Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ KB BANKI Í ÚTRÁS KB banki hefur samið um kaup á danska fjárfestingarbankanum FIH fyrir 84 milljarða króna. Þetta eru ein stærstu kaup íslensks fyrirtækis frá upphafi. Samanlagður hagnaður bankanna í ár var rúmir 14 milljarðar króna. Engar breytingar eru fyrir- hugaðar á starfsemi FIH. Ummæli dæmd ómerk Tvenn ummæli forsætisráðherra í tengslum við sölu Jóns Ólafssonar á Norðurljósum í nóvember í fyrra voru dæmd dauð og ómerk í Héraðs- dómi Reykjavíkur. Forsætisráð- herra var hins vegar sýknaður af kröfu um greiðslu sektar í ríkissjóð fyrir ummæli og einnig var kröfu um þriggja milljóna króna miskabætur hafnað. Ríki íslams taki sig á Framkvæmdastjóri Samtaka ísl- amskra ríkja OIC, Abdelouahed Belkeziz, gagnrýndi í gær heim ísl- ams harkalega fyrir að efna ekki til lýðræðis- og efnahagsumbóta. Belk- eziz sagði að ríkin yrðu að taka sér tak og bætti við að vanmáttartilfinn- ing meðal múslíma ýtti undir hryðju- verk. Hjarta grætt í Íslending Nýtt hjarta var grætt í Helga Ein- ar Harðarson á sjúkrahúsi í Gauta- borg í nótt. Það þurfti jafnframt að koma nýju nýra fyrir í Helga en gömlu nýrun voru ekki talin þola að- gerðina. Helgi hafði beðið eftir að- gerðunum í rúmt ár. Tvisvar sinnum var hann lagður af stað til Gauta- borgar en þurfti að snúa við því hjartað sem var í boði var ekki talið henta. Þrengja lög á Írlandi Kjósendur á Írlandi samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu að afnema lög um að barn sem fætt er í landinu fái sjálfkrafa írskan ríkisborgararétt. Sharia-lög í Kanada Múslímar í Ontario í Kanada munu síðar á árinu fá að styðjast við lög ísl- ams, sharia, í fjölskyldumálum. Margar múslímakonur í Kanada hafa mótmælt harðlega enda eru réttindi kvenna mun minni en karla í sharia. Lítil hætta á einkavæðingu Matsfyrirtækið Standad & Poor’s telur litla hættu á að Íbúðalánasjóður verði einkavæddur. Fyrirtækið er ásamt Moddy’s fyrst til að veita Íbúðalánasjóði lánshæfismat. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 30 Viðskipti 12 Þjónusta 31 Erlent 13/15 Viðhorf 32 Heima 16 Minningar 33/40 Höfuðborgin 18 Bréf 42 Akureyri 19 Dagbók 44/45 Suðurnes 20 Sport 46/49 Landið 22 Fólk 50/53 Daglegt líf 23/24 Bíó 50/53 Listir 25/26 Ljósvakar 54 Umræðan 27/32 Veður 55 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is HVERFISGÖTU verður lokað frá Snorrabraut að Rauðarárstíg með nýju athafnasvæði Strætó bs. fyrir framan lögreglustöðina. Þetta er meðal breytinga sem gerðar verða á svæðinu við Hlemm, og verða settar í kynningu á næstu dögum á vegum skipulags- og bygginganefndar Reykjavíkurborgar. Fer málið nú í tveggja vikna hags- munaaðilakynningu og síðan til um- fjöllunar í borgarráði. Breytingarn- ar eru gerðar í tengslum við endurnýjun torgsins við Hlemm og nýtt leiðakerfi Strætó bs. en í því verður Hlemmur aðalendastöð strætisvagna, og er af þeim sökum þörf á auknu athafnasvæði. Umferð af Hverfisgötu beint á Snorrabraut Laugavegur verður færður til upphaflegs horfs á þann veg að veg- urinn mun liggja yfir núverandi leigubílastæði og áfram til austurs. Að sögn Steinunnar Valdísar Ósk- arsdóttur, formanns skipulags- og bygginganefndar, auðvelda þessar breytingar aðkomu úr austurátt inn á Laugaveg. Í stað þess að fara fram hjá lögreglustöðinni og beygja til vinstri á Snorrabraut og aftur til hægri á Laugaveg verður hægt að aka beint úr austri inn á Laugaveg- inn. „Um þessar breytingar var upp- haflega rætt í miðborgarstjórn fyrir nokkru en þær urðu þá ekki að veru- leika. Með breytingunum verður að- gengi að miðborginni úr austri betra en það er í dag,“ sagði Steinunn Val- dís. Umferð um Hverfisgötu breytist þar sem ekki verður hægt að keyra yfir Snorrabraut og áfram í austur. Byggt verður nýtt Skúlatorg á Snorrabraut við mót Borgartúns, Skúlagötu og Snorrabrautar, og um- ferð mun beinast af Hverfisgötunni. Skipulagstillögur um athafnasvæði Strætó bs. kynntar Nýtt torg við Hlemm                        UPPLÝSINGAR, sem til þessa hafa birzt á peningamarkaðssíð- um Morgunblaðsins, rétt fyrir aftan miðju í blaðinu, munu frá og með morgundeginum, mið- vikudegi, birtast á viðskiptavef mbl.is, útgáfu Morgunblaðsins á Netinu. Þetta er gert til að skapa öðru efni meira rými í blaðinu og í ljósi þess að allar upplýsingar, sem birtast á peningamarkaðs- síðunum, eru nú fáanlegar á Net- inu. Kauphallaryfirlit á viðskiptasíðum Að minnsta kosti fyrst um sinn verður hægt að prenta peninga- markaðsupplýsingar út af mbl.is á pdf-sniði, með nákvæmlega sama útliti og verið hefur í blaðinu. Á daglegum viðskipta- síðum Morgunblaðsins verður birt yfirlit yfir viðskipti í Kaup- höll Íslands og þróun Úrvals- vísitölu kauphallarinnar og nokk- urra erlendra vísitalna. Vísitölur í Viðskiptablaði Í Viðskiptablaði Morgunblaðs- ins á fimmtudögum verður jafn- framt ýtarlegra yfirlit um verðþróun félaga í Úrvalsvísitöl- unni, atvinnuvegavísitölur og er- lendar hlutabréfavísitölur, auk þess sem þar birtast upplýsingar um þróun olíuverðs og vísitölu neyzluverðs. Upplýsingar um gengi gjald- miðla birtist áfram daglega í Morgunblaðinu. Peningamarkaðs- síður færast á Netið SKELJUNGUR, olíufélagið Esso og Olís lækkuðu bensínverð um eina krónu í gær en heimsmarkaðsverð hefur lækkað þónokkuð undanfarið. Félögin þrjú selja því lítrann af 95 oktana bensíni á 110,90 krónur en verð í sjálfsafgreiðslu er mismun- andi. Hjá Esso er lítraverð í sjálfs- afgreiðslu á bilinu 100–108 krónur. Skeljungur selur lítrann á 105,90 krónur og Olís á bilinu 100–106 krón- ur en fer niður fyrir hundrað krónur á ódýrustu stöðum ÓB. Mótmæla við bensínstöðvar Starfsmenn á vegum Atlantsolíu mótmæltu við stöðvar Bensínork- unnar á Miklubraut, og einnig í Garðabæ og í Hafnarfirði í gær og hyggst félagið halda þessum mót- mælum áfram í nokkra daga. Með þessu móti vill Atlantsolía mótmæla að Bensínorkan hafi lækkað bensín- verð einungis í nálægð við útsölu- staði Atlantsolíu en ekki annars staðar, að sögn Huga Hreiðarssonar hjá Atlantsolíu. Á höfuðborgarsvæð- inu sé það eingöngu í kringum stöðv- ar Atlantsolíu sem félagið hafi lækk- að verð og önnur félög hafi síðan fylgt á eftir, nema kannski Olís sem hafi minnst gert af þessu. Lækka bensínverð um krónu „ÍSLENDINGAR eru mjög duglegir, það er ábyggilega rétt munað hjá mér að það hafi verið 13.511 blóðgjafir í fyrra. Það eru ríflega 9.000 manns sem komu hér til þess að gefa blóð,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, formaður Blóðgjafa- félags Íslands. Í gær var haldinn hátíðlegur al- þjóðlegi blóðgjafardagurinn og segir Ólafur að þetta sé dagur blóðgjafanna: „Þetta er gert til þess að þakka þeim fyrir þessa lífgjöf sem blóð er. Það er alveg ljóst að menn hugsa ef til vill alltof sjaldan um það hversu miklu það skiptir að blóð sé gefið og það séu sjálfboðaliðar, það er talið örugg- ara. Það er talið veita meiri líkur á að öryggis- staðlar séu uppfylltir þegar blóð er ekki keypt.“ Fólk á öllum aldri lagði leið sína í Blóðbankann við Barónsstíg í gær til þess að gefa blóð og taka þátt í hátíðarhöldunum en ýmislegt skemmtilegt var um að vera í tilefni dagsins, t.a.m. var grillað og var Blóðbankabíllinn til sýnis. Ólafur segir að það sé einnig markmið að ná til unga fólksins og hvetja það til þess að gerast blóðgjafar. „Við þurf- um alltaf nýja blóðgjafa. Til þess að halda birgð- unum í lagi þarf 70 blóðgjafir á dag,“ segir Ólafur og bendir á að fólk á aldrinum 18–60 ára geti gef- ið blóð. Björn Harðarson, varaformaður Blóðgjafa- félagsins, segir að blóðgjöf sé dæmi um hina full- komnu gjöf. „Þú gefur af sjálfum þér til einhvers, sem þú þekkir ekki, og ætlast ekki til neins í stað- inn.“ Morgunblaðið/ÞÖK Fjöldi fólks á öllum aldri lagði leið sína í Blóðbankann við Barónsstíg í gær til þess að gefa blóð og taka þátt í hátíðarhöldunum og grillveislu í tilefni af alþjóðlega blóðgjafardeginum. Dæmi um hina full- komnu gjöf Margir gáfu blóð er alþjóðlegi blóðgjafardagurinn var haldinn hátíðlegur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.