Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 23
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 23
Gott bragð í matargerð
Bragðbættur
sýrður rjómi
Bragðbættur sýrður rjómi er tilvalinn sem grillsósa, í salatið
og bökuðu kartöflurnar eða sem ídýfa með snakkinu.
með chili-pipar og pestó
Prófaðu líka þessar:
með graslauk og lauk með hvítlauk með sveppum
Nýj
ung
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
SÍ
A
NOKKRIR félagar á Akureyri og
Dalvík ákváðu að nýta sér góða
veðrið um nýliðna hvítasunnuhelgi
og bregða sér á skíði. Allir eru
þeir félagar vanir fjallamenn og
hafa víða farið, en þeir tengjast
einnig allir starfsemi björg-
unarsveita á svæðinu.
„Okkur þótti upplagt að nota
þessa einstöku veðurblíðu og mik-
inn snjó á annesjum til að lyfta
okkur aðeins upp,“ sagði Gunn-
laugur Búi Ólafsson einn fjalla-
fara. „Mér sýnist allt stefna í að
farin verði Jónsmessuskíðferð,
snjórinn er enn það mikill til
fjalla.“
Hópurinn hélt til Ólafsfjarðar og
gekk þar á fjall sem heimamenn
kalla Finninn og nutu skíðamenn-
irnir þess í botn að ganga á fjallið
á fögrum degi í byrjun sumars.
Ferðin gekk í alla staði vel, en fé-
lagarnir tók raunar eftir því á ferð
sinni á fjallið að göngubrúin upp
af Kleifunum hafði tekið sér sund-
sprett í vorleysingunum og lá í
makindum og baðaði sig í ánni.
Gunnlaugur Búi sagði allnokkra
sólbráð hafa verið sem hentaði
raunar vel og rennslið verið hið
ákjósanlegasta. „Við náðum meira
að segja að renna okkur niður í vel
undir 100 metra yfir sjávarmáli
sem verður að teljast nokkuð gott
á þessum tíma árs,“ sagði hann.
Fóru í skíðaferð um hvítasunnuna
Stefna á Jóns-
messuskíðaferð
Ljósmynd/Gunnlaugur Búi Ólafsson
Gott skíðafæri: Það viðraði einkar vel á félagana sem notuðu hvítasunnuna
til að ganga á fjallið Finninn í Ólafsfirði og renna sér niður.