Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 23
EIN snotur setning í vikublaði úr Feng Shui-fræðunum hefur nú velt allstóru hlassi því nú hefur Sigrún Vala Valgeirsdóttir, sem árið 2000 hnaut um þessa saklausu setningu, látið drauma sína rætast með því að opna tehús, verslun og þekking- armiðstöð. Hjá Sigrúnu Völu snýst reksturinn í kringum hin aldagömlu Feng Shui-fræði, sem hún segir að hafi hitt sig beint í hjartastað á þess- um tímapunkti. Hún dreif sig á braut- argengisnámskeið um stofnun og rekstur fyrirtækja hjá Imrpu þar sem hún lærði meðal annars að gera viðskiptaáætlanir og stefnumótun og bjó til fyrirtækið sitt. Feng Shui- húsið opnaði Sigrún svo í byrjun júní eftir þriggja mánaða þrotlausa vinnu við að koma húsnæðinu í stand. Það var ekki aldeilis svo að borðum og stólum hefði verið hent inn bara sisona, heldur þurfti að hanna allt húsið, sem er rúmir 100 fermetra á tveimur hæðum, með tilliti til Feng Shui. Sérhvert rými í húsinu gegnir ákveðnum hlutverkum og því þarf að koma húsgögnum og hlutum fyrir samkvæmt sérstökum viðmiðunum og afstöðu til átta svo að skapa megi sem best orkuflæði í vistarverunni. Sigrún fékk Rósu Traustadóttur, sem rekur Hugform á Selfossi, til þess að taka út húsnæðið í byrjun, mæla fyrir áttum og koma með ábendingar um liti. Arkitektinn Zirene Erla teiknaði afgreiðsluaðstöðuna, en annað varð til í höfðinu á sjálfri athafnakonunni. Til dæmis hannaði hún sérstök borð fyrir tehúsið til að henta málmsvæð- inu og voru þau smíðuð hjá Málmco. Snýst um jafnvægi „Maður þarf auðvitað ekki að vera algjörlega heilagur í þessu og þarf alls ekki að fara offari því þetta á fyrst og fremst að vera skemmtilegt og vonandi gagnlegt í leiðinni. Feng Shui eru mörg þúsund ára gömul kín- versk víðfeðm fræði, sem fara vítt og breitt um öll svið umhverfis og mann- lífs og lúta að því að bæta velgengni og vellíðan. En allt sem er of, er ekki gott. Fræðin snúast um jafnvægi. Of mikið af öllu er ekki gott,“ segir Sig- rún Vala. Þó að tiltölulega stutt sé síðan Feng Shui-fræðin urðu þekkt á Vest- urlöndum, eru þau að heita má inn- byggð inn í menningarheim Kínverja, sem byggja helst ekki upp fyrirtæki eða flytja á milli staða án þess að láta taka húsnæðið út með tilliti til Feng Shui. Áhrifanna gætir víða og er orðið nokkuð algengt að fasteignasölur, þar á meðal ein íslensk, auglýsi Feng Shui-ráðgjöf, að sögn Sigrúnar. „Af vestrænum þjóðum má ætla að Bandaríkjamenn og Bretar séu komnir einna lengst á veg í fræð- unum. Íslendingar virðast vera nokk- uð vel inni í málunum, en það fyrsta sem þarf að gera ef maður ætlar sér að lifa samkvæmt Feng Shui er að henda öllu gömlu dóti og fatnaði, sem ekki eru not af, laga til og hafa allt í röð og reglu. Kínverjar segja að gam- alt dót ríghaldi í gamlar tilfinningar, en um leið og hreinsað sé til, leysist úr læðingi jákvæð orka til betra lífs.“ Verðlaunate og smáhlutir Þetta er í fyrsta sinn sem Sigrún Vala setur á stofn eigið fyrirtæki, en hún hefur lengst af starfað í félags- málageiranum. Í viðskiptunum nýtur hún stuðnings eiginmannsins Alberts Wium Sigurðssonar og dótturinnar Elísu Ágústsdóttur. Hún segist auð- vitað vonast til þess að teaðdáendur kætist vegna þessa uppátækis henn- ar. „Hér ætla ég mér að reka fyrsta flokks tehús með úrvali af góðu jurta- tei. Teið flyt ég inn frá bandaríska fyrirtækinu Golden Moon, sem selur te frá bestu teökrum heims enda hef- ur fyrirtækið verið verðlaunað fyrir teið, umbúðirnar og sérstakan teketil, sem er eitt af vörumerkjum fyrirtæk- isins.“ Í Feng Shui-húsinu geta við- skiptavinir valið úr fjölda tetegunda til að taka með heim eða þeir geta sest niður í húsinu og gætt sér á góð- um sopa því staðurinn rúmar allt að 30 manns í sæti. Sigrún selur auk þess Feng Shui-vörur, t.d. óróa í öll- um stærðum, innigosbrunna, dreka, kristalla, búddalíkneski, reykelsi, kerti og myndir. „Allir þessir hlutir, sem hægt er að punta með, gera and- rúmsloftið gott og er ætlað að auka á áhrifamátt Feng Shui. Manni líður miklu betur að koma heim til sín og sjá eitthvað fallegt í stað þess að sjá hrúgu af skítugum skóm í forstof- unni. Umhverfið getur nefnilega veitt mannfólkinu svo mikla vellíðan,“ seg- ir Sigrún, sem einnig veitir áhuga- sömum ráðgjöf um fræðin og stefnir að því að standa fyrir námskeiðum með haustinu. Sigrún tekur að lokum fram að þó að aðaláherslan sé á teið geti kaffiunnendur fengið kaffi í Feng Shui-húsinu og hollt og gott meðlæti.  FENG SHUI | Tehús ágústmánans, verslun og þekkingarmiðstöð Ætla mér að reka fyrsta flokks tehús Lítið hús við Laugaveg hefur verið hannað í anda Feng Shui. Jóhanna Ingvarsdóttir þáði holl ráð og engiferte hjá athafnakon- unni Sigrúnu Völu Valgeirsdóttur. join@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Athafnakonan: Sigrún Vala Val- geirsdóttir er mikil áhugamann- eskja um Feng Shui-fræðin. Innigosbrunnar: Þykja róandi. Feng Shui-húsið, Laugavegi 42b, Opið frá 7.30 á morgnana til 18.00 á kvöldin alla daga vik- unnar. Gamalt dót rígheldur í gamlar tilfinningar, en um leið og hreinsað er til leysist úr læðingi jákvæð orka til betra lífs. DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2004 23 Borgartúni 28 • símar 520 7901 & 520 7900 Draumavél heimilanna! Vegleg brúðargjöf! Ísaumuð svunta með nöfnum og brúðkaupsdegi fylgir! ARTISAN 5 gerðir - 7 litir stærri skál, hveitibraut fylgir Yfir 60 ára frábær reynsla Hellur steinar borðinu skuluð þið þekkja þær Á yfir- HELLUR STEYPA RÖR MÚRVÖRUR EININGAR Reykjavík: Malarhöf›a 10 - S. 540 6800 Hafnarfir›i: Hringhellu 2 - S. 540-6855 Selfossi: Hrísm‡ri 8 - S. 540 6881 www.steypustodin.is Hellur og steinar fást einnig í verslunum BYKO Eigum fyrirliggjandi demantsblöð frá DIMAS í öllum stærðum Dalvegur 16a 201 Kópavogur Sími 544 4656 s: 894 3000 - 894 3005 Túnþökur Ná úruþökur Túnþökurúllur únþökulagnir Áratuga reynsla og þekking 580 80 80 Vilt þú auglýsa! Þetta svæði er laust núna hringdu í síma midlun@midlun.is 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s Gróður og garðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.