Morgunblaðið - 11.06.2004, Page 25

Morgunblaðið - 11.06.2004, Page 25
AUSTURLAND MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 25 Seyðisfjörður | Listahátíðin Á seyði hefst í Skaftfelli á Seyðisfirði á morgun.. Hátíðin er að þessu sinni tileinkuð minningu lista- mannsins Dieters Roth, sem tengdist Ís- landi og ekki síst Seyðisfirði sterkum böndum. Upphafsstef Á seyði hljómar í Skaftfelli kl. 15, með tónlist Fiddlenfolk frá Hjalt- landi og ávörpum. Kl. 16 verða sýndar þrjár myndir í Herðubreið; mynd Edith Jud um Dieter Roth og stuttmyndirnar dot.pop.doc. og EG the movie. Listahátíðin stendur út ágúst og má finna upplýsingar um dagskrá á vefnum www.sfk.is og í götuauglýsingum á Seyðfirði.    Á seyði tileinkuð Dieter Roth Neskaupstaður | Fyrir skemmstu kom út ljóða- bókin Metrófóbía eftir bæjarskáldið Baj, eða Björn Axel Jónsson. Þetta er þriðja ljóða- bók Baj á sex árum og hefur hann haft þann sið að ganga með bækur sínar í hús og bjóða til sölu. „Ég er nokkuð sáttur við söluna en hún hefði mátt ganga betur“ sagði Baj, þegar frétta- ritari hitti hann á förnum vegi á dögunum. Skáldið situr ekki auðum höndum og hef- ur þegar hafist handa við að semja efni í næstu ljóðabók, en Björn Axel fæst líka við annars konar skáldskap og undanfarið hefur hann verið að semja tónlist, dæmi- gert kassagítarrokk eins og hann segir sjálfur. Hann hefur dreift lögum sínum á netinu undir listamannsnafninu Quicksilv- er Moon. „Það getur vel verið að ég snúi mér meira að tónlist“ sagði skáldið að lokum og arkaði af stað til að selja fleiri ljóða- bækur. Bæjarskáldið Baj og Metrófóbía Bæjarskáldið Baj: Gengur í hús og selur ljóðabækur. Neskaupstaður | Á dögunum fóru Viðar Guðmundsson og Marías Kristjánsson í siglingu um Norð- fjarðarflóa og tóku land í Barðs- nesi. Ofan við Barðsnesbæinn blasti við þeim heldur óskemmtileg sjón, þar sem dautt hreindýr hékk fast í neti sem strengt hafði verið á milli staura. Neðri hluti dýrsins var bara beinagrind og verður að teljast líklegt að rebbi hafi komist í kræsingar og étið eins langt og hann náði. Að sögn Viðars er ljóst að dýrið hefur mikið barist um til að reyna að losa sig, því netið var illa flækt um horn þess. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hreindýr drepast með þessum hætti á Gerpissvæðinu, en svo virðist sem forvitni dýranna dragi þau að slíkum fyrirbærum. Svo festast hornin í böndunum og dýr- in komast hvorki lönd né strönd og hljóta þannig skelfilegan dauð- daga. Mikilvægt er að þeir sem dvelja á hreindýraslóðum í óbyggðum taki niður bönd, hengi- rúm og annað slíkt, sem dýrin geta fest horn sín í, þegar þeir yfirgefa svæðin. Hreindýr flækti horn sín í neti og drapst Egilsstaðir | Hvað er yndislegra en að vera ungur og á leið út í lífið, með stúdentspróf í fartesk- inu og bjartar vonir um framtíð- ina? Þessi snót var að útskrifast frá Menntaskólanum á Egils- stöðum og var eitthvað svo dæmalaust falleg, þar sem hún sat og lagaði sig til fyrir mynda- töku af útskriftarhópnum. Hún heitir Kristín Arna Sigurð- ardóttir, hannaði kjólinn sinn sjálf og þæfði í hann ullina. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Ung og yndisleg Marmenn | Listaverkið Marmenn var afhjúpað með viðhöfn á Eski- firði á dögunum. Það er unnið af nemendum Grunnskóla Eskifjarðar og er tilefni þess nálægðin við sjó- inn og nýafstaðinn sjómannadagur. Gaman er að fylgjast með sjáv- arföllunum að verki á listaverk- unum, en þá kaffærast hausarnir einn af öðrum. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson fiegar kemur a› RX300 skaltu gera rá› fyrir a› fla› taki flig mun lengri tíma a› prufukeyra hann en a›ra bíla. RX300 er svo flægilegur, lipur og skemmtilegur í akstri a› flú einfaldlega getur ekki hætt a› prófa hann. RX300 er me› öfluga vél, frábæra fjö›run, sérstaklega nákvæma svörun í st‡ri, 5 flrepa sjálfskiptingu, rafst‡rt st‡rishjól, hátækni öryggisbúna›, sjálfvirka hur›aropnun á afturhlera, tölvust‡r›a mi›stö›, 18" álfelgur, 6 diska geislaspilara og margs konar annan búna› sem skipar RX300 í sérflokk. Hann kemur flér örugglega á óvart og ver›i› líka. Vertu fless vegna tilbúinn me› gó›a afsökun flegar flú kemur of seint í vinnuna eftir a› hafa veri› a› prufukeyra RX300. RX300 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 24 95 4 0 6/ 20 04

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.