Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 24
ÞEGAR nýja vor- og sumartískan kom í búðirnar varð ekki ósvipað að skreppa í fataverslun og nammi- búð. Í sumartoppum og -bolum ráða gulir, grænir og bleikir litir ríkjum ásamt blúndum og pallíettum, perl- um, blómum og fiðrildum. Siffon og önnur létt efni eru áberandi en snið eru með ýmsu móti. Bolir sem bundnir eru um hálsinn koma þó sterkir inn og oft í gamaldags sundbolasniðum. Sykurtoppar  TÍSKA Sumarið er tíminn eins og skáldið sagði einhverju sinni. Fátt er betra við íslenska sumarið en að þvælast um á Austurvelli í ermalausum bol eða topp og ímynda sér betra veð- ur. Anna Pála Sverris- dóttir fór í búðaráp. DAGLEGT LÍF 24 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ LANDSAMTÖKIN Þroskahjálp gáfu nýlega út fræðsluefni um með- göngu og umönnun ungra barna, sem er sérhannað fyrir seinfæra for- eldra. Þörfin er brýn, því seinfærum og greindarskertum foreldrum fer fjölgandi og það efni sem í boði hefur verið um þetta málefni, nýtist sein- færu fólki mjög illa og því stuðlar þetta nýja stuðningsefni að öryggi barna þeirra. Fræðsluefnið skiptist í þrjú rit sem heita: 1. Meðgangan. 2. Líkamleg umönnun ungra barna. 3. Þroski og örvun ungra barna. Miðast þau tvö síðarnefndu við börn sem eru 0–6 mánaða. Mikil áhersla er lögð á hlutverk föður og mikilvægi þess að hann sé jafn virk- ur og móðirin í öllu sem viðkemur umönnun barnsins. Ekki eingöngu fyrir seinfæra Hanna Björg Sigurjónsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur. er verkefnisstjóri útgáfunnar og samdi hún og hannaði efnið. „Þetta efni nýtist einnig vel fyrir þá sem hafa fulla greind eins og til dæmis mjög unga foreldra, sjónskerta, heyrnarlausa, lesblinda og erlenda innflytjendur sem skilja íslensku kannski ekki eins vel og innfæddir. Þess vegna gæti þetta allt eins heitið Fræðsluefni á einföldu máli, en ekki eingöngu tengt við seinfæra.“ Hanna segir það taka langan tíma að vinna auðlesinn texta sem þarf ekki aðeins að vera stuttur heldur líka á einföldu máli. Tvö stafabil eru höfð milli orða, löngum orðum er skipt með band- striki, letrið stórt og áhersla á ein- faldar skýringarmyndir. „Ég var í nánu samstarfi við hjúkrunarfræð- inga og ljósmæður sem eru sérfræð- ingar á sviði meðgöngu og ung- barnaverndar, en auk þess voru félagsráðgjafar mér innanhandar og eins talaði ég mikið við seinfæra for- eldra sem sögðu mér hvað þeim fannst helst þurfa að vera í svona fræðsluefni.“ Verður endurskoðað og bætt að ári Hanna segir að sérhæft stuðnings- efni af þessu tagi hafi ekki verið gert hérlendis áður. „Og ég hef reyndar ekki heldur séð neitt sambærilegt efni í öðrum löndum. Fólk hefur sýnt þessu mikinn áhuga og við sem stóð- um að þessu erum því stolt af því að hafa rutt brautina,“ segir Hanna og bætir við að fræðsluefnið verði endurskoðað að ári og betrum- bætt eftir þörfum. Hjá Miðstöð Mæðraverndar er hægt að nálgast þann hluta efnis- ins sem fjallar um meðgöngu, en Heilsuvernd barna á Barónsstíg sér um dreifingu til fagfólks á tveimur seinni hlutunum um lík- amlega umönnun og þroska ung- barna. „Mikilvægi sérhannaðs efnis um þessi mál fyrir seinfæra er ekki einungis fyrir foreldrana heldur ekki síður fyrir tilsjón- armenn seinfærra, stuðningsaðila þeirra og fagfólk sem þeir leita til,“ segir Hanna og bætir við að fyrir tveimur árum hafi Þroska- hjálp fengið styrk frá franska fyr- irtækinu Schneider Electronic til að vinna að þessu verkefni og þá hafi vinnan farið af stað. „Svo fengum við myndarlegan styrk frá félagsmálaráðuneytinu í fyrra á ári fatlaðra, en auk þess studdi Fálkinn okkur og starfsmanna- félag Fálkans. Þessi framlög öll urðu til þess að hægt var að ráðast í að vinna þetta efni fyrir allt það fólk sem þarf á því að halda.“  HEILSA| Meðganga og umönnun ungbarna Fræðsluefni fyrir seinfæra foreldra Mynd úr fræðsluefninu. Jóhannes Holm teiknaði allar skýringarmyndir. khk@mbl.is Skær: Einlitir bolir í sterkum litum sjást nú mikið. Þessi er sítrónugulur með áfestan- legu blómi úr leðri. Karen Millen. 5.990 krónur. Hressilegur: Hlýrabolur með inn- byggðum brjóstahaldara svo ekki þurfi að sjást í aukahlýra. Park. 3.490 krónur. Smart: Dökk- bleikur og doppóttur, með Charleston- pífum og bund- inn í hálsinn. Fæst í Park. 3.990 krónur. Hlýrabolur: Frá Morgan með fiðrildi úr pallíettum en fiðrildi má sjá víða í fatnaði og fylgihlutum sumarsins. Gallerí sautján. 6.990 krónur. Ljósir: Hlýrabolir úr mjúku siffon- efni. Bleikir og bláir blúnduborðar við hálsmál og mitti. Vero Moda. 2.490 krónur. Hentugt: Billabong-sundtoppar sem einnig er hægt að klæðast á þurru landi. Mynstrin eru draumur brimbrettagellunnar. Brim. 4.550 krónur. Röndóttur: Hlýra- laus strandbolur. Bundinn um hálsinn með mjóu bandi. Gallerí sautján. 1.990 kr. Blómlegur: Hawaii-toppur úr siffoni, festur saman um háls- inn. Fer vel við sólarlit á kroppn- um. Karen Millen. 10.990 krónur. M or gu nb la ði ð/ Ji m S m ar t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.