Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 5, 6, 8 og 10. Nýjasta og mest spennandi myndin um Harry Potter er komin í bíó. Stórkostlegt ævintýri fyrir alla fjölskylduna sem enginn má missa af! Ráðgátur leysast, leyndarmál verða uppljóstruð.  Kvikmyndir.com  Ó.H.T Rás2  DV  HL Mbl Stórviðburður ársins er kominn! B rad P i t t , O r lando B loom , E r ic Banar i t t , r l l , r i Sýnd kl. 5.40 og 10. Nýjasta og mest spennandi myndin um Harry Potter er komin í bíó. Stórkostlegt ævintýri fyrir alla fjölskylduna sem enginn má missa af! Ráðgátur leysast, leyndarmál verða uppljóstruð.  Kvikmyndir.com  Ó.H.T Rás 2  HL Mbl Í SNERTINGU VIÐ TÓMIÐ Sýnd kl. 8. 2 SÝNINGAR EFTIR! Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6, 7, 9 og 10. Stóri salurinn kl. 6 og 9. Árið 2001 heillaði Elling okkur uppúr skónum. Nú er komið frábært sjálfstætt framhald þar sem Elling fer í frí til sólarlanda ásamt móður sinni. Norskt grin uppá sitt besta. Mamma hans Elling Brad Pitt, Orlando Bloom, Eric Bana  SV MBL Kvikmyndir.is ÓENDANLEG ÁSTRÍÐA ÓDAUÐLEGAR HETJUR GOÐSÖGNIN SEM MUN LIFA AÐ EILÍFU! Sýnd kl. 6 og 9. B.i.14 ára. Ó.H.T Rás 2 BANDARÍSKA rokksveitin 27 ætlar að halda þrenna tónleika hérlendis, á morgun, miðviku- dag og fimmtudag, 17. júní. Sveitin kemur frá Boston og höfðupaurinn er Maria Christopher, söngkona og gítarleikari, en aðrir meðlimir eru Ayal Naor sem spilar á hvað sem er, Neil Coulon trymbill og Jay Cannava, gítar- og bassaleikari. 27 spila draumkennt og melódískt tilraunapopp en hafa jafnan fylgt harðkjarnaböndum á hljóm- leikum. 27 eru nú á mála hjá Hydra Head Re- cords en stofnandi útgáfunnar er Aaron Turner; leiðtogi, söngvari og gítarleikari Isis, sem líkt og 27 fara nokk ótroðnar rokkslóðir. Blaðamaður hringdi í Mariu Christopher, þar sem hún var í hljómsveitarútu á fullu stími í gegnum Bret- landseyjar. Hvernig kom það til að þið eruð að koma hing- að? „Það kom nú þannig til að við þekkjum fólkið í Total Fucking Destruction vel en við erum frá sömu borg, Boston (TFD spiluðu hér á landi síð- asta ágúst). Við komumst svo í samband við Sigga Pönk (Sigurð Harðarson) og hann vildi ólmur flytja okkur inn til landsins.“ Þið eruð iðulega í undarlegum félagsskap og hafið gefið út plötu á Relapse Records, sem gef- ur nær eingöngu út níðþunga tónlist? „Já, þetta er vissulega dálítið skrýtið. En þeg- ar við sömdum við Relapse þá voru þeir að fara í hugmyndafræðilega útþenslu hvað útgáfur sínar varðaði. En svo – einhverra hluta vegna – erum við alltaf hangandi með þessum harðkjarnabönd- um og spilum oft á slíkum tónleikum. Það gerir þetta auðvitað skemmtilegra fyrir okkur þar sem við höfum færi á að spila fyrir breiðari hóp.“ Á ferðalagi með Isis Þið hafið verið að túra með Isis … „Já, það er búið að vera frábært. Við fórum með þeim til Japan sem var alveg stórkostlegt. Þvílíkt land!“ Meðlimir úr Isis hjálpuðu ykkur líka eitthvað á nýjustu stuttskífunni ykkar, Let the light in, er það ekki? „Jú, bæði Jeff Caxide (bassi) og Aaron Turner komu að plötunni (þess má svo geta að Maria og Naor hjálpuðu til við síðustu plötu Isis, hina frá- bæru Oceanic).“ Hvernig hefur 27 verið að þróast í gegnum ár- in? „Við byrjuðum að semja á kassagítara en not- umst svo við ýmisleg tæki og tól til að koma þessu til skila. Notum meðal annars hljóðsmala.“ Og þetta er að falla vel í kramið hjá harð- kjarnakrökkunum? „Já, merkilegt nokk. Og ef eitthvað er þá fáum við miklu meiri viðbrögð frá þeim heldur en frá þessum dæmigerðu nýbylgjuáhorfendum.“ Fyrstu tónleikar 27 verða í kvöld á De Palace. Með þeim spila Kimono, Future Future (nýtt band með fyrrum Snafu-meðlimum) og Lights on the Highway („alt.kántrí“ band sem er leitt af Agga úr Klink). Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og kostar 500 kr. inn. Því næst leika 27 annað kvöld á Grand rokk ásamt Changer og dönsku þungarokkssveitinni Urkraft. Þriðju tónleikarnir eru svo 17. júní, á hinni svokölluðu Masters of the Universe-harð- kjarnahátíð. Sú hátíð hefst klukkan 17.00 og fer fram í gamla Sjónvarpshúsinu (Laugavegi 176). Þar troða upp alls níu sveitir, m.a. Shai Hulud og Give up the Ghost frá Bandaríkjunum. 27 með þrenna tónleika hérlendis Hleypum ljósinu inn www.27.vg www.motu-fest.org arnart@mbl.is SVARTUR Benz, af flottustu gerð, rennir í hlað Morgunblaðsins. Út úr honum stíga þrír víkingar í forláta tískuklæðnaði þess tíma, vopnaðir fornum hljóðfærum. Einn þeirra síð- skeggjaður, dimmeygður og með stórkarlalega húfu á höfði. Hann kemur kunnuglega fyrir sjónir. Hér er á ferðinni dansk-íslenska víkingasveitin Krauka. Hún var stofnuð fyrir fimm árum, hefur ein- beitt sér að flutningi alþýðulaga frá miðöldum sem hægt er að rekja til Íslands, Færeyja, Danmerkur og Svíþjóðar svo eitthvað sé nefnt. Í þessum tilgangi hafa meðlimir smíð- að sér hljóðfæri, eitt þeirra nákvæm eftirmynd hljóðfæris sem fannst í gröf í Norður-Þýskalandi t.d. Bein- flauta er m.a. brúkuð. Og þessi síð- skeggjaði? Hér er kominn enginn annar en Guðjón Rúdólf, sá hinn sami og sló í gegn með laginu „ Húf- an“ („Karekarekarekarer húfan mín“) í fyrrasumar. Hann og félagar hans, þeir Aksel Striim og Jens Villy Pedersen, eru hingað komnir til að skemmta á Víkingahátíðinni við Fjörukrána, Hafnarfirði, sem hefst með lúðrablæstri og söng á morgun. Krauka slær í gegn! Guðjón Rúdólf segir rekstur Krauku hafa gengið ótrúlega vel, allt frá stofnun. Eins skringilega og það kann að hljóma virðist nefnilega mikill markaður fyrir öllu tengt vík- ingamenningu, víða um veröld. Vík- ingaklúbbar eru til í Kaliforníu og Brasilíu og fyrir stuttu léku þeir fé- lagar í Póllandi þar sem áheyrendur sungu með fullum hálsi – á dönsku! „Krauka var stofnuð fyrir fimm árum síðan, vegna víkingahátíðar sem fram fór á Grænlandi árið 2000,“ útskýrir Guðjón. „Vegna þessa lögðumst við í rannsóknir og einsettum okkur að flytja þessa vík- ingatónlist á víkingahljóðfæri.“ Meðlimir sýna mér þannig líru, fornfálega flautu og litla beinflautu, skorna út í bein af lambi sem eitt sinn var víst undir tönnum Guðjóns. Krauka hefur á síðustu árum flækst víða um velli og meðal annars spilað í skólum. Ekki nóg með það heldur hafa diskar Krauku selst vel líka. Segir Jens. „Já, svo virðist sem okkur hafi tekist að komast inn í þessa heimstónlistargrensu. Við fáum stöðugt fyrirspurnir hvaðan- æva úr heiminum og höfum haft í nógu að snúast, allt frá upphafi.“ Íslenskum blaðamanni leikur eðli- lega forvitni á að vita aðeins um sólóferil Guðjóns, en hann og Þor- kell Atlason tónkáld stóðu að einni bestu og undurfurðulegustu plötu síðasta árs, Minimania, sem innihélt áðurnefndan smell, „Húfuna“. „Þorkell var bara að hjálpa mér að taka til í trúbadúraskúffunni minni,“ segir Guðjón lítillátur. „Þú rétt get- ur ímyndað þér að ég er orðinn hundleiður á „Húfunni“ (hlær)!“ Krauka á að baki tvo hljómdiska. Fyrri kom út 2001 og heitir Víkinga seiður. Síðari er nýútkominn og kall- ast Stiklur. Guðjón Rúdólf lýsir þeim fyrri sem nokkuð hráum en hinn nýi sé meira unninn. Krauka treður upp nótt sem nýtan dag með- an á víkingahátíð stendur. Guðjón Rúdólf og Krauka á Víkingahátíð við Fjörukrána „Karekarekare- karer hjálmur- inn minn?“ Morgunblaðið/Eggert Kraukan hefur haft í nógu að snúast síðan hún var stofnuð fyrir 5 árum. www.krauka.dk arnart@mbl.is HÁTÍÐIN fer fram dagana 16. til 20. júní á Fjörukránni, Hafnarfirði og heitir fullu nafni Sólstöðuhátíð víkinga við Fjörukrána. Á meðal þess sem verður á dagskrá: – Lystisnekkjan Elding – Árni Johnsen – Víkingabandið Krauka – Sungið við varðeld hvert kvöld – Hafnfirski bardaga- og handverkshópurinn Rimmu- gýgur – Hinn alþjóðlegi vík- ingahópur Jómsvíkingar – Fjöldi handverksmanna, ís- lenskra sem erlendra – Víkingahópurinn Hring- horni frá Akranesi sýnir leiki fornmanna – Sænski víkingahópurinn Telge Glima – Dansleikir – Miðsumarblót á sunnudags- kvöldinu. – Víkingamarkaður Ítarlegar upplýsingar má nálg- ast á www.fjorukrain.is Víkingahá- tíðin 2004 VÆNTANLEG plata Bjarkar kemur til með að heita Medulla. Þetta kemur fram á heimasíðu söngkonunnar, www.bjork.com. Sam- kvæmt Ensk- íslenskri orðabók Arnar og Örlygs frá 1984 þýð- ir enska orðið „medulla“ mergur, eins og mergur í bein- um og jurtum, eða „innri vefur í líffæri“. Björk hefur fengið lista- mannateymin M/M – sem sam- anstanda af Mathiasi Aug- ustyniak og Michaël Amzalag – og Inez/Vinoodh – sem eru Inez van Lamsweerde og Vinoodh Matadin – til að hanna plötuumslagið og aðra útlitsvinnu fyrir útgáfuna. Áætlað er að platan komi út síðla ágústmánaðar. Nýja Bjarkar-platan mun heita Medulla Mergur í beinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.