Morgunblaðið - 11.06.2004, Qupperneq 54
ÍÞRÓTTIR
54 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
KNATTSPYRNA
Bikarkeppni KSÍ,
VISA-bikar kvenna, 2. umferð:
Hvöt/Tindastóll – Þór/KA/KS................. 0:6
3. deild karla A
Skallagrímur – Númi ................................2:1
Staðan:
Árborg 3 2 1 0 7:3 7
Skallagr. 3 2 1 0 6:4 7
Númi 3 2 0 1 21:3 6
Grótta 3 2 0 1 10:5 6
Deiglan 4 2 0 2 6:6 6
Afríka 3 0 0 3 1:8 0
Freyr 3 0 0 3 0:22 0
3. deild karla C
Boltaf. Húsvíkur – Neisti H .................... 4:0
Hvöt – Reynir Á ........................................5:0
Staðan:
Magni 3 3 0 0 8:2 9
Hvöt 4 2 1 1 11:4 7
GKS 4 2 0 2 6:9 6
Neisti H. 4 1 1 2 6:8 4
Boltaf.Húsav. 3 1 0 2 8:8 3
Snörtur 3 1 0 2 6:9 3
Reynir Á 3 1 0 2 4:9 3
Noregur
Bikarkeppnin, 3. umferð:
Kvik Halden – Stabæk............................. 1:4
Lilleström – Hönefoss.............................. 2:0
KNATTSPYRNA
Bikarkeppni KSÍ,
VISA-bikar karla, 32 liða úrslit:
Laugardalsvöllur: Fram – Grótta........19.15
Fylkisvöllur: Fylkir – ÍH......................19.15
Varmárvöllur: Afturelding – Haukar..19.15
Sandgerðisvöllur: Reynir S. – Þór.......19.15
Sauðárkróksvöllur: Tindastóll – KA....19.15
Fjölnisvöllur: Fjölnir – ÍBV .................19.15
Kópavogsv.: Breiðablik – Njarðvík .....19.15
Selfossvöllur: Selfoss – Grindavík .......19.15
Bikarkeppni KSÍ,
VISA-bikar kvenna, 2. umferð:
Valbj.völlur: Þróttur – HK/Víkingur........20
Akranesvöllur: ÍA – Stjarnan ...................20
Í KVÖLD
SUNNA Gestsdóttir, Íslandsmet-
hafi í langstökki, hafnaði í fyrsta sæti
í langstökki á móti í Borås í Svíþjóð í
fyrrakvöld. Sunna stökk 5,96 m sem
er 34 sentímetrum frá Íslandsmet-
inu. Keppnin var afar jöfn því önnur
kona stökk jafnlangt og Sunna en
meðvindur í stökki hennar var yfir
leyfilegum mörkum. Þá stukku tvær
konur 5,92 metra.
ÞÁ keppti Gauti Jóhannesson í
800 m hlaupi á sama móti og kom
fyrstur í mark í B-úrslitum á 1.55,33
mínútum.
KRISTJÁN Arason, fyrrverandi
landsliðsmaður í handknattleik, fór
holu í höggi á Hvaleyrarvelli í Hafn-
arfirði í fyrradag. Þetta er í fyrsta
sinn sem Kristján fer holu í höggi en
ekki er svo langt síðan hann hóf að
stunda golf. Draumahögginu náði
Kristján á fjórðu braut vallarins, en
það er par þrjú hola.
JÓHANNES Karl Guðjónsson
landsliðsmaður í knattspyrnu lék
sama leik og Kristján. Jóhannes fór
holu í höggi á Garðsvelli í fyrra-
kvöld. Jóhannes náði draumahögg-
inu á holu númer 14 sem er 178
metra löng, par þrjú hola. Hann ku
vera fyrsti kylfingurinn sem fer
þessa holu í höggi frá því völlurinn
var opnaður árið 2000.
UNNDÓR Sigurðsson hefur verið
ráðinn þjálfari kvennaliðs ÍS í körfu-
knattleik. Hann tekur við af Ívari
Ásgrímssyni sem þjálfað hefur liðið
undanfarin ár.
HENNING Eyþór Jónasson leik-
maður KR hefur verið lánaður til 1.
deildarliðs Þróttar. Henning, sem
leikur í stöðu framherja, hefur að-
eins spilað einn leik fyrir KR.
MIÐJUMAÐURINN Bernharður
Marselíus Guðmundsson hefur
ákveðið að hætta að leika knatt-
spyrnu með 1. deildar liði Stjörnunn-
ar. Hann er 23 ára gamall og var fyr-
irliði liðsins í fyrra.
HERTHA Berlín hefur skrifað
undir þriggja ára samning við tyrk-
neska landsliðsmanninn Yildiray
Bastürk sem leikið hefur með Bayer
Leverkusen.
FÓLK
KNATTSPYRNUÆÐIÐ í kring-
um EM nær víða. Um það bil 25
ungir karlmenn frá Indónesíu
vöktu mikla athygli þegar þeir
söfnuðust saman á torgi í mið-
borg Jakarta, höfuðborgar
landsins. Báru þeir risastóra fót-
bolta á höfðinu sögðu þeir að at-
hæfi þeirra væri til þess fallið að
tjá ást sína á evrópskri knatt-
spyrnu. „Við erum allir knatt-
spyrnuunnendur,“ sagði Gusta
sem var klæddur í dómarabún-
ing á meðan hinir voru annað
hvort íklæddir grænum eða gul-
um fótboltabúningum.
Fyrir utan að tjá ást sína á evr-
ópskum fótbolta sagði Gusta að
þeir væru einnig að sýna þá von í
verki að landslið Indónesíu yrði
einhvern tíma keppnishæft á al-
þjóðavettvangi. Liðinu gengur
ekki vel í undankeppni HM en
vann þó Sri Lanka með einu
marki gegn engu á miðvikudag-
inn var.
Flestir leikirnir á EM í Portú-
gal verða sýndir í Indónesíu og
eru leikirnir þar sýndir á næt-
urnar. Gusta sagði að hann bygg-
ist við að vaka til að horfa á leik-
ina enda þyrfti hann ekki að
mæta í vinnu þar sem hann er at-
vinnulaus. „Ég held með Ítalíu,“
sagði Gusta og nokkrir tóku und-
ir með honum.
EM-æðið nær alla
leið til Indónesíu
EF það er einhver leikmaður sænska
landsliðsins sem er tilbúinn á átökin í
Portúgal er það hinn stóri og skap-
heiti framherji Zlatan Ibrahimovic.
Þessi stóri og stæðilegi Svíi á ættir
sínar að rekja til fyrrum Júgóslavíu.
Faðir hans er frá Bosníu en móðir
hans frá Króatíu en þau kynntust í
Svíþjóð þar sem Ibrahimovic fæddist.
Hann er aðeins 22 ára gamall en
hefur tvisvar unnið hollenska meist-
aratitilinn með liði sínu Ajax.
Hann hefur þó lent í ýmsum deilum
bæði innan og utan vallar sem sett
hafa svartan blett á feril hans. Hann
gekk til liðs við Ajax frá Malmö fyrir
12 milljónir dollara sem er það mesta
sem fengist hefur greitt fyrir leik-
mann í Skandinavíu en hann hefur þó
heldur betur staðið undir væntingum.
Þrátt yfir að hafa verið mikið meiddur
á nýafstöðnu tímabili skoraði hann 13
mörk í aðeins 22 leikjum. Hann er lík-
legur til að vera í byrjunarliðinu
ásamt Henrik Larsson og saman eiga
þeir eftir að mynda eitt allra athygl-
isverðasta framherjapar keppninnar.
„Ég er mjög ánægður að hann skuli
vera aftur byrjaður að spila með
landsliðinu. Hann er góður leikmaður,
alls ekki of gamall og er fær um að
spila á heimsmælikvarða. En mik-
ilvægast af öllu er að hann skorar
mörk. Ef hann fær tíu færi þá skorar
hann níu mörk,“ sagði Ibrahimovic
um landa sinn Henrik Larsson.
Skapheiti Svíinn er tilbúinn
í slaginn á EM í Portúgal
Markverðir:
16-Fabien Barthez ( Marseille)
23-Gregory Coupet (Lyon)
1-Michael Landreau (Nantes)
Varnarmenn:
2-Jean-Alain Boumsong (Auxerre)
8-Marcel Desailly (Chelsea)
5-William Gallas (Chelsea)
3-Bixente Lizarazu (Bayern M.)
19-Willy Sagnol (Bayern München)
13-Mikael Silvestre (Man. Utd)
15-Lilian Thuram (Juventus)
Miðjumenn:
17-Olivier Dacourt (AS Roma)
6-Claude Makelele (Chelsea)
18-Benoit Pedretti (Sochaux)
7-Robert Pires (Arsenal)
14-Jerome Rothen (Mónakó)
4-Patrick Vieira (Arsenal)
10-Zinedine Zidane (Real Madrid)
Sóknarmenn:
12-Thierry Henry (Arsenal)
21-Steve Marlet (Marseille)
9-Louis Saha (Man. Utd)
20-David Trezeguet (Juventus)
11-Sylvain Wiltord (Arsenal)
22-Sidney Govou (Lyon)
Frakkland
Markverðir:
1-David James (Man. City)
13-Paul Robinson (Tottenham)
22-Ian Walker (Leicester)
Varnarmenn:
2-Gary Neville (Man. Utd)
3-Ashley Cole (Arsenal)
5-John Terry (Chelsea)
6-Sol Campbell (Arsenal)
12-Wayne Bridge (Chelsea)
14-Phil Neville (Man. Utd)
15-Ledley King (Tottenham)
16-Jamie Carragher (Liverpool)
Miðjumenn:
4-Steven Gerrard (Liverpool)
7-David Beckham (Real Madrid)
8-Paul Scholes (Man. Utd)
11-Frank Lampard (Chelsea)
17-Nicky Butt (Man. Utd)
18-Owen Hargreaves (Bayern München)
19-Joe Cole (Chelsea)
20-Kieron Dyer (Newcastle)
Sóknarmenn:
9-Wayne Rooney (Everton)
10-Michael Owen (Liverpool)
21- Emile Heskey (Birmingham)
23-Darius Vassell (Aston Villa)
England
Markverðir:
23-Fabrice Borer (Grasshoppers)
12-Pascal Zuberbuehler (Basel)
1-Joerg Stiel (Gladbach)
Varnarmenn:
3-Bruno Berner (Freiburg)
2-Bernt Haas (WBA)
4-Stephane Henchoz (Liverpool)
20-Patrick Müller (Lyon)
5-Murat Yakin (Basel)
13-Marco Zwyssig (Basel)
17-Christoph Spycher (Grasshoppers)
14-Ludovic Magnin (Werder Bremen)
Miðjumenn:
7-Ricardo Cabanas (Grasshoppers)
16-Fabio Celestini (Marseille)
8-Raphael Wicky (Hamburg SV)
18-Benjamin Huggel (Basel)
10-Hakan Yakin (VfB Stuttgart)
19-Tranquillo Barnetta (Leverkusen)
6-Johann Vogel (PSV Eindhoven)
Sóknarmenn:
11-Stephane Chapuisat (Young Boys)
9-Alexander Frei (Stade Rennes)
21-Milaim Rama (FC Thun)
22-Johan Vonlanthen (PSV Eindhoven)
15-Daniel Gygax (FC Zürich)
Sviss
Markverðir:
1-Stipe Pletikosa (Shakhtar Donetsk)
12-Tomislav Butina (FC Brugge)
23-Joseph Didulica (Austria Vín)
Varnarmenn:
13-Dario Simic (AC Milan)
21-Robert Kovac (Bayen München)
5-Igor Tudor (Juventus)
6-Boris Zivkovic (Stuttgart)
3-Josip Simunic (Hertha Berlín)
4-Stjepan Tomas (Fenerbahce)
14-Mato Neretljak (Hajduk Split)
2-Mario Tokic (GAK Graz).
Miðjumenn:
10-Niko Kovac (Hertha Berlín)
7-Milan Rapaic (Ancona)
15-Jerko Leko (Dynamo Kiev)
16-Marko Babic (Leverkusen)
8-Dario Srna (Shakhtar Donetsk)
22-Nenad Bjelica (Kaiserslautern)
20-Giovanni Rosso (Maccabi)
Sóknarmenn:
11-Tomo Sokota (Benfica)
19-Ivica Mornar (Portsmouth)
18-Ivica Olic (CSKA Moskva)
17-Ivan Klasnic (Werder Bremen)
9-Dado Prso (Mónakó).
Króatía
PATRICK Vieira, miðjumaður
Frakklands, telur að leikurinn gegn
Englendingum í Evrópukeppninni á
sunnudaginn verði harður. „Ég held
að það verði töluvert um harðar
tæklingar gegn Englandi og það
hentar mér vel. Fyrsta tæklingin
gegn Englendingum verður mjög
mikilvæg og þrátt fyrir að dómar-
arnir ætli að vera mjög strangir ætla
ég ekki að breyta leikstílnum mín-
um. Ég hef ekki trú á því að Eng-
lendingar muni reyna að æsa mig
upp, þeir verða of uppteknir af því að
reyna að hafa hemil á Thierry Henry
og Zinedine Zidane,“ sagði Vieira.
Að mati Vieira eru Liverpool-leik-
mennirnir Michael Owen og Steven
Gerrard mjög mikilvægir fyrir Eng-
land. Hann segir að Englendingar
treysti alfarið á að Michael Owen
skori mörkin fyrir liðið. „Persónu-
lega finnst mér bestu miðjumenn
Englands vera þeir Steven Gerrard
og Paul Scholes en ég kaus Gerrard
sem leikmann ársins í úrvalsdeild-
inni.“
Vieira mun þurfa að kljást við
nokkra liðsmenn sína í Arsenal í
leiknum á móti Englandi. „Það skipt-
ir mig engu máli þótt ég leiki á móti
vinum mínum á sunnudaginn. Það
eina sem skiptir máli er að Frakk-
land vinni leikinn,“ sagði fyrirliði
Arsenal.
Leikurinn
gegn Eng-
landi verð-
ur harður
Frakkarnir frábæru Thierry
Henry, Patrick Vieira og
Zinedine Zidane.
IAN Rush, fyrrverandi sóknarleik-
maður Liverpool, telur að miðju-
maðurinn Steven Gerrard sé ekki
síðri leikmaður en Frakkinn Zined-
ine Zidane. „Ég myndi ekki skipta á
Gerrard og Zidane ef ég væri lands-
liðsþjálfari Englendinga og ætti
þess kost að skipta á leikmönnum.
Það er mesta hrós sem ég get gefið
Gerrard,“ sagði Rush í viðtali á
heimasíðu Liverpool. „Zidane stóð
ekki undir væntingum á síðasta
tímabili með Real Madrid en Gerr-
ard var á sama tíma frábær fyrir
Liverpool. Ég er ekki að segja að
Gerrard sé betri leikmaður en Zid-
ane um þessar mundir, en Gerrard
er enn að þróast sem leikmaður og
er alltaf að bæta sig. Zidane hefur
verið einn sá allra besti í Evrópu
síðustu fimm ár en ef við miðum við
síðasta vetur stend ég við það að
Gerrard hafi staðið sig betur en
Zidane,“ segir Rush sem lék árum
saman með Liverpool er einn mark-
heppnasti leikmaður félagsins fyrr
og síðari.
Reuters
Margir telja að Steven Gerrard geti orðið lykilmaður enska liðsins á EM í Portúgal.
Gerrard betri en Zidane?