Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 49
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 49
...í allt sumar
N
O
N
N
I O
G
M
A
N
N
I •
1
2
3
4
7
voru: Halla Thoroddsen, frá þróun-
ardeild KB banka og gegndi hún
formennsku í ár, Jónas Hvannberg
hjá KB banka, Jarþrúður Ás-
mundsdóttir formaður Stúd-
entaráðs Háskóla Íslands, Gróa
Másdóttir hjá Sambandi íslenskra
námsmanna erlendis og Gunnar
Freyr Gunnarsson framkvæmda-
stjóri Bandalags íslenskra sér-
skólanema.
Styrkþegarnir eru:
Arnar Þór Stefánsson, Háskóla
Íslands, Fanney Karlsdóttir, Há-
skóla Íslands, Sigrún Daníelsdóttir,
Háskóla Íslands, Einar Sigmars-
son, Háskóla Íslands, Sædís Ólafs-
dóttir, Háskóla Íslands, Ágúst
15 NÁMSMENN sem stunda nám á
háskólastigi fengu á dögunum 200
þúsund kr. hver úr Náms-
mannalínu KB banka, en styrkirnir
eru veittir árlega. Er þetta fjór-
tánda árið sem bankinn veitir
styrki úr Námsmannalínunni. Í ár
barst bankanum 451 umsókn sem
er mikil aukning frá því í fyrra en
þá sóttu 335 námsmenn um náms-
styrk.
Að þessu sinni gengu fimm út-
skriftarstyrkir til stúdenta við Há-
skóla Íslands, þrír útskriftarstyrkir
til nemenda í íslenskum sérskólum
og sjö námsstyrkir til íslenskra
námsmanna erlendis.
Í styrkveitingarnefnd þetta árið
Kristján Steinarsson, Tæknihá-
skóla Íslands, Hugrún Sif Hall-
grímsdóttir, Kennaraháskóla Ís-
lands, Jóhann Haukur Hafstein,
Viðskiptaháskólanum á Bifröst,
Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, Har-
vard háskóla í Bandaríkjunum,
Eyjólfur Ingi Ásgeirsson, Columbia
háskóla í Bandaríkjunum, Freyja
Kristinsdóttir, Den Kongelige Vet-
erinær- og Landbohöjskole, Jón
Gunnar Þórðarson, Drama Centre
London, Laufey Erla Jónsdóttir,
London School of Economics and
Political Science, Marín Rós Tuma-
dóttir, Lunds Universitet og Stefán
Aðalsteinn Drengsson, Háskól-
anum í Skövde í Svíþjóð.
Styrkþegarnir og staðgenglar þeirra.
KB banki styrkir náms-
menn um þrjár milljónir
Grilldagur Krafts, stuðningsfélags
ungs fólk sem greinst hefur með
krabbamein og aðstandendur,
verður laugardaginn 12. júní kl. 14
í Lystigarðinum Hellisgerði í
Hafnarfirði, í boði Hafnarfjarð-
arbæjar.
Grillað verður í boði hinna ýmsu
fyrirtækja sem hafa stutt félagið
með mat og drykkjarföngum nú og
undanfarin ár. Í garðinum verður
hoppkastali og leiktæki fyrir börn-
in og góður félagsskapur. Tjaldi
verður slegið upp á staðnum.
Hljómsveitin Ættarbandið leikur
og syngur ásamt fleirum.
Gróður- og grillblót fjölskyld-
unnar við Mógilsá. Á morgun,
laugardaginn 12. júní, verður ár-
legt gróður- og grillblót haldið í
landi Skógræktarinnar á Mógilsá.
Komið verður saman á bílastæðinu
við rætur Esju kl. 2 og farið þaðan
í hópferð að bústaðnum. Jóhanna
Harðardóttir Kjalnesingagoði
helgar blótið og síðan verður grill-
að, leikið og sungið fram eftir
degi. Bakað verður skógarbrauð
og einnig verður „eggjaleit“.
Á MORGUN
Hláturjóganámskeið. Indverski
læknirinn dr. Madan Kataria, upp-
hafsmaður hláturjóga, heldur tvö
námskeið í hláturjógatækni dag-
ana 13. og 14. júní nk. Námskeiðin
verða haldin í Kórnum, sal Bóka-
safns Kópavogs. Dr. Madan Kat-
aria, sem er hvatamaður að stofn-
un yfir 2.500 hláturklúbba meðal
annars á Indlandi, í Bandaríkj-
unum, Þýskalandi, Sviss, Svíþjóð,
Noregi, Danmörku og Singapúr,
hefur þróað nýja aðferð hóphlát-
urs sem byggist á jóga. Hann mun
kenna hvernig fornar jógaæfingar
blandast hláturfræðunum.
Kvöldganga í Flóa. Kvöldganga
verður í friðlandinu í Flóa sunnu-
daginn 13. júní. Lagt verður upp í
gönguna kl. 20 og gengið eftir
fræðslustíg um friðlandið, sem
hefst og endar í Stakkholti. Ekið
er upp í friðlandið frá afleggjara
að bænum Sólvangi og er vegvísir
við Eyrarbakkaveg, sem á stend-
ur: Nesengjar, friðland fugla.
Annar vegvísir með korti er við
Sólvang. Um 4 km eru frá þjóð-
veginum að Stakkholti. Kort og
fleiri upplýsingar eru á vef Fugla-
verndar: fuglavernd.is. Einnig
verðu hugað að gróðri og öðru lífi,
en hin sjaldséða sjöstjarna er nú í
blóma. Fjölfróðir náttúruvís-
indamenn verða með í för. Frið-
landið er samstarfsverkefni Fugla-
verndar og Árborgar og er styrkt
af Pokasjóði.
Á NÆSTUNNI