Morgunblaðið - 11.06.2004, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
JÓNATAN Þórmundsson, pró-
fessor í refsirétti, sagði í útvarps-
viðtali að viljandi eða óviljandi ætl-
uðu stjórnmálamenn líklega að
„ræna“ lýðræðislegum rétti af
landsmönnum. Tilefnið var, að at-
hygli hafði verið vakin á
því, að við atkvæða-
greiðslu Reykvíkinga
um framtíð flugvall-
arins var ákveðið að
krefjast 75% kosn-
ingaþátttöku til að nið-
urstaða yrði bindandi.
Þegar fundið er að
þessum óvarlegu orð-
um prófessorsins, skrif-
ar hann grein í Morg-
unblaðið, og segir
tilgangi sínum kannski
náð, af því að mönnum
virðist eitthvað hafa
„sviðið“ undan ummælum hans!
Tilgangurinn helgar með öðrum
orðum meðalið, þegar prófessorinn
nýtir sér hinn stjórnarskrárvarða
rétt til málfrelsis. Stjórnarskráin
ver menn á hinn bóginn ekki fyrir
gagnrýni á sjónarmið þeirra, jafn-
vel þótt þeir séu prófessorar.
Stærðfræðingar velta fyrir sér
vegna umræðna um 75% regluna,
hvers vegna ekki eigi bara að miða
við 100% og telja sig þar með
skjóta regluna í kaf með pott-
þéttum rökum. Hvers vegna tóku
þeir ekki þennan stóra slag, þegar
reglunni var hrundið í framkvæmd
með flugvall-
arkosningunni?
75%-reglusmið-
urinn sjálfur, Ingi-
björg Sólrún
Gísladóttir, vill
eins og jafnan
sverja af sér eigin
ákvarðanir.
Flumbrugangur
hennar er svo mik-
ill, að hún les ekki
einu sinni eigin til-
lögur og grein-
argerðir. Hún seg-
ir í leiðréttingu við
Morgunblaðsgrein sína um málið,
að vegna brigðuls minnis hafi hún
byggt á vitlausum gögnum frá
skjalasafni Ráðhússins.
Í Reykjavík hefur verið sett
regla um lágmarksþátttöku í al-
mennri atkvæðagreiðslu. Þeirri
ákvörðun hefur ekki verið and-
mælt. Ákvæði um lágmarksþátt-
töku hefur um árabil verið í sam-
þykktum um stjórn
Reykjavíkurborgar og með vís
til þess var gerð krafa um þáttt
¾ kjósenda í flugvallarkosning
unum í mars 2001. Í ágúst 2001
ákvæðinu um lágmarksþátttök
hins vegar breytt í samþykktu
um stjórn Reykjavíkurborgar
nú er þar gerð krafa um þátttö
2⁄3 kjósenda samkvæmt 38. grei
samþykktanna, sem fjallar um
borgarafundi og almenna at-
kvæðagreiðslu. Í athugasemd v
greinina segir:
„Sbr. 104. gr. sveitarstjórn-
arlaga og 19. gr. eldri samþykk
Lagt er til að ákvæði 19. gr. um
(svo!) gildandi samþykkt um b
andi atkvæðagreiðslu haldi gild
sínu þar sem segir að atkvæða
greiðsla geti verið skuldbindan
að vissum skilyrðum fullnægðu
Gert er ráð fyrir að atkvæða-
greiðsla sé bundin ef kosn-
ingaþáttakan nær 2⁄3 í stað 3⁄4 áð
Algeng þátttaka í borgarstjórn
arkosningum er um 85% og þy
tæpast raunhæft að þátttaka í
kosningum um einstök málefni
geti náð 75%. Því er lagt til að
markið verði settt við 2⁄3.“
Í 5. og 6. mgr. 104. grein sve
Þátttökukrafa Reykj
Björn Bjarnason
Eftir Björn Bjarnason
HOLDAFAR OG LÍFSSTÍLL
Samkvæmt rannsókn á holdafariog líkamsrækt höfuðborgarbúasem sagt var frá í Morgun-
blaðinu í gær, stundar fjórði hver
karlmaður og fimmta hver kona á höf-
uðborgarsvæðinu enga reglulega lík-
amsþjálfun. Jafnframt kemur fram að
ríflega helmingur fullorðinna íbúa
höfuðborgarsvæðisins er of feitur. Í
niðurstöðum skýrslunnar sem birtist í
nýjasta tölublaði Læknablaðsins, er
því haldið fram að fleiri Íslendingar
lifi „kyrrsetulífi en flestar grannþjóð-
ir okkar“, og að „setja [þurfi] fram
raunhæf markmið til að auka almenna
ástundun þjálfunar meðal þjóðarinn-
ar“.
Þetta eru orð að sönnu og brýnt að
bregðast við þeim sem fyrst. En orð
Sigríðar Láru Guðmundsdóttur,
íþróttafræðings og eins aðstandenda
rannsóknarinnar, um samspil annarra
þátta vekja einnig athygli í þessu
sambandi. Hún segir þá sem að rann-
sókninni standa hafa „ leitt að því lík-
ur að vinnutími, veðurfar og mataræði
hérlendis sé orsakavaldurinn“. Vafa-
laust hefur veðurfar hér á landi nei-
kvæð áhrif varðandi útivist og hreyf-
ingu í daglegu lífi fólks, auk þess sem
flestir eru mjög háðir bifreiðum sín-
um. En þar að auki er staðreyndin sú
að það er ekki nóg með að Íslendingar
séu orðnir kyrrsetuþjóð heldur vinna
flestir Íslendingar ákaflega langan
vinnudag og eiga því erfitt með að
finna sér tíma til að stunda líkams-
rækt. Sami tímaskortur leiðir til þess
að fólk leggur minni áherslu en ella á
að hafa sjálft til mat úr hollum hráefn-
um og grípur frekar til neyslu tilbú-
inna eða mikið unninna rétta, eða
hreinlega skyndibita. Ekki bætir úr
skák að flest grænmeti annað en það
allra algengasta er dýrt á Íslandi og
lítil hefð fyrir neyslu þess. Sumir hafa
hreinlega ekki efni á því að láta sig
áróður um aukna neyslu grænmetis
einhverju varða. Því má heldur ekki
gleyma að á Íslandi taka bæði kynin
að öllu jöfnu þátt í atvinnulífinu og
vegna þess að hér er engin hefð fyrir
því að fólk kaupi sér aðstoð við
umönnun heimila sinna og þjónustu
við fjölskyldurnar eru tómstundir
vinnandi fólks færri en víða í ná-
grannalöndunum.
Hraðar breytingar á lífsstíl þjóðar-
innar hafa m.ö.o. orðið til þess að
heilsu fólks er stefnt í voða vegna
kyrrsetu. En til þess að framfara
megi vænta á þessu sviði er nauðsyn-
legt að horfa heildstætt á myndina og
setja holdafar fólks í samhengi við
þær skorður sem því eru settar af nú-
tímalifnaðarháttum. Vinna þarf að því
að móta raunhæfar leiðir sem eru
venjulegu fólki færar hvað breytingu
á lífsstíl varðar, en sú vinna verður að
vera í samhengi við þær aðstæður – til
að mynda á vinnumarkaði – er flestir
þurfa að kljást við í daglegu lífi sínu.
UPPFRÆÐSLA EYKUR ÖRYGGI
Bifhjólasamtök lýðveldisins,Sniglarnir, vilja efla umferðar-
öryggi með öflugu forvarnarátaki. Í
Morgunblaðinu í gær vísar Pétur
Ásgeirsson, talsmaður þeirra, til
tveggja banaslysa með stuttu milli-
bili og augljóst er af ummælum hans
að mikill vilji er meðal samtakanna
til að stuðla að þeirri uppfræðslu
sem nauðsynleg er til að fækka slys-
um á ökumönnum mótorhjóla í um-
ferðinni.
Ágúst Mogensen, framkvæmda-
stjóri Rannsóknarnefndar umferðar-
slysa, tekur í samtali við Morgun-
blaðið undir þessar áhyggjur
Sniglanna. Hann segir m.a. að „öku-
menn [gæti] sín ekki nógu vel á bif-
hjólum og [eigi] það til að keyra í
veg fyrir bifhjólamenn. Bifhjólin eru
minni en bílarnir og fólk virðist mis-
reikna sig við það að meta hröðunina
og hraðann á bifhjólunum“. Jafn-
framt segir hann að bifhjólafólk
gleymist stundum þegar unnið er að
hönnun umferðarmannvirkja. Undan
því hafa hjólreiðamenn reyndar
einnig kvartað og svo virðist sem
full ástæða sé til þess að bæta um-
ferðarmenninguna hér á landi með
markvissri uppfræðslu til að auka
umferðaröryggi þeirra sem nota
önnur farartæki en bifreiðar. Í öllu
falli er ljóst að allt forvarnarstarf og
aukin uppfræðsla eykur öryggi okk-
ar allra í umferðinni, sama hvernig
við ferðumst, og því er full ástæða til
að ljá röddum Sniglanna eyra.
EINMUNA blíða var á landinu í gær og fyrradag og er áfram gert ráð fyrir hægri breytilegri átt eða
hafgolu og víða léttskýjuðu í dag og 10-18 stiga hita, samkvæmt spá Veðurstofunnar.
Á morgun þykknar upp og fer að rigna, fyrst suðvestanlands. Vestlæg átt og dálítil rigning eða
skúrir verða fram eftir næstu viku, en bjart með köflum og fremur hlýtt austanlands.
Íslendingar eru vanalega þakklátir góða veðrinu og allir sem vettlingi geta valdið skella sér í sund
eða í ísferð. Sumir koma sér fyrir á skjólsælum stað og freista þess að fá smá lit eftir veturinn en aðr-
ir nota tækifærið til útivista.
Dýrin eru eflaust frelsinu fegin og njóta ilsins frá sólinni og þau sem lyst hafa japla á fersku grasi.
Á Flúðum hefur verið sérlega hlýtt í veðri enda skjólsælt inn til landsins. Að sögn Karls H. Cooper,
framkvæmdastjóra Ferðamiðstöðvarinnar á Flúðum, er orðið algengt að fjölskyldur setji upp tjald-
vagna eða hjólhýsi á tjaldstæðinu í byrjun sumars og nýti svo aðstöðuna yfir sumarið líkt og um sum-
arbústað sé að ræða. Þá er alla jafna mikið um erlenda ferðamenn en þeir eru víst fyrr á ferðinni á
vorin en Íslendingar og staldra yfirleitt lengur við.
Morgunblaðið/Skapti HallgrímssFerðamenn nutu veðurblíðunnar í Lystigarðinum á Akureyri.
Morgunblaðið/RAXÞessar stúlkur nutu blíðunnar og fengu sér ís á Hvolsvelli. Gs
Áfram léttskýjað í dag
STUTT Í FORSETAKOSNINGAR
Nú eru liðlega tvær vikur til for-setakosninga. Fram að þessu
hefur lítið borið á umræðum um
embætti forseta Íslands í aðdrag-
anda kosninga. Frambjóðendur hafa
sig lítt í frammi, a.m.k. sumir hverj-
ir.
Á þessu þarf að verða breyting á
næstu tveimur vikum. Þjóðin á rétt-
mæta kröfu á því, að frambjóðend-
urnir þrír geri grein fyrir viðhorfum
sínum til forsetaembættisins; hver
þeir telji að stjórnskipuleg staða
þess sé og eigi að vera og hvernig
hver þeirra um sig hugsar sér að
halda á málum næstu fjögur árin
verði þeir kjörnir til þessa embættis.
Eðlilegt er að slíkar umræður fari
fram, ekki sízt í ljósi þeirra miklu
umræðna um forsetaembættið, sem
orðið hafa í kjölfar þeirrar ákvörð-
unar núverandi forseta Íslands að
beita 26. gr. stjórnarskrárinnar
vegna fjölmiðlalaganna.
Þegar forseti gaf þá yfirlýsingu
gaf hann jafnframt til kynna, að
hann væri tilbúinn að ræða efni
hennar við blaðamenn eða á opinber-
um vettvangi síðar. Þær umræður
þurfa að fara fram af hans hálfu vel
fyrir kosningar en þær myndu jafn-
framt auðvelda meðframbjóðendum
forsetans tveimur þátttöku í þessum
umræðum.