Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2004 33 ✝ GuðmundurKarl Gíslason fæddist 27. júní 1979. Hann lést af slysförum 7. júní síðastliðinn. For- eldrar hans eru Gísli Ragnarsson, aðstoðarskólameist- ari við Fjölbrauta- skólann í Garðabæ, f. 13. mars 1948, og Kolbrún Karlsdótt- ir, gæslufulltrúi í Þjóðmenningarhús- inu, f. 16. febrúar 1950. Systkini Guð- mundar eru: Theodór Ragnar, tölvunarfræðingur, f. 5. septem- ber 1980, og hálfsystkini hans eru 1) Friðbjörg Matthíasdóttir, f. 6. febrúar 1969, framkvæmda- stjóri í Grundarfirði, gift Guð- mundi Valgeiri Magnússyni vél- stjóra, f. 2. ágúst 1958. Þeirra börn eru Matthías Karl, f. 25. apríl 1998, og Magnús Hringur, f. 13. maí 2003. Barn frá fyrra hjónabandi Friðbjargar er Ólaf- ur Helgi Kolbeinsson, f. 22. október 1990. 2) María Matth- íasdóttir, tölvunar- fræðingur, búsett í Ósló, f. 14. septem- ber 1971. 3) Björg- vin Gíslason Higg- ins, f. 18. maí 1972, kaupsýslumaður í Bandaríkjunum. Hann er giftur Marlo Higgins, f. 27. ágúst 1973. Þeirra dóttir er Oliviva Kay, f. 25. september 2001. Guðmundur lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólan- um í Ármúla vorið 1999. Hann innritaðist í Háskóla Íslands og stundaði þar nám í líffræði. Jafnframt námi sínu starfaði hann lengi í Eldsmiðjunni. Hann keppti oft í maraþonhlaupi og þótti mjög efnilegur hlaupari. Hann var mikill mótorhjóla- áhugamaður og var farinn að taka þátt í mótorhjólaferðalög- um ásamt félögum sínum. Útför Guðmundar verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það er sorglegt að þú skyldir hverfa svo skyndilega af okkar tilverusviði. Enginn ræður sínum örlögum. Þannig er lífið. Þú skilur eftir hjá okkur minn- ingar um einstaklega góðan og dug- legan dreng sem við eigum aðeins góðar minningar um og við höfðum miklar væntingar um framtíð þína. Við minnumst þess þegar þú varst að byrja að skynja hlutina í kring- um þig hvað þú varst rólegur á hnjánum á afa og gast unað þér lengi við að leika þér að bíllyklunum hans. Við minnumst þess hvað þú varst alltaf gott barn þegar þú komst í heimsókn til ömmu og afa. Hvað þú og Teddi voruð duglegir að hjálpa ömmu að steikja kleinur. Þá var stundum gaman. Við minnumst líka dugnaðar þíns bæði við nám og störf. Oft höfðum við áhyggjur af því hvað þú legðir hart að þér við vinnu samhliða náminu. Þeir sem þekktu þig gátu ekki vænst annars en þú ættir fyrir þér glæsilega framtíð. Nú ertu horfinn okkur og öðrum ástvinum um stund. Lífsreynsla okkar hefur kennt okkur það að þú hefur aðeins flutt á annað tilveru- svið. Ef til vill er ekki langt þangað til við eigum samfundi við þig þar. Við biðjum góðan Guð að styrkja þig, Kolla mín og Gísli minn, og systkinin Tedda, Maríu, Fríðu, Björgvin og fjölskyldur þeirra í hinni djúpu sorg sem sviplegt fráfall þitt veldur þeim öllum. Við kveðjum þig, elsku Guðmund- ur Karl, með ljóðinu „Andvarp“ eft- ir Siggu langömmu þína: Ég krýp í duftið, Drottinn minn en dýrð þín samt mér skín. Til þín horfir nú hugurinn ó, heyrðu andvörp mín! Vertu mitt skjól og hlífðar múr. Vertu minn styrkur vernd og hlíf. Veittu mér sannan frið. Á þér ég hefi allt mitt traust, mín einka von og hlíf. Ég veit þú heyrir veika raust og veitir eilíft líf. Hafi ég þig, þá hef ég allt, þótt hverfi jarðar skrautið valt Þú ert það blóm sem aldrei kól og eilíf sólna-sól. Amma og afi. Elsku frændi sem fæddist á af- mælisdegi Guðmundar langafa þíns, 27. júní, og svo kveður þú lífið líka í júní, tæpum tuttugu og fimm árum seinna. Þú varst að þeysa á mót- orfákinum þínum út í júnínóttina uppi í íslenskri sveit og líklega hef- ur þú skynjað fegurðina og kraftinn sem leysist úr læðingi á vorin þegar allt vaknar til lífsins á ný eftir svo langan dvala. Ég sé fyrir mér Mos- fellsheiðina, fjöllin, nýsprottið gras- ið, lömbin og þig svo ungan og kröftugan og hugfanginn yfir kraft- inum í júnínóttinni og kraftinum í hjólinu þínu sem flutti þig á ör- skotsstundu inn í þessa töfraveröld. Þannig kvaddir þú þennan þeim, umvafinn hinni ómótstæðilegu feg- urð sem hin íslenska júnínótt býr yfir, birtunni, fjöllunum og eigin unga krafti. Elsku Guðmundur Karl, ég hugga mig við að þú fékkst að upplifa þessa fögru umgjörð þeg- ar þú kvaddir okkur, þannig komst þú líka í heiminn, þá var Ísland líka í sumarbúningi þegar það tók á móti þér, litlum sólargeisla. Guðmundur Karl. Ég segi nafnið þitt og horfi á tvö lítil kerti sem ég hef sett við ljósmynd af þér og bróð- ur þínum Theodóri Ragnari, myndin er frá fermingu hans og þú stóri bróðir stendur hjá honum eins og þú gerðir svo oft. Þið tveir voruð alltaf saman, ég sé fyrir mér aðra mynd af ykkur tveimur í gulum vestum á páskunum í mat hjá ömmu og afa í Barmahlíðinni. Elsku Theo- dór, missir þinn er mikill, við skilj- um ekki af hverju þetta er lagt á okkur, í dag finnst okkur þetta óyf- irstíganlegt en veröldin er svo stór og hefur svo margar víddir og ein- hvern veginn hef ég djúpa sannfær- ingu fyrir því að seinna, en án efa á allt annan hátt en áður, eigum við eftir að halda góða veislu með hon- um Guðmundi Karli okkar en þang- að til þurfum við að vera sterk og lifa við svo ótal góðar minningar um góðan dreng sem við aldrei gleym- um og er okkur svo mikið kær. Kæri frændi, ég sá þig síðast í fermingunni hans Óla frænda þíns og við spjölluðum aðeins og þú sagðir mér frá öllum áformunum þínum, líffræðin fannst þér ágæt og henni varst þú næstum búinn að ljúka en þú vildir læra meira, mögu- leikarnir voru svo margir og þú ungur að leita fyrir þér. Það stafaði alltaf kröftugum andblæ frá þér, engin lognmolla þar sem Guðmund- ur Karl var á ferð, það sem þú tókst þér fyrir hendur gerðir þú af krafti. Á andlátsdegi þínum fór ég niður í herbergið þitt, horfði á fiskabúrið og alla verðlaunagripina sem þú fékkst í hlaupinu. Þú og Gísli pabbi þinn hafið verið góðir tveir saman á þeim vettvangi, á harðahlaupum, kappsamir og úthaldsgóðir. Elsku Gísli, Kolla, Fríða, María, Björgvin og Theodór, sorgin er djúp og sárið stórt en huggum okkur öll við minninguna um góðan dreng sem gaf okkur svo margt, það er okkar að halda minningu hans á lofti og gleðjast yfir öllum góðu stundunum sem við áttum með hon- um. Við hin höldum áfram, treginn fylgir okkur, en líka gleðin yfir að hafa átt Guðmund Karl. Guð blessi minningu hans. Sigríður föðursystir. Hann kom, sá og sigraði en hvarf þvínæst á braut fyrir aldur fram. Ég mun ekki lengur fá notið þess að hlaupa með Guðmundi vini mínum og hlaupafélaga frá sundlaug Vest- urbæjar. Við eigum ekki eftir að gantast meira saman á hlaupum eða í heita pottinum. Ég á aldrei aftur eftir að sjá hann skeiða hratt og fimlega á undan okkur hinum hlaupafélögunum á sprettæfingum. Glaðlegt, broshýrt andlit Guðmund- ar á ekki eftir að birtast mér upp frá þessari stundu. Ég sit þess í stað með minningar um einstakan dreng sem nú er horfinn sjónum. Ég kynntist Guðmundi fyrst fyrir um átta árum er hann aðstoðaði mig og nokkra hlaupafélaga við æfinga- hlaup milli Grindavíkur og Reykja- víkur. Nokkrum árum síðar hóf hann að æfa langhlaup með föður sínum og félögum í hlaupaklúbbi Vesturbæj- arlaugarinnar í Reykjavík. Þótt flestir höfum við hlaupafélagar hans þar verið talsvert eldri en hann upp- lifði ég hann ætíð sem jafningja sem í senn var gefandi og þiggjandi eins og best gerist í góðra vina hópi. Hann sýndi mikla hæfileika í hlaup- unum, skaust fljótt fram úr okkur hlaupafélögum sínum og blandaði sér óðara í toppbaráttu íþrótta- manna í langhlaupum. Einungis 21 árs gamall hljóp hann sitt fyrsta maraþon og hann lauk fjölmörgum slíkum bæði hér á landi og erlendis. Það er sárara en orð fá lýst að horfa á bak Guðmundi einungis um tveimur dögum eftir að hafa hitt hann kátan, lífsglaðan og ákafan og átt við hann einlægar samræður við þrekæfingu á hlaupum. Við höfðum ekki hist um nokkurt skeið uns föstudaginn 4. júní síðastliðinn að við mættum báðir til leiks við sund- laug Vesturbæjar tilbúnir að fara „hefðbundinn“ hlaupahring. Við tókum spjall saman og urðum fljótt viðskila við aðra hlaupafélaga okk- ar. Við skiptust á fréttum hvor um annars hagi, slógum á létta strengi og nutum þess að puða saman í góða veðrinum þar sem við skeið- uðum meðfram sjávarsíðunni í aust- urveg. Hann hafði nýlokið prófum í líffræðigreinum við Háskólann á ár- angursríkan hátt og tíundaði fyr- irætlanir sínar um áframhaldandi nám. Nú, að próftörn lokinni, var hann tilbúinn að fara að æfa hlaup af krafti að nýju eftir nokkurt hlé, enda áskorun Reykjavíkumaraþons- ins skammt undan. Hann ætlaði að ná skjótt upp fyrri styrk og hlaupa- getu og var staðráðinn í að ná góð- um árangri á sumrinu. Þarna var Guðmundur mættur eins og ég þekkti hann best, einarður og kraft- mikill. Hann smitaði út frá sér og hreif mig með sér af ákafa. Við luk- um hlaupinu þennan dag sveittir, glaðir og fullir bjartsýni á framtíð- ina. Einungis rúmum tveimur dögum síðar voru allar fyrirætlanir Guð- mundar orðnar að engu með því að Guðmundur lést í hörmulegu slysi aðfaranótt mánudagsins 7. júní. Söknuður minn er sár nú á þessari stundu þegar ég kveð þennan ein- staka ljúfa dreng sem gaf mér meira með tilvist sinni, en mig hafði órað fyrir fram að þessari stundu. Foreldrum Guðmundar, systkinum hans og öðrum aðstandendum sem nutu tilvistar hans á þessum stutta æviferli, og sem nú eiga um svo sárt að binda, votta ég mína dýpstu sam- úð. Ég veit að með þessum orðum tala ég jafnframt fyrir munn allra félaga Guðmundar í hlaupaklúbbi Vesturbæjarlaugarinnar. Ágúst Kvaran. Það er ekki alltaf gott að segja, hve mikinn tíma við eigum eftir. Þegar ég sat á sólbökuðum trépall- inum aftan við Eldsmiðjuna á Bragagötu 1. maí síðastliðinn og ræddi við Guðmund Karl Gíslason yfir pitsu og kaffibolla, taldi ég ekki annars von en að hann ætti eftir að lifa marga verkalýðsdaga. Þessi varð þó hans síðasti. Guðmundur ræddi við mig um líf- ið og tilveruna, að ógleymdri vél- hjóladellunni sem átti hug hans all- an. Við spáðum í sumarið fram undan, komandi tónleika og annað er kom upp í hugann. Sá sem hlýddi á Guðmund Gíslason segja frá at- burðum í lífi sínu gat ekki annað en hrifist með, slík var frásagnargleðin og þessi smitandi áhugi sem ein- kenndi allan málflutning Guðmund- ar. Hlátrasköll kváðu jafnan við í tíma og ótíma og oft mátti maður hafa sig allan við að henda reiður á atburðarásinni. Guðmundur var einn af þessum höfðingjum Smiðjunnar, glaðværum hópi ungmenna sem starfa á Eld- smiðjunni og ég hef mörgum hverj- um kynnst beint og óbeint gegnum Pál Geir Bjarnason vin minn. Að koma við á Eldsmiðjunni og þiggja kaffibolla er eins og að staldra við í stóru fjölskylduboði, þannig er and- inn á þessum heimilislega veitinga- stað við Bragagötu. Þar hitti ég Guðmund síðustu þrjú skiptin sem við áttum tal saman, síðast um hvítasunnuhelgina þegar ég sótti til hans tólf tommu pepperoni special mínus ólífur. Guðmundur heilsaði mér kumpánlega, afhenti mér pits- una og gaf mér ríflegan afslátt að vanda. Við töluðum um að finna lausa stund í sumar til að hittast og lyfta okkur upp. Þegar ég kvaddi Guðmund og þakkaði fyrir mig grunaði hvorugan okkar að lausu stundirnar hans væru orðnar fáar, sárafáar. Nú, er þessar línur eru ritaðar, aðeins rúmri viku eftir að ég tók við síð- ustu pitsunni úr höndum Guðmund- ar, þakka ég þau kynni við hann sem ég var svo heppinn að njóta. Vinnufélögunum á Eldsmiðjunni og fjölskyldu hans bið ég allrar bless- unar á ögurstundu. Atli Steinn Guðmundsson. Sú sorgarfrétt að vinur minn Guðmundur, eða Gummi eins og hann var oftast kallaður, væri fall- inn frá kom eins og högg í andlitið. Það er erfitt að trúa því að eitthvað slæmt hendi gott fólk. Ég kynntist Gumma í Fjölbrautaskólanum við Ármúla fyrir nokkrum árum. Ég kunni strax vel við hann. Það tók ekki langan tíma að sjá að þarna var góður, opinn, vel gefinn og skemmtilegur strákur á ferð. Vina- hópur myndaðist og Gummi var þar með í för. Ég skynjaði fljótt að Gummi var mjög góður og sam- viskusamur nemandi, og var í ess- inu sínu þar sem við vorum saman í stærðfræði sem virtist eitt af hans uppáhalds fögum. Það var margt skemmtilegt brall- að á þessum árum sem við vorum í Ármúlanum og sá tími mun aldrei falla mér úr minni. Það er sárt að þurfa að kveðja góðan vin og félaga. Ég kveð vin minn með sorg og söknuði og votta fjölskyldu hans og vinum mína dýpstu samúð. Guð blessi ykkur. Hannes Gunnarsson. Gumma hef ég þekkt alla mína tíð og get ég vísast þakkað honum til- veru mína, því koma hans í heiminn átti stóran þátt í því að ég fæddist tæpu ári seinna. Frá því ég man eft- ir mér hef ég litið upp til Gumma og minnist þess að þegar við lékum okkur saman á okkar yngri árum vógu skoðanir Gumma þyngra en okkar Tedda, enda hann einu ári vitrari en við báðir. Ég hef notið þeirrar gæfu að hafa Gumma sem bakhjarl og hefur hann ávallt hjálp- að mér að fóta mig í því sem ég hef tekið mér fyrir hendur, hvort sem það var í námi, leik eða starfi. Þegar ég byrjaði í Hagaskóla var ég strax kominn í stöðu frænda Gumma og því kominn á kortið og á Eldsmiðj- unni fengum við nokkrir vinirnir vinnu fyrir tilstilli hans. Síðasta haust byrjaði ég í líffræðinni þar sem Gummi hafði byrjað árið áður. Hann var ekki lengi að bjóðast til að lána mér bækurnar sínar og þegar ég skilaði þeim aftur í töluvert verra ástandi þótti honum það bara betra því þá litu þær bara út fyrir að hafa verið notaðar. Gummi var einstak- lega hjálpsamur maður og þegar hann gerði fólki greiða óskaði hann ekki eftir neinu í staðinn. Núna við skyndilegt fráfall hans átta ég mig á því hve mikið hann átti inni hjá mér og get ég aldrei þakkað honum nóg fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig. Góður orðstír deyr aldrei, sagði og mun Gummi lifa áfram í minningu þeirra sem hafa notið þeirrar gæfu að kynnast honum. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Ég kveð Gumma frænda minn og vin með trega og söknuði en síðast en ekki síst þakklæti og hlýju sælla minninga. Óskar. Elsku Gummi. Ég var svo heppin að fá að vinna með þér síðasta sum- ar í Heiðmörk og því sumri mun ég seint gleyma. Þú hafðir þann hæfi- leika að kæta alla sem í kringum þig voru og vinnudagarnir voru aldrei leiðinlegir. Inn á milli voru dagar þar sem við vorum bæði í hláturs- kasti nær allan daginn án þess að vita í raun af hverju við vorum að hlæja. Þú varst þó ekki aðeins glaumgosi heldur bjóstu yfir mikl- um gáfum og frá þér geislaði gæska og lífsgleði. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur, bæði í starfi og leik, gerðir þú af fullum krafti og voru dellurnar þínar margar. Þó svo að ég hafi aðeins þekkt þig í stuttan tíma ertu í flokki þeirra sem snert hafa mig hvað mest. Þú hjálpaðir mér að líta björtum augum á til- veruna og fyrir það verð ég þér að eilífu þakklát. Nú hefur lífsglaði prófessorinn minn kvatt og eftir standa þeir sem syrgja. Ég vil votta fjölskyldu Gumma mína dýpstu samúð og bið Guð að styrkja þau í gegnum þessa erfiðu tíma. Hvíl í friði, elsku Gummi minn. Ég veit að þú átt eftir að lýsa upp tilveruna hinum megin líkt og þú gerðir hér. Þín vinkona Hrafnhildur Ýr. GUÐMUNDUR KARL GÍSLASON  Fleiri minningargreinar um Guð- mund Karl Gíslason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför er á sunnudegi, mánudegi eða þriðjudegi þurfa greinarnar að berast fyrir hádegi á föstudegi. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.