Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. ÁFRÝJUNARNEFND samkeppnismála hefur fellt úr gildi ákvörðun samkeppnisráðs í máli tengdu séreignalífeyrissjóðum fjármálafyrirtækja. Lagt er fyrir samkeppnisráð að taka málið fyrir á ný. Um er að ræða kvörtun Harðar Einarssonar hrl. til Samkeppnisstofnunar um meintar samkeppnis- hömlur Frjálsa lífeyrissjóðsins og annarra sér- eignalífeyrissjóða á vegum fjármálafyrirtækja vegna ákvæða í samþykktum sjóðanna um rekstr- araðila þeirra. Á fundi sínum í apríl sl. taldi sam- keppnisráð ekki ástæðu til íhlutunar þess af málinu og í framhaldinu kærði Hörður ákvörðun ráðsins. Skoraði á Samkeppnisstofnun Með bréfi í maí árið 2003 skoraði Hörður á Sam- keppnisstofnun að taka til rannsóknar samkeppn- ishömlur sem hann taldi að beitt væri af hálfu Frjálsa lífeyrissjóðsins, sem hann er sjóðfélagi í, og eftir atvikum annarra séreignalífeyrissjóða á veg- um fjármálafyrirtækja. Vísaði Hörður til þess að samkeppnishamlandi atferli lífeyrissjóðsins ætti rætur að rekja til samþykkta sjóðsins sem miðuðu að því að loka sjóðinn inni til frambúðar hjá Kaup- þingi banka hf., þannig að sjóðurinn ætti ekki kost á að leita til annarra um rekstur hans, sem þó væri eign sjóðfélaga. Eina úrræði fyrir einstaka sjóð- félaga, sem sættu sig ekki við reksturinn eða fyr- irkomulag hans, væri að flytja inneign sína í séreign í annan lífeyrissjóð og þá gegn umtalsverðu gjaldi, sem og í lífeyrissjóð sem í stórum dráttum lyti svip- uðum samkeppnishömlum og Frjálsi lífeyrissjóð- urinn. Benti Hörður á að samkvæmt samþykktum í ákvæðum séreignalífeyrissjóðanna skiptu fyrirtæk- in í reynd markaðnum fyrir séreignalífeyrissparnað á milli sín með samstilltum samkeppnishömlum og brytu með því ákvæði 10. og 11. gr. samkeppnis- laga. Samkeppnisstofnun sendi erindi Harðar til um- sagnar hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum, Kaupþingi banka, fjármálaráðuneytinu, Íslenska lífeyrissjóðn- um og Almenna lífeyrissjóðnum. Í svörum þeirra kom fram að kvartanir Harðar ættu ekki við rök að styðjast. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála lítur svo á að málsástæða Harðar hafi ekki fengið þá meðferð sem skyldi og hann hafi átt rétt á. Rétt hafi verið að óska gagna um tildrög þess að umræddum samn- ingum milli lífeyrissjóðanna og rekstraraðila var komið á, svo og hverjar hafi verið helstu ástæður þess að samþykkt hafi verið ákvæði fyrir umrædda lífeyrissjóði sem hamlar þeim að skipta um rekstr- araðila. Fram kemur í úrskurðinum að sjóðfélagar eigi almennt mikið undir því að stjórn lífeyrissjóðs haldi skynsamlega á málum sínum. Sjóðfélagar eigi m.a. rétt á að tekið sé til skoðunar hvort ákvæði samkeppnislaga um eftirlit með samkeppnishöml- um geti átt sérstaklega við í þessu máli. Þeirrar málsmeðferðar hafi áfrýjandi ekki notið. Meintar samkeppnishömlur séreignalífeyrissjóða fjármálafyrirtækja Lagt til að samkeppnisráð taki málið fyrir að nýju Mál áfrýjanda fékk ekki þá meðferð sem skyldi HELGI Einar Harðarson, rúmlega þrítugur Grindvíkingur, gekkst und- ir hjartaígræðslu og nýrnaaðgerð í nótt á Sahlgrenskasjúkrahúsinu í Gautaborg. Helgi hefur verið á biðlista eftir aðgerðunum frá því í maí á síðasta ári og að sögn Ármanns Harðar- sonar, bróður hans, hefur hann tvisvar lagt af stað til Gautaborgar en þurft að snúa til baka því hjartað sem um ræddi hentaði ekki. Í annað skiptið sneri hann við á Keflavíkur- flugvelli en í hitt skiptið var hann kominn til Gautaborgar. Eins og Morgunblaðið greindi frá í vetur fékk Helgi grætt í sig nýtt hjarta í júní árið 1989. Fljótlega eftir aðgerðina kom upp leki í hjartaloku sem gerði það að verkum að hjart- að stækkaði. Tíu árum síðar, um mitt ár 1999, fékk hann blóðtappa við heila og heils- unni hrakaði eftir það. Ármann segir að það verði jafn- framt grætt í hann nýtt nýra því að nýrun sem hann hefur fyrir eru ekki talin þola aðgerðina. Helgi verður því með þrjú nýru. Að sögn Ármanns gat Helgi farið allra ferða sinna þrátt fyrir að hann væri orðinn orkulaus og yrði auðveldlega veikur. Í hjarta- og nýrna- ígræðslu í Gautaborg Helgi Einar Harðarson SVEITASÖNGVARINN Kris Kristofferson lék fyrir fullri Laug- ardalshöll í gærkvöldi þar sem hann heillaði gesti Hallarinnar með einlægni sinni og boðskap friðar og umburðarlyndis. Kris lék gömul lög og einnig nokkur nýrri og notaðist einungis við munn- hörpu og gítar á tónleikunum. Í upphafi tónleikanna lenti Kris í örlitlum vandræðum er hann var að stilla gítar sinn. Hann sagði þá við tónleikagesti að sér fyndist það kúnstugt að þeir skyldu hafa borgað fúlgur fjár fyrir að sjá mann stilla gítar, sem hann getur ekki spilað almennilega á þegar hann er rétt stilltur. Ríó Tríó og KK hituðu upp fyrir Kris á tónleikunum í gærkvöldi. Morgunblaðið/Jim Smart Hugguleg stemning ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF- LÍF, fór í sjúkraflug í gær eftir hjartveikum sjómanni um borð í togaranum Venusi HF, sem var við veiðar á Reykjaneshrygg. Þyrlan lenti með manninn á Reykjavíkur- flugvelli kl. 16.20 og þaðan var hann fluttur í sjúkrabíl á Landspítalann. Beiðni um aðstoð barst um hálf- ellefuleytið í gærmorgun. Áhöfn TF-LÍF var þegar kölluð út og sömuleiðis áhöfn flugvélar Land- helgisgæslunnar, TF-SÝN, en af ör- yggisástæðum fylgir hún þyrlunni í lengra sjúkraflugi. Fór þyrlan í loft- ið kl. 11.40 og lenti í Keflavík til að taka eldsneyti. Þaðan var haldið af stað kl. 12.30 og stuttu síðar fór TF-SÝN í loftið frá Reykjavíkur- flugvelli. Þyrlan var komin að skip- inu um hálfþrjúleytið og í tilkynn- ingu Gæslunnar segir að vel hafi gengið að hífa sjómanninn um borð. Læknir í áhöfn TF-LÍF hafði þá verið í sambandi við áhöfnina á Venusi og leiðbeint um aðhlynningu mannsins. Þyrlan lenti svo í Reykjavík um hálffimm, sem fyrr segir, en flugvélin hafði þá lent skömmu áður. Ljósmynd/Friðrik Höskuldsson Þyrlan TF-LÍF yfir togaranum Venusi á Reykjaneshrygg í gær. Flogið eftir skipverja á Venusi SKRÁNINGU Actavis, áður Pharmaco, á hlutabréfamark- að í London hefur verið frest- að, en ætlunin var að skrán- ingin færi fram á þessu ári. Í tilkynningu til Kauphallar Ís- lands eftir lokun markaða í gær segir að stjórn Actavis stefni áfram að skráningu fé- lagsins í London, en nú sé áætlað að hún muni eiga sér stað árið 2005. Halldór Kristmannsson, forstöðumaður innri og ytri samskipta hjá Actavis, segir að meginástæða frestunarinn- ar sé sú, að félagið hafi ekki fengið undanþágu frá bresk- um reikningsskilastöðlum. Hann segir Actavis gera upp samkvæmt alþjóðlegum stöðl- um og þeir verði teknir upp í Bretlandi frá og með næstu áramótum. Ef farið hefði ver- ið út í skráningu fyrir áramót hefði þurft að breyta uppgjör- um félagsins þrjú ár aftur í tímann og það hafi ekki verið talið borga sig. Halldór segir að ekkert óvænt hafi komið upp við undirbúning skráningarinnar og að vinna við hana haldi áfram. Skráningu Actavis í London frestað MATSFYRIRTÆKIÐ Standard & Poor’s, sem ásamt Moody’s hefur veitt Íbúðalánasjóði fyrsta lánshæfis- matið, telur litla hættu á að sjóðurinn verði einkavæddur og segir hann njóta „mikils pólitísks stuðnings allra málsmetandi pólitískra afla“, eins og haft er eftir Standard & Poor’s í til- kynningu Íbúðalánasjóðs til Kaup- hallar Íslands. Framkvæmdastjóri Sambands banka og verðbréfafyrir- tækja (SBV) segir þessi ummæli koma sér verulega á óvart. Í tilkynningu Íbúðalánasjóðs segir um mat Moody’s að það byggist eink- um á ríkisábyrgð sjóðsins gegn tapi, en einnig sé tekið tillit til þess lyk- ilhlutverks hans að styðja við stefnu yfirvalda í húsnæðismálum. Fær Íbúðalánasjóður sömu einkunnir og ríkissjóður, þ.e. Aaa hjá Moody’s en Standard & Poor’s gefur sjóðnum einkunnirnar AA++ í íslenskum krónum, A+ í erlendum gjaldeyri og skammtímamatið A-1+. Samkvæmt tilkynningunni er þetta haft eftir Standard & Poor’s: „Íbúðalánasjóður nýtur mikils póli- tísks stuðnings allra málsmetandi pólitískra afla og því er ólíklegt að umtalsverðar breytingar verði gerðar á lagalegu umhverfi hans. Þar af leið- andi er afar lítil hætta á að sjóðurinn verði einkavæddur og að jafnframt verði dregið úr opinberum stuðningi við hann í fyrirsjáanlegri framtíð.“ Guðjón Rúnarsson, framkvæmda- stjóri SBV, segir að það komi veru- lega á óvart að faglegt og óháð mats- fyrirtæki á borð við Standard & Poor’s skuli láta frá sér nokkuð sem hljóti að teljast pólitísk ummæli um stöðu húsnæðislána á Íslandi. Guðjón segir það liggja fyrir að málefni sjóðs- ins séu til skoðunar hjá Eftirlitsstofn- un EFTA og íslenskir aðilar sem al- þjóðleg matsfyrirtæki geti ekki sagt til um hvað komi út úr þeirri skoðun. SBV um lánshæfismat Íbúðalánasjóðs Pólitísk ummæli koma á óvart  Lítil/6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.