Morgunblaðið - 11.06.2004, Qupperneq 18
ERLENT
18 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
HETJUR fótboltaunnenda lenda oft í því
að meiða sig á vellinum en að sögn breskra
sjúkraþjálfara eru þeir sem heima sitja
líka í hættu. Helst þurfa þeir að gæta sín
sem eru með mikla bjórvömb og almennt í
lélegu ásigkomulagi. Hefur samband
sjúkraþjálfara sent út leiðbeiningar til fót-
boltafíkla sem vilja forðast meiðsl fyrir
framan sjónvarpstækið. Slóðin er: http://
www.csp.org.uk.
Fíklunum er ráðlagt að að þjóta ekki of
skyndilega upp úr sitjandi stöðu að ekki sé
minnst á þá sem hafa legið makindalega í
sófanum. Einnig eru í bæklingnum sýndar
aðferðir til að slaka á með öndunar-
æfingum áður en mikilvægt fríspark er
tekið.
„Ef menn læra hvernig best er að fagna
marki á öruggan hátt marki, hvernig á að
mótmæla dómaranum og lifa af víta-
spyrnukeppni ættu stuðningsmennirnir að
komast slysalaust í úrslitin,“ segir Sammy
Margo, sem tók þátt í að semja bæklinginn.
Ekkert flug í dag
BRESKT flugfélag hefur afrekað að fara á
hausinn áður en nokkur vél á vegum þess
hafði farið á loft. Félagið heitir Now Air-
lines og var ætlunin að það yrði lággjalda-
félag. Það er með bækistöðvar á Luton-
flugvelli, norðan við London, en var lýst
gjaldþrota í síðastliðnum mánuði og verða
eignir þess seldar til að greiða lán-
ardrottnum, að sögn yfirvalda.
Illa séð
MIKLA athygli vakti á sínum tíma þegar
ein ríkasta sýsla í öllum Bandaríkjunum,
Orange-sýsla í Kaliforníu, var lýst gjald-
þrota 1994. Var ástæðan ekki síst að sýslu-
yfirvöld höfðu fjárfest í svonefndum af-
leiðuviðskiptum sem þá voru mjög í tísku í
fjármálaheiminum en reyndust mörgum
varasöm. Hlutabréfaeign Orange mun
hafa verið um 21 milljarður dollara eða
rösklega 1500 milljarðar ísl. króna áður en
áfallið dundi yfir.
Komið hefur í ljós að fjármálastjóri
sveitarfélagsins, Robert L. Citron, ráð-
færði sig meðal annars við sjáandann
Jennie Smith um ýmis mál, að sögn nokk-
urra heimildarmanna ræddu þau einnig
um fjárfestingar. Segja þeir að hann hafi
spurt hana hvernig hún héldi að vextirnir
myndu þróast.
Hollt kynlíf
HÁSKÓLANEMAR sem stunda reglulega
kynlíf fá betri einkunnir en þeir sem lifa ein-
lífi, að sögn félagsfræðings við háskólann í
Hamborg, Werner Habermehl. Hefur hann
rannsakað frammistöðu hóps nema og
kannað hvernig þeir stóðu sig meðan þeir
sváfu hjá. Síðan var niðurstaðan borin sam-
an við frammistöðu hóps sem segist að
minnsta kosti hafa lifað einlífi og verða
menn að vona að þeir skrökvi ekki.
Kynlífið virtist auka andlega getu nem-
anna. Þeir sem stunda reglulega kynlíf fá
hærri einkunnir og þurfa minna fyrir nám-
skeiðunum að hafa en þeir sem sofa einir.
Og hinir síðarnefndu þurftu að puða mun
meira en hinir til að klára hvert námskeið
og ná þokkalegum einkunnum.
ÞETTA GERÐIST LÍKA
Íþróttameiðsl
í sófanum
Reuters
RICO á heima í Berlín, er níu ára og af
skosku fjárhundakyni en slíkir hundar
þykja mjög greindir. Einnig þykja þeir
afburða duglegir og er stundum líkt
við svonefnda vinnualka. Rico þekkir
minnst 200 leikföng eiganda síns með
nafni og nær í rétta leikfangið ef hann
heyrir nafnið á því. Í sjö tilfellum af tíu
dugar að hann hafi heyrt nafnið á leik-
fanginu einu sinni. Bandarískir vís-
indamenn hafa komist að þeirri nið-
urstöðu að heili hunds geti náð
svipaðri greind og í þriggja ára barni.
Gáfuhvuttinn Rico
GRÍÐARLEGUR fjöldi Bandaríkjamanna hefur
nú vottað Ronald Reagan, 40. forseta Banda-
ríkjanna, virðingu sína en kista hans stóð í
miðju aðalhvelfingar þinghússins í Washington
í gær en verður flutt til Kaliforníu í dag.
Talið er að um fimm þúsund manns hafi átt
leið um hvelfinguna á hverjum klukkutíma í
gær og því ljóst að tugir þúsunda hafa kvatt for-
setann fyrrverandi. Þúsundir biðu í langri röð
um hádegisbil að staðartíma í Washington í
gær, röðin teygði sig út frá þinghúsinu, með-
fram vesturhlið þess og í kringum hina miklu
tjörn sem stendur fyrir framan þinghúsið.
Kistan verður flutt í dómkirkjuna í Wash-
ington í dag þegar 34 klst. eru liðnar frá því að
henni var komið fyrir í þinghúsinu til þess að al-
menningi gæfist kostur á að votta forsetanum
virðingu sína.
Margir af helstu þjóðhöfðingjum heims verða
við opinbera útför í dómkirkjunni í dag ásamt
núverandi forseta Bandaríkjanna, George W.
Bush. Þaðan verður kistunni flogið til Kaliforn-
ínu og verður Reagan jarðsettur þar í garði
Reaganbókasafnsins í Simi-dal.
Reuters
Bandarískir hermenn standa heiðursvörð um kistu Reagans á leið hennar að þinghúsinu í Wash-
ington. Þúsundir fylgdust með og veifuðu bandaríska fánanum en í bakgrunni sést í Hvíta húsið.
Reuters
Nancy Reagan, ekkja Ronalds Reagan, snertir
kistu eiginmanns síns í hvelfingu þinghússins í
Washington í fyrradag.
Tugþúsundir kveðja
Reagan í Washington
Washington. AP.
PÓLSKI kaupsýslumaðurinn
Jerzy Kos, einn gíslanna sem
frelsaðir voru af hersveitum í
Írak á þriðjudaginn var, kom til
heimalands síns í gær.
Kos þótti fölur á að líta og rödd
hans skalf er hann ræddi við
fréttamenn sem staddir voru á
Varsjárflugvelli. „Ég er virkilega
hrærður yfir því að vera á lífi og
að vera kominn til Póllands,“
sagði Kos. Kos er forstjóri pólska
byggingarfyrirtækisins Jedynka
en uppreisnarmenn námu hann á
brott frá skrifstofu sinni í
Bagdad 1. júní síðastliðinn
og héldu honum föngnum í
viku eða allt þar til gíslun-
um var bjargað.
Pólverjinn lýsti björg-
uninni fyrir fréttamönn-
um, sagðist hafa heyrt
þyrlur nálgast, síðan hefði
stálhurð herbergisins ver-
ið sprengd af hjörunum og
hann kastast í gólfið. Mikill
mökkur ryks og reyks hefði gosið
upp. Því næst hafi hann séð
bandaríska hermenn og
hefði einn þeirra sagt:
„Hafið ekki áhyggjur,
við erum Bandaríkja-
menn.“ Leiddu þeir síð-
an gíslana hlaupandi út í
þyrluna sem flutti þá
tafarlaust á brott.
„Björgunin tók tvær
eða þrjár mínútur,“
sagði Kos og þær myndi
hann muna það sem eftir væri ævi
sinnar. Atburðarásin hefði verið
hröð og óvænt og framganga her-
mannanna óaðfinnanleg.
Kos sagði gíslana hafa verið
flutta margoft milli staða. Þeir
hefðu rætt mikið saman og veitt
hver öðrum stuðning. Aðstæð-
urnar hefðu verið slæmar, mat-
urinn skelfilegur og hann hefði
verið barinn nokkrum sinnum í
höfuðið með riffilsskefti. „Það
kemur mér á óvart að ég skuli
hafa lifað þetta af,“ sagði Kos.
Fjölskylda Kos fékk að taka á
móti honum án þess að fjölmiðlar
væru viðstaddir.
„Hafið engar áhyggjur,
við erum Bandaríkjamenn“
Varsjá. AP. AFP.
Jerzy Kos
ELLEFU kínverskir bygging-
arverkamenn voru myrtir í
Norðaustur-Afganistan í gær en
þar hefur verið fremur friðsælt
hingað til. Telja stjórnvöld í Ka-
búl að liðsmenn talibana eða al-
Qaeda hafi verið þar að verki.
Um 20 vopnaðir menn réðust
í fyrrinótt inn í svefnskála
verkamannanna og létu kúlun-
um rigna yfir þá, að sögn kín-
verska sendiráðsins í Kabúl.
Unnu þeir við vegarlagningu í
Kunduz-héraði en það hefur að
mestu sloppið við skærurnar í
suður- og suðvesturhluta Afg-
anistans.
Tvö morð á einni viku
Er þetta í annað sinn á rúmri
viku sem útlendingar eru myrtir
í landinu en 2. júní voru skotnir
þrír Evrópumenn og tveir Afg-
anar, sem störfuðu á vegum
samtakanna Lækna án landa-
mæra.
Ellefu kín-
verskir verka-
menn myrtir
Kabúl. AFP.