Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 14
ERLENT 14 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÍRSKIR kjósendur samþykktu á sunnudag með miklum mun að þrengja lög um borgararéttindi og afnema ákvæði um, að barn, sem fætt er í Írlandi, fái sjálfkrafa rík- isfang þar. Um þetta var kosið samhliða Evrópuþingskosningunum og nið- urstaðan var, að tæp 80% sam- þykktu tillöguna, sem komin var frá stjórnvöldum, en rúm 20% voru henni andvíg. Eru Írar eina Evr- ópuríkið, sem veitir börnum borg- araréttindi fyrir það eitt að vera fædd þar og hefur það ýtt undir það, sem Írar kalla „ríkisfangs- ferðamennsku“. Er þá átt við, að út- lendar og ófrískar konur komi til landsins sem ferðamenn og eigi barnið þar. Út á sitt „írska“ barn fá þær síðan hæli í landinu. Kom þetta fram á fréttavef BBC, breska rík- isútvarpsins. Ríkisstjórnin ætlar í framhaldi af atkvæðagreiðslunni að leggja fram frumvarp um, að börn fái því aðeins ríkisfang í landinu, að annað for- eldrið að minnsta kosti sé írskt eða foreldrarnir hafi búið í Írlandi í þrjú ár hið minnsta. Á Nýja-Sjálandi eru í gildi sams konar ákvæði um börn og ríkisfang og í Írlandi en Helen Clark, for- sætisráðherra landsins, hefur vakið máls á því að breyta því. Er nú verið að endurskoða lög um innflytjendur og þá með það fyrir augum að þrengja mjög möguleika þeirra á að fá ríkisfang. Írskir kjósendur loka innflytjendasmugu BJÖRGUNARMENN bera slas- aðan mann úr rústum húss sem hrundi þegar bílsprengja sprakk í miðborg Bagdad í gærmorgun. Sextán manns, þ.á m. fimm er- lendir ríkisborgarar, létu lífið í tilræðinu, og yfir sextíu manns slösuðust. Sprengjan sprakk á háanna- tíma, upp úr klukkan átta í gær- morgun að staðartíma, á einni helstu verslunargötu borgar- innar. Meðal þeirra sem létust var maðurinn sem ók bílnum sem sprengjan var í. Reuters 16 létust í sprengjuárás í Bagdad Pakistönsk stjórnvöld greindu frá því á sunnudag að þau hefðu hand- samað 10 menn sem grunaðir væru um að vera liðsmenn al-Qaeda. Þar á meðal væri bróðursonur Khalid Shaikh Mohammeds, eins helzta skipuleggjanda hryðjuverkanetsins, og átta Mið-Asíumenn sem grunaðir væru um að hafa reynt að ráða hátt- settan yfirmann í pakistanska hern- um af dögum fyrir skemmstu. Mennirnir voru handteknir í nokkrum áhlaupum öryggissveita í hafnarborginni Karachi um helgina, tjáði innanríkisráðherrann Faisal Saleh Hayat blaðamönnum. Meðal hinna handteknu er Marab Arochi, náfrændi fyrrgreinds Mo- hammads, sem kvað hafa verið þriðji æðsti maður al-Qaeda áður en hann náðist í marz 2003. Ein milljón Bandaríkjadala hafði verið sett til höfuðs Arochi, að sögn Hayats. Hann væri grunaður um að hafa staðið að baki mörgum árásum. SHAUKAT Sultan, undirhershöfð- ingi í pakistanska hernum, tilkynnti í gær að lokið væri umsátri um bæki- stöðvar liðsmanna al-Qaeda-hryðju- verkanetsins nálægt landamærum Pakistans og Afganistans. 72 hefðu fallið í átökunum, þar af 55 skæru- liðar og 17 hermenn. Þar með lauk fimm daga löngu áhlaupi Pakistanshers á bækistöðvar skæruliða, í framhaldi af því að 15 liðsmenn pakistanskra öryggissveita féllu í átökum þar síðastliðinn mið- vikudag. Sultan sagði að mennirnir 55 hefðu allir verið hryðjuverkamenn en gaf ekki upp nöfn þeirra eða þjóð- erni. Yfirmaður í öryggissveitunum, sem vildi ekki láta nafns síns getið, staðfesti að sumir þeirra væru út- lendingar, reynt yrði að staðfesta sem fyrst hverjir þeir væru og hvort þeir tengdust al-Qaeda en ekki væri unnt að skera úr um það að svo stöddu. Tugir meintra al-Qaeda-liða felldir í Pakistan Tíu handteknir um helgina Islamabad. AP. MÚSLÍMIR í Ontario-fylki í Kanada eiga síðar á þessu ári að fá að styðjast við sharia- lög, lagabókstaf byggðan á Kóraninum, þeg- ar skorið er úr í deilum vegna hjónabanda, skilnaða og fjölskyldumála, samkvæmt frétt blaðsins The Toronto Star. Samkvæmt lögum frá 1991 mun sharia-dómstóllinn heyra undir Íslömsku borgararéttindastofnunina í Kan- ada. Fjölmargir kvenkyns-múslímir eru ein- dregið á móti því að dómstóllinn verði settur á fót, og hafa heitið því að koma í veg fyrir það. „Okkur hafa borist fjölmörg tölvuskeyti frá fólki sem vill leggja okkur lið,“ hefur Tor- onto Star eftir Alia Hogben, forseta Kven- múslímaráðs Kanada, en alls eru í því um 900 konur úr ýmsum íslömskum trúarhópum. Hogben segir fólkið hneykslað á því að neyða eigi konur, sem eru múslímir, til að taka þátt í sharia-réttarhöldum, eða sæta ella útskúfun fjölskyldu og múslímasamfélagsins – eða jafnvel einhverju þaðan af verra. Hvers vegna í ósköpunum eigi þessar konur að hljóta öðru vísi meðferð en aðrar kanadískar konur? Nokkrir lögfræðingar í Toronto hafa boðist til að leggja sitt af mörkum – án þess að taka greiðslu fyrir – til að koma megi í veg fyrir að sharia-dómstóllinn hefji störf. Einn þessara lögmanna, Jonathan Schrieder, segir við Toronto Star, að verði sharia-lög leyfð í Ont- ario, jafnvel í „kan- adískri útgáfu“ eins og fylgismenn dómstólsins kalli það, muni kven- múslímir verða órétti beittir. Rithöfundurinn Sally Armstrong, sem hefur skrifað um órættlæti sem konur séu beittar undir sharia-lögum í löndum á borð við Afganistan, Pakistan og Jórdaníu, segir að túlkanir á sharia-lagabókstafnum séu mismunandi frá einu landi til annars, en hvergi njóti konur jafnréttis á við karla. „Hvers vegna halda dómsmálayfirvöld í Ont- ario að málum verði öðruvísi farið hér?“ spyr hún. Dómsmálaráðuneyti Ontario hefur ítrekað sagt, að í lögunum frá 1991 séu slegn- ir varnaglar, eins og til dæmis að báðir aðilar verði að mæta sjálfvilj- ugir fyrir réttinn og ef konum þyki niðurstaðan ekki í samræmi við kanadísk lög geti þær áfrýjað henni til undirréttar. Mumtaz Ali, forseti Íslömsku borgararétt- indastofnunarinnar, barðist fyrir því í áratug að fá sharia-lög viðurkennd í Ontario. Hann segir konur ekki þurfa að óttast að þær muni ekki njóta jafnréttis og hefur ítrekað að allir úrskurðir sharia-dómstólsins þurfi að sam- ræmast kanadískum lögum og ákvæðum kan- adíska réttindasáttmálans. En Armstrong segir ekki koma til greina að sharia-lög gildi nokkursstaðar í Kanada. „Kanadískar konur munu ekki láta þetta yfir sig ganga möglunarlaust,“ segir hún við Tor- onto Star. „Það tók okkur 30 ár að koma á fjölskyldu- og jafnréttindalöggjöf til að tryggja öryggi kvenna og barna í landinu. Við munum allar mótmæla þessu.“ Þarnæsta laugardag munu samtökin Al- þjóðlegur baráttuhópur gegn sharia-dómstóli í Kanada efna til opins fundar í Toronto, og í byrjun september verða haldnir alþjóðlegir mótmælafundir í borgum víða í Kanada og fleiri löndum, þ. á m. Bretlandi, Svíþjóð, Þýskalandi, Frakklandi og Finnlandi, að því er einn skipuleggjenda mótmælanna, Homa Arjomand, tjáir Toronto Star. Ein af ástæðum þess, að yfirvöld í Ontario vilja leyfa starfsemi sharia-réttarins er sú, að árum saman hafa bókstafstrúaðir gyðingar í fylkinu stuðst við lagabókstaf gyðinga. Spurningin sé því sú, hvers vegna múslímum skyldi ekki vera heimilt að gera slíkt hið sama? Deilt um sharia- lög í Ontario ’Kanadískar konur munuekki láta þetta yfir sig ganga möglunarlaust.‘ AP LEIKKONAN Alicia Witt skartar hér dýrasta hatti heims, að því er talið er, en hann er metinn á eina og hálfa milljón punda eða um 196,500,000 ísl. kr. Hatturinn er alsettur demöntum og segir hattagerðarmaðurinn Louis Mariette vafningsvið og bláklukkur hafa veitt sér innblástur við gerð hans. Dýrasti hattur í heimi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.