Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 47 Landsins mesta úrval af bátum, utanborðsmótorum og bátavör- um. Sumaropnun í verslun opið frá kl. 8.00 til 18.00. Vélasalan ehf., Ánanaustum 1, s. 580 5300, www.velasalan.is Lítil sem engin útborgun Nýr Iveco 120 E 18, bíll ársins. Burð- argeta 6 tonn, stærð 36 rúmmetr- ar. Einn með öllu. Til afgreiðslu strax. Öll skipti skoðuð. Allar uppl. í síma 693 3730. Gullfallegur Toyota Yaris 1000 tera, 5 dyra, ek. 85 þús. Fæst með 15.000 út, 15.000 á mán. á bréfi á 785 þúsund. Uppl. í símum 568 3737/896 3677. Ford Excursion árg. 2000. 4*4. 310 p, sjálfsk., leður, rafm. í öllu, filmur, toppb., kúla, álfelg., cd/magasin, cruise, akst.tölva, 8 manna, (stærstur). Ath. skipti eða góður staðgreiðsluafsl. Uppl. í s. 820 8096. Varahlutir í vörubíla og vinnu- vélar. Erum að rífa Volvo FH 12, FL 10. Einnig varahl. í Volvo, Scania, M. Bens og Man. Útveg- um ennfremur varahl. í flestar gerðir vinnuvéla. Heiði vélahlutir, s. 534 3441. Jeppapartasala Þórðar, Tangar- höfða 2, sími 587 5058. Sérhæfum okkur með varahluti í jeppa og Subaru. Nýrifnir: Patrol '95, Impreza '97, Pajero V6 '92, Patrol '92, Legasy '92, og Vitara '91-'97 Ökukennsla Ökukennsla, endurhæfing, akstursmat og vistakstur. Upplýsingar í símum 892 1422 og 557 6722, Guðbrandur Bogason. Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Snorri Bjarnason Toyota Avensis, bifhjólak. 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Wolksvagen Passat, 892 4449/557 2940. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Nissan Almera, 892 0002/568 9898. Driver.is Öku- og bifhjólakennsla, aksturs- mat. Subaru Legacy, árg. 2004. Björgvin Þ. Guðnason, sími 895 3264 www.driver.is Kúri til sölu. Coleman Taos, 8 feta fellihýsi árgerð '99 til sölu. Vel með farið, snyrtilegt og reyk- laust alla tíð. Verð ca 500 þúsund. Uppl. 896 9898. Kajakar Sjókajakar til leigu með ár, svuntu og vesti. Leitið upplýsinga hjá: Sportbúð Títan, s. 580 0280. www.sportbud.is . Álkanóar frábært fjölskyldusport verð aðeins kr. 110 þús. með árum. Vega aðeins 32 kg., burð- arg. 295 kg. Uppl. í s. 893 5777. d-tour.is Línubalar 70-80 og 100L með níðsterkum handföngum Fiskiker fyrir smærri báta, gerðir 300-350 og 450 Blóðgunarílát 250-500L BORGARPLAST Seltjarnarnesi: S 5612211 FRÉTTIR MENNTASKÓLINN á Ísafirði brautskráði 53 nemendur, þar af 33 stúdenta, við hátíðlega athöfn í Ísa- fjarðarkirkju 29. maí sl. Á skóla- árinu sem er að ljúka hafa 68 nem- endur útskrifast úr skólanum sem er met í sögu skólans. Hafdís Sunna Hermannsdóttir var dúx skólans en hún fékk 9,17 í með- aleinkunn á stúdentsprófi. Í skýrslu skólameistara, Ólínu Þorvarðardóttur, kom fram að í vet- ur voru 389 nemendur við skólann. Hún lýsti yfir ánægju með sértækar aðgerðir sem miða að því að minnka brottfall við skólann en þær hafa borið þann árangur að prófgengi nemenda hefur aukist undanfarin þrjú ár úr tæpum 83% í 95%. Braut- skráning frá Mennta- skólanum á Ísafirði NÁMSKEIÐ um borgaralega óhlýðni og friðsamleg mótmæli verð- ur haldið um helgina en Samtök her- stöðvarandstæðinga hafa boðið Milan Rai og Emily Johns, breskum friðar- og umhverfissinnum, til landsins. Rai og Johns hafa bæði verið virk í friðarhreyfingum í fjölda ára. „Borg- araleg óhlýðni gengur út á að reyna að breyta óréttlæti á einhvern hátt þó það sé ekki hægt að fara til þess hefð- bundnar leiðir. Aðgerðirnar geta jafnvel leitt til handtöku eða málsókn- ar. Borgaraleg óhlýðni gæti krafist þess að brjóta lög en það er ekki endi- lega það sama og að brjóta „lögin“. Oft eru t.d. alþjóðalög eða einhver önnur lög sem segja hið gagnstæða,“ segir Rai nefnir að hann hafi tekið þátt í að flytja lyf til Íraks þrátt fyrir viðskiptabann. Emily Johns sér m.a. um vinnu- hópa í tengslum við námskeiðið en hún hefur mikla reynslu af friðsam- legum leiðum til mótmæla og annarra aðgerða. Hún segir mótmæli sem þessi vera sérlega mikilvæg þegar stjórnvöld taka ekki vilja fólks með í reikninginn. „Þetta á sér stað þegar umræður eru ekki eðlilegar og lýð- ræðið ekki virkt. Sem dæmi má nefna að meirihluti fólks var andvígur þátt- töku Bretlands í stríðinu í Írak. Engu að síður var sú ákvörðun tekin og það var ekki hlustað á vilja fólksins.“ Rai bendir á að námskeiðið verði ekki einungis fræðilegt heldur bygg- ist það mikið á umræðum. „Þetta er hagnýtt námskeið. Við förum yfir skipulagningu á friðsamlegum mót- mælum og aðgerðum,“ segir Rai og bætir við að borgaraleg óhlýðni sé í raun leið til þess að brjóta upp hneigðina til að hlýða yfirvöldum allt- af skilyrðislaust. Nánari upplýsingar má finna á http://www.fridur.is. Námskeið í borgara- legri óhlýðni Morgunblaðið/Eggert Rai og Johns verða með námskeið í borgaralegri óhlýðni um helgina. MARGIR af bestu ungu skákmönn- um Íslands taka þátt í Meistaramóti Skákskóla Íslands sem fer fram í þrettánda sinn um helgina. Þá taka nokkrar konur úr ólympíuliði kvenna þátt í mótinu. Bestu skákkonum Íslands er sér- staklega boðin þátttaka og hafa þær Harpa Ingólfsdóttir, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Sigurlaug Frið- þjófsdóttir þekkst boðið. Mótið hefst kl. 20 í kvöld, 11. júní, og því lýkur sunnudaginn 13. júní. Fyrstu þrjár umferðirnar eru tefldar með atskákfyrirkomulagi en loka- umferðirnar fjórar með kappskák- fyrirkomulagi. Meistara- mót skák- skóla Íslands OPIÐ hús verður í Blóðbankanum við Barónsstíg í Reykjavík mánu- daginn 14. júní í tilefni Alþjóða blóðgjafadagsins. Gestum verður boðið upp á veitingar ásamt því að fólk getur kynnt sér starfsemi Blóðbankans, þar á meðal Blóð- bankabílsins, og blóðgjafélags Ís- lands Að hátíðahöldum vegna Al- þjóðablóðgjafadagsins koma Alþjóða Heilbrigðisstofnunin (WHO), Alþjóða Rauði Krossinn. Alþjóðasamtök blóðgjafafélaga og Alþjóðasamtök blóðgjafar (Int- ernational Society of Blood Transfusion). Að baki greindra samtaka eru 192 aðildarríki Al- þjóða heilbrigðisstofnunarinnar, 181 landssamtök Rauða krossins, 50 landssamtök blóðgjafafélaga og þúsundir sérfræðinga um blóð- gjafir. Alþjóðasamtök knattspyrnu- félaga, FIFA, munu styðja fram- takið, auk margra annarra, eins og Rótarýklúbba og Lionsklúbba víða um heim og heilbrigðisyfir- valda á hverjum stað. Þann 11. júní verður blóðsöfn- unarbíll Blóðbankans í Efstaleiti á starfsmannahátíð Ríkisútvarps- ins, Rauða krossins, Logos lög- mannaþjónustunnar og heilsu- gæslunnar í Efstaleiti. Alþjóðablóðgjafa- dagurinn 14. júní STAÐA mála í Írak og réttlæting Bandaríkjamanna og Breta á innrásinni verður meðal efnis í fyrirlestri Milans Rai í Reykja- víkurAkademíunni í kvöld, föstu- dagskvöld. Rai er staddur hér á landi í boði Samtaka herstöðva- andstæðinga, ásamt Emily Johns en þau eru baráttumenn fyrir friði og umhverfisvernd. Rai hefur haldið fjölda fyrir- lestra og ritað bækur, m.a. um stríðsrekstur í Írak og um kenn- ingar Noams Chomsky. Í fyrirlestrinum í kvöld mun hann m.a. ræða hlutverk friðar- hreyfinga í stríðum og fara yfir ástandið og framtíðarhorfur í Írak. „Ég ætla að fjalla um inn- rásina í Írak og þær réttlætingar sem yfirvöld höfðu fyrir henni. Fyrir stríðið benti ég á að yf- irvöld í Bandaríkjunum vildu í raun ekki breyta stjórn landsins heldur einungis fella leiðtog- ann.“ Rai bendir á að kerfið í Írak sé eins og það var og að það hafi í raun aldrei staðið til að breyta því. „Þegar búið var að steypa Sadam Hussein og nokkr- um öðrum var stríðið sagt búið. Þetta voru ekki stjórnarskipti heldur leiðtogaskipti. Sama her-, stjórnmála, lögreglu- og skrif- ræðiskerfið er til staðar,“ segir Rai. Fyrirlesturinn hefst kl. 20 og er öllum opinn. Milan Rai flytur fyrirlestur um málefni Íraks DAGUR hinna villtu blóma er á sunnudaginn, 13. júní. Í tilefni dagsins verður farið í níu plöntu- skoðunarferðir þennan dag á ýms- um stöðum og hafa flóruvinir tekið að sér að skipuleggja göngurnar. Farið verður frá eftirtöldum stöðum: Suðurnes, mæting við Háabjalla (næsti afleggjari við Grindavíkurveg) kl. 15. Skoðunar- svæði: Háibjalli, Snorrastaðatjarn- ir. Hvanneyri, mæting við Rann- sóknahús Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri kl. 14. Skoðunarsvæði: Klapparásar og mýrar suður af Heimavist Landbúnaðarháskólans. Bolungarvík, mæting á planinu fyrir ofan Þjóðólfstungu kl. 16. Skoðunarsvæði: Tungudalur. Ísafjörður, mæting á tjaldsvæð- inu í Tungudal kl. 13. Skoðunar- svæði: Tungudalur. Hólmavík, mæting við félags- heimilið á Sævangi, Hólmavíkur- hreppi kl. 14. Skoðunarsvæði: Næsta nágrenni. Skagafjörður, mæting í anddyri Hólaskóla, kl. 13.30. Skoðunar- svæði: Hólar í Hjaltadal. Dalvík, mæting við Dalvíkur- kirkju kl. 10. Skoðunarsvæði: Hól- arnir ofan Dalvíkur. Akureyri, mæting á bílastæði Friðlandsins í Krossanesborgum (skammt fyrir innan Húsasmiðj- una) kl. 10. Skoðunarsvæði: Krossanesborgir. Egilsstaðir, mæting á bílastæð- inu við Selskóg kl. 20. Nánari upplýsingar má finna á www.floraislands.is Dagur hinna villtu blóma 13. júní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.