Morgunblaðið - 11.06.2004, Síða 43

Morgunblaðið - 11.06.2004, Síða 43
Ástkær eiginmaður minn og faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN ÓLAFUR ÞORFINNSSON skipstjóri, Akraseli 6, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 15. júní kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Minningarsjóð sjómanna- dagsins. Fjóla Helgadóttir, Erna Björnsdóttir, Sigurður Grétarsson, Björn Ólafur Árnason, Sigríður Sólveigardóttir, Pálmi Sigurðsson, Fjóla Sigurðardóttir, Erna María og Kolbrún Kara. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 43 ✝ Einar Árnasonvar fæddur í Sól- eyjartungu á Akra- nesi 19. október 1921. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 5. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Árni Sigurðsson, skipstjóri, f. 14.7. 1892, d. 22.7. 1951, og Halldóra Hall- dórsdóttir húsfreyja, f. 8.3. 1890, d. 21.5. 1987. Systkini Einars eru: Halldór Oddur, f. 29.9. 1914, d. 18.5. 1989, Halldóra Guðmunda, f. 6.7. 1916, Jórunn Svava, f. 19.7. 1918, d. 16.8. 1987, og Vigdís, f. 10.5. 1920. Hinn 11. nóvember 1945 kvænt- ist Einar eftirifandi eiginkonu sinni Halldóru Gunnarsdóttur, f. 13.7. 1923. Þau eiga fimm syni: 1) Árni Sigurðs, f. 23.9. 1945, kvænt- ur Guðbjörgu Halldórsdóttur, f. 30.8. 1945, börn þeirra eru: a) Guðríður Dóra, gift Guðlaugi Elís, barn þeirra er Jón Steinar, b) Ein- ar, barn hans er Íris Ósk, og c) Jó- hanna, gift Ólafi Páli, börn þeirra eru Ragnheiður, Árni Snær og Ástrós. 2) Gunnar, f. 10.11. 1951, kvæntur Ragnheiði Jóhönnu Pét- ursdóttur, f. 26.8. 1952, börn þeirra eru: a) Hall- dóra, sambýlismað- ur hennar er Hafþór og barn þeirra er Ragnheiður Ólöf, b) Pétur Emil, barn hans er Amelía Rún, og c) Einar Örn, sambýliskona hans er Stína Laapsch. 3) Marteinn Grétar, f. 3.8. 1953, kvæntur Guðrúnu Sigur- björnsdóttur, f. 16.10. 1955, börn þeirra eru: a) Krist- rún Dögg, gift Theo- dóri Frey, börn þeirra eru Ester Lind, Marteinn og Viktor, b) Heið- rún Lind og c) Andri Már. 4) Einar Halldór, f. 14.9. 1961. 5) Guð- mundur, f. 19.7. 1963, kvæntur Sóleyju Sævarsdóttur, f. 13.10. 1964, börn þeirra eru: a) Rut Berg, b) Breki Berg, c) Bjarki Berg. Einar hóf ungur sjómennsku og lauk skipstjórnarprófi frá stýri- mannaskólanum í Reykjavik árið 1965. Hann var um árabil skip- stjóri á bátum frá Haraldi Böðv- arssyni og síðar á sínum eigin skipum. Útför Einars fer fram frá Akra- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Dvínar þrek og þróttur þver, þungt og sárt margt sporið er, hjartkæri Jesú himnaherra, hjálpa nú í þrautum mér. Hér ligg ég í dúradvala, Drottinn minn, ég kalla á þig, leið mína önd til sælusala, sonur Guðs, ó, bænheyr mig. (Jón Ólafsson.) Mig langar að minnast pabba míns með nokkrum orðum. Mínar fyrstu minningar eru þegar farið var í veiði- ferðir vestur í Dali eða upp í Borg- arfjörð, til þess að renna fyrir lax eða silung og oftar en ekki varst þú feng- sælastur í þessum ferðum. Ófáar voru ferðirnar sem þú fórst með okkur á völlinn til að hvetja Skagamenn til sigurs, en þú varst einn dyggasti stuðningsmaður þeirra, að ekki sé minnst á landsleikina sem þú fórst með okkur á, þá var alltaf keyrt fyrir fjörð og það eitt var skemmtun útaf fyrir sig. Borgarfjörðurinn var þér alltaf kær og var því oft farinn sunnudags- rúntur um sveitir Borgafjarðar með kaffi og með því. Oft var talað um það hvað það væri gott að eiga sumarbú- stað þar. Það var síðan 1979 sem keyptur var skiki í landi Heyholts og reist þar sumarhús. Þar áttuð þú og mamma ykkar bestu stundir. Um svipað leyti og þú eignaðist bústaðinn keyptir þú trilluna Sigursæl af Halla bróður þínum og þar undir þú hag þínum vel og þar naut ég þeirra for- réttinda að fá að róa með þér og kynn- ast þér á annan hátt. Þökk sé þér, guð, fyrir þennan blund, er þá ég um síðstu vetrarstund. Hann hressti mig og huga minn huggaði fyrir máttinn þinn. Nú hefur sumarsólin skær sofnaðan þínum fótum nær vakið mig, svo að vakni þín vegsemdin upp á tungu mín. ( Jónas Hallgr.) Elsku pabbi, þakka þér fyrir sam- fylgdina, hvíldu í friði. Þinn sonur, Guðmundur. Elsku afi, okkur langar að þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með þér. Margar af þeim voru í sumarbústað ykkar ömmu í Heyholti. Oft þegar við komum upp í bústaðinn rétt eftir kvöldmat sagðir þú svo allir heyrðu: ,,Nei Dóra, ég hef ekki lyst á ísnum núna.“ Þetta gerð- irðu til þess að krakkarnir færu að suða um ís og oftar en ekki endaði það þannig að það var ekið upp í Baulu og ísinn keyptur, en ekki einungis fyrir krakkana heldur þig líka. Þegar þið amma fóruð heim úr bústaðnum stoppuðuð þið oft í Hyrnunni svo þú gætir fengið kjúkling og franskar, en það var með því besta sem þú fékkst. Best var að koma á ákveðnum tímum þangað, þegar stelpurnar skiptu um kjúklinga í borðinu, því þá fékkst þú meiri kjúkling. Allt var þetta útpælt. Einnig voru pizzur í miklu uppáhaldi og þegar þú varst kominn á Dvalar- heimilið Höfða sastu hjá hjúkkunum þegar þær pöntuðu sér pizzu til að vera öruggur um að þú fengir nú örugglega líka. Þegar ég var svona fimm ára kom hundur á heimilið til ykkar ömmu sem hét Odda og þótti þér mjög vænt um hana og alla hunda. Þér þótti svo vænt um hana að þegar þið hjónin fóruð í bíltúr fékk Odda að sitja í framsætinu hjá þér, en ömmu varð að duga aftursætið. Síðar þegar við systkinin eignuðumst okkar eigin hund komst þú í heimsókn meira til þess að heimsækja hana Pílu heldur en okkur. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við guð um þúsund ár. (H. Laxness.) Elsku afi, takk fyrir allt saman. Guð geymi þig. Rut Berg, Breki Berg og Bjarki Berg. Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfr it sama; en orðstírr deyr aldregi, hveim er sér góðan getr. (Úr Hávamálum.) Elsku afi. Þó lífsins gangur sé ávallt sá sami, þykir mér fátt erfiðara en að kveðja þig í hinsta sinn. Orð verða einskis nýt á stundum sem þessum. Minningarnar um skemmti- legan, góðan mann – og umfram allt einstakan afa – lifa áfram og hjálpa mér að sætta mig við örlög þau sem okkur eru falin. Brekkubrautin, Hey- holtið, bryggjan og völlurinn geyma ótal sögur og minningar sem ég mun varðveita í hjarta mínu. Takk fyrir að gefa þér ávallt tíma til að næra hug ungrar stúlku sem þótti afi sinn merkilegasti og fyndn- asti maður sem hún hafði hitt. Ég vona og óska að í komandi lífum verð- ir þú ávallt afi minn Einar. Þín er sárt saknað en orðstír þinn lifir. Þín, Heiðrún Lind Marteinsdóttir. Elsku afi Einar. Það er sárt að þurfa að kveðja þig og ég mun ætíð minnast þess hvað það var notalegt að heimsækja þig og ömmu Dóru á Brekkubrautina. Ég á svo ótal margar góðar minningar um þig sem ég mun ávallt geyma á góðum stað í hjarta mínu. Þú hafðir svo mikinn húmor og gerðir oft grín að spaugilegum atvikum. Þegar ég hugsa um þig á ég m.a. eftir að muna eftir þér í brúna hæginda- stólnum að fylgjast með fótboltanum, keyra um bæinn á hvítu Mözdunni, hlusta á country-tónlist frá Ameríku, sitja í sófanum í sumarbústaðinum og leggja kapal, veiða lax í stóru grænu stígvélunum, bryðja nógu marga sykurmola með kaffinu, berja harðfisk í kjallaranum, koma með páskaegg á páskunum, kaupa flug- elda fyrir gamlárskvöld, segja sögur af Oddu, fara með skemmtilegar vísur, stoppa í Borgarnesi á leið í sumarbústaðinn og kaupa ís og nammi og ekki má gleyma kjúk- lingnum með öllu tilheyrandi. Frá Heyholti á ég svo margar frábærar minningar úr barnæsku. Manstu t.d. þegar við máluðum veröndina saman og báðar flétturnar mínar urðu allar út í málingu. Þá talaðir þú um að það hefði gengið svo vel að mála því að ég hefði þrjá pensla að mála með. Elsku afi, svona væri endalaust hægt að halda áfram. Ég vil þakka þér fyrir allar stundirnar sem við höf- um átt saman. Ég skal vera dugleg að heimsækja ömmu Dóru. Guð geymi þig, elsku afi minn. Þín Kristrún Dögg. EINAR ÁRNASON Fyrir stuttu er látin í Borgarnesi elskuleg vinkona, Laufey Guð- jónsdóttir, og fór útför hennar fram frá Borg- arneskirkju föstudag- inn 7. maí. Áratugir eru liðnir síðan ég kynntist fjölskyldu hennar heima í Eyjum. Þær systur voru fjórar og var Laufey þeirra elst. Þær áttu heima í Fagurhól. Aðdragandi að kynnum mínum og Laufeyjar var sá, að við Alda systir hennar lágum báðar á sjúkrahúsinu heima í Eyjum og urðum við brátt góðar vinkonur. Við reyndum að finna út eitthvað til að dunda við, og varð þá helst fyrir að sauma föt á dúkkurnar okkar og gekk furðuvel, fannst okkur. Allt saumuðum við í höndunum, og naut ég dyggrar að- stoðar Öldu, sem var þegar lagin við saumaskapinn. Við vorum mjög ánægðar þegar dúkkurnar áttu orðið til skiptanna, og segir ekki meira af því. Á þessum árum dvaldi Laufey við saumanám í Reykjavík, og liðu nokk- ur ár þar til ég kynntist henni, en við Alda vorum mestu mátar og ég varð hálfgerður heimagangur í Fagurhól upp frá því. Ekki fylgdumst við alltaf með tímanum eða hvort komið væri að heimferðartíma – gleymdum okk- LAUFEY GUÐJÓNSDÓTTIR ✝ Laufey Guðjóns-dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 16. desember 1914. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 1. maí síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Borgarneskirkju 7. maí. ur við leikina – en ekki kom það að sök; mér var einfaldlega boðið inn með Öldu til að þiggja bita og sopa. Móðir þeirra systra, hún Sigurborg, var öndvegisgóð kona. Eftir að Laufey flutt- ist aftur til Eyja hóf hún að vinna við saumaskap, saumaði eftir máli, eins og það var nefnt, og þá varð mörg falleg flíkin til. Allt varð svo vandað og fallegt í höndum henn- ar. Síðar hóf hún búskap með Jóni Bjarnasyni skipstjóra, þau keyptu húsið Grafarholt og bjuggu þar æ síðan. Þau eignuðust tvö börn, Högna, búsettan í Reykjavík, og Sig- urborgu, búsetta í Borgarnesi. Lauf- ey stundaði lengi heimasaum og einnig fékkst hún við merkingar á sængurfatnaði og handklæðum, svo að fátt eitt sé nefnt, allt unnið af mestu smekkvísi. Eftir því sem árin liðu kynntist ég betur þessum ágætu systrum. Þær voru glaðsinna og góð- ar konur, alltaf ljúfar og hressar og lögðu gott eitt til málanna. Árum saman höfðum við með okk- ur saumaklúbb, ásamt frænku þeirra. Þá bárum við saman bækur okkar með handavinnuna sem var mikið áhugamál. Þetta voru gefandi og skemmti- legar kvöldstundir, sem við minn- umst með ánægju. Svo liðu tímar fram þar til ósköpin dundu yfir; eld- gos rauf næturkyrrðina aðfaranótt 23. janúar 1973, ekki eldgos úti í hafi heldur á sjálfri Heimaey. Allir íbúar eyjanna áttu að forða sér í land. Flestir þekkja framhaldið þó að hver og einn eigi sínar minningar frá þessum atburðum. Hópar fólks tvístruðust þegar upp á land kom. Tók nú við aðlögunartími að nýj- um aðstæðum. Grunar mig að hugur Laufeyjar hafi oft hvarflað til Eyja á fyrstu árunum eftir þessa atburði. En hún var ein af þeim heppnu sem komust í öruggt skjól hjá sinni góðu fjölskyldu þar upp frá, og Borgarnes er fallegur bær í friðsælu umhverfi. Laufey starfaði við matvælafram- leiðslu hjá kaupfélaginu í Borgarnesi í nokkur ár. Eftir starfslok þar fékkst hún við saumaskap og vann jafnframt að hannyrðum sem voru hennar líf og yndi. Það voru ófá saumuðu listaverkin sem prýddu íbúðina hennar í Borgarnesi, svo sem verið hafði í Eyjum. Það voru sæludagar þegar við gátum heimsótt hana upp eftir, og eins þegar hún kom í heimsókn til systra og vina- fólks á Selfossi. Þá rifjuðum við upp gamla, góða daga og glöddumst yfir endurfundunum. En árin líða og ald- urinn færist yfir. Þá fer heilsan að gefa sig. Það má segja að allt sé þetta lög- málum háð. Þó áttum við erfitt með að sætta okkur við áfallið þegar Laufey veiktist alvarlega fyrir nokkrum árum. En sem betur fer átti hún fjölskyldu, sem af frábærri umhyggju annaðist hana og studdi eftir því sem hægt var, og það fór vel um hana á Dvalarheimilinu í Borg- arnesi þar sem hún dvaldi síðustu ár- in vegna sjúkleika síns. Að leiðarlokum viljum við kveðja þessa góðu samferðakonu með hjart- ans þökkum fyrir tryggð og vináttu um langt árabil. Við sendum Sigurborgu, Högna og fjölskyldum þeirra innilegar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Laufeyjar Guðjónsdóttur. Guðmunda og Svava Gunnarsdætur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÁSGEIR JÓNSSON, Efstasundi 92, Reykjavík, sem lést á heimili sínu laugardaginn 29. maí, verður jarðsunginn frá Áskirkju í dag, föstu- daginn 11. júní, kl. 13.30. Hulda Sigríður Guðmundsdóttir, Guðmundur Páll Ásgeirsson, Anna Sjöfn Sigurðardóttir, Margrét Ásgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, KRISTRÚN SIGURLAUG ANDRÉSDÓTTIR frá Kálfárdal, Hásæti 5c, Sauðárkróki, andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 1. júní sl. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugar- daginn 12. júní kl. 14.00. Arndís Ágústsdóttir, Þórður Bjarnason, Elsa Ágústsdóttir, Guðmar Pétursson, Andrés Viðar Ágústsson, Sigrún Aadnegard, Gunnar Randver Ágústsson, Steinunn Helga Hallsdóttir, Hallfríður Hanna Ágústsdóttir, Þorbjörg Steingríms Ágústsdóttir, Reynir Öxndal Stefánsson og ömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.