Morgunblaðið - 11.06.2004, Page 44
MINNINGAR
44 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Gunnar EinarLíkafrónsson var
fæddur á Hrafns-
fjarðareyri í
Grunnavíkurhreppi í
N-Ísafjarðarsýslu
hinn 28. september
1934. Hann lést í
Keflavík 4. júní síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Líkafrón
Sigurgarðsson, f. 12.
júlí 1882, d. 4. maí
1968, og Bjarney
Solveig Guðmunds-
dóttir, f. 25. mars
1893, d. 12. maí
1974. Systkini Gunnar voru: Þor-
björg samfeðra (látin), Sigurlaug
(látin), Einar, Friðrika Beta, Guð-
björg (látin), Sigurrós, Aðalheið-
ur (látin), Sigurgeir, Jóhanna,
Kristín, Hrefna og Katrín (látin).
Hinn 26. desember 1961 kvænt-
ist Gunnar Ásthildi Ásu Jónsdótt-
ur, f. 23. júlí 1936, d. 27. júní
1993. Þau eignuðust fjögur börn.
Þau eru: 1) Dóra Fanney Gunn-
arsdóttir, fædd 1962, gift Anneli
Jóni Þorkelssyni og eiga þau
fjögur börn, Bjarneyju Sólveigu,
Gunnar Einar, Atla
Þór og Annel Fann-
ar. 2) Sigurlaug
Kristjana Gunnars-
dóttir, f. 1965, í
sambúð með Daníel
Eyþórssyni og eiga
þau tvær dætur,
Ásthildi Ásu og
Tönju Mist. 3) Gunn-
ar Þór Gunnarsson,
f. 1966, og á hann
tvær dætur, Birgittu
Sif og Elínu Maríu.
4) Sævar Jósep
Gunnarsson, f. 1972,
í sambúð með Önnu
Bragadóttur og á hann eina dótt-
ur, Sigrúni Hrefnu. Dóttir Ást-
hildar, sem Gunnar gekk í föð-
urstað, er Dagfríður Guðrún
Arnardóttir, f. 1958, gift Sigurvin
Breiðfjörð Guðfinnssyni og eiga
þau tvo syni, Guðfinn Guðjón og
Rúnar Má.
Gunnar starfaði lengst af sem
sjómaður en frá árinu 1971 starf-
aði hann að mestu við netagerð.
Útför Gunnars verður gerð frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Margs er að minnast og margs er
að sakna. Við sitjum hér saman
systkinin sorgmædd og látum hug-
ann reika. Við stöldrum við síðustu
mánuði sem voru föður okkar mjög
erfiðir en æðruleysið sem hann
sýndi á þessu tímaskeiði skilur okk-
ur eftir orðlaus. Örlögum sínum tók
hann af stillingu og hógværð. Hann
kvartaði aldrei þó ærin ástæða væri
til. Það sem var honum efst í huga
var að vernda okkur.
Það sem hjálpar okkur núna er
það veganesti sem við fengum frá
honum og móður okkar út í lífið.
Þau lögðu mikla áherslu á kærleik-
ann og það að við værum alltaf til
staðar hvert fyrir annað. Eins var
pabbi alltaf til staðar fyrir okkur og
ef hann hafði minnsta grun um að
eitthvað bjátaði á hjá einhverju okk-
ar var hann kominn að bjóða fram
aðstoð sína. Hann lagði ekki mikið
upp úr veraldlegum gæðum og var
alltaf lítillátur fyrir sjálfan sig, en
hann notaði það sem hann átti til að
hlaupa undir bagga með okkur ef á
þurfti að halda. Þá munaði ekki síst
um hinn andlega stuðning. Það
gladdi hann hvað mest ef hann gat
verið okkur innan handar.
Nú er komið að kveðjustund.
Hjarta okkar er fullt af trega og
söknuði en við huggum okkur við
það, elsku pabbi, að nú ertu kominn
til mömmu sem þú saknaðir svo
mikið. Við trúum því að það hafi ver-
ið fagnaðarfundir. Hafðu þökk fyrir
allt og allt. Hvíl þú í friði.
Börnin.
Í bernsku fór pabbi oft með mig í
gönguferð niður á bryggju. Þetta
var á þeim árum sem mikið líf var á
bryggjupollanum og drekkhlaðnir
bátarnir komu hver á fætur öðrum í
land. Pabbi var sjálfur sjómaður en
dálæti hans á hafinu var slíkt að
þegar hann var í landi gat hann ekki
stillt sig um að kíkja á bryggjuna til
að fylgjast með hamaganginum.
Þetta voru mér strákpjakknum eft-
irminnilegar ferðir. Kallarnir á fullu
að landa með hrópum og köllum og
sumir gerðu að netum sínum á kant-
inum.
Lítið vissi ég þá að stórum parti
af starfsævi minni ættum við pabbi
eftir að eyða saman og það einmitt í
sjávarútvegi. Það var gott að vinna
með pabba en hann var mjög sam-
viskusamur. Lagði áherslu á að
menn vönduðu vel til verka, væru
iðnir og duglegir. Hann var veru-
lega góður leiðbeinandi.
Síðar gerðum við út saman trillu
til nokkurra ára. Á þessum tíma
vörðum við hverri vökustund saman
og varð samstarf okkar til að
styrkja enn frekar okkar sterku
bönd.
Við pabbi deildum mörgum
áhugamálum og vorum um margt
líkir. Okkar fannst gaman að fylgj-
ast með íþróttunum í sjónvarpi og
voru formúlan og boxið þar efst á
blaði. Einnig fannst okkur gaman að
rökræða stjórnmál og alltaf fór það
þannig að lokum að við náðum sam-
eiginlegri lendingu.
Síðasta ferðalagið sem við pabbi
áttum saman mun lifa lengi í minn-
ingunni. Það var í byrjun júlí í fyrra
sem við fórum með dætur mínar,
Birgittu Sif og Elínu Maríu, í sum-
arbústað í Ölfusborgum. Það var
skemmtileg ferð en við fórum í heita
pottinn, á hestbak og keyrðum um
sveitirnar. Það kórónaði alveg ferð-
ina fyrir dætrum mínum að hafa afa
sinn með en hann var í miklu uppá-
haldi hjá þeim. Pabbi ljómaði alla
ferðina en það var svo gaman að
gleðja hann. Til að mynda voru öll
matarboð stórveislur í hans huga og
hann furðaði sig alltaf á því hversu
mikið væri fyrir sér haft. Það þurfti
svo sannarlega lítið til að ylja hon-
um um hjartaræturnar en hann var
alltaf mjög aðhaldssamur við sjálfan
sig en örlátur við aðra.
Faðir minn var mér alla tíð mikill
stuðningur og ef ég var í erfiðleikum
gat ég alltaf treyst á að pabbi vísaði
mér rétta leið. Það verður söknuður
að því að geta ekki hringt og spjall-
að hvenær sem er eins og við oft
gerðum. Það er þó viss blessun í því
að hafa getað kvatt hann vel þessa
síðustu mánuði en á þeim tíma átti
hann aðdáun mína óskipta. Hann yf-
irgaf þennan heim með alþýðlegri
reisn umvafinn ást sinna nánustu.
Ég þakka þér samfylgdina, elsku
pabbi minn, og hafðu eilíft þakklæti
fyrir allt sem þú varst mér í gegnum
árin.
Gunnar Þór Gunnarsson.
Lítill drengur situr á eldhúsborð-
inu hjá ömmu sinni og afa. Nýlagað
kaffi er sett á borð. Skyndilega
hleypur ærslagangur í drenginn og
hann fer að hossa sér með þeim af-
leiðingum að rjúkandi heitt kaffið
skvettist í kjöltu afans. Mikið man
ég hvað ég grét þegar ég áttaði mig
á því hvað ég hafði gert. Afi kippti
sér lítið upp við atvikið. ,,Svona
elska, þetta er nú ekkert til að gráta
yfir. Þetta jafnar sig.“ Sama gilti ef
ég fór í eldhússkúffuna, át klein-
urnar sem afi átti að fara með í
vinnuna og fékk ákúrur fyrir hjá
móður minni. ,,Láttu ekki svona,
eins og þessi elska megi ekki fá sér
kleinu? Ég kaupi bara nýjar,“ var
viðkvæðið. Það var allt leyfilegt hjá
afa og ömmu. Ekkert sem ég gerði
gat reitt þau til reiði eða valdið þeim
vonbrigðum. Ást þeirra var skilyrð-
islaus og óbrigðul eins og sólin.
Ég naut þess að dvelja hjá Gunna
afa og ömmu Ástu sem barn, en þar
var ég í pössun á meðan foreldrar
mínir unnu. Heimili þeirra var þá,
og alla tíð, mín friðarhöfn. Alltaf var
hægt að finna sér eitthvað til dund-
urs. Tjútta við ömmu, spjalla við afa,
hræra í búðing, skoða myndir. Við
höfðum ævinlega nóg fyrir stafni.
Öryggi og hlýja þess tíma veita nú
krömdu hjarta líkn með þraut.
Eina fjölskylduhefð átti afi einn
og stakur en það var pönnuköku-
kaffið á sunnudögum. Þá safnaðist
fjölskyldan öll saman og naut sam-
vistanna við hlátur og gleði. Önnur
fjölskylduhefð er skötustappan á
Þorláksmessu en enginn úr okkar
röðum leggur sér skötu til munns
nema stappaða að hætti afa.
Jólin eru okkar tími í fjölskyld-
unni. Öllum aðfangadagskvöldum
vörðum við hjá ömmu og afa, og svo
með afa eftir að amma dó árið 1993.
Afi gætti þess vel að nóg væri til af
sælgæti og það átti að borða en var
ekki til að horfa á! Í eftirrétt var
ávallt ís með ávöxtum en Gunni afi
fór alltaf í sérstakt hátíðarskap þeg-
ar hann bar hann fram við fögnuð
okkar krakkanna. Næstu jól verða
skrýtin nú þegar afi er líka farinn. Í
mínum huga er þó andi ömmu og afa
samofin anda jólanna og á þann veg
munu þau alltaf koma aftur með sitt
ástríki í hjarta mitt þegar klukkan
slær sex á aðfangadag. Mér er sér-
staklega minnisstæður útskriftar-
dagur minn frá Menntaskólanum á
Akureyri þann 17. júní 1999. Ekki
síst fyrir þær sakir að þá gerði afi,
sem sjaldan fór í langferðir, sér ferð
norður yfir heiðar. Við deildum her-
bergi í orlofsíbúð þessa síðustu daga
fyrir útskrift. Að kvöldi 16. júní
hafði ég næturljósið kveikt og pár-
aði í myrkrinu. Afi fór að forvitnast
um það hvað ég væri að skrifa. ,,Æi,
bara minnispunkta fyrir morgun-
daginn, hvað ég þarf að gera og
svona,“ svaraði ég. Lítið vissi hann
að ég var að skrifa ræðuna sem ég
átti að flytja fyrir hönd útskriftarár-
gangsins daginn eftir. Sá gamli
ljómaði af stolti og tár blikaði á
hvarmi þegar ég fór með kveðjuna
til skólans. ,,Var það þá þetta sem
hann var að skrifa í gærkvöldi?“
sagði hann og brosti blíðlega til
mömmu. Í útskriftargjöf gaf hann
mér gamaldags vasaúr sem í voru
grafnir upphafsstafirnir mínir. Í
slíkt úr hafði mig lengi langað. Dag-
arnir á Akureyri með afa eru mér
afar kærir og ég veit að það voru
þeir honum líka. Amma og afi voru
tilgerðarlaust og hógvært íslenskt
alþýðufólk. Um þau verða seint rit-
aðar bækur en engu að síður tóku
þau með lífsviðhorfi sínu mörgu
stórmenninu fram. Þau skilja eftir
sig sterka og samheldna fjölskyldu
sem er hverjum þeim sem henni til-
heyrir bakland í gleði og sorg. Arf-
leifð Gunnars Einars og Ásthildar
Ásu er kærleikurinn, æðruleysið,
mannúðin, lífsgleðin og kátínan sem
hvert og eitt okkar tekur nú með sér
áfram út í lífið. Slíkur arfur er þegar
öllu er á botninn hvolft sá dýrmæt-
asti sem mannlegri veru getur
hlotnast, og alls ekki sjálfsagður.
Ég kveð þig, elsku afi minn, með
söknuði og tárum. Það veitir huggun
harmi gegn að vita ykkur ömmu
saman á ný en ég veit hversu heitt
þið söknuðuð hvort annars. Hafið
bæði frá mínum dýpstu hjartans
rótum þökk fyrir allt og allt.
Nú eigum við sem eftir stöndum
okkar friðarhöfn á himnum með
Guði. Lítinn sælureit hjá ömmu og
afa. Þangað munum við öll safnast
saman í fyllingu tímans. Þar verður
okkar staður til eilífðar í fullkominni
hamingju og ást, eða líkt og Laxness
segir í Heimsljósi; ,,Þar mun feg-
urðin ríkja ein.“
Guðfinnur Sigurvinsson.
Öllum okkar er afmörkuð ákveðin
stund hér á jörðu, hin ógnvænlega
nálægð dauðans verður öllum ætt-
ingjum og ástvinum erfið. Enda er
dauðinn það eina örugga sem við
vitum að við þurfum að gjalda fyrir
með lífinu. Í dag kveð ég minn ást-
kæra tengdaföður minn Gunnar E.
Líkafrónsson, sem nú hefur kvatt
þetta jarðlíf eftir erfið veikindi við
hinn illvíga sjúkdóm krabbamein.
Fyrstu kynni mín af Gunnar og
Ástu konu hans voru fyrir um það
bil 26 árum þegar ég var að gera
hosur mínar grænar fyrir dóttur
þeirra hjóna Dóru. Ég fékk fljótt að
vita það hjá tilvonandi tengdaföður
mínum að hún væri frumburður
hans og að ég skyldi passa vel upp á
hana, enda góðum feðrum eðlislægt
að hafa rétt mátulegt horn í síðu
þess sem sækir að ungviði þeirra.
Tengdafaðir minn missti Ástu konu
sína fyrir 11 árum síðan, en hún
hafði þá átt í nokkurn tíma við erfið
veikindi að stríða. Þessir missir var
tengdaföður mínum þungbær enda
voru þau hjónin afar samrýnd.
Tengdafaðir minn var mikill hörku-
kall til vinnu, enda fékk ég að heyra
það frá þeim sem til hans þekktu að
hvað sem hann tók sér fyrir hendur,
hvort sem var til sjós eða til lands,
þá gerði hann þá hluti með þvílíkri
prýði að eftir því var tekið.
Tengdafaðir minn bar velferð
barna og barnabarna sinna fyrir
brjósti enda voru þau honum allt í
lífinu, hann var þessi drauma pabbi
og afi sem maður vill alltaf hafa hjá
sér og vita af. Í þessum erfiðum
veikindum hans kom berlega í ljós
hve sterk og samheldin börn hans
og barnabörn reyndust vera, enda
naut hann ástúð þeirra og um-
hyggju þar til yfir lauk.
Kæri tengdafaðir, nú er komið að
leiðarlokum, ég tel það mikla gæfu
að hafa átt þig bæði sem tengda-
föður og að vera afa barna minna.
Englar guðs lýsi leið þína á því ferð-
arlagi sem þú leggur nú upp í, sem
síðan mun að endingu færa þig í
hlýjan faðm hennar Ástu þinnar.
Þinn tengdasonur
Annel Jón Þorkelsson.
Elsku afi, það er ótrúlegt hvað
það hrannast upp margar góðar
minningar á svona tímum sem
hjálpa manni að komast í gegnum
þessa miklu sorg að þurfa að kveðja
þig. Vinir mínir hafa ávallt talið mig
eitthvað ruglaðan að vera með dellu
fyrir volvo-bílum, sérstaklega svona
gömlum eins og þú áttir, en þannig
var það bara að ég leit upp til þín í
einu og öllu sem þú gerðir og geri
enn. Þú varst fyrirmyndar, afi, og
ekki er hægt að biðja um skemmti-
legri og fyndnari afa sem alltaf vildi
gera allt fyrir mann. Mér er það
minnisstætt um jólin 2002 að ég
(nafni) vildi auðvitað fá að sitja á
horninu hjá höfðingjanum, og það
var eitthvað sem þú sagðir sem fékk
mig og Atla bróður til að hlæja svo
mikið að restin af fjölskyldunni var
farin að líta okkur hornauga þar
sem við hlógum svo mikið að tárin
féllu. En þetta er bara ein af ótal-
mörgum góðum minningum sem ég
á um þig og er fínt að geyma þær í
hjartanu um ókomna tíð ásamt því
að vita af þér núna við hlið ömmu.
Ég gleymi þér aldrei.
Gunnar Einar (Nafni).
Elskulegur afi minn, Gunnar, lést
4. júní síðastliðinn eftir skamma en
erfiða baráttu. Það er ótrúlegt til
þess að hugsa að þetta sé búið og að
við sem eftir sitjum fáum ekki að
hafa þig lengur hjá okkur. En svona
er þetta víst. Afi Gunnar var mjög
hlédrægur maður fyrir þá sem
þekktu ekki vel til en fyrir mér var
hann allt annað en það. Kímnigáfan
hans var einstök og henni glataði
hann ekki í veikindum sínum. Það
eru ófáar gleðistundirnar sem afi
skilur eftir hjá okkur fjölskyldunni.
Þó skarð afa verði aldrei fyllt mun-
um við sem eftir erum, gera allt sem
við getum til að halda minningu
hans í heiðri. Margar minningar
reika um hugann og reynist mér
erfitt að setja þær niður á blað. Að-
fangadagskvöld var kvöldið hans
afa. Á þeim tíma naut hann þess að
vera með fjölskyldunni. Stemmning-
in sem myndaðist á hverju ári eftir
GUNNAR EINAR
LÍKAFRÓNSSON
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur hlýhug og samúð vegna andláts og
útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
KNÚTS ÁRMANN
rafvirkjameistara,
Breiðvangi 8,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
lyflækningadeildar St. Jósefsspítala, Hafnarfirði.
Kristín J. Ármann,
Valdís Erla Ármann, Guðbjörn Ólafsson,
Kristín Björk Guðbjörnsdóttir, Brynjólfur Ásþórsson,
Ólafur Þór Guðbjörnsson, Halla María Helgadóttir,
Valdimar Björn Guðbjörnsson, Soffía Dögg Garðarsdóttir,
Júlíus Jens Ármann,
Knútur Rafn Ármann, Helena Hermundardóttir,
Einar Helgi Ármann,
Júlíus Rafn Ármann
og langafabörn.
Hugheilar þakkir til þeirra sem sýndu vináttu
sína og samhug við andlát og útför elsku-
legrar frænku okkar,
GUÐRÚNAR J. GUÐMANNSDÓTTUR
frá Snæringsstöðum,
Mánagötu 22,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til Kristínar Árnadóttur og alls
annars starfsfólks 3. hæðar á hjúkrunarheimilinu Skjóli fyrir ástúð og hlýju
ásamt frábærri umönnun þann tíma sem hún dvaldi þar.
Guðrún Jónsdóttir,
Margrét Lovísa Jónsdóttir,
Guðrún Steingrímsdóttir,
Benedikt Sv. Steingrímsson,
Guðmann Steingrímssson,
Þorbjörn Steingrímsson.
Minningargreinum þarf að
fylgja formáli með upplýsing-
um um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um er fæddur, hvar
og hvenær dáinn, um foreldra
hans, systkini, maka og börn og
loks hvaðan útförin verður gerð
og klukkan hvað. Ætlast er til
að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður,
en ekki í greinunum sjálfum.
Formáli
minning-
argreina