Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2004 13 MIKIÐ er um dýrðir í Dyflinni um þessar mundir þar sem íbúar halda upp á að hundr- að ár eru liðin síðan Leopold Bloom, að- alpersónan í Ódysseifi eftir James Joyce, fer í sögulega ferð um undirheima Dyflinnar. Há- tíðarhöldin ná hámarki á Blooms-daginn svo- nefnda, 16. júní, en í verkinu lýsir höfund- urinn þeim degi í lífi Bloom árið 1904. Ódysseifur er talinn á meðal áhrifamestu bókmenntaverka 20. aldarinnar. Þar kynnir Joyce til sögunnar svonefnt vitundarflæði í texta, notar ótal stílbrögð og vitnar óspart í Hómerskviður hinar grísku, sem gerir verkið eitt þekktasta en um leið óaðgengilegasta bókmenntaverk sögunnar. Í ár taka í fyrsta skipti þúsundir Dyflinn- arbúa þátt í árlegum hátíðarhöldum vegna bókmenntaverks sem fáir kunna í raun að meta. Meira en tíu þúsund manns söfnuðust á sunnudag saman á aðalgötu borgarinnar O’Connel-götu, og borðuðu steikt nýru líkt og Bloom gerir í sögunni. „Það er kominn tími til að Dyflinnarbúar slái aftur eign sinni á Joyce,“ segir Helen Monaghan, frænka stór- skáldsins. Hún viðurkennir að hún hafi þurft að leggja mikla vinnu í að komast í gegnum þetta verk frænda síns. Sjálfsfróun og framhjáhald Ódysseifur var fyrst gefin út í París árið 1922. Hún var bönnuð í Bretlandi og Banda- ríkjunum fram á miðjan fjórða áratuginn vegna þess að þar er að finna óheflað orða- lag, gert grín að trú og fjörlegar lýsingar á líkamsstarfsemi, sjálfsfróun, framhjáhaldi og rauða hverfinu í Dyflinni. Ekki var hægt að nálgast bókina löglega á Írlandi fyrr en á sjö- unda áratugnum. Monaghan, sem er 33 ára gömul, minnist þess hvernig fjölskylda hennar gerði alltaf lítið úr ættartengslunum við Joyce. „Að vera skyldur „þessum“ Joyce var mikið mál þegar faðir minn lifði. Amma mín, May Joyce, sagði alltaf að fjölskyldan ætti ekki að neita því að vera skyld honum en bara ekki að stæra sig neitt af því,“ segir Monaghan sem nú er yf- irmaður James Joyce-stofnunarinnar í Dyfl- inni. David Norris, einn þeirra fræðimanna í Dyflinni sem hvað mest hafa fjallað um Joyce segir að almenningur í borginni sé „ekki jafn- ólæs á Joyce og áður“. „Núna metur fólk hann almennt mikils en áður var hann fyr- irlitinn af hinum fávísu,“ segir hann. Á morgun, miðvikudag, býður Joyce- stofnunin til morgunverðar þar sem lesið verður upp úr Ódysseifi, leikarar fara með samtöl úr verkinu á götum borgarinnar og í fjölda listasafna, kvikmyndahúsa, og tón- leikasala verða sett á svið verk sem tengjast Ódysseifi. En margir sem standa að uppákomunum óttast að fá kvartanir frá Stephen Joyce, al- ræmdum sonarsyni skáldsins sem býr í Frakklandi og er frægur fyrir að verja með kjafti og klóm höfundarréttinn á bókum afa síns. Þannig setti írska þingið neyðarlög í maí til að ríkisbókasafnið gæti haldið sýningu á áður óbirtum handritum höfundarins að Ódysseifi, sem safnið keypti fyrir tveimur ár- um frá Bandaríkjunum fyrir sem nemur rúm- lega milljarði íslenskra króna. Aflýsa þurfti sumum viðburðum af ótta við að þeir brytu í bága við höfundarréttarlög. „Það er tragískt og kaldhæðnislegt að son- arsonur James Joyce sem barðist harkalega gegn ritskoðun og tjáningarfrelsi, beiti sér nú gegn því að fólk fái aðgang að verkum hans, segir Norris. „Ég kann illa við yfir- gangsseggi og Stephen Joyce hefur skapað sjálfum sér miklar óvinsældir hérna.“ „Álíka skemmtilegt aflestrar og símaskrá“ Meira en 130 sérfræðingar í verkum Joyce, mestmegnis frá háskólum beggja vegna Atl- antshafsins, sitja nú ráðstefnu um verk hans í Dyflinni. Erindin bera tilkomumikil nöfn eins og þetta hér, sem lauslega mætti þýða sem svo: „Eðlisbreyting Stephen og Bloom; eða hvernig hetjurnar okkar týna sér í hinni vandasömu einingu yfirskilvitleikans, tákna og miðlunar.“ Dálkahöfundur dagblaðsins Ir- ish Times Kevin Myers gagnrýnir harkalega það sem hann kallar „hrokafullan kjánakap Joyce-iðnaðarins“ og segir að Ódysseifur sé álíka spennandi aflestrar og símaskrá. „Sannleikurinn er sá að fæstir þessara gleðimanna [sem halda upp á daginn] hafa lesið neitt í Ódysseifi; sumir hafa lesið hluta af honum, og einungis með því að leggja mik- ið á sig, áður en þeir lögðu hann frá sér; og aðeins örlítill minnihluti manna, álíka margir og hasída-gyðingar á Grænlandi, hafa drukk- ið hann í sig sér til óblandinnar ánægju,“ skrifaði hann í pistli sínum sem bæði vakti kátínu og reiði hjá aðdáendum Joyce. Norris segir hins vegar að ekki skipti máli hvort fólk sem heldur upp á Blooms-daginn hafi lesið verkið eða ekki. „Ef valdamiklir fræðimenn vilja vera með hortugheit þá er það þeirra mál, en Blooms-dagurinn á að vera dagur fólksins,“ segir hann. „Hvað eig- um við annars að gera, láta lögreglu standa vörð, hafa spurningalista og lygamæla til að vera viss um að allir sem mæta hafi lesið Ódysseif frá upphafi til enda?“ Hundrað ár frá ferðinni miklu AP Sjá má kyndugar persónur úr Ódysseifi á götum Dyflinnar þessa dagana. Öld er liðin frá för Leopolds Blooms um Dublin sem sagt er frá í Ódysseifi eftir James Joyce Dyflinni. AP. ’Hvað eigum við annars aðgera, láta lögreglu standa vörð, hafa spurningalista og lyga- mæla til að vera viss um að all- ir sem mæta hafi lesið Ódysseif frá upphafi til enda?‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.