Morgunblaðið - 11.06.2004, Qupperneq 42
MINNINGAR
42 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Halldór Guð-mundsson, fyrrv.
framkvæmdastjóri í
Njarðvík, fæddist í
Reykjavík 13. febr-
úar 1928. Hann lést á
Sjúkrahúsi Keflavík-
ur 1. júní síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Guðmundur
Ármann Björnsson,
búfræðingur frá
Hvanneyri, bóndi í
Görðum á Álftanesi,
f. 9.8. 1896, d. 23.2.
1968, og Þorbjörg
Halldórsdóttir, hús-
freyja, f. 23.9. 1905, d. 14.12. 1934.
Guðmundur kvæntist síðar Helgu
Sveinsdóttur, húsfreyju, f. 30.6.
1911, d. 22.2. 1998. Bróðir Hall-
dórs er Eggert, f. 9.7. 1931. Systur
Halldórs, samfeðra, eru Sigríður
Bergþóra, f. 27.9. 1943, og Þórunn
Erla, f. 9.10. 1950. Uppeldisbræð-
ur Halldórs eru Sveinn, f. 10.12.
1930, og Þorsteinn, f. 21.8. 1936, d.
22.4. 1998.
Halldór kvæntist 19.11. 1949
Helgu Ingólfsdóttur, f. 9.7.1928, d.
14.6. 1991. Foreldrar hennar voru
Ingólfur Erlendsson, skósmiður á
Akureyri, og Þórunn Magnúsdótt-
ir, húsfreyja. Börn Helgu og Hall-
dórs eru: 1) Inga Þórunn, skóla-
stjóri, f. 31.7. 1947, Reykjavík, gift
Þorsteini H. Gunnarssyni, bú-
fræðikandídat. Börn þeirra eru: a)
Erlendur Smári, f. 27.5. 1971, b)
Ágústa Björg, f. 17.12. 1972, c)
Þórólfur Heiðar, f. 16.6. 1980.
Barnabörn þeirra eru þrjú. 2) Hall-
dór, f. 19.11. 1948, dósent í stærð-
fræði, kvæntur Ragnheiði Héðins-
dóttur, framkvæmdastjóra. Synir
þeirra eru: a) Kári, f. 30.6. 1979, b)
Ingólfur, f. 6.4. 1988. Ragnheiður
átti einn son fyrir, Skarphéðin.
Oddnýju, á Laufásvegi 10, síðar
Lokastíg 16 í Reykjavík. Halldór
varð stúdent frá Menntaskólanum
á Akureyri 1948, nam lögfræði og
hagfræði við Háskóla Íslands árin
1948–1952 og 1957. Hann starfaði
sem bókhaldsfulltrúi hjá Mecalfe-
Hamilton verktakasamsteypunni á
Keflavíkurflugvelli á árunum
1952–1957 og var starfsmaður
fasteignasölu í Reykjavík 1958–
1960. Halldór stundaði sjó og var
háseti og matsveinn á ýmsum tog-
urum og bátum frá 1961 til 1967,
m.a. fimm vertíðir frá Grindavík.
Árið 1967 hóf hann störf sem skrif-
stofustjóri Vélsmiðju Njarðvíkur
hf., varð framkvæmdastjóri og
meðeigandi fyrirtækisins 1972, og
aðaleigandi þess á árunum 1975–
1990. Þá var hann framkvæmda-
stjóri félagsíbúða Njarðvíkurbæj-
ar, síðar Reykjanesbæjar, frá 1992
og sinnti öðrum störfum fyrir bæj-
arfélagið þar til hann lét af störf-
um fyrir aldurs sakir.
Halldór gegndi ýmsum félags-
og trúnaðarstörfum um ævina.
Hann sat í stjórn Verslunarmanna-
félags Suðurnesja 1955–1957.
Hann var landsfundarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins og í kjördæm-
isráði hans í Reykjaneskjördæmi,
síðar Suðurkjördæmi, frá 1970 til
dauðadags. Einnig var hann vara-
formaður fulltrúaráðs sjálfstæðis-
félaganna í Njarðvík 1978–1980,
og formaður 1980–1989. Hann sat
í flokksráði Sjálfstæðisflokksins
frá 1980–1989. Árið 1982 var hann
kjörinn í bæjarstjórn Njarðvíkur-
kaupstaðar og sat þar til 1986 sem
varaforseti bæjarstjórnar og vara-
formaður bæjarráðs. Þá var hann
varaformaður skólanefndar Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja 1982–86.
Halldór og Steinunn bjuggu í
Ytri-Njarðvík sína búskapartíð en
síðastliðin fjögur ár áttu þau heim-
ili í Heiðarholti í Keflavík.
Útför Halldórs verður gerð frá
Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14. Jarð-
sett verður í Innri-Njarðvík.
Þau eiga eitt barna-
barn. Helga og Hall-
dór skildu 1954.
Barnsmóðir Halldórs
er Margrét Sæmunds-
dóttur, f. 24.11. 1924.
Foreldrar hennar
voru Sæmundur
Brynjólfsson, bóndi í
Gufudalssveit, og Þor-
katla Soffía Ólafsdótt-
ir, húsfreyja. Sonur
þeirra er, Sæmundur
Garðar, f. 12.10. 1960,
kvæntur Pascale
Escaig. Halldór
kvæntist 31.12. 1968
eftirlifandi konu sinni, Steinunni
Gunnarsdóttur, f. 10.12. 1931. For-
eldrar hennar voru Gunnar Árna-
son, sjómaður í Ólafsvík, síðar í
Höfnum og Ytri-Njarðvík, f. 25.10.
1896, d. 27.6. 1951, og Bjarney Sig-
ríður Guðjónsdóttir, ljósmóðir, f.
5.12. 1894, d. 19. nóv. 1981. Dóttir
Steinunnar og Halldórs er Oddný,
verkefnastjóri, f. 9.3. 1968, í sam-
búð með Valdimar Birgissyni,
sölustjóra, f. 1.6. 1962. Dóttir
þeirra er Þorbjörg Edda, f. 2.4.
2003, en Valdimar á tvö börn fyrir,
Aldísi Maríu og Matthías Má. Fyrir
átti Steinunn Dórotheu Herdísi Jó-
hannsdóttur, kennara, f.
13.9.1956, sem Halldór gekk í föð-
urstað. Maður hennar er Snæbjörn
Reynisson, skólastjóri, f. 12.10.
1951. Börn þeirra eru: a) Andri
Steinn, f. 22.6. 1977, b) Álfheiður,
f. 11.7. 1979, c) Bergrún, f. 15.2.
1987.
Halldór ólst upp á kirkjustaðn-
um Görðum á Álftanesi, þar sem
ættingjar hans búa enn, og var
gjarnan kenndur við þann stað
sem Haddi í Görðum. Móður sinn-
ar naut hann ekki lengi en átti alla
tíð skjól hjá móðursystur sinni,
Með Halldóri Guðmundssyni er
genginn litríkur og stórbrotinn
persónuleiki sem mig langar að
minnast nokkrum orðum. Leiðir
okkar lágu fyrst saman þegar við
vorum verkamenn hjá Grænmet-
isverslun ríkisins í skólafríi. Tókst
þá með okkur vinátta sem hefur
enst alla tíð síðan. Halldór var svo
lifandi og skemmtilegur að maður
naut samvistanna við hann. Næst
lágu leiðir okkar saman þegar við
vorum báðir ráðnir 1953 til að sjá
um ráðningar og annað skylt
starfsmannahald hjá Metcalfe Ha-
milton Smith Bech, bandarísks
byggingarfyrirtækis sem sá um
allar framkvæmdir við uppbygg-
ingu Keflavíkurflugvallar eins og
t.d. flugstöð og önnur mannvirki
sem þurfti til reksturs og viðhalds
alþjóðaflugvallar. Þetta voru mikl-
ir umbrotatímar sem höfðu var-
anleg áhrif á íslenskt þjóðlíf. Voru
þetta langmestu framkvæmdir
sem ráðist hafði verið í á Íslandi
til þess tíma. Fólk streymdi til
starfa á Keflavíkurflugvelli hvað-
anæva frá og af öllum stigum þjóð-
félagsins, jafnvel heilu bekkirnir
komu úr Háskólanum. Mig minnir
að ég hafi heyrt að það hafi verið
allt að 1.400 Bandaríkjamenn og
2.000 Í.slendingar við þessar fram-
kvæmdir þegar mest var. Mátti
þar kenna marga sem síðar urðu
landsþekktir menn svo sem ráð-
herrar, viðskiptaforkólfar o.fl. Í
upphafi voru miklir byrjunarerfið-
leikar og árekstrar tíðir. Til dæmis
vantaði í upphafi næga mötuneyt-
is- og svefnaðstöðu fyrir þennan
skara og vankunnátta og skiln-
ingsleysi atvinnuveitandans á ís-
lenskum lögum og réttindum gerði
starfið oft erfitt á þessum vett-
vangi. Dáðist ég oft að þolinmæði,
lagni og skilningi Halldórs í við-
kvæmum viðtölum og útfyllingu
atvinnumsóknanna sem voru mjög
flóknar og nákvæmar og oft erf-
iðar fyrir fólk sem hafði aldrei
komið nálægt slíku áður. Eftir að
Halldór lét af störfum á flugvell-
inum missti ég sjónar á honum um
tíma en frétti að hann hefði farið
að stunda fasteignaviðskipti eða
þangað til hann réðst sem skrif-
stofustjóri til Vélsmiðju Njarðvík-
ur. Starfaði hann við það þangað
til aðaleigandi og framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins, Magnús Krist-
insson, lést. Varð Halldór þá fram-
kvæmdastjóri og meðeigandi í
fyrirtækinu. Rak hann það þangað
til hann hætti af heilsufarsástæð-
um fyrir nokkrum árum. Fyrr á
árum átti Halldór við áfengis-
vandamál að stríða en hann tók á
því af karlmennsku og gerðist einn
af stofendum SÁÁ. Varð hann
einna fyrstur til þess að fara í
meðferð á ,,Freeport“ á vegum
SÁÁ. Upp frá því bragðaði Halldór
aldrei áfengi eða í nær 30 ár. Var
hann ávallt ötull stuðningsmaður
AA-samtakanna. Halldór var vina-
margur, félagslyndur og fróður um
menn og málefni. Var hann alla tíð
dyggur stuðningsmaður Sjálfstæð-
isflokksins og gegndi mörgum
trúnaðarstörfum fyrir flokkinn
sem aðrir munu fjalla um. Kona
mín og ég sendum Steinunni, Odd-
nýju, Dórotheu og öðrum aðstand-
endum okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Blessuð sé minning
Halldórs Guðmundssonar.
Guðmundur Jóhannsson.
Vinur minn hann Halldór Guð-
mundsson er látinn. Mér varð
brugðið þegar tengdasonur hans
hringdi í mig og tilkynnti mér að
hann væri látinn. Þegar ég heim-
sótti hann á Landspítalann eftir
slysið sem hann lenti í fannst mér
hann vera nokkuð hress, hann fór
strax að spyrja frétta og ræða um
pólitíkina eins og honum var svo
tamt að gera þegar við hittumst.
Ég hef orðið þess aðnjótandi að
hafa starfað í tugi ára með vini
mínum Halldóri. Það voru ófáar
heimsóknir mínar að heimili Hall-
dórs og Steinunnar þegar þau
bjuggu á Móavegi í Njarðvík, og
alltaf voru jafn góðar móttökur hjá
þeim hjónum.
Ég hef starfað með Halldóri í
bæjarstjórn Njarðvíkur, hann var
mjög virkur liðsmaður Sjálfstæð-
isflokksins alla tíð og í flestum
ráðum og nefndum flokksins í
Njarðvík sinnti hann þessu öllu
með mikilli samviskusemi og trú-
mennsku enda lét hann sig sjaldan
vanta þegar Sjálfstæðisflokkurinn
hélt fundi í Njarðvík. Fyrir hönd
okkar sjálfstæðismanna í Reykja-
nesbæ vil ég þakka þér fyrir mjög
fórnfúst starf í áratugi. Það er
mikil gæfa fyrir mig sem ungan
mann að kynnast svona visku-
brunni eins og Halldór vinur minn
var, hann var alltaf tilbúinn með
góð ráð ef einhver vandamál komu
upp, enda voru margir sem leituðu
ráða hjá honum með úrlausn mála.
Halldór var mjög heiðarlegur og
góður drengur, hann mátti ekkert
aumt sjá, þá var hann tilbúinn að
hjálpa, enda eru mjög margir vinir
hans sem sakna hans, hann setti
mikinn svip á þessa tilveru. Ég og
synir mínir Arnar og Guðmundur
þökkum Halldóri fyrir góðar heim-
sóknir á verkstæðið okkar í ára-
raðir, þar sem hann hafði ávallt
viðkomu og fékk sér kaffibolla
þegar hann átti leið um og munum
við sakna þess.
Ég og kona mín Halldóra og
fjölskylda okkar þökkum Halldóri
fyrir mjög góð kynni gegnum árin.
Við viljum votta þér, Steinunn
mín, og fjölskyldu þinni innilega
samúð.
Kæri vinur, við þökkum þér fyr-
ir áratuga vináttu sem aldrei bar
skugga á. Minningar um góðan
dreng mun lifa með okkur.
Hvíl þú í friði, kæri vinur. Guð
blessi minningu Halldórs Guð-
mundssonar.
Ingólfur Bárðarson, rafverk-
taki og formaður Sjálfstæð-
isfélagsins Njarðvíkings.
Hann var stór í sniðum hann
Halldór hvernig sem á hann var
litið bæði til orðs og æðis. Kynni
mín af Halldóri byrjuðu þegar
hann hóf störf hjá Njarðvíkurbæ
sem framkvæmdastjóri hjá hús-
næðisnefnd bæjarins en þá var ég
bæjarstjóri Njarðvíkurkaupstaðar.
Halldór hafði þá nokkru áður hætt
með fyrirtæki sitt, Vélsmiðju
Njarðvíkur. Töldu þeir sem þekktu
hann þá betur en ég að ef við
kræktum í Halldór sem fram-
kvæmdastjóra fengjum við þar
góðan mann. Það kom fljótt í ljós
að Halldór var traustsins verður
og sýndi hann skjólstæðingum
bæjarins mikla natni og sást að
þarna fór maður með stórt hjarta.
Við sameiningu Njarðvíkur, Kefla-
víkur og Hafna árið 1994 hélt hann
áfram störfum hjá sameinuðu
sveitarfélagi þangað til hann fór á
eftirlaun.
Leiðir okkar Halldórs áttu þó
eftir að liggja enn frekar saman á
öðrum vettvangi en það var í störf-
um fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þeg-
ar ég ákvað að hella mér í próf-
kjörsbaráttu fyrir þingsæti í
flokknum árið 1994 var hann einn
af þeim fyrstu til að lýsa stuðningi
við þann ásetning minn. Það var
mér mikils virði því Halldór var
vel þekktur innan flokksins í
Reykjaneskjördæmi og hafði setið
í helstu nefndum hans innan kjör-
dæmisins. Það var ekki ónýtt að
hafa hann á kosningaskrifstofunni
að taka á móti fólki og hvetja til
dáða þegar það átti við. Þegar töl-
urnar voru að berast í prófkjör-
skosningunni 1994 leit ekki vel út í
upphafi talningar. Sóley eiginkona
mín var orðin ansi áhyggjufull en
þá sagði Halldór: ,,Hafðu engar
áhyggjur, elskan mín, kassarnir
okkar eiga eftir að koma.“ Það
varð og raunin en eftir það var
Halldór óaðskiljanlegur hluti af
mínu pólitíska lífi.
Fyrir alþingskosningar var hann
ævinlega einn af starfsmönnunum
og var alltaf hægt að treysta því
að hann kæmi á tilsettum tíma
þegar kallið kæmi. Engin samtök
eða flokkar eru annað en fólkið
sem þar er og þegar hlustað er á
hjarta þeirra, grasrótina, þá vegn-
ar þeim vel.
Áhugi Halldórs á velferð flokks-
ins var fölskvalaus og sinnti hann
störfum fyrir hann frá unglings-
árum og allt til dauðadags. Síðasta
ferð hans fyrir flokkinn var að
sækja kjördæmisþing Suðurkjör-
dæmis á Selfossi 8. maí sl. og lék
hann við hvern sinn fingur í þeirri
ferð. Banalega Halldórs var stutt
en meðan hann barðist fyrir lífi
sínu var hugur hans samt hjá
flokknum og eitt það síðasta sem
hann bað mig fyrir var að skila
kveðju til Davíðs í tilefni 75 ára af-
mælis Sjálfstæðisflokksins. Allar
hugsanir hans og gerðir voru að
hans mati til þess að styrkja og
efla stoðir hans með kjörorðinu
sem hann var stofnaður undir.
Um leið og við Sóley kveðjum
vin okkar með miklu þakklæti
vottum við Steinunni eiginkonu
hans og fjölskyldu okkar dýpstu
samúð. Guð blessi minningu Hall-
dórs Guðmundssonar.
Kristján Pálsson.
Við Halldór vorum bekkjarfélag-
ar í Flensborgarskólanum árin
1941 til 1944. Eftir kennslu um
vorið 1944 fórum við saman norður
til Akureyrar til að taka gagn-
fræðapróf við Menntaskólann á
Akureyri.
Það var mikið álag á þeim, sem
áttu heima í Garðahverfi, þar sem
þau þurftu að ganga á hverjum
morgni í skólann.
Halldór átti skyldfólk á Akur-
eyri, sem var Guðný Björnsdóttir,
föðursystir hans, og sonur hennar
Björn Halldórsson lögfræðingur.
Halldór bjó hjá þeim, og var ég því
fastagestur á því heimili, sem var
mér ómetanlegt.
Halldór var afburða námsmaður,
og varð stúdent frá MA.
Við héldum ávallt vinskap, og
þegar ég vann í Vélsmiðju Njarð-
víkur, réð ég hann sem bókara, og
tók hann seinna við smiðjunni, sem
eigandi og forstjóri, og rak hana
vel í mörg ár. Við Helga viljum,
með þessum fáu orðum, þakka vin-
áttu í gegnum árin, og vottum
Steinunni og ættingjum innilega
samúð okkar.
Gísli Júlíusson.
HALLDÓR
GUÐMUNDSSON
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÞÓRIR GUÐMUNDSSON,
Kleppsvegi 62,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 14. júní kl. 15:00.
Arnfríður Snorradóttir,
Methúsalem Þórisson,
Oddný Þórisdóttir, Ragnar Karlsson,
Snorri Þórisson, Erla Friðriksdóttir,
Soffía J. Þórisdóttir, Baldur Dagbjartsson,
Ragna B. Þórisdóttir, Gylfi G. Kristinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir,
EINAR ÁRNASON
skipstjóri
frá Sóleyjartungu,
síðast til heimilis
á Höfðagrund 19, Akranesi,
verður jarðsunginn frá Akraneskirkju í dag,
föstudaginn 11. júní, kl. 14.00.
Halldóra Gunnarsdóttir,
Árni Einarsson, Guðbjörg Halldórsdóttir,
Gunnar Einarsson, Ragnheiður Pétursdóttir,
Marteinn Einarsson, Guðrún Sigurbjörnsdóttir,
Einar H. Einarsson,
Guðmundur Einarsson, Sóley Sævarsdóttir
og fjölskyldur.
Afmælis- og minningargreinum má skila í
tölvupósti eða á disklingi (netfangið er
minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um
leið og grein hefur borist). Ef greinin er á
disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð-
synlegt er að símanúmer höfundar og/eða
sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi
með. Þar sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina, enda þótt
þær berist innan hins tiltekna frests. Nán-
ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát-
inn einstakling birtist formáli og ein aðal-
grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en
aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300
orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50
línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn-
anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til
þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín-
ur, og votta virðingu án þess að það sé gert
með langri grein. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.