili til að malbikið loði nægj-
anlega vel við steypt undirlag brúarinnar.
Lokið er við að malbika brúna og hefur um-
ferð nú verið hleypt um hana að nýju. Að
sögn Páls stendur til að reiðvegur liggi yfir
gömlu brúna og mun hún því áfram þjóna
hlutverki sínu; að ferja menn og skepnur yfir
Þjórsá.
Morgunblaðið/RAX
Búið að malbika nýju Þjórsárbrúna
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær Frétt ehf. til að greiða
blaðamanni laun, sem hann átti inni
hjá Fréttablaðinu ehf., fyrrverandi
útgáfufélagi blaðsins. Um var að
ræða innheimtumál sem Blaða-
mannafélag Íslands höfðaði á hendur
Frétt fyrir hönd 13 blaðamanna sem
héldu áfram störfum á blaðinu þegar
eigendaskipti urðu að því árið 2002 en
Ábyrgðarsjóður launa hafnaði að
greiða launakröfur starfsmannanna í
þrotabú Fréttablaðsins ehf.
Blaðamannafélagið taldi Frétt ehf.
bera ábyrgð á skuld Fréttablaðsins
ehf. við þá blaðamenn sem héldu
áfram störfum á blaðinu eftir eig-
endaskiptin.
Frétt ehf. krafðist sýknu, m.a. á
þeirri forsendu, að með kaupum á til-
teknum verðmætum af Fréttablaðinu
ehf. hafi ekki orðið aðilaskipti í skiln-
ingi laga. Einungis hafi verið keypt
tiltekin verðmæti af Fréttablaðinu
ehf. en fyrirtækin séu um margt ólík
þó svo að grunneiningarnar séu svip-
aðar, enda verði ekki hjá því komist
við rekstur dagblaðs.
Í niðurstöðu héraðsdóms kemur
fram að með kaupum Fréttar á
Fréttablaðinu af Fréttablaðinu ehf.
hafi orðið aðilaskipti í skilningi laga.
Ekki var fallist á að stutt hlé, sem
varð á útgáfu Fréttablaðsins, breytti
neinu þar um enda hafi það verið
ákvörðun Fréttar að gera hlé á útgáf-
unni og að því loknu hafi blaðið komið
út í sama búningi og fyrr. Því hafi
réttindi og skyldur Fréttablaðsins
ehf. samkvæmt ráðningarsamningi
blaðamannsins, sem málið snerist
um, færst yfir til Fréttar ehf.
Blaðamannafélagið gerði alls kröfu
um að blaðamaðurinn fengi greidda
rúma 1,1 milljón króna, þ.e. föst laun
auk ýmissa áunninna réttinda og ár-
angurstengdra greiðslna. Dómurinn
féllst aðeins á hluta kröfunnar, þ.e.
laun fyrir júní og hluta júlí auk orlofs-
greiðslna, samtals 411 þúsund krón-
ur.
Málið dæmdi Arngrímur Ísberg
héraðsdómari. Karl Ó. Karlsson hdl.
flutti málið fyrir Blaðamannafélag Ís-
lands og Sigríður Rut Júlíusdóttir
hdl. fyrir Frétt ehf.
Frétt ehf. beri ábyrgð á
launaskuld fyrri útgefanda
MEIRIHLUTI norska Stór-
þingsins vill að Guðrún Gísladóttir
KE-15, sem sökk við strendur
Lófóten í N-Noregi fyrir réttum
tveimur árum, verði hífð upp. Rík-
isstjórnin og sjávarútvegsráð-
herra Noregs, Svein Ludvigsen,
tilkynntu nýlega að ekki yrðu
gerðar frekari tilraunir til að lyfta
togaranum af sjávarbotni. Íbúar í
Lófóten og sjómenn hafa verið
mjög á móti þessari ákvörðun.
Í athugasemd í endurskoðuðum
fjárlögum norska ríkisins segir að
meirihluta norska stórþingsins
þurfi svo að hægt verði að lyfta
skipinu og virðist sem sá meiri-
hluti hafi nú myndast. Í fjárauka-
lögum sem fjárlaganefnd Stór-
þingsins lagði fram í gær er
kveðið á um að skipið verði fjar-
lægt, þvert á það sem norski sjáv-
arútvegsráðherrann tilkynnti ný-
lega, að björgunaraðgerðum
skyldi hætt þar sem meiri
skemmdir voru á skrokk skipsins
en talið var.
„Niðurstaða okkar er að rétt sé
að lyfta skipinu upp frá sjávar-
botni. Umhverfisþættir vega
þyngra en efnahagslegir þættir.
Þar að auki hefur það alltaf verið
ætlunin að lyfta skipinu og það
liggur á mjög mikilvægum fiski-
slóðum,“ hefur Avisa Nordland
eftir Geir Ketil Hansen, þing-
manni sósíalíska vinstri flokksins,
úr viðtali norska ríkissjónvarpsins
við þingmanninn.
Vefur norska svæðisútvarps
ríkisins í Norður-Noregi segir að
nýtt fyrirtæki hafi boðist til að
hífa skipið upp. „Við erum klárir í
að hífa Guðrúnu Gísladóttur upp
af botni og treystum okkur til að
ljúka verkinu á þremur til fjórum
vikum,“ segir Georg Eide, hjá
norska björgunarfyrirtækinu
Eide Marine Services, í viðtali við
svæðisútvarpið.
Í næstu viku verða slétt tvö ár
frá því Guðrún Gísladóttir steytti
á skeri og sökk við Lófót hinn 19.
júní 2002.
Vilja bjarga Guðrúnu Gísladóttur
Norska þingið
vill skipið burt
UNDIRBÚNINGUR fyrir Lands-
mót hestamanna á Gadd-
staðaflötum við Hellu er í fullum
gangi um þessar mundir. Mótið
hefst 28. júní nk. og stendur til 4.
júlí en Landsmót telst jafnan vera
hápunktur og uppskeruhátíð ís-
lenska hestsins – þegar gæðingar
og knapar sýna hvað í þeim býr í
fjölbreyttum keppnis- og sýning-
aratriðum.
Þegar blaðamaður og ljósmynd-
ari Morgunblaðsins komu þar við
var búið að slétta úr skeiðvellinum
og malbika bílastæðin fyrir ofan
hann og unnið var við að ganga
frá rimlaverki umhverfis völlinn.
Það er fyrirtækið Plastmótun
ehf. á Læk í Ölfusi sem sér um
uppsetningu á rimlaverkinu og
sést hér hvar Sigurhans Bollason
stillir stöngina af og Einar Smári
Einarsson mundar gröfuna. Hekla
blasir við í baksýn.
Morgunblaðið/RAX
Undirbúa Landsmót
hestamanna
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra lýsir fyrir hönd íslenskra
stjórnvalda ánægju með samþykkt
ályktunar öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna, þar sem kveðið er á um ráð-
stafanir í Írak í kjölfar valdatöku
írösku bráðabirgðastjórnarinnar 30.
júní nk. Kemur þetta fram í tilkynn-
ingu sem utanríkisráðuneytið hefur
sent fjölmiðlum.
„Utanríkisráðherra telur að álykt-
unin, sem áréttar fullveldi Íraks,
verði til að styrkja írösku bráða-
birgðastjórnina og sé þannig liður í
viðleitni til að efla lýðræðislega
stjórnarhætti í landinu. Miklu skiptir
að ályktunin var samþykkt samhljóða
af þeim ríkjum sem eiga sæti í örygg-
isráðinu og að hún ætlar Sameinuðu
þjóðunum lykilhlutverk í aðstoð við að
koma á lögmætri fulltrúastjórn í land-
inu og stjórnarstofnunum.“
Þá segir: „Utanríkisráðherra telur
miklu skipta að í kjölfar formlegrar
beiðni frá verðandi bráðabirgðastjórn
veiti ályktunin fjölþjóðlega herliðinu
umboð til öryggisgæslu í Írak þannig
að nauðsynlegur stöðugleiki sé
tryggður, a.m.k. til ársloka 2005. Það
felur jafnframt í sér að ríkisstjórn
Íraks getur óskað eftir endurskoðun
á umboðinu eða vísað herliðinu úr
landi.“
Ánægja
með sam-
þykkt SÞ
FYRIRLESTRAR á norrænni ráð-
stefnu um kvennahreyfingar hófust í
morgun, föstudag, í Háskólabíói.
Ráðstefnan er haldin á vegum rann-
sóknastofu í kvenna- og kynjafræð-
um við Háskóla Íslands og NIKK,
Nordisk institutt for kvinne- og
kjønnsforskning.
Meðal dagskráratriða í dag má
nefna að félagsfræðingarnir Þor-
gerður Einarsdóttir og Ute Gerhard
halda fyrirlestra um bylgjur í
kvennahreyfingum, og haldin verður
pallborðsumræða um kvennahreyf-
ingar meðal íbúa vestnorrænna
svæða og nágranna Norður-
landanna. Alls sækja um þrjú hundr-
uð konur og karlar frá Norðurlönd-
um, Eystrasaltslöndum og víðar
ráðstefnuna. Henni lýkur síðdegis á
morgun, laugardag.
Rætt um bylgj-
ur í kvenna-
hreyfingum
EKKI tókst að koma hjólabátnum
sem áformað var að flytja frá Vík í
Mýrdal til Hafnarfjarðar upp á flutn-
ingavagn aðfaranótt miðvikudags og
verður því ekkert af siglingum við
Látrabjarg um þessa helgi eins og
ráð hafði verið fyrir gert. Áformað
var að flytja bátinn frá Hafnarfirði
um borð í skipinu Jaxlinum áleiðis að
Látrabjargi.
Að sögn Árna Johnsen, skipu-
leggjanda verkefnisins, sem er liður í
átaki í ferðaþjónustu í Vesturbyggð,
féll verkefnið á tíma. Bátinn hefði
eingöngu mátt flytja um nóttina og
þegar ljóst þótti að ekki myndi nást
að flytja hann til Hafnarfjarðar fyrir
sex um morguninn, eins og reglur
segja til um, var verkefnið blásið af.
„Þeir frusu inni, það vantaði ein-
hverja planka sem flytjandi þurfti að
stilla undir og þeir voru ekki til á
svæðinu,“ segir Árni. Báturinn sé
því við Dyrhólaey og verkefninu
verði frestað um 2–3 vikur.
Að sögn Árna er ráðgert að bjóða
upp á siglingar við Látrabjarg dag-
ana 17.–20. júní og verður það nánar
kynnt síðar.
Siglingum í hjólabáti
við Látrabjarg frestað
Ekki tókst að
koma bátnum á
flutningavagn
♦♦♦
♦♦♦