Morgunblaðið - 11.06.2004, Síða 55
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 55
ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL KSÍ
dæmdi í gær ÍH sigur í leik liðsins
gegn ÍR í 2. umferð VISA-bikars
karla. Leikurinn, sem fram fór á
Kaplakrikavelli 1. júní síðastliðinn,
endaði með sigri ÍR en ÍH kærði á
þeim forsendum að ÍR-ingar höfðu
skipt inná fleiri varamönnum en
leyfilegt er. Dómstóll KSÍ hafði áð-
ur dæmt ÍR í vil en ÍH áfrýjaði úr-
skurðinum og féllst áfrýjunardóm-
stóll KSÍ á þau rök. Leikurinn var
því dæmdur 3:0 ÍH í vil og mæta
þeir Fylki í 3. umferð bikarkeppn-
innar. ÍR-ingar eru mjög ósáttir við
þessi málalok en dómur áfrýj-
unardómstólsins er endanlegur.
Þeir telja að dómariinn beri alfarið
sök á þeim mistökum sem gerð
voru en hann sagði við ÍR-inga að
fyrra bragði að þeir mættu skipta
fimm varamönnum sínum inná en í
reglum KSÍ segir að einungis sé
heimilt að nota þrjá varamenn.
ÍH dæmdur
sigurinn
Ólafur Þór úr leik
hjá Valsmönnum
ÓLAFUR Þór Gunnarsson, markvörður 1. deildarliðs Vals í knatt-
spyrnu, leikur ekki meira með Hlíðarendaliðinu á yfirstandandi
leiktíð. Ólafur varð fyrir alvarlegum hnémeiðslum á æfingu Vals-
manna í fyrrakvöld en fremra krossband slitnaði auk þess sem lið-
þófi rifnaði. Ólafur varð fyrir meiðslunum þegar hann fékk að
spreyta sig sem útileikmaður. Slysið átti sér stað með þeim hætti að
Ólafur fór með fótinn fyrir boltann og lenti illa með fótinn í grasið.
„Ég tel afar litlar líkur á að Óli spili meira með okkur í sumar og
það er auðvitað mikið áfall fyrir liðið en hann hefur leikið mjög vel
það sem af er sumri,“ sagði Njáll Eiðsson, þjálfari Vals, við Morg-
unblaðið.
Kristinn Geir Guðmundsson varamarkvörður kemur til með að
leysa Ólaf af hólmi að sögn Njáls en Kristinn hefur jafnað sig á rif-
beinsbroti sem hann varð fyrir í leik gegn KR á Reykjavíkurmótinu
í vor.
CHELSEA reyndi fyrr í sumar að
kaupa brasilíska landsliðsmanninn
Ronaldinho frá Barcelona en hann
hafði ekki áhuga á að fara til
Chelsea. Ronaldinho skrifaði nýlega
undir nýjan samning við Barcelona
sem gildir til ársins til 2008. „Ég
sagði nei við Chelsea vegna þess að
ég elska fótbolta og vil spila aðlað-
andi knattspyrnu og það geri ég hjá
Barcelona. Forráðamenn Chelsea
buðu mér mjög háar fjárhæðir fyrir
að leika með liðinu en ég ætla að
vera áfram á Spáni,“ sagði hinn 24
ára Brasilíumaður. Ronaldinho var
keyptur til Barcelona frá Paris Saint
Germain síðasta sumar og hann spil-
aði frábærlega fyrir liðið í vetur.
Hann skoraði 15 mörk í spænsku
deildinni og lagði upp ófá mörk fyrir
félaga sína en Barcelona endaði í
öðru sæti í deildinni.
Ronaldinho
neitaði
Chelsea
GYLFI Einarsson skoraði fyrra
mark Lilleström úr vítaspyrnu þeg-
ar liðið sigraði Hönefoss, 2:0, í þriðju
umferð norsku bikarkeppninnar í
knattspyrnu í gær. Gylfi lék allan
leikinn en Davíð Þór Viðarsson kom
ekki við sögu.
VEIGAR Páll Gunnarsson var í
byrjunarliði Stabæk en tókst ekki að
skora þegar liðið hafði betur gegn
Kvik Halden, 4:1, eftir að hafa lent
1:0 undir. Veigari var skipt útaf á 73.
mínútu.
RAGNAR Óskarsson skoraði 5
mörk í fyrsta leik sínum fyrir Skjern
þegar liðið steinlá fyrir Þýskalands-
meisturum Flensborgar, 43:28, í æf-
ingaleik í Danmörku í fyrrakvöld.
Leikurinn var einnig sá fyrsti sem
Skjern leikur undir stjórn Arons
Kristjánssonar sem á dögunum var
ráðinn þjálfari liðsins í stað Anders
Dahl Nielsens.
TBR beið lægri hlut fyrir Record
frá Rússlandi, 6:1, á Evrópumóti fé-
lagsliða í badminton í Hollandi í gær.
Eina sigur TBR vann Ragna Ingólfs-
dóttir en hún lagði mótherja sinn,
Anastasiu Kudinovu, 13:10 og 11:2. Í
dag mætir TBR þýska liðinu Lang-
efeld.
RAGNHEIÐUR Ragnarsdóttir
náði bestu árangri þeirra fimm sund-
manna sem kepptu í B-úrslitum á al-
þjóðlegu móti í Barcelona á Spáni í
gær. Ragnheiður var í 11. sæti í 100
metra bringusundi á 1:14,13 mín.
Erla Dögg Haraldsdóttir varð í 12.
sæti í sama sundi á 1:14,92 mín, og
Flora Montagni í 16. sæti á 1:17,01
mín. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir
varð í 16. sæti í 100 metra skriðsundi
á 58,20 sek. og Anja Ríkey Jakobs-
dóttir varð 16. í 100 metra baksundi
á 1:06,95 mín.
EVRÓPUMEISTARAR Porto
hafa hafnað tilboði frá þýska liðinu
Bayern München í portúgalska
landsliðsmanninn Deco. Heimildir
herma að Bæjarar hafi boðið 20
milljónir evra í miðjumanninn knáa
en forráðamenn Porto vildu ekki ljá
máls á því boði.
DECO, sem er af brasilískum upp-
runa, skoraði annað mark Porto í 3:0
sigri á Mónakó í úrslitaleik Meist-
aradeildarinnar í síðasta mánuði.
Jose Mourinho nýi knattspyrnu-
stjóri Chelsea er sagður hafa mikinn
áhuga á að klófesta fyrrum lærisvein
sinn sem og Costinha félaga Deco
hjá Porto en í síðustu viku keypti
Mourinho fyrsta leikmanninn úr liði
Porto, bakvörðinn Paulo Ferreira.
FÓLK
Ef leikmenn vilja ekki leika fót-boltanum á milli sín getum við
kvatt knattspyrnuna. Í 100 ára af-
mælisleik Alþjóða knattspyrnusam-
bandsins á milli Brasilíu og Frakk-
lands í maí síðastliðnum þá hugsuðu
langflestir leikmenn liðanna aðeins
um að verjast. Þetta veit ekki á
gott,“ segir Cruyff í viðtali við portú-
galska tímaritið Sabado.
Cruyff segir að Luiz Felipe Scol-
ari, þjálfari Portúgals, muni beita
sömu leikaðferð í Evrópukeppninni
og hann gerði með Brasilíu fyrir
tveimur árum síðan í heimsmeistara-
keppninni, en Cruyff varð fyrir von-
brigðum að Brasilía skyldi sigra í
keppninni með því að treysta á
skyndisóknir. „Ég bjóst við meiru af
brasilísku leikmönnunum. Brasilía
spilaði með fimm varnarmenn. Já,
Brasilía með fimm varnarmenn! Það
sem bjargaði Brasilíu var að Rivaldo,
Ronaldo og Ronaldinho voru í liðinu
og þeir sáu um að skora mörkin. Ég
hefði viljað sjá liðið spila hefðbundna
brasilíska knattspyrnu þar sem aðal-
áherslan er lögð á mikinn sóknarfót-
bolta.“
Cruyff hlakkar til leiksins á
sunnudaginn þegar England og
Frakkland mætast. „England er
England. Það er alltaf spennandi að
fylgjast með hvað Englendingar
gera. Ég hef þó enn meiri áhuga á að
sjá hvað Frakkar gera. Munu þeir
fífla hin liðin eins og þeir gerðu í
heimsmeistarakeppninni fyrir sex
árum og í Evrópukeppninni árið
2000 eða munu Frakkar endurtaka
leikinn frá því fyrir tveimur árum
þegar þeir gátu ómögulega skorað í
heimsmeistarakeppninni? Ef Frakk-
ar spila eins og þeir gerðu fyrir fjór-
um og sex árum verður mjög erfitt
að sigra þá.“
Hollendingar mæta Þýskalandi í
upphafsleik liðanna á þriðjudaginn.
Cruyff vonar að leikmenn eins og
Marc Overmars og Patrick Kluivert
muni halda uppi sóknarleik Hollend-
inga en hann hefur ekki mikið álit á
þýska liðinu. „Það er alltaf erfitt að
sigra Þýskaland en um þessar mund-
ir er liðið frekar slakt. Ólíkt Ítalíu
hefur Þýskaland ekki neinn afburða-
leikmann sem heillar mig,“ sagði
Johan Cruyff.
Cruyff segir
hugsunar-
hátt rangan
JOHAN Cruyff telur að Evrópukeppnin verði ekki tilkomumikil en
hann telur að í nútímaknattspyrnu ríki aðeins sá hugsunarháttur að
tapa ekki. Hinn 57 ára gamli Hollendingur er af mörgum talinn vera í
hópi allra bestu leikmanna sögunnar, en hann óttast að knatt-
spyrnan sé á rangri braut.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Sigurbjörn Árni Arngrímsson, UMSS, bar sigur úr býtum í hinu árlega Kaldalshlaupi á Vormóti ÍR á
Laugardalsvellinum í gær. Hér kemur Sigurbjörn í mark á 8:59,06 mínútum.