Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 38
MINNINGAR
38 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Emilía Sigur-steinsdóttir
fæddist í Reykjavík
8. ágúst 1951. Hún
lést á heimili sínu í
Blikanesi 29 2. júní
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar eru Ágúst-
ína Berg Þorsteins-
dóttir, f. 18.4. 1929,
og Sigursteinn Jóns-
son, f. 18.8. 1931.
Systur Emilíu eru
tvíburasysturnar
Heiðdís og Hafdís, f.
14.1. 1955. Emilía
giftist æskuást sinni,
Snorra Hallgrímssyni, á afmælis-
degi sínum fyrir nær fimm árum.
Foreldrar hans eru Hallgrímur
Steingrímsson og Jónína Jóns-
dóttir.
Systrabörn Emilíu eru: Sigur-
steinn, f. 15.8. 1972, Helma, f.
12.4. 1980, Svava Berglind, f.
26.10. 1971, Kristín Guðfinna, f.
21.9. 1983, og Ómar Ágúst, f. 23.6.
1987. Barnabörn þeirra systra eru
Theodór Óli, Aron Snorri og
Sindri Snær. Maki Heiðdísar er
Vilhjálmur Þórðarson, f. 26.9.
1956. Maki Hafdísar er Theodór
K. Ómarsson, f. 18.8. 1955.
Emilía (Milla) ólst upp í Hafn-
arfirði. Hún lauk prófi frá versl-
unardeild Flensborgarskóla. Hún
lauk snyrtifræði-
námi og starfaði sem
snyrtifræðingur um
nokkurra ára skeið.
Síðan stofnaði hún
og rak hljómplötu-
verslunina Mars við
Strandgötu í Hafn-
arfirði. Eftir versl-
unarreksturinn
gerðist hún lækna-
ritari Barnadeildar
Landspítalans á
Kópavogshæli og
síðar Landakotsspít-
ala við Marargötu.
Milla gegndi ýms-
um störfum fyrir Hestamanna-
félagið Sörla í Hafnarfirði, þar á
meðal í íþróttadeild félagsins.
Emilía stofnaði ásamt Þórhildi
Bjartmarz Hundaskólann á Bala
sem þær ráku í 12 ár. Emilía var
gerð að heiðursfélaga Hunda-
ræktarfélags Íslands en félaginu
helgaði hún starfskrafta sína í
nær 30 ár. Hún sat til margra ára í
stjórn félagsins og stjórn retriev-
erdeildar. Milla var sýningarstjóri
á hundasýningum HRFÍ í nær 15
ár. Því starfi gegndi hún ásamt
því að vera skólastjóri Hunda-
skóla HRFÍ til dauðadags.
Útför Emilíu fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
Nú þegar sól er hæst á himni og
fuglasöngur fyllir loftin, verður
skyndilega allt hljótt. Veikindi þín og
ótímabært fráfall er okkur mikill
harmur. Þú varst stóra systir, kraft-
ur þinn og lífsgleði var okkur hvatn-
ing og var gott að eiga þig sem vin-
konu. Nú ert þú horfin til nýrra
heimkynna og á kveðjustund koma
eftirfarandi ljóðlínur upp í huga okk-
ar.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita að því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Minning þín er ljós í lífi okkar,
guð geymi þig, elsku systir.
Hafdís og Heiðdís.
Elsku Milla. Nú er kallið komið.
Við vorum stödd á Mallorca þegar
mamma og Heiðdís hringdu í hádeg-
inu 2. júní og sögðu okkur að þú værir
farin.
Það var svo erfitt að vera svona
langt í burtu og geta ekki verið hjá
þér og kvatt þig. En þegar ég talaði
við mömmu aftur seinna um daginn
setti hún símann upp að eyranu þínu
og lofaði mér að kveðja þig og ég veit
að þú heyrðir það. Um kvöldið fórum
við svo niður á strönd og kveiktum á
þremur bláum kertum fyrir þig.
Við vitum að núna líður þér betur,
elsku amma Milla. Aroni Snorra
finnst soldið skrýtið að Guð skuli ekki
hafa síma, svo að hann geti bara
hringt í þig. Teddi sagði að nú færir
þú til „Nangiala“ eins og í myndinni
Bróðir minn Ljónshjarta, og þar er
grasið svo grænt og allt svo fallegt.
Elsku amma Milla. Takk fyrir Ak-
ureyrarferðina og allar hinar síðasta
sumar og við biðjum að heilsa
„Nonna og Manna“ og auðvitað hon-
um Daða þínum. Takk fyrir allar
kaffihúsaferðirnar og við höldum
áfram að hafa það „ekki með súkku-
laði“.
Elsku Milla, takk fyrir allt og allt.
Elsku afi Snorri, amma Gússý, afi
Steini, mamma og Heiðdís. Guð veri
með ykkur og veiti ykkur styrk á
þessum erfiðu tímum.
Ykkar,
Svava, Davíð, Theodór Óli og
Aron Snorri.
Elsku besta Milla, uppáhalds
frænka mín. Nú ertu farin frá okkur
fyrir fullt og allt. Þú veist ekki hversu
sárt ég sakna þín. Ég dáði þig alla tíð,
enda var draumurinn alltaf sá að vera
eins og þú. Mér fannst þú alltaf svo
falleg og glæsileg kona. Ég á erfitt
með að trúa því að þú sért ekki hér
hjá okkur lengur. Það er varla hægt
að lýsa því með orðum hversu ynd-
isleg þú varst. Þú passaðir alltaf vel
upp á að öðrum liði vel, en þegar þú
veiktist var komið að okkur hinum að
hugsa vel um þig. Ég hefði helst alltaf
viljað vera hjá þér.
Minningarnar flæða fram á svona
stundu. Allt sem við gerðum saman.
Tíminn sem ég var hjá þér í pössun
þegar þú bjóst á Blikastígnum og
stundirnar sem við eyddum saman
þegar ég var á hækjunum! Þá fórum
við einmitt tvisvar sinnum á Jesus
Christ Superstar, því það var svo
rosalega gaman.
Þú varst svo mikið jólabarn. Það
var bara þú sem máttir lesa á jóla-
pakkana, en nú verður tómlegt á jól-
unum. Það var svo notalegt að vera í
kringum þig.
Ég gat alltaf leitað til þín. Ef ég var
ekki viss um eitthvað þá hringdi ég
bara í þig og þú reddaðir málunum.
Það varst þú sem fannst hina einu
sönnu „grabskó“, en því á ég aldrei
eftir að gleyma .
Þú varst svo ákveðin og dugleg í
öllu sem að þú tókst þér fyrir hendur,
allt sem þú gerðir, gerðir þú fullkom-
ið. Þú lagðir mikla áherslu á að mér
skyldi ganga vel í lífinu og hvattir mig
til að halda áfram í myndlistarnám-
inu. Þú varst svo stolt af mér þegar
ég keypti íbúðina mína. Við fórum
saman að skoða nokkrar og vorum
innilega sammála um að þessi væri sú
eina rétta. Þú sagðir að það væri svo
góður andi í henni.
Þegar litli gullmolinn minn, hann
Sindri Snær, kom í heiminn varstu
svo stolt, en gast ekki notið þess eins
mikið og þú vildir því þú varst nýbúin
í aðgerð. Eftir það varðstu veikari og
veikari. Þú elskaðir hann svo mikið
og vildir fá að sjá hann á hverjum
degi. Mér þykir svo sárt að hugsa til
þess að hann eigi ekki eftir að muna
eftir þér.
Ég trúi því ekki að ég sé að kveðja
þig í hinsta sinn. Ég vil þakka þér fyr-
ir allt sem að þú hefur gefið mér í
gegnum tíðina og það verður erfitt að
fylla í tómarúmið sem að þú skilur
eftir í hjarta mínu. Elsku Milla mín,
minning þín mun ávallt lifa í huga
mér.
Ég mun alltaf sakna þín,
Þín
Helma.
Það er júní, einn yndislegasti mán-
uður ársins á Íslandi þegar kær og
yndisleg frænka kveður okkur á
besta aldri. Milla okkar sem sýnt
hafði ótrúlegan styrk og æðruleysi í
sínum miklu veikindum undanfarin
misseri. Þessi elska sem vildi öllum
okkur gott gera og gaf okkur af kær-
leika sínum og væntumþykju.
Á þessum tímamótum leitar hug-
urinn aftur til bernskunar þegar við
vorum að alast upp saman krakkarn-
ir á Sogaveginum og þær systurnar í
Fögrukinninni. Allar skemmtilegu
sumar stundirnar í óbyggðu Keldna-
holtinu í sumarbústaðnum hennar
ömmu Emilíu og margar fleiri minn-
ingar frá uppvaxtarárunum þegar
sólin skein alla daga í minningunni.
Ekki má gleyma samverustundum á
öllum jólum, allt frá fyrstu árum okk-
ar til þessa tíma.
Það er erfitt að kveðja góða
frænku í blóma lífsins og reyna að
finna svör við spurningum eins og: Af
hverju er þetta svona? Milla var ein-
staklega góð við okkur fólkið sitt alla
tíð og vildi leysa hvers manns vanda
og var ávallt til staðar þegar á þurfti
að halda. Það var unun að sjá og
fylgjast með umhyggju hennar og að-
stoð við foreldra sína, systur og
þeirra fjölskyldur.
Við biðjum góðan Guð að leiða
Millu okkar inn í ljósið eilífa á himn-
um. Með þakklæti fyrir allt og allt.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku Snorri, Gússý og Steini,
Heiðdís, Hafdís og fjölskyldur, við
biðjum góðan Guð að styðja ykkur og
styrkja í sorginni.
Fjölskyldan frá Sogavegi 16.
Elsku vinkonan mín, þá er komið
að kveðjustundinni, svo alltof fljótt,
en það er víst ekki spurt um það.Við
bara förum þegar kallið kemur, hvort
sem við erum tilbúin eða ekki.
Efst í huga mér nú er þakklæti fyr-
ir okkar dýrmætu vináttu og allar
þær góðu og skemmtilegu stundir
sem við áttum, þær minningar munu
ávallt lifa með mér.
Þú varst alveg einstaklega sterkur
persónuleiki og mikil baráttukona,
það var ekki til í þínum bókum að gef-
ast upp fyrir einu né neinu. Í veik-
indum þínum þessa síðustu mánuði
þá kom það vel í ljós. Þú lést ekkert
stoppa þig við að hafa eins gaman af
lífinu og mögulegt var. Við stelpurnar
fórum í bíó, leikhús, út að borða og
svo skelltir þú þér með Snorra mann-
inum þínum og Heiðdísi systur þinni
til Spánar. Þú leist á þessi erfiðu veik-
indi, sem verkefni sem þú þyrftir að
takast á við og gerðir það svo sann-
arlega með glans.
Það var gott að geta leitað til þín,
því þar kom maður aldrei að tómum
kofunum. Ég sakna þess til dæmis
núna að geta ekki hringt í þig og lesið
þessar línur yfir með þér og fengið
ábendingu um hvað betur mætti fara,
því það var alveg sama hvað þú tókst
þér fyrir hendur, stórt eða smátt
(skipuleggja og stjórna heilli hunda-
sýningu eða bara fara yfir lítinn
texta) þá var aldrei kastað til þess
höndum. Þú lést aldrei neitt verk frá
þér, nema það væri fullkomlega unn-
ið.
Elsku besta vinkonan mín, hafðu
þökk fyrir allt og allt, við kveðjumst
nú að sinni.
Ég bið góðan Guð að geyma þig og
varðveita í þínum nýju heimkynnum.
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
(23. Davíðssálmur.)
Elsku Snorri, Gússý og Steini,
Heiðdís og fjölskylda, Hafdís og fjöl-
skylda, ég votta ykkur mína dýpstu
samúð og bið góðan Guð að styrkja
ykkur í sorginni.
Bergþóra.
Það er komið að kveðjustund,
stund sem allir vinir Millu takast á
við með trega og mikilli sorg. Milla
bjó yfir miklum sannfæringarkrafti
og var sú sem ávallt lagði leiðina fyrir
okkur samferðarmenn sína. Sökum
skipulagshæfileika, réttsýni og ástúð
undum við vel fyrirmæla hennar.
Fyrirmælin voru þó æði misjöfn,
stærstu hlutverkin sem ég tók að mér
voru að vera hundaþjálfari, þulur á
hundasýningum og svo formaður
Hundaræktarfélags Íslands. Það
hefði engum tekist að fá mig til þess-
ara starfa nema Millu einni, sem
ávallt trúði og treysti á mig. Á ein-
hvern ólýsanlegan hátt tókst henni
alltaf að fá mig til að trúa því að ég
gæti flutt fjöll.
Minningarnar eru umfram allt
skemmtilegar. Balaárin voru ævin-
týri líkust, hundasýningar hérlendis
og erlendis og lengi, lengi mætti telja.
Það var svo ótalmargt sem við gerð-
um saman. Góðum hugmyndum var
alltaf fylgt eftir, enda hugsjónin sú að
gefast aldrei upp, heldur finna rétta
leið að settu marki. Eitt helsta bar-
áttumál Millu var betra hundahald og
bætt hundamenning á Íslandi. Hún
lagði svo sannarlega sitt af mörkum,
hundahaldi til framdráttar.
Hún sat meðal annars í stjórn
HRFÍ og stjórn retrieverdeildar til
margra ára. Hún gegndi hlutverki
skólastjóra Hundaskólans og hlut-
verki sýningastjóra HRFÍ til dauða-
dags.
Hún var því á heimavelli nú í marz,
þegar hún þrátt fyrir mikil veikindi,
mætti á hundasýningu til að veita
móttöku gullmerki Hundaræktar-
félags Íslands fyrir ómetanleg störf
sín í þágu félagsins. Sjúkdómurinn
sem hún barðist svo hetjulega við
hafði tekið sinn toll og það þurfti því
mikinn kjark til að koma, sjá og sigra
sem hún gerði í þetta sinn eins og svo
oft áður. Eftir tuttugu ára vinskap
okkar Millu er því erfitt að standa
frammi fyrir því að hún sé lögð af
stað í það ferðalag sem mér er lífsins
ómögulegt að endurheimta hana úr.
En það var oft að áður en hún lagði af
stað í ferðalög erlendis tók hún af
mér það loforð að ég skyldi sækja
hana ef eitthvað kæmi upp á. Þrátt
fyrir að hún sé horfin af sjónarsviðinu
mun hugur minn ætíð vera hjá henni.
Á þessari stundu er mér efst í huga
þakklæti fyrir að hafa kynnst henni
því vinátta hennar var engu lík og
mér ómetanleg. Hvernig lífið verður
án hennar Millu minnar, getur tíminn
einn leitt í ljós.
Með meðfylgjadi lagatexta sem
vekur margar góðar minningar, kveð
ég með trega og söknuði, vin sem alla
dreymir um að eignast en fáum hlotn-
ast.
Vegir liggja til allra átta
enginn ræður för,
hugur leitar hljóðra nátta,
er hlógu orð á vör.
og laufsins græna’ á garðsins trjám
og gleðiþyts í blænum.
Þá voru hjörtun heit og ör
og hamingjá í okkar bænum.
Vegir liggja til allra átta
á þeim verða skil,
margráer þrautin þungra nátta
að þjást og finna til
og bíða þess að birtı́ á ný
og bleikur morgunn rísi.
Nú strýkur blærinn stafn og þil
stynjandı́ í garðsins hrísi.
(Indriði G. Þorsteinsson.)
Þórhildur Bjartmarz.
Nú þegar sumardýrð er hvað mest
á landi hér og ilm af blómum og nýút-
sprungum reynivið leggur úr görðum
kvaddi Emilía vinkona mín þessa til-
vist og hvarf til hins eilífa austurs.
Það er vel við hæfi því sjálf bar hún
alla tíð með sér blæ sumarsins. Ljós
og létt undir brá, hláturmild og hlý.
Þannig minnist ég Emilíu en kynni
okkar hófust sumarið 1983 er hún
kom til starfa sem læknaritari á
Læknastöðina Landakoti, sem þá var
nýtekin til starfa, fyrir tilstilli Ólafs
Arnar Arnarsonar, yfirlæknis á
Landakotsspítala, og annarra lækna
þar. Fyrir vorum við þrír læknarit-
arar en á þessum árum var Landa-
kotsspítali hágæðasjúkrahús og mik-
ið starf fór þar fram. Sævar
Halldórsson barnalæknir hafði góða
reynslu af störfum Emilíu bæði á
Barnadeild Landspítalans og einnig á
Kópavogshæli og réð hana til okkar.
Hún hafði til að bera þá kosti sem
læknaritarar þurfa að hafa, góða
mála- og íslenskukunnáttu, var fljót
að vélrita og síðast en ekki síst, hæfi-
leika til að umgangast fólk.
Það skapaðist góður andi meðal
starfsfólks Læknastöðvarinnar þessi
fyrstu ár og átti Emilía sinn þátt í því.
Hún sagði okkur sögur af hundunum
sínum en á þessum árum átti hún
fjóra hunda af ólíkum tegundum, t.d.
bolabít sem bar nafnið Albert Guð-
mundsson með sérstöku leyfi hins
rétta Alberts. Kannski voru ekki allir
í morgunkaffinu svo hrifnir af hund-
um en allir hrifust af Emilíu og marg-
ir fengu sér hunda eftir kynni við
hana. Ég man líka eftir því að einn
morgun kom hún grátandi í vinnuna
en þá hafði einn hundurinn dáið í
fanginu á henni á leið til dýralæknis.
Þannig var Emilía. Hún lagði aldr-
ei illt orð til nokkurs manns og við
sem áttum vináttu hennar vissum að
þar fór stúlka sem mátti treysta. Hún
talaði oft um ömmu sína, Emilíu Jón-
asdóttur leikkonu, sem hún hélt mik-
ið upp á. Eins móður sína sem greini-
lega bar hana á höndum sér.
Á þessum árum var oft gaman á
Marargötunni. Líflegar umræður á
kaffistofunni en þar var riturum bú-
inn staður til vinnu. Skemmtilegar
vorsamkomur að ógleymdu jóla-
glögginu. Emilía féll vel inn í þetta
umhverfi og undi sér hið besta.
En eftir fjögur ár eða svo tók ann-
að áhugamál völdin og stofnaði hún
Hundaskólann á Bala í Garðabæ
ásamt fleirum. Hætti hún þá störfum
hjá Læknastöðinn og fór að kenna
hundum hlýðni og eigendum þeirra
líka. Þangað sótti ég námskeið sum-
arið 8́9 með hundinn minn, hann
Buska, ásamt fleiri systkinum hans.
Þetta voru indæl sumarkvöld þarna
niðri við sjóinn og bæði hundar og
menn skemmtu sér hið besta. En
þarna var komin önnur Emilía en sú á
Læknastöðinni. Hún skipaði fyrir,
hafði hátt og svipti til þessum stóru
hundum. En þeir lærðu að hlýða (að
mestu) og þegar hún kallaði „frí“
færðist heldur betur fjör í hvolpana
og þeir stukku gjarnan í sjóinn eða út
um allt. En eigendurnir drukku lút-
sterkt kaffi í reykjarmekkinum í litlu
EMILÍA SIGUR-
STEINSDÓTTIR