Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í ársskýrslu Amnesty Int- ernational (AI) kemur fram að ástandið í heim- inum eftir hryðjuverka- árásirna á Bandaríkin 11. september 2001 einkennist af tortryggni, ótta og sundrung. Á blaðamannfundi Íslands- deildar AI kom fram að útlend- ingalögin sem sett voru hér á landi endurspegla þetta ástand og þann ótta sem nú ríkir í garð útlendinga. Þar var jafnframt bent á að við værum í raun búin að skilgreina „okkur“ frá „hin- um“. Fyrir hálfu ári lagði ég af stað í ferðalag til landa sem myndu ekki flokkast undir okkar menn- ingarheim. Fjöldi fólks lýsti yfir áhyggjum af fyrirhuguðu ferða- lagi mínu. Hálfókunnugt fólk var sann- fært um að ég væri klikk- uð að ætla að fara ein í langt ferðalag. Ég reyndi mitt besta til að útskýra að þetta væri ekki eins slæmt og mörg kynnu að halda og að það væri í raun auðvelt og skemmtilegt að ferðast á eigin vegum. Þá virtist fara sérstaklega fyrir brjóstið á fólki að ég var ekki bara ein á ferð heldur var ég líka stelpa. Það er jú vitað mál að stelpur geta ekki varið sig fyrir neinu en einhverra hluta vegna virðist fólk öruggt um að strákar geti það frekar. Þannig var ég reglu- lega spurð hvort ég væri ekki hrædd. Hrædd við hvað? Ég leitaði og leitaði að ein- hverju til að vera hrædd við en allt kom fyrir ekki. Ef ég yrði rænd þá yrði bara að hafa það. Það eru ekkert minni líkur á að ég verði fyrir einhvers konar of- beldi í Reykjavík en í einhverri annarri borg. Ég fann ekki þennan ótta sem fólk reyndi að sannfæra mig um að ég ætti að hafa. Það vildi svo til að ég var stödd í Taílandi þegar fugla- flensan kom upp. Fjölmiðlafárið á Vesturlöndum var gríðarlegt. Endalaus óttaáróður varð til þess að ég fékk tölvupóst frá vinum og vandamönnum heima þar sem mér var tjáð að ég ætti bara að drífa mig heim, eða í það minnsta fara til öruggari svæða eins og Evrópu eða Ástr- alíu. Annars myndi ég deyja, ein og yfirgefin í Asíu. Ég hélt þó þvælingnum áfram en reyndi bara að sleppa því að klappa kjúklingum. Þegar ég var í Hanoi, höf- uðborg Víetnams, komst ég að því að á fyrstu tveimur mán- uðum þessa árs létust 144 manneskjur í umferðarslysum þar í borg. Á öðrum svæðum deyr fólk úr hungri, þorsta, mal- aríu og alls kyns ógnum. Það fór lítið fyrir þessu í fjölmiðlum á Íslandi en ég hélt áfram að fá tölvupóst þess efnis að ég gæti fengið fuglaflensuna og yrði að drífa mig heim. Á sama tíma létust í kringum 100 manns í hryðjuverkaárásum í syðri hluta Taílands. Ættingjar mínir heima fengu sem betur fer engar fréttir af þessu árásum. Smám saman fjaraði fugla- flensuáróðurinn út. Í öllum þessum fréttaflutningi skín merkileg staðreynd í gegn. Dauðsföll í þriðja heiminum skipta okkur ekki máli nema þau geti haft bein áhrif á okkur. Fuglaflensan hefði getað smitast til hins vestræna heims en hryðjuverkaárásir í Taílandi eða umferðarslys í Hanoi verða ef- laust bara þar. Svo ég tali nú ekki um hungursneyð í Laos eða ungbarnadauða vegna skorts á lyfjum í Kambódíu. Þegar ég svo kom heim, fimm mánuðum seinna, heyrði ég reglulega þessa sömu spurn- ingu: „Kom ekkert upp á?“ Nei, það kom nefnilega ekkert upp á. Það fannst mörgum undarlegt. Að allt skyldi bara ganga vel. Það helsta sem breyttist var heimsmynd mín. Ég gerði mér grein fyrir að Ísland er ekki endilega miðpunktur alls og að það er meira í veröldinni en Vestur-Evrópa og Bandaríkin. Það sem var kannski það allra merkilegasta var að alls staðar var mér vel tekið. Fólk vildi allt fyrir mig gera, opnaði heimili sín og gaf mér tíma af lífi sínu. Án þess að vilja nokkuð í stað- inn. Túlkun Íslandsdeildar AI á ástandinu í heiminum fer vel saman við reynslu mína. Við skiptum heiminum upp í tvö meginsvæði. Svæðið „okkar“ og svo svæðið sem „hinir“ búa á. Landið okkar tilheyrir nátt- úrlega okkar svæði ásamt lönd- um sem við þekkjum vel og hafa kannski svipaða menningu. Á hinu svæðinu er allt hið vonda í heiminum. Þar eru nauðganir, morð, hryðjuverk, sjúkdómar o.s.frv. Það er kannski eðlileg til- hneiging hjá manneskjunni að reyna að skilgreina sig frá öllum áhættuhópum. Á meðan það er aðeins fátækt fólk sem fær sjúk- dóma og ólánsfólk sem er rænt, myrt eða því nauðgað getum við haldið áfram að lifa með glugga- tjöldin dregin fyrir. Á meðan allt illt kemur frá útlendingum og því sem er framandi er nokk- uð víst að við þurfum ekkert að óttast. Það sem var erfiðast við heim- komuna var að sjá þessi nýstað- festu útlendingalög. Nú er það skjalfest að allt fólkið sem tók svo vel á móti mér er tor- tryggilegt fyrir þær einar sakir að vera öðruvísi á litinn. Þannig hefur Útlendingastofa fullt um- boð til að halda áfram að reyna að „góma“ þá sem gætu verið ólöglegir í landinu og státa svo af því að hafa sent fólk til baka sem var hér með góðum vilja og á jafnvel ekki afturkvæmt til eigin lands. Við getum meira að segja meinað lituðum ferða- mönnum að koma til landsins enda er miklu betra að þetta fólk haldi sig bara í sínu horni. Ég skora á þingheim að beita sér fyrir því að við múrum okk- ur ekki inni með þjóðrembu að vopni. Bjóðum útlendinga vel- komna til landsins, sama frá hvaða menningarheimi þeir eru. Við höfum nóg pláss og nóg af störfum! „Við“ og „hinir“ Í öllum þessum fréttaflutningi skín merkileg staðreynd í gegn. Dauðsföll í þriðja heiminum skipta okkur ekki máli nema þau geti haft bein áhrif á okkur. VIÐHORF Eftir Höllu Gunnarsdóttur hallag@mbl.is ÞAÐ er í raun spaugilegt þegar sjálfstæðismaðurinn Hallur Halls- son fer á flug og þykist hafa vit á öllu milli himins og jarðar; fjöl- miðlum, forsetanum, Baugi, Frétta- blaðinu, DV, samingum við Jón Ger- ald Sullenberger og ímynduðum mútugreiðslum til mín vegna bókar minnar um viðskiptalífið á Íslandi á síðasta áratug. Núna síðast í grein sinni í Morgunblaðinu á föstu- daginn þar sem hann er undrandi á áhuga- leysi fjölmiðla á Baugi, Jóni Geraldi og mér. Baugur Augljóst er að Baugs- menn ásamt fjár- málastofnunum þeirra hafa ekki kunnað sér hóf í fjárfestingum á svo litlum markaði sem Ísland er en að sama skapi ber að fagna glæsilegri af- komu þeirra erlendis. Þeir eru í skattrannsókn, lög- reglurannsókn og ekki skil ég hvað Hallur vill meira. Það er augljóst að verið er að rannsaka málið og það ætti að duga. Baugur er ekki að reyna að fella ríkisstjórnina og ég er handviss um að ef stjórnarherrar gæfu sér tíma til þess að hlusta á árásarmennina sem og á almenning byggjum við ekki við þetta stríð. Fréttablaðið með Gunnar Smára er ekki Baugur en það er Gunnar Smári og það er ógnvekjandi. DV er svo Illugi og fagna ég því. Hann hefur að ég held aldrei talað við Jón Ásgeir. Það má nú ekki ætla Jóni Ásgeiri allt sem miður fer. Hallur! Stjórnvöld hafa lært að hið frjálsa hagkerfi virkar bara um hríð og vilja nú leiðrétta lygavef alþjóðavæðing- arinnar um að fátækir hagnist á dugnaði hinna ríku. Þetta er fásinna enda sjá allir að auðæfi heimsins hafa safnast á fáar hendur og fátækt aldrei verið meiri. Enginn vill slíkt, heldur ekki þeir sem fljúga í einka- þotum. Hallur þarf ekkert að benda frekar á það. Davíð og aðrir í rík- isstjórninni eru að vinna í málinu og þeir gera það mjög vel. Það er alltaf erfitt að þurfa að kyngja stoltinu. Fjölmiðlar Málin eru í réttum farvegi og ástæðulaust að gera þau sárs- aukafyllri en ella. Fólk þarf að virða réttarkerfið og fjölmiðlar geta ekki dæmt fólk .Fjölmiðlum ber hins- vegar að upplýsa almennig á eins hlutlausan hátt og mögulegt er og þar hafa þeir sýnt mismikinn vilja, enda eignarhaldið ekki alltaf aug- ljóst. Mistök Baugsmanna voru mest þegar þeir fóru í fjölmiðla- rekstur. Því fylgir ekkert nema sársauki. Þeir voru samt þeir einu sem Sig- urður G. Guðjónsson gat leitað til, því ríkisbankinn Landsbankinn sýndi málinu dónaskap þrátt fyrir mikla hagsmuni bankans. Hagsmuni hverra hafði bankinn að leiðarljósi? Stjórnarflokkanna? Ríkið, við á þeim tíma áttum Landsbankann og ef almenningur vissi um þann hroka sem stjórnendum Norður- ljósa var sýndur væri erfitt að gagnrýna eignarhald Baugs- manna á fjölmiðlum. Nú eru nýir eig- endur að bankanum, mjög svo góð fjölmiðla- lög í pípunum og málið í réttum farvegi, von- andi. Er því ekki best að njóta sumarsins og nýta tímann til þess að endurskipuleggja hagkerfið og stjórnarskrána? Lýðræðið Það er áhugavert hvernig lýðræðið er skilgreint af hinum og þessum drengjum og körlum sem nú kepp- ast um að gera sig breiða, svo breiða að það er hlægilegt. Þegar þeim sömu gafst tækifæri til þess að ræða við Jón Gerald um ástæðu ákæru hans létu þeir sem hann væri ekki til og einn í hópnum, Ingvi Hrafn, marguppnefndi Jón Gerald og kallaði hann Drullenberg- er. Daginn áður hafði Ingvi Hrafn að vísu selt veiðileyfi í Langá til þeirra manna sem litu á Jón Gerald sem svikara. Þarna tengdi Ingvi Hrafn vitlausan mann við ranga við- skiptablokk og kolvitlausan stjórn- málaflokk. Sannleikurinn var sá að veiðimennirnir og lögmenn Jóns Geralds voru í sömu hreyfingu, karlahreyfingu númer eitt en karla- hreyfing númer tvö var í liði með þeim sem Jóni Geraldi sóttu að. Þreytandi? Nú ryðjast innihaldslitlir frama- gosar fram í fjölmiðlum og skilja ekkert í því af hverju fjölmiðlar hafi ekki grafist fyrir um mútugreiðslur til mín og Jóns Geralds. Sannleik- urinn, viskudrengir, er sá að Jón Gerald neyddist til þess að ráða sér lögmann sem vann sína vinnu vel og fékk fyrir það lögmannslaun. Síðan hefur ekkert heyrst í honum en Jóni Geraldi tókst að halda sínu fyrirtæki og greiða þeim sem hjálpuðu honum til þess að leita réttar sín. Það var enginn ykkar. Getur verið að mun- urinn á ykkur og Jóni Ásgeiri sé að þið gasprið frá ykkur allt vit í stað þess að sækja fram? Að þið séuð í raun huglausir og þorið ekki að mynda ykkur sjálfstæðar skoðanir, gagnrýna og lifa í efanum. Efinn er uppspretta réttláts samfélags, ekki sleikjugangur við ákveðna karla- klíku en augljóslega ekki heldur gallað bókhald. Er það svo að fyrst Keikó er allur þá þarf Jón Gerald og mig til? Væri ekki nær að flytja inn nýjan Fisk? Bókin Sjálf hef ég ekki samþykkt neina þögn um Baugsfeðga enda þekki ég bara annan þeirra. Báðir eru mér óviðkomandi. Ég hef alltaf sagt að bókin mín snúist ekki um Jóhannes. Ég hef gagnrýnt aðferðafræðina og geri það enn. Ísland og íslenskt efnahagslíf er mér hinsvegar mjög hugleikið og hef ég kynnt mér það rækilega síðan Planet Pulse varð gjaldþrota. Ég hef boðist til þess að koma í Kastljós og ræða viðskiptalífið á Ís- landi en greinilegt er að þess er ekki óskað. Þeir sem ræða það lepja margir hverjir upp viðtöl sem þeir áttu við mig fyrir tveimur árum. Þá fannst þeim ég bitur og hefnigjörn en nú á að vera búið að múta mér. Ég hef hinsvegar ekki samið um neitt því tengt að klára ekki bókina mína. Ég hef áhuga á hvorugri klík- unni, forsetans eða forsætisráð- herra, en ég hef áhuga á lýðræði. Lýðræði sem hefur ekkert að gera með þessa barnalegu hegðun sem allsstaðar blasir við okkur. Við höf- um hvorki fjárhagsleg né menning- arleg efni á slíku bulli. Um hvað snerist kæra Jóns Ger- alds? Þegar mönnum finnst brotið á rétti sínum leita þeir lögfræðiálits. Þetta gerði hann og málaferli hóf- ust. Ekkert heyrðist þá í Halli og fé- lögum og enginn reyndi að skilja um hvað málið snerist. Ekki heldur þeg- ar samið var við Jim Schafer. Jóni Geraldi tókst með aðstoð vina að halda málaferlum áfram. Fjölmiðlar höfðu ekki áhuga á hon- um þá og nú er það of seint. Samn- ingsaðilar skuldbinda sig til þess að ræða ekki innihald samningsins! Upplýsingaskylda fjölmiðla er mikil en forðumst að niðurlægja fólk og fjölskyldur, sársaukinn er nægur. Réttarkerfið á að virka með eða án fjölmiðla. Samþykkjum fjölmiðlafrum- varpið, það er gott fyrir almenning, Baug, forsetann og Fréttablaðið. Það gerir líka útgáfu bókarinnar auðveldari. Hallur, bókin, Baugur og lýðræðið Jónína Benediktsdóttir svarar Halli Hallssyni ’Samþykkjum fjöl-miðlafrumvarpið, það er gott fyrir almenning, Baug, forsetann og Fréttablaðið.‘ Jónína Benediktsdóttir Höfundur er íþróttafræðingur. VIÐ SKEMMTUM okkur við argaþras þessa dagana. Það nýj- asta er hvernig haga skuli þjóð- aratkvæðagreiðslu um fjölmiðla- ögin og þá sérstaklega hversu stórt hlutfall atkvæðisbærra manna skal mæta á kjörstað til að kosningin teljist lögmæt. Sem stundum fyrr á þessum miklu vígatímum erum við á villi- götum. Það er óþarfi að velta fyrir sér hlutfallstölum í þessu sambandi. Það eina sem ráða- menn verða að koma sér saman um er hvernig auglýsa skal þjóð- aratkvæðagreiðsluna og með hversu löngum fyrirvara. Um báða þessa þætti verður að ríkja samhugur meðal stjórnar og stjórnarandstæðinga. Engar reglur á hins vegar að setja um dugnað eða leti kjós- enda að mæta á kjörstað. Rökin fyrir þessu eru ósköp einföld. Ef einstaklingur velur að sitja heima á kjördag þá er hann um leið, og vitandi vits, að afsala sér áhrifum – og hann um það. Að gefa honum eitthvert leti-vald yf- ir hinum sem nenna að taka þátt er með öllu óþolandi. Ég held í sannleika sagt að það grafi bein- línis undan lýðræðinu að gefa letinni þátttökurétt í þóðarat- kvæðagreiðslum, hvort sem þær snúast um einstök mál, forseta- embættið eða þingsæti. Hin augljósa niðurstaða er því að svo fremi að ríkið standi rétt að tilkynningum um þjóðarat- kvæðið þá er kosningin gild, óháð fjölda þeirra er greiða at- kvæði. Jón Hjaltason Þjóðaratkvæðagreiðslan; hver er vandinn? Höfundur er sagnfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.