Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2004 47 EIN af goðsögnunum í þýskri knattspyrnu, Franz Beckenbauer, telur að Hollendingar séu að skjóta sig í fótinn með þeirri ætlun sinni að tefla ekki fram Patrick Kluivert og Rooy Makaay í byrjunarliðinu í leiknum gegn Þjóðverjum sem fram fer í Oporto í kvöld en Ruud Van Nistelrooy verður einn í fremstu víglínu þeirra appels- ínugulu. „Hollendingar eiga frábæra framherja, Makaay, Kluivert og Nistelrooy en þeir ætla bara að spila einum fram. Með því finnst mér þeir vera að taka frá sér besta eiginleika sinn og eru að mínu mati að skjóta sig í fótinn,“ segir Beck- enbauer í dálki sínu í þýska blaðinu Bild. Leiksins í kvöld er beðið með mikilli eftirvæntingu en 20 ár eru liðin frá því þjóðirnar léku til úr- slita um heimsmeistaratitilinn þar sem Þjóðverjar fögnuðu 2:1-sigri og var Beckenbauer fyrirliði þýska landsliðsins. Hollendingar eru að skjóta sig í fótinn Reuters Franz Beckenbauer STUÐNINGSMENN enska landsliðsins áttu í erfiðleikum með að taka tapinu gegn Frakklandi á sunnudag. Víðsvegar um England kom til átaka milli lögreglu og æstra stuðningsmanna sem gengu ber- serksgang. Alls var 31 maður handtekinn í látunum en dæmi eru um að allt að 400 stuðningsmenn enska landsliðsins hafi lent í átökum við lögreglu og var ástandið verst í Croydon í Suður-London og voru tveir lögreglumenn fluttir á sjúkrahús með minni háttar meiðsli. Í Birmingham voru stuðningsmenn liðsins einnig í ham þar sem 200 manns gerðu uppþot og skemmdu meðal annars strætisvagn. Lögreglan í Portúgal átti hins vegar ró- legan dag og ekki kom til teljandi átaka meðal enskra stuðningmanna þar í landi og reyndar mátti víða sjá enska og franska stuðningsmenn skemmta sér saman í mesta bróðerni. Aðeins er vitað um eitt tilvik þar sem stuðningsmaður enska landsliðsins kýldi vallarstarfsmann skömmu eftir leikinn. Uppþot víðsvegar á Englandi eftir tap Margir stuðnings- menn enska lands- liðsins gátu ekki leynt vonbrigðum sínum eftir tapið fyrir Frökk- um á EM. MIÐJUMAÐURINN Clarence Seedorf og markvörðurinn Edwin van der Sar verða líklega leikfærir í dag og eiga því góða möguleika á að taka þátt í upphafsleik Hollendinga gegn Þjóð- verjum á EM í knattspyrnu. Á föstu- daginn var búist við því að hvorugur þeirra gæti leikið vegna meiðsla en annað hefur komið á daginn eftir að þeir hafa notið aðhlynningar lækna hollenska liðsins. Dick Advocaat, þjálf- ari Hollands, er bjartsýnn á að þeir spili gegn Þjóðverjum. „Seedorf var eini leikmaðurinn sem gat ekki tekið þátt í æfingunni á laugardaginn en það þýðir ekki að hann spili ekki gegn Þjóðverjum. Seedorf er bjartsýnn á að henn geti leikið gegn Þjóðverjum,“ sagði Advocaat. Der Sar og Seedorf leikfærir? FREDI Bobic, sóknarmaður Þýska- lands, vill vera í byrjunarliðinu gegn Hollendingum á morgun í upphafs- leik liðanna í Evrópukeppninni í knattspyrnu. Hann telur að jafntefli við Holland væri frábær úrslit fyrir Þjóðverja. Fredi Bobic, Miroslav Klose og Kevin Kuranyi berjast um sóknar- sætin tvö í liðinu en þeir spila allir í þýsku 1. deildinni. Bobic segir að Rudi Völler, þjálfari Þýskalands, eigi að velja sig í byrjunarliðið því hann hafi reynsluna sem þurfi í stórleiki. „Rudi veit vel að ég hef mikla reynslu sem hjálpar í svona stór- leikjum. Reynslan mun vega þungt í leiknum gegn Hollandi og ég vona að Rudi velji mig í byrjunarliðið. Ég hef einnig skorað gegn Hollandi og Jaap Stam, sem er frábær varnarmaður, en ég held að leikstíll minn myndi valda honum vandræðum,“ sagði Bobic. Hollendingar eru með betri leik- menn en Þýskaland að mati Bobic en hann telur að ef Þjóðverjar nái að stöðva sóknarmanninn Ruud van Nistelrooy geti þeir náð óvæntum úrslitum. „Ef við berum saman alla leikmenn Hollands og okkar er ekki spurning að Hollendingar eru með fleiri betri leikmenn en við. Hjá okk- ur er hins vegar frábær liðsandi og við höfum sýnt í gegnum tíðina að hann getur fleytt okkur langt. Að stöðva Ruud van Nistelrooy er lyk- ilatriði og ef okkur tekst það eigum við ágætis möguleika á að ná góðum úrslitum. Því má heldur ekki gleyma að í liði Þýskalands eru þeir Michael Ballack og Oliver Kahn sem eru al- veg jafngóðir og bestu leikmenn Hollands. Við vitum að Hollendingar munu vera miklu meira með boltann í leiknum en við því má búast þegar leikið er gegn Hollandi. Þegar við fáum marktækifærin verðum við að nýta þau og vonandi náum við í eitt stig gegn Hollendingum sem væri frábært fyrir okkur,“ sagði Bobic. Jafntefli væri frábært Kluivert hefur þrívegis kepptfyrir Holland á stórmóti, fyrst á Englandi 1996, HM í Frakklandi 1998 og á EM í Hollandi og Belgíu 2000. Helstu ástæður þess að Nistelrooy hefur ekki tekið þátt á stórmóti áð- ur eru að ris hans upp á stjörnuhim- ininn hefur tekið töluverðan tíma auk þess sem meiðsli hafa sett strik í reikninginn. Fyrsti leikur Hollendinga í keppninni verður gegn erkifjendun- um frá Þýskalandi og verður það frumraun Nistel- rooy á stórmóti og skiptir engu máli hvaða leikaðferð Hollendingar koma til með að spila. Nistelrooy er eini framherji liðsins sem er með öruggt sæti í byrjunarliðinu en Kluivert, Roy Makaay og Pierre van Hooijdonk koma til með að verma varamannabekkinn. Missti af EM 2000 sökum meiðsla Nistelrooy hefur því sannarlega ástæðu til að hlakka til. „Ég er mjög spenntur og hlakka mikið til. Fyrir fjórum árum missti ég af EM vegna meiðsla og fyrir tveimur ár- um komumst við ekki í úrslita- keppni HM þannig að fyrir mig er þetta frábær tilfinning, bæði fyrir mig og liðið í heild,“ sagði Nistel- rooy. Á meðan á undankeppninni stóð voru miklar umræður um hver skyldi spila frammi með Nistelrooy en eftir að Dick Advocaat, þjálfari hollenska landsliðsins, breytti leik- aðferð liðsins úr 4-4-2 í 4-3-3 er ljóst að Holland mun aðeins tefla fram einum framherja. „Fyrir mér skiptir engu máli hvaða leikaðferð við munum spila. Öll börn sem léku í knattspyrnuskólum í Hollandi eru vön því að breyta um leikaðferð. Í mínu unglingaliði lék ég í stöðu framherja, aftasta varnarmanns, miðjumanns og út- herja. Við spiluðum margar mismun- andi leikaðferðir og stöður þannig að við áttum auðvelt með að aðlagast,“ sagði Nistelrooy. Hollendingar í erfiðasta riðl- inum? Nistelrooy, sem áður lék með FC Den Bosch og PSV Eindhoven, er meðvitaður um að Holland eigi erfiða leiki fyrir höndum en Holland leikur í D-riðli ásamt Þjóð- verjum, Tékkum og Lettum. „Við lékum við Tékka í undankeppninni og við vitum að Þýskaland og Tékkland eru mjög erfiðir and- stæðingar. Ég held að við séum í erfiðasta riðlinum. Tékkland er eitt af sigurstranglegustu liðum móts- ins og Þjóðverjar leika alltaf vel á stórmótum. Við vitum að þeir töp- uðu 5:1 fyrir Rúmeníu en jafnframt að á stórmótum spila þeir alltaf vel,“ sagði Hollendingurinn snjalli og bætti við að hann kynni vel við að leika undir álagi og að hann væri þakklátur að fá tækifæri til að sanna sig. „Ég byrjaði hjá smáu félagi í Hollandi og veit hvað ég hef þurft að gera til að komast hingað. Ég vil verða hluti af sigursælu hollensku liði og aðeins einu sinni hefur Hol- land sigrað á stórmóti, á EM 1988. Við höfum tækifæri til að standa okkur vel og það er okkar helsta markmið. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná sem met út úr liðinu,“ sagði Ruud van Nistelrooy sem verður í eldlínunni Municpal-leikvanginum í Aveiro kl. 16 í dag. Fyrsta stórmót Nistelrooy RUUD van Nistelrooy, leikmaður Manchester United, spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir sex árum. Hann hefur skorað 14 mörk í 33 landsleikjum en hann hefur aldrei tekið þátt í stórmóti á borð við EM fyrr en nú í ár. Nistelrooy er fæddur 1. júlí 1976 sama dag og fé- lagi hans hjá hollenska landsliðinu, Patrick Kluivert. Þessir tveir kappar koma að öllum líkindum til með að berjast um fram- herjastöðuna í Portúgal. Ruud van Nistelrooy
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.