Morgunblaðið - 11.06.2004, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 11.06.2004, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. HVÍTUR skötuselur veiddist í grásleppu- net í fyrradag við Búlandshöfða á milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur. Fiskurinn rataði í net Sævars og Birgis Guðmunds- sona en þeir sendu hann á Náttúrugripa- safn Vestmannaeyja. Kristján Egilsson, forstöðumaður safnsins, telur þetta vera í fyrsta skipti sem slíkur fiskur veiðist við Ísland. „Þetta er sá eini sem ég hef heyrt um. Það er ekki óalgengt að það komi hingað hvítir fiskar en við höfum aldrei fengið hvítan skötusel áður.“ Kristján segir að kalla megi fiskinn alb- ínóa en að hann sé ekki alveg snjóhvítur og með brúnar doppur. „Fiskurinn er hérna hjá okkur og við munum reyna að halda lífi í honum áfram,“ segir Kristján. Morgunblaðið/Sigurgeir Hvítur skötu- selur á Náttúru- gripasafnið í Eyjum EMBÆTTI landlæknis barst 181 kvörtun með formlegum hætti á síðasta ári sem beindist gegn heilbrigðisstarfsmönnum og/eða heilbrigðisstofnunum. Þetta kemur fram í nýrri árs- skýrslu embættisins fyrir árið 2003. Kvörtunum hefur fækkað nokkuð á allra síðustu árum Á síðustu árum hefur fjöldi skráðra kvartana hjá embættinu verið vel á þriðja hundrað á ári. Þrátt fyrir að kvörtunum hafi farið heldur fjölgandi sl. áratug hefur þeim fækkað nokkuð á allra síðustu árum. Þannig voru kvartanir nokkru færri í fyrra en árið á undan en á síðast- liðnum þremur árum (2001– 2003) bárust embætti landlæknis samtals 713 kvartanir, þar af voru 329 vegna meintrar rangr- Röng eða ófullnægjandi með- ferð er langalgengasta orsök kvartana til landlæknis á sl. þremur árum. Því næst koma kvartanir vegna samstarfserfið- leika og þar á eftir kvartanir vegna aðgengis að heilbrigðis- þjónustu. Niðurstöður þessara mála hafa verið þær að kvörtun hefur verið staðfest að öllu leyti eða hluta í fjórðungi tilvika. „Það er svipað eða heldur hærra en gengur og gerist á Norðurlönd- unum, þar sem algengt er að kvörtun sé staðfest í um 20% til- vika,“ segir í ársskýrslunni. Í 68% tilvika hefur embættið ekki séð ástæðu til að grípa til aðgerða en aðfinnslur hafa verið settar fram í 6% tilvika. Leyfissviptingar hafa verið ein til þrjár á ári undanfarin þrjú ár. ur verið á skráningu kvartana. Hert hefur verið á kröfum til þeirra sem kvarta og hætt er að skrá kvartanir sem berast með óformlegum hætti, sérstaklega ef kvartandinn vill ekki láta nafns síns getið. ar meðferðar í heilbrigðisþjón- ustunni. Fram kemur í ársskýrslu Landlæknisembættisins að með- al ástæðna þess að kvörtunum hefur heldur fækkað upp á síð- kastið sé breyting sem gerð hef- Landlækni bárust 713 kvart- anir á síðustu þremur árum             0: (/%;/"% <;! * & (/%;/"% <;! * & /;+" + ( +"; /";% / ( +/";% 9/ " +O++ 2% /  N"M %" "'+ *  )'++'"% &M" " 2#N2                                              , ' $ '   %  " BORGARRÁÐI hefur borist bréf frá Eysteini Yngvasyni, framkvæmdastjóra Viðeyjarferj- unnar ehf., og Jörundi Guðmundssyni þar sem óskað er eftir leyfi borgaryf- irvalda til reksturs lítillar farþegalestar milli Reykja- víkurhafnar og Sundahafnar yfir sumartímann. Eysteinn segir fyrirmyndina koma frá ýmsum stórborgum í Evr- ópu þar sem litlar lestir á hjólum flytja fólk, og þá helst ferðamenn, milli staða. „Lestin myndi ganga eftir áætlun þarna á milli og er hugsuð þannig að fólk geti farið í útsýnisferðir meðfram ströndinni. Við myndum hafa leiðsögn í lestinni og vera með átta til tíu ferðir á dag.“ Eysteinn segir að lestin bjóði upp á tengsl við Viðeyjarferjuna en að hún geti jafnframt komið sér vel fyrir farþega skipa sem koma í Sunda- höfn. Hugmynd að farþegalest frá Sundahöfn HESTAR sluppu lausir og hlupu inn á golfvöll Fróðárhrepps í Snæfellsbæ um kvöldmat- arleytið í gær. Að sögn Rafns Guðlaugssonar, golfmanns og sjónarvotts, urðu miklar skemmdir á vellinum. Rafn segir að hestarnir hafi sloppið fyrir mistök. Þeir hafi verið tekn- ir úr kerrum og til stóð að reka þá inn í girð- ingu þegar þeir ruku af stað. „Við vorum að slá á fyrsta teig og sáum stóðið koma, yfir ána og inn á golfvöllinn. Hrossinn voru náttúrlega hvekkt og frjáls- ræðinu fegin þegar þau komust út úr kerr- unni. Þetta var eins og flóðalda,“ segir Rafn. Golfvöllurinn er níu holur en skemmdirnar eru miklar á áttundu flöt og á braut númer tvö. Rafn segir þetta sérlega slæmt þar sem til standi að halda stórt golfmót á laugardag. „Við förum í viðgerðir á áttundu flötinni á morgun en svo gæti farið að við þyrftum að sleppa áttundu brautinni og leyfa uppstill- ingar á braut númer tvö,“ segir Rafn og bætir við að það megi þakka skjótum viðbrögðum að skemmdirnar urðu ekki enn meiri. Hrossastóð stór- skemmdi golfvöll BÆKLUNARLÆKNAR frá Sví- þjóð, tveir íslenskir og sex sænsk- ir, nota óvenjulega leið til að kom- ast á norræna ráðstefnu bæklunarlækna, sem hefst í Reykjavík um miðja næstu viku. Þeir eru ásamt tveimur félögum sínum á leiðinni með 57 feta skútu, Ionu, sem lagði af stað frá Gauta- borg síðastliðinn föstudag. Áætluð koma til Vestmannaeyja er um helgina og á mánudag eða þriðju- dag til Reykjavíkur. Friðfinnur Sigurðsson, sem starfað hefur sem bæklunarlækn- ir og sérfræðingur í íþrótta- meiðslum í Stokkhólmi í rúm 30 höfn áði hópurinn og gæddi sér í gærkvöld á glænýju grind- hvalakjöti. Læknarnir sigla ekki til baka til Svíþjóðar, heldur fara með flugi að ráðstefnu lokinni, en eigandi skútunnar tekur nýjan hóp um borð í Reykjavík og ætlar í sigl- ingu í kringum landið næstu vik- urnar. Friðfinnur sagðist vera vanur sigl- ingamaður og hefði siglt um flest heimsins höf. Fleiri slíkir væru með um borð. Frá Gautaborg lá leiðin til Hjaltlandseyja og þaðan til Þórs- hafnar í Færeyjum. Friðfinnur sagði siglinguna hafa gengið vel, þeir hefðu um tíma fengið góðan vind í seglin úr „réttri“ átt. Í Þórs- ár, er annar Íslendinganna um borð og hinn er Ólafur Ingimars- son, bæklunarlæknir í Lundi. Morgunblaðið náði tali af Friðfinni í Færeyjum í gærkvöld, þangað sem leiðangurinn var kominn eftir vel heppnaða siglingu frá Svíþjóð. Þriðja Íslandsferðin á skútu í sama tilgangi Hann sagði þetta vera í þriðja sinn sem hann kæmi með þessum hætti, siglandi á skútu frá Svíþjóð, á norræna ráðstefnu bækl- unarlækna, þegar hún væri haldin á Íslandi. Fyrst hefði það gerst ár- ið 1984, síðan 1994 og loks 2004. Átta norrænir bæklunarlæknar velja óvenjulegan ferðamáta Sigla skútu frá Svíþjóð til að fara á ráðstefnu Skútan Iona siglir nú seglum þöndum til Íslands með tíu manna áhöfn, þar af átta bæklunarlækna. LANGISANDUR á Akranesi gefur bestu erlendu sólar- ströndunum ekkert eftir þegar veðrið er jafngott og verið hef- ur í vikunni. Þetta kunna krakkarnir á Skaganum vel að meta og skunda oft þangað í leik. Arnór og Haukur voru að skola af sér í laug eða lóni sem þeir höfðu sjálfir búið til en auk mannvirkjaframkvæmda stunduðu þeir útræði frá sand- inum á uppblásinni fleytu. Þeir félagar sögðust fegnir að vera búnir með skólann og geta ver- ið á Sandinum en þegar spurt var hvað annað þeir ætluðu að gera í sumar kom eitt sam- hljóða svar: fótbolti. Þeir eru í 5. flokki á fyrra ári og báðir í liðinu, annar frammi en hinn á miðjunni./MiðopnaMorgunblaðið/Einar Falur Leikið á Langa- sandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.