Morgunblaðið - 11.06.2004, Side 33

Morgunblaðið - 11.06.2004, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 33 san töku g- 1 var ku um og öku in m við ktar. m ind- di - ndi um. ður. n- ykir i eit- arstjórnarlaga segir: „Sveitarstjórn getur efnt til al- mennrar atkvæðagreiðslu í sveit- arfélagi eða hluta þess til þess að kanna vilja kosningarbærra íbúa um tiltekið málefni. Niðurstaða at- kvæðagreiðslunnar er ekki bind- andi um afgreiðslu málsins fyrir sveitarstjórn nema hún hafi fyrir fram ákveðið að svo skuli vera. Við framkvæmd atkvæða- greiðslu skv. 5. mgr. skal farið eftir meginreglum laga um kosningar til sveitarstjórna eftir því sem við getur átt.“ Á grundvelli þessarar lagagrein- ar stendur nú í samþykktum um stjórn Reykjavíkurborgar, að kosningaþátttaka þurfi að vera 2⁄3 í almennri atkvæðagreiðslu borg- arbúa til að niðurstaðan sé bind- andi fyrir borgarstjórn. Þessi sam- þykkt var gerð í borgarstjóratíð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og tekur mið af því, að algeng þátttaka í borgarstjórnarkosn- ingum er um 85%. Nafn mitt hefur tengst um- ræðum um þetta mál eftir að ég sagði, að mér þætti ekki ósann- gjarnt að miða við 75% þátttöku í atkvæðagreiðslu um að hafna lög- um frá alþingi, þar sem meðaltals- þáttaka í þingkosningum frá 1942 hefur verið um 88%. Sveitarstjórnarlög skapa sveit- arstjórnum starfsramma á svip- aðan hátt og stjórnarskráin alþingi og ríkisstjórn. Eftir að synj- unarvaldi hefur verið beitt sam- kvæmt 26. grein stjórnarskrár- innar ræðst framkvæmd málsins af lögum. Þetta er viðtekin skoðun fræðimanna. Ólafur Jóhannesson segir auk þess í fræðiriti sínu um stjórnskipunarrétt, að í lögin um þessa þjóðaratkvæðagreiðslu megi sennilega setja ákvæði um þátt- töku í atkvæðagreiðslunni og jafn- vel um aukinn meirihluta. Um nauðsyn þessarar lagasetningar er ekki deilt milli stjórnar og stjórn- arandstöðu, enda samstaða um að kalla þing saman í byrjun júlí. Rík- isstjórnin hefur þegar skipað nefnd lögfræðinga til að semja frumvarp til laga um þessa fram- kvæmd. Við gerð frumvarpsins ber að líta til þess, hvernig staðið hefur verið að framkvæmd lagaákvæða, sem heimila almennar atkvæða- greiðslur íslenskra kjósenda og þá eru sveitarstjórnarlögin nærtæk og samþykktir höfuðborgarinnar, Reykjavíkur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur staðið að og samþykkt regl- ur um lágmarksþátttöku í al- mennri atkvæðagreiðslu um til- tekið mál, sem hér hefur verið lýst. Hún þarf betri ráðgjafa, ef þeir hafa sagt henni, að við ráðgefandi atkvæðagreiðslu um flugvallarmál sé ástæða til að gera strangari kröfur um leikreglur og kosn- ingaþátttöku en þegar tekin er af- staða til þess, hvort hafna beri lög- um frá alþingi. Heilbrigð skynsemi segir, að strangar kröfur þurfi að gera, þeg- ar hnekkja á ákvörðun löggjafans. Slík ákvörðun vegur þungt um framtíðarstörf alþingis og á ekki að ráðast af ímynduðum stund- arhagsmunum stjórnarand- stöðuþingmanna. Láti þeir slíka hagsmuni ráða afstöðu sinni, bregðast þeir varðstöðu um al- þingi. javíkurborgar ’Heilbrigð skynsemisegir, að strangar kröfur þurfi að gera, þegar hnekkja á ákvörðun löggjafans. ‘ Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðherra. Í GREIN hér í blaðinu sl. þriðjudag benti ég á yfirlætisleg og hrokafull ummæli sem prófessor Jónatan Þór- mundsson hefði látið sér um munn fara í sjónvarpi um gamlan starfsbróð- ur sinn Þór Vilhjálmsson vegna skoð- ana Þórs á málskotsrétti forseta Ís- lands. Í greininni tók ég fram að prófessorinn hefði vissulega fulla heimild til að tala um málið opinber- lega. Ummæli hans hefðu hins vegar verið honum til minnkunar. Skýrði ég út hvers vegna svo væri. Þessu svarar prófessorinn með smá- grein í gær, fimmtudag. Svörin eru torskilin og virðast ekki standa í mikl- um efnislegum tengslum við umræðu- efnið. Helst er á honum að skilja að ég hafi viljað hafa af honum tjáningar- frelsið! Engin leið er að átta sig á hvernig hann kemst að þessari niður- stöðu. Vegna tilefnisins get ég vísað í fræg ummæli Voltaires og sagt að ég virði rétt Jónatans til að tala með hroka um aðra menn, þó að ég telji slík ummæli hans fyrst og fremst hitta hann sjálfan fyrir. Ég velti því líka fyrir mér hvers vegna prófessor, sem tekur þátt í um- ræðum um þjóðmál, virðist ekki ráða við að fjalla um efni þess málefnis sem til umræðu er, en velur þess í stað að tala um eitthvað allt annað. Líklega er það vegna þess að hann veit ekkert hvað hann á að segja um umræðuefnið sjálft. Það er svo gaman að því að prófess- orinn skuli setja gæsalappir á orðin „réttar“ og „rangar“ skoðanir, þegar hann talar til mín. Með því er hann sýnilega að tjá hug sinn til sjónarmiða minna um að jafnan verði að ganga út frá því að ein niðurstaða sé rétt í lög- fræðilegum álitamálum. Það er nefni- lega kaldhæðnislegt að maður sem heldur fram ákveðnum skoðunum um lögfræðilegt úrlausnarefni og talar með hroka til annars manns sem hefur aðra skoðun á því skuli ekki samsinna sjónarmiðum mínum um lögfræðilegar niðurstöður. Með því að gera það ekki skýtur hann sjálfan sig í fótinn því hann er í raun að segja að skoðanirnar, sem hann sér ástæðu til að verja með hroka og yfirlæti, séu ekki endilega réttari en aðrar. Og haltur mun hann áfram ganga. Jón Steinar Gunnlaugsson Haltur gengur Höfundur er hæstaréttarlögmaður. son Morgunblaðið/Brynjar GautiGolf á Hvaleyrarholti í góða veðrinu.Morgunblaðið/Sigurður SigmundssonÞessi fjölskylda lét fara vel um sig á tjaldstæðinu á Flúðum. Morgunblaðið/Jim Smartsm-símar hafa þann góða kost að hægt er að hafa þá með út í góða veðrið, jafnvel tvo slíka!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.