Morgunblaðið - 11.06.2004, Síða 37
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 37
ÞRÁTT fyrir deilur fræðimanna
um hvort persónulegt synjunarvald
forseta sé til staðar eða ekki er hitt
óumdeilt, að því skuli ekki beitt
nema við aðstæður, sem að öllu jöfnu
eru óhugsandi í lýð-
frjálsu ríki og fela í sér
ótvíræð grundvall-
arbrot á mannrétt-
indum eða stórkostlega
skerðingu á sjálfstæði
þjóðarinnar. Þannig
hefur verið litið á synj-
unarvaldið sem ein-
hvers konar stjórn-
skipulegan neyðarrétt
eða öryggisventil, sem
ekki þurfi að grípa til í
nútímaþjóðfélagi.
Ólafur Ragnar
Grímsson, stjórnmála-
fræðingur og núverandi forseti,
nefndi sem frambjóðandi til forseta
árið 1996 tvenns konar aðstæður
sem hugsanlega myndu reyna á
synjunarvaldið. Annars vegar, ef
mikil gjá myndaðist milli þings og
þjóðar um djúpstæð siðferðileg
álitaefni eins og dauðarefsingar og
hins vegar, ef í ákvörðunum þings
fælist umtalsvert afsal fullveldis. Af
þessum sökum kusu fjölmargir Ólaf
Ragnar, þar á meðal undirritaður,
þrátt fyrir að hafa ekki að jafnaði
fylgt honum að máli á vettvangi
stjórnmálanna.
Útilokað var að skilja Ólaf Ragnar
Grímsson í aðdraganda forsetakosn-
inganna 1996 með þeim hætti, að
lög, sem eiga sér skýrar fyrirmyndir
í fjölmörgum lýðræðisríkjum og
miða að því að koma í veg fyrir, að
sömu aðilarnir geti haft ráðandi vald
á öllum helstu fjölmiðlum í landinu,
geti talist til djúpstæðra siðferði-
legra álitaefna, hvað þá afsals full-
veldis. Ólafur minntist þá heldur
ekki á, að það gæti verið tilefni beit-
ingar synjunarvaldsins, ef mikil and-
staða myndaðist við mál sem þingið
teldi til heilla fyrir land og þjóð þeg-
ar til lengri tíma væri litið, enda veit
hann sjálfur, að slíkar aðstæður
koma óhjákvæmilega upp, með
reglulegu millibili, í öllum lýðræð-
isríkjum, sem lúta ábyrgri þingræð-
isstjórn.
Með því að synja nýsamþykktum
útvarps- og samkeppnislögum stað-
festingar, þvert á vilja réttkjörins
þingmeirihluta, hefur Ólafur Ragnar
Grímsson brugðist tugþúsundum
kjósenda. Stór hópur kjósenda Ólafs
Ragnars sem og stuðningsmenn
annarra forsetaframbjóðenda töldu
útilokað í ljósi hefðbundinnar túlk-
unar synjunarákvæðisins auk yf-
irlýsinga hans sjálfs, að nokkur heið-
virður maður gæti komið aftan að
fólki með slíkum hætti.
Skyndilega ákveður Ólafur Ragn-
ar Grímsson án nokkurrar skipu-
legrar umræðu meðal fólksins í land-
inu, þings eða annarra ráðamanna,
að embætti forseta Íslands skuli frá
og með miðvikudeginum 2. júní
2004, vera pólitískt. Skilja beri 26.
grein stjórnarskrárinnar sem ský-
lausan rétt forseta til
að grípa fram fyrir
hendurnar á sitjandi
ríkisstjórn og þingræð-
inu í landinu. Ástæður
geta verið ýmsar svo
sem óvönduð máls-
meðferð – að mati for-
seta, lítil sátt í þjóð-
félaginu – að mati
forseta, ótímabær lög –
að mati forseta, og svo
framvegis. Nú skal for-
setinn ekki lengur vera
hið tignarlega samein-
ingartákn, sem kemur
fram fyrir hönd þjóðarinnar á hátíð-
arstundu heldur fulltrúi tiltekinna
stjórnmálaafla sem veitir þingi og
þjóð rækilegt aðhald og jafnvel
ráðningu, ef svo ber undir.
Slík stjórnskipun hefur aldrei ver-
ið til alvarlegrar umræðu hér á
landi. Því er það með eindæmum, að
þingmenn eins og Steingrímur J.
Sigfússon skuli skyndilega breytast í
talsmann tvískipts þingræðis þar
sem þingmeirihluti geti að jafnaði
ekki treyst því að frumvörp verði að
lögum þar sem pólitískt kjörinn for-
seti muni hugsanlega synja þeim
staðfestingar. Þetta kallar Stein-
grímur J. Sigfússon „valddreifingu“
og var á honum að skilja að það tæki
fram því fyrirkomulagi sem verið
hefði við lýði undanfarin 60 ár. Er
ótrúlegt til þess að hugsa, að menn
skuli geta gerst sekir um slíka
skammsýni eða telja menn eins og
Steingrímur, að pólitískur yfirfrakki
í embætti forseta Íslands verði þá
um aldur og ævi vinstrimaður?
Björgvini G. Sigurðssyni, þing-
manni Samfylkingarinnar, finnst svo
gaman að nú sé pólitískt synj-
unarvald forseta Íslands orðið það
raunverulegt, að nú getum við staðið
fyrir veðmálum um hvort synj-
unarvaldi verði beitt eða ekki líkt og
um spennandi handboltaleik væri að
ræða!
Þegar viðbrögð fólks, sem kjörið
hefur verið til trúnaðarstarfa fyrir
land og þjóð við jafnalvarlegu athæfi
og því að breyta eðli forsetaembætt-
isins í einni svipan – frá sameining-
artákni í pólitískan yfirfrakka – eru
með þeim hætti, sem raun ber vitni,
er hætt við, að tækifærimennskan í
pólitíkinni eigi sér engar hömlur ut-
an þeirra sem ímyndunaraflið setur.
Sé slíkt ástand það sem fólk vill, þá
verða menn jafnframt að vera við-
búnir afleiðingunum af því – ekki
einungis næstu misserin – heldur
a.m.k. út þennan áratug og jafnvel
um ófyrirsjánlega framtíð.
Pólitískur forseti,
gaman, gaman?
Guðmundur Edgarsson skrifar
um deilur um forsetann ’Þegar viðbrögð fólks,sem kjörið hefur verið
til trúnaðarstarfa fyrir
land og þjóð við jafn-
alvarlegu athæfi og því
að breyta eðli forseta-
embættisins í einni svip-
an – frá sameining-
artákni í pólitískan
yfirfrakka … ‘
Guðmundur Edgarsson
Höfundur er verkefnastjóri hjá
Námsmatsstofnun og kennari
við MH og HÍ.
TUTTUGASTA og sjötta grein
stjórnarskrárinnar, sem oft hefur
verið vitnað til undanfarið, hljóðar
svo:
„Ef Alþingi hefur samþykkt laga-
frumvarp, skal það lagt fyrir for-
seta lýðveldisins til
staðfestingar eigi síð-
ar en tveim vikum eft-
ir að það var sam-
þykkt, og veitir
staðfestingin því laga-
gildi. Nú synjar for-
seti lagafrumvarpi
staðfestingar, og fær
það þó engu að síður
lagagildi, en leggja
skal það þá svo fljótt
sem kostur er undir
atkvæði allra kosn-
ingabærra manna í
landinu til sam-
þykktar eða synjunar
með leynilegri at-
kvæðagreiðslu. Lögin
falla úr gildi, ef sam-
þykkis er synjað, en
ella halda þau gildi
sínu.“
Ég get ekki séð að í
þessari grein felist
neitt sem kalla má
málskotsrétt, það orð
finnst mér vera til-
raun til að færa það að skrifa ekki
undir í rangan búning. Það að
skrifa ekki undir er nefnilega
ákvörðun forseta og það er sú
ákvörðun sem er verið að bera und-
ir þjóðaratkvæði. Auðvitað standa
og falla lögin líka með þeirri at-
kvæðagreiðslu.
Mér finnst þetta ekki vera svona
„ég vísa“-staða eins og reynt er að
gefa í skyn. Forseti tók ákvörðun
og finnst mér leitt að hann skuli
hafa reynt að firra sig ábyrgð á
þeirri gerð með orðaleikjum. Lögin
fara í þjóðaratkvæðagreiðslu þó að
forseti „vísi“ þeim ekki þangað ef
hann neitar að staðfesta þau. Getur
hann kannski neitað að skrifa undir
og ekki „vísað“ þeim ef svo má
segja?
Má svo ekki spyrja hvort til-
gangur greinarinnar sé ekki síður
að taka á því ef forseti bregst
skyldu sinni og neitar að skrifa
undir lög? Hún sé öryggisventill
þingsins gagnvart forsetanum.
Þetta, ekki síður en sú merking
sem alltaf heyrist að greininni sé
ætlað að tryggja rétt þjóðarinnar
gagnvart þinginu. Það að skrifa
ekki undir lög er nefnilega miklu al-
varlegri hlutur en til dæmis að
neita að skrifa undir skipun manns í
embætti. Þess vegna þurfi að vera
leið framhjá hugsanlegri höfnun
forseta í tilvikum þar sem ekki er
næg ástæða eða stuðningur fyrir
því að leysa hann frá embætti.
Það stendur fleira í stjórn-
arskránni en tuttugasta og sjötta
greinin, t. d. stendur þar: „Forseti
lýðveldisins er ábyrgðarlaus á
stjórnarathöfnum. Svo er og um þá,
er störfum hans gegna …“, „For-
setinn lætur ráðherra framkvæma
vald sitt. Ráðuneytið hefur aðsetur í
Reykjavík“ og einnig „Ráðherrar
bera ábyrgð á stjórnarfram-
kvæmdum öllum …“
Ég held að sem flest okkar ættu
að lesa stjórnarskrána og freista
þess að mynda sér einhverja skoð-
un á því sem þar stendur. Ekki
kann ég að leggja saman áhrifin af
ofangreindum setningum né öðrum
sem þar eru með lagalegum skiln-
ingi. Ég vil hins vegar segja hvað
mér finnst – eftir efalaust ekki nógu
mikla skoðun – og það er þetta:
Forsetinn er valdalaus, því ef
hann hefur þann rétt sem felst í 26.
grein hefur hann margs konar ann-
að vald. Hann gæti t.d. rofið þing
og sent þingmenn heim á eigin
spýtur, leyst einstaka ráðherra frá
störfum og neitað að staðfesta ráðn-
ingar manna. Í stjórnarskránni
stendur til dæmis: „Forseti lýðveld-
isins veitir þau embætti, sem lög
mæla“. Í lögum um dómstóla frá
1998 hljóðar fjórða grein svo: „Í
Hæstarétti eiga sæti níu dómarar
sem forseti Íslands skipar ótíma-
bundið samkvæmt tillögu dóms-
málaráðherra“. Gat forseti þá neit-
að að skrifa undir nýlega, umdeilda
skipun hæstaréttardómara? Hvað
hefði gerst? Hefði sú skipun staðið
án undirskriftar hans? Vilja menn
meina að atbeini forseta að löggjaf-
arvaldinu sé annar en
að framkvæmdavald-
inu?
Forsetinn virðist
mér vera táknmynd
valdsins sem allt er fal-
ið öðrum, löggjaf-
arvaldið þinginu og
framkvæmdavaldið rík-
isstjórninni. Hann stað-
festir einungis form-
lega með undirskrift
sinni að með réttum
hætti hafi verið staðið
að málum.
Ef menn hins vegar
óska þess að mál séu
með þeim hætti sem nú
hefur skipast þarf að
koma því fyrir í stjórn-
arskránni með skýrum
hætti.
Að endingu vil ég
segja þetta: Ég hef
heyrt sagt og hef til-
hneigingu til að vera
sammála að í raun og
veru sé hér um póli-
tíska deilu að ræða sem þá ífærist
þessum „dularklæðum“ sem eru
það sem við sjáum og heyrum og
virðist svo oft vera deila um eitt-
hvað annað. Einnig bera margir því
við að ekki sé um svo mikla and-
spyrnu við frumvarpið að ræða
heldur sé andspyrnan við það
hvernig frumvarpið fór í gegnum
þingið. Er það sem sagt svo að til-
gangurinn, að koma Davíð frá
væntanlega, helgi meðalið? Mér
finnst þetta lítilvæg rök. Ég hef
einnig heyrt sagt að markmið Jóns
Ásgeirs sé að koma Davíð frá og á
sama hátt sé það markmið Davíðs
að klekkja á Jóni. Nú spyr ég því:
Er hér um að ræða átök milli póli-
tísks valds og efnahagslegs? Og í
framhaldi af því vil ég slá því fram
að við kjósum yfir okkur pólitískt
vald á fjögurra ára fresti en efna-
hagslega valdið er til langs tíma.
Davíð kemur og Davíð fer en Jón
Ásgeir, kemur hann ekki bara?
Og enn: „Gjá milli þings og þjóð-
ar“. Stefán Jónsson alþingismaður
skrifaði einhvers staðar að Íslend-
ingar hefðu tilhneigingu til að trúa
öllu sem félli í stuðla og þeim mun
frekar ef það rímaði í þokkabót,
sem þetta „slagorð“ gerir reyndar
ekki.
Þetta skrifaði hann að vísu af allt
annars konar tilefni en það er önn-
ur saga.
Um „málskotsrétt“
Snæbjörn Friðriksson
skrifar um stjórnarskrána
og forsetann
Snæbjörn Friðriksson
’Vilja mennmeina að atbeini
forseta að lög-
gjafarvaldinu sé
annar en að
framkvæmda-
valdinu?‘
Höfundur er eðlis-
og stærðfræðingur.
STAKSTEINAHÖFUNDUR
Morgunblaðsins telur í pistli í gær
að Alþingi hafi rætt fjölmiðla-
frumvarpið „svo rækilega, að
sennilega er einungis eitt dæmi á
síðari tímum um að mál hafi verið
meira rætt.“ Allar athugasemdir
um óeðlilegan hraða og þar af leið-
andi ónógan undirbúning komi
lögfræði ekkert við – þær séu
„pólitík.“
Allir þeir, sem kvaddir voru til
umsagnar um frumvarpið og ég
hef haft spurnir af, kvörtuðu yfir
ónógum tíma til að athuga málið –
sjálfur fékk ég tæplega tvo daga
til að gefa umsögn – og ýmsir sem
leitað var til treystu sér ekki til að
sinna slíkum erindum á þessum
skamma tíma. Sá þáttur sem lýtur
að löggjöf Efnahagssvæðis Evr-
ópu var til dæmis mjög lítið kann-
aður.
Engu máli skiptir hversu lengi
umræður standa á Alþingi og
hversu „rækilegar“ þær eru ef á
skortir um öflun upplýsinga og
annan undirbúning. Við það veik-
ist staða þingsins innan stjórn-
skipunarinnar. Um stöðu þess er
fjallað í stjórnskipunarrétti sem
er ein grein lögfræðinnar. Þetta
er kjarni málsins.
Umræður
og upplýsingar
Höfundur er fyrrverandi
prófessor.
Sigurður Líndal
Á MÁNUDAGINN
kemur verður haldinn
hátíðlegur Alþjóða
blóðgjafadagurinn til
þess að þakka blóð-
gjöfum fyrir þeirra
framlag til heilbrigð-
isþjónustu í heim-
inum.
Alþjóða blóð-
gjafadagurinn (World
Blood Donor Day)
verður haldinn hátíð-
legur 14. júní næst
komandi. Að því verk-
efni koma Alþjóða
heilbrigðisstofnunin
(WHO), Alþjóða
Rauði krossinn. Al-
þjóðasamtök blóð-
gjafafélaga og al-
þjóðasamtök
blóðgjafar (Int-
ernational Society of
Blood Transfusion).
Að baki greindra
samtaka eru 192 að-
ildarríki Alþjóða heilbrigðisstofn-
unarinnar, 181 landssamtök Rauða
krossins, 50 landssamtök blóðgjafa-
félaga og þúsundir sérfræðinga um
blóðgjafir.
Alþjóðasamtök knattspyrnu-
félaga, FIFA, munu styðja fram-
takið, auk margra annarra, eins og
Rótarýklúbba og Lionsklúbba víða
um heim og heilbrigðisyfirvöld á
hverjum stað.
Blóðgjafafélag Íslands og Blóð-
bankinn munu leggja sitt af mörk-
um og verður opið hús í Blóðbank-
anum við Barónsstíg í Reykjavík
mánudaginn 14. júní þar sem gest-
um verður boðið upp á veitingar og
pylsur verða grillaðar. Fólki gefst
kostur á að kynna sér
starfsemi Blóðbankans,
Blóðbankabílsins og
Blóðgjafafélags Ís-
lands.
Í tilefni af Alþjóða
blóðgjafadeginum
verður blóðsöfnunarbíll
Blóðbankans stað-
settur í Efstaleiti í
dag, 11. júní, á starfs-
mannahátíð Rík-
isútvarpsins, Rauða
krossins, Logos lög-
mannaþjónustunnar og
heilsugæslunnar í
Efstaleiti.
Minnt er á mik-
ilvægi þess að heilbrigt
fólk á aldrinum 18 til
65 ára gefi blóð. Sér-
staklega er því fagnað
að ungum konum í
hópi blóðgjafa fjölgar
stöðugt og voru nærri
helmingur nýrra blóð-
gjafa í fyrra. Blóðgjafir
eru stór þáttur í heilbrigðiskerfinu,
sem ekki má gleymast. Með því að
halda daginn hátíðlegan er verið að
þakka þeim 9 þúsund virku blóð-
gjöfum sem leggja sitt af mörkum
á Íslandi, með nærri 14 þúsund
blóðgjöfum ári, fyrir sitt framlag.
Til hamingju með blóðgjafadag-
inn íslenzkir blóðgjafar og þakkir
fyrir ómetanlegt framlag.
Alþjóða blóðgjafa-
dagurinn 14. júní 2004
Ólafur Helgi Kjartansson
skrifar um blóðgjafir
Ólafur Helgi
Kjartansson
’Minnt er ámikilvægi þess
að heilbrigt fólk
á aldrinum 18 til
65 ára gefi
blóð.‘
Höfundur er formaður
Blóðgjafafélags Íslands og
sýslumaður á Selfossi.