Morgunblaðið - 11.06.2004, Page 22
AKUREYRI
22 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Laugavegi 32 sími 561 0075
SENDUM Í PÓSTKRÖFU
Öflug co-ensym unnin
úr rauðbeðum
Gagnleg fyrir hjarta-og æðakerfið
www.islandia.is/~heilsuhorn
Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889
fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum,
Fjarðarkaupum
Árnesaptóteki Selfossi og
Yggdrasil Kárastíg 1.
SEIÐAKVÍSL - EIGN Í SÉR-
FLOKKI Erum með í einkasölu eitt
glæsilegasta einbýlishúsið í Ártúnsholt-
inu. Húsið er teiknað af Þorvaldi Þor-
valdssyni. Húsið er 209 fm auk 33 fm
bílskúrs. Á efri hæðinni eru 3 svefnherb.,
sjónvarpsstofa, baðherb. o.fl. Á neðri
hæðinni eru góðar stofur, eldhús, borð-
stofa/sólstofa, þvottah. o.fl. Mjög falleg-
ur garður með fjölbreytilegum gróðri, stórri lokaðri timburverönd og hellulögðum
stéttum. Húsið hefur fengið gott viðhald og er í góðu ástandi. Verð 38,5 millj. 4230
AKRASEL - FRÁBÆR
STAÐSETNING Vel byggt tvílyft
um 300 fm einb. með innb. 35,4 fm bíl-
skúr. Húsið stendur efst í botnlanga og
er frábært útsýni frá efri hæðinni. Á neðri
hæðinni er forstofa, snyrting, hol,
þvottahús, geymsla og herbergi auk 50
fm rýmis inn af holi sem skiptist í eitt
stórt herbergi og tvö minni. Á efri hæð-
inni er hol, stórar stofur, stórt eldhús, 4
herb. og baðherb. Verð 39,5 millj. 4125
SVEIGHÚS Fallegt ca 290 fm ein-
býlishús á tveimur hæðum sem stendur
ofan og innst í götu í Húsahverfi í Graf-
arvogi. Gatan er sunnanmegin í hlíðinni
og er gott skjól þar og sólríkt. Húsið er á
þremur pöllum og skiptist þannig að á
neðsta palli er forstofa, hol, tvö herbergi,
snyrting og tvöfaldur bílskúr auk sjón-
varpsherb. og geymslurýma. Á miðpalli
er rúmgott sjónvarpshol, þvottahús, baðherb. og tvö herb. Á efsta palli er óvenju-
lega rúmgóð stofa og gott eldhús með búri innaf. Parket og flísar á gólfum. Vandað-
ar innréttingar. Verð 35 millj. 1445
NÝ stjórn var kjörin í samtökunum
Landsbyggðin lifi á aðalfundi sem
haldinn var á Rimum í Svarfaðardal
nýlega. Ragnar Stefánsson, Dalvík-
urbyggð, er formaður, Sveinn Jóns-
son, Kálfsskinni, Árskógsströnd,
varaformaður, Þórarinn Lárusson,
Egilsstöðum, ritari, Stefán Á. Jóns-
son, Kagaðarhóli, A-Húnavatns-
sýslu, gjaldkeri og meðstjórnendur
eru Fríða Vala Ásbjörnsdóttir,
Reykjavík, Þórunn Egilsdóttir,
Vopnafirði, og Guðjón Gunnarsson,
Reykhólum.
Landsbyggðin lifi er hreyfing
fólks sem vill efla byggð um land allt
og er áhersla lögð á að tengja fólk
saman, mynda samstarfsvettvang
fyrir einstaklinga og hvers konar
áhugamannafélög sem hafa það að
stefnu sinni að styrkja heimabyggð-
ina. Alls eru nú 15 félög víðs vegar
um landið fullgildir aðilar að sam-
tökunum. Rætt var m.a. um upp-
byggingu samtakanna með stofnun
nýrra aðildarfélaga og tengingu við
skyld samtök. Einnig var rætt um
undirbúning byggðaþings að Hólum
í Hjaltadal í lok ágúst næstkomandi.
Ragnar
formaður
VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrrverandi
forseti Íslands, afhenti verðlaun í rit-
gerðasamkeppni sem samtökin
Landsbyggðin lifi efndi til meðal ung-
menna, en þau voru afhent í tengslum
við aðalfund samtakanna sem nýlega
var haldinn í Svarfaðardal nýlega.
Samkeppnin bar yfirskriftina: „Ung-
lingurinn á landsbyggðinni“.
Hanna María Guðbjartsdóttir,
Brekkubæjarskóla, Akranesi, hlaut
fyrstu verðlaun og landshlutaverð-
laun fyrir Vesturland.
Anna Rúnarsdóttir, Patreksskóla,
Vesturbyggð, varð í öðru sæti og
hlaut landshlutaverðlaun fyrir Vest-
firði, Bjarni Freyr Björnsson, Húna-
vallaskóla, varð í þriðja sæti og hlaut
landshlutaverðlaun fyrir Norðurland,
í fjórða sæti varð Kristjana Louise
Friðbjarnardóttir, Vopnafjarðar-
skóla, og hlaut hún landshlutaverð-
laun fyrir Austurland, Bjarni Rúnar
Lárusson varð fimmti og hlaut lands-
hlutaverðlaun fyrir Suðurland og þá
hlaut Hörður Hermannsson, Greni-
víkurskóla, sérstaka viðurkenningu
fyrir frumleika og hugmyndarflug.
Verðlaunahafar eru á aldrinum 13 til
15 ára. Í flokki framhaldsskólanema,
16 til 18 ára, hlutu Jóhanna Smára-
dóttir og Anna Hlíf Árnadóttir, Verk-
menntaskóla Austurlands, viður-
kenningu.
Bestu ritgerðirnar
HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands
eystra hefur dæmt karlmann og
konu á þrítugs- og fertugsaldri til að
greiða 35 þúsund krónur í sekt í rík-
issjóð, en þau voru sem fyrirsvars-
menn næturklúbbsins Setursins á
Akureyri ákærð fyrir brot á lög-
reglusamþykkt. Í ákæru kemur
fram að þau hafi boðið gestum stað-
arins upp á skemmtiatriði í formi
nektardans án þess að fullnægja
kröfum lögreglusamþykktar Akur-
eyrar um að dansatriðin færu fram á
afmörkuðu svæði í veitingasal stað-
arins, þannig að fjarlægð áhorfenda
væri a.m.k. 4 metrar frá dönsurun-
um. Einnig voru þau ákærð fyrir að
hafa boðið og selt gestum sínum
einkasýningar og einkadans hjá
dönsurum sem fram fór í lokuðu
rými á staðnum og að heimila döns-
urum að ganga um á meðal áhorf-
enda, gesta næturklúbbsins.
Málsatvik eru þau að tveir lög-
reglumenn fóru í eftirlit á skemmti-
staðinn í júní í fyrra í þeim tilgangi
að afla upplýsinga um hvað þar færi
fram og hvort brotið væri gegn lög-
reglusamþykkt bæjarins. Veittu þeir
þá m.a. athygli lokuðum dyrum sem
eftir nokkurt þóf voru opnaðar og
blasti þá við dansmey sem stóð á
nærbuxum einum fata klofvega yfir
karlmanni sem þuklaði brjóst henn-
ar.
Verjendur ákærðu kröfðust sýknu
í málinu. Héraðsdómur kemst að
þeirri niðurstöðu að ekki hafi komið
fram lögfull sönnun þess að ákærðu
hafi átt þann þátt í einkasýningunni
að þau verði talin hafa brotið umrætt
ákvæði lögreglusamþykktar og voru
þau sýknuð af þeim þætti ákærunn-
ar. Einnig voru þau sýknuð af ákæru
um að dansmeyjar hafi gengið um
meðal gesta staðarins, en dómurinn
telur lagaákvæði þar um ekki taka til
þess að dansarar blandi geði við
gesti fullklæddir á milli sýningarat-
riða. Niðurstaða dómsins er hins
vegar sú að sannað þyki að ákærðu
hafi gerst sek um brot á reglugerð
hvað varðar að dansatriði fari fram í
innan við 4 metra fjarlægð frá áhorf-
endum. Sekt þykir hæfileg 35 þús-
und krónur eða 5 daga fangelsi verði
hún ekki greidd. Þá var fólkinu gert
að greiða verjendum, Kristni Ólafs-
syni og Sigmundi Guðmundssyni
sínum 75 þúsund krónur hvorum.
Eyþór Þorbergsson sýslumanns-
fulltrúi sótti málið. Freyr Ófeigsson
dómstjóri kvað upp dóminn.
Sekt vegna brota á lögum um nektardansstaði
Fjarlægð milli dansara
og áhorfenda ekki næg
Ferð á Siglunes | Ferðafélag Ak-
ureyrar býður upp á ferð á Siglunes
á morgun, laugardaginn 12. júní.
Farið verður með bát frá Siglu-
firði. Til baka er um tvær leiðir að
velja, að fara sömu leið með bátnum
eða ganga inn Nesdal, yfir Kálfa-
skarð og til Siglufjarðar. Brottför
verður frá skrifstofu FFA, Strand-
götu 23, kl. 8 og verður farið á einka-
bílum út á Siglufjörð. Áætluð brott-
för með bátnum frá Siglufirði er kl.
10.30.
Sunnudaginn 13. júní er göngu-
ferð á Birningsstaðafjall í Fnjóska-
dal, farið upp frá Vöglum. Þessi ferð
er miðlungserfið. Brottför er frá
skrifstofu FFA kl. 9 og verður farið
á einkabílum.
Skoðunarferð í Hrísey | Minja-
safnið á Akureyri og Stoð, vinafélag
þess, efna til skoðunarferðar í Hrís-
ey á morgun, laugardaginn 12. júní.
Lagt verður af stað frá bryggjunni í
Hrísey kl. 14 en þátttakendur hefja
ferðina í vagni með dráttarvél fyrir
undir leiðsögn Haraldar Inga Har-
aldssonar. Þá verður gengið að eyði-
býlinu Hvatastöðum á austurströnd
eyjarinnar en á leiðinni mun Þor-
steinn Þorsteinsson rifja upp sögur
og munnmæli og staldrað verður við
hjá gömlum mannvistarminjum.
Gönguferðin tekur um tvær klukku-
stundir, en að henni lokinni verður
hægt að kaupa veitingar í Brekku.
Morgunblaðið/Arnaldur
Ari sýnir á Karólínu | Ari Svav-
arsson hefur opnað myndlistasýn-
ingu á Kaffi Karólínu. Á sýningunni
eru 5 myndlistarverk undir yf-
irskriftinni „Pixlar og pælingar“.
Þar veltir listamaðurinn fyrir sér
eðli og mörkum málverksins og
ljósmyndarinnar segir í frétt um
sýninguna. Hún stendur til 3. júlí.
Ari Svavarsson stundaði nám í
Myndlistaskólanum á Akureyri og
Myndlista- og handíðaskólanum
auk þess að sækja námskeið í mynd-
list, kalligrafíu, gullsmíði, stálsmíði
og eldsmíði.
HURÐ skall nærri hælum þegar
kviknaði í vélknúnu þríhjóli í Vík-
urskarði um miðjan dag í gær.
Danskur ferðalangur var þar á
ferð, á leið áleiðis í veg fyrir ferj-
una á Seyðisfirði. Vélhjólið er bens-
ínknúið, 1,1 hestafl að stærð en
ekki vildi betur til en svo á leið upp
Víkurskarðið að vélin ofhitnaði
með þeim afleiðingum að plast
bráðnaði niður í pústgrein og
kviknaði í því. Náði eldurinn að
breiðast út en tilraunir vegfarenda
til að slökkva hann tókust ekki
þannig að hjólið brann til kaldra
kola. Tjónið er nokkurt fyrir ferða-
manninn, því auk þess að missa far-
arskjóta sinn tapaði hann farangri
sínum að mestu leyti. Lögregla og
slökkvilið komu á staðinn en eldur
hafði náð að breiðast út í sinu við
vegkantinn sem liðsmenn slökkvi-
liðs slökktu.
Skíðlogaði í miðju Víkurskarði
Ljósmynd/Lárus
Ljósmynd/Lárus