Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ICES, alþjóðahafrannsóknaráðið, ráðleggur Færeyingum að draga verulega úr þorskveiðum til að byggja upp þorskstofninn. Í nýrri skýrslu um ástand þorsk- stofna við Færeyjar heldur ICES því fram að dánartala þorsks á færeyska landgrunninu sé nú meira en helmingi hærri en ráðlegt er út frá svonefndri varúðarnálg- un. Dánartala ýsu og ufsa er einn- ig talvert umfram varúðarnálgun að mati ICES. Ráðleggur ICES Færeyingum að draga verulega úr þorsk- og ýsuafla á næsta fisk- veiðiári eða um allt að 67% og að sókn í ufsastofninn verði minnkuð um þriðjung. Hrygningarstofn þorsks á færeyska landgrunninu er nú sagður vera um 30 þúsund tonn en ICES segir að með sama veiði- álagi verði hrygningarstofninn orð- inn 23 þúsund tonn árið 2006 en nærri því jafnlítill og hann var á árunum 1991 og 1992. Jón Kristjánsson fiskifræðingur hefur verið einn helsti ráðgjafi færeyskra stjórnvalda um nýtingu fiskistofna á undanförnum árum. Hann segist ekki hafa kynnt sér ráðgjöf ICES í þaula, en fyrirséð hafi verið að þorskstofninn færi minnkandi. Jón er hins vegar ósammála ICES um hvernig bregðast skal við því. „Fiskur við Færeyjar var mjög horaður á síð- asta ári, hafði ekki nóg æti og lagði ég til að því yrði mætt með því að fjölga veiðidögum til að auka aflann. Það var reyndar ekki gert, heldur var úthlutað jafn mörgum veiðidögum og árið áður. En að mínu viti er ekki ráðlegt að draga úr veiðum þegar þorskurinn sveltur, líkt og víðast hvar er gert.“ Ráðgjöf ICES um þorskveiðar við Færeyjar Sóknin verði minnkuð um 67%         ● BRESKA verslunarkeðjan Co- operative Group, eða Co-op, ætlar sér að bjóða 66 milljónir punda, jafn- virði 8,7 milljarða króna, í hverf- isverslanakeðjuna Londis á næstu dögum, að því er segir í breskum fjöl- miðlum. Stjórn Londis hefur þegar sam- þykkt 60 milljóna punda tilboð írsku keðjunnar Musgrave en á þriðjudag í næstu viku verður tilboðið lagt undir hluthafa Londis, sem eru eigendur verslana Londis. Reiknað er með að Co-op muni leggja sitt tilboð fram fyr- ir þann tíma. Í síðustu viku gerði fjárfesting- arfélagið Lancelot, sem KB banki í London stendur að baki, tilboð í Londis-keðjuna sem metur hana á 63 milljónir punda en gerir ráð fyrir að núverandi hluthafar eigi áfram meirihluta. Big Food Group, sem Baugur á hlut í, hefur tilkynnt um að það hafi ekki lengur áhuga á Londis. Co-op býður í Londis ÚR VERINU ÞETTA HELST … VIÐSKIPTI ● BRESKA Odeon-kvikmynda- húsakeðjan verður boðin upp þar sem hluthafar féllust ekki á tilboð íranska athafnamannsins Roberts Tchenguiz sem var gert m.a. með stuðningi frá KB banka í London, að því er segir í frétt Reuters. Tchenguiz bauð rúmlega 360 milljónir punda, um 47 milljarða króna, í kvikmyndahúsakeðjuna, sem er sú stærsta í Bretlandi, og reyndi þannig að koma í veg fyrir að keðjan yrði boðin upp. Hann naut til þess stuðnings þýska bankans WestLB AG, sem á 43% hlut í Odeon en sjálfur á hann 17,5% hlut í keðjunni. Til stóð að KB banki yrði eigandi að litlum hlut í keðjunni. Tilboðið rann út sl. föstudag og eru fjármálafyrirtækin Citigroup og Goldman Sachs nú farin að und- irbúa uppboð á Odeon. Odeon-bíóhúsakeðjan á uppboð KB BANKI hefur keypt danska fjár- festingarbankann FIH. Seljandi er að stærstum hluta sænski bankinn Svedbank, sem átti 77,2% hlut í FIH, og kaupverðið er 84 milljarðar króna auk vaxta frá 31. mars og þar til gengið verður frá kaupunum. Að auki fær seljandi greidda 28 millj- arða króna af eigin fé FIH áður en til lokauppgjörs kemur. Heildar- greiðsla til seljanda eru því 112 millj- arðar króna auk vaxta. Nokkrir aðrir bankar og hópar fjárfesta höfðu sýnt áhuga á FIH, þar með talið Nordea, stærsti banki Norðurlanda. Fjármagnað með víkjandi lánum og nýju hlutafé Kaupverðið, 84 milljarðar króna, verður fjármagnað með útgáfu víkj- andi lána og hækkun hlutafjár til for- gangsréttarhafa. Samkvæmt til- kynningu frá KB banka til Kauphallarinnar hafa hluthafar sem ráða yfir 52% eignarhlut í KB banka lýst yfir stuðningi við kaupin og munu taka þátt í hlutafjárhækkun- inni. Sigurður Einarsson, stjórnar- formaður KB banka, sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki hefði verið ákveðið nákvæmlega hvernig skipt- ingin yrði á milli víkjandi lána og aukningar hlutafjár, en líklega yrði hún nokkuð jöfn. Kaupin eru háð skilyrðum um samþykki hluthafafundar KB banka og samþykki fjármálaeftirlita Dan- merkur og Íslands. Gert er ráð fyrir að endanlega verði gengið frá kaup- unum í september. Vaxtartækifæri Í tilkynningunni segir að með kaupunum skapist ýmis vaxtartæki- færi og jafnframt skapist tækifæri til að bjóða hinum fjölbreytta viðskipta- mannahópi FIH ýmsar fjölmargra afurða KB banka. Hvorki sé fyrir- hugað að gera breytingar á stjórn- endahópi FIH né heldur á vöru- merki bankans eða rekstri hans. Í tilkynningu KB banka er haft eftir Lars Johansen, framkvæmda- stjóra FIH, að það sé mikið tilhlökk- unarefni að starfa innan KB banka, sem hafi undanfarin ár sýnt vilja og getu til að ná markmiði sínu um að verða leiðandi fjárfestingarbanki á Norðurlöndum á sama tíma og bank- inn hafi haft þarfir viðskiptavina sinna að leiðarljósi. Um 80% erlendis KB banki gerbreytist við kaupin á FIH. Heildareignir bankans rúm- lega tvöfaldast og verða 1.366 millj- arðar króna og hagnaður bankans, hvort sem miðað er við allt árið í fyrra eða fyrsta fjórðung þessa árs, mun nær tvöfaldast. Reikna má með að eftir kaupin verði um 80% starf- seminnar erlendis. Kostnaðarhlutfall KB banka, þ.e. hlutfall gjalda af rekstrartekjum, mun breytast umtalsvert ef miðað er við uppgjör bankanna tveggja á fyrsta fjórðungi ársins. Kostnaðar- hlutfall KB banka var 53% á fyrsta fjórðungi en hlutfallið hjá FIH 16,5%. Sameiginlega hefði kostnað- arhlutfall bankanna verið 43%. Minni breyting verður í starfs- mannafjölda KB banka við kaupin. Starfsmenn FIH eru aðeins 174 en starfsmenn KB banka 1.325. Starfs- menn eftir sameiningu verða því rétt um 1.500. KB banki kaupir FIH á 84 milljarða króna Heildareignir KB banka rúmlega tvöfaldast Tvöföldun Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka, og Lars Jo- hansen, framkvæmdastjóri FIH, á kynningarfundi í Kaupmannahöfn vegna kaupa KB banka á FIH. Eignir KB banka rúmlega tvöfaldast við kaupin.   &' (     )*++   ++  , - -+  (+    #$ % .  - /.0 1 +- #$ % # # # 2 3 ! " # 4 ## 4  # % ## 3 2  !" 3 !4 # 4 " % ! % ! #% # #$ 5 FIH-BANKINN var stofnaður árið 1958 sem fjármálastofnun fyrir danskan iðnað, að því er segir í tilkynningu frá KB banka. Stofnendur voru Seðla- banki Danmerkur, Samband banka, Samband trygginga- félaga og danska Iðnsam- bandið. FIH var skráður í kauphöllina í Kaupmannahöfn árið 1988 en afskráður aftur árið 2000. FIH fæst við lánveitingar til fyrirtækja í Danmörku, allt frá stórum fjölþjóðafyrir- tækjum til lítilla og meðal- stórra fyrirtækja og hefur 17% hlutdeild á þeim markaði. Starfsmenn eru 174, flestir í höfuðstöðvunum í Kaup- mannahöfn en hluti þeirra starfar í fjórum söluskrif- stofum annars staðar í Dan- mörku. FIH hefur að stærstum hluta verið í eigu sænska bankans Svedbank, sem hefur átt rúmlega 77% hlutafjárins. FIH MATSFYRIRTÆKIÐ Moody’s hefur lánshæfismat KB banka til skoðunar vegna mögu- legrar hækkunar, en það er A2 langtímaeinkunn og C+ einkunn vegna fjárhagslegs styrkleika. Í tilkynningu frá KB banka til Kauphallarinnar segir að samkvæmt Moody’s endur- spegli matið sífellt aukinn fjárhagslegan styrk KB banka og fjölbreyttari tekjugrund- völl. Kaup bankans á danska bankanum FIH styrki þetta mat enn frekar. Lánshæfismat KB banka hækkað?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.