Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 16
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Kátir dagar framundan | Undirbúningur fyrir hátíðina „Káta daga“ á Þórshöfn er í fullum gangi en þeir verða dagana 15. til 18. júlí með samfelldri dagskrá sem hefst strax á fimmtudegi en þá verða í Þórshafnarkirkju tónleikar með Guðrúnu Gunnarsdóttur og Friðriki Hjörleifssyni ásamt píanóleikara. Á föstudag er fjörið í íþróttamiðstöðinni Verinu og verður sundsprell fram eftir degi. Um kvöldið mætast hagyrðingar í Þórsveri og nemendur grunnskólans sýna atriði úr Hárinu. Þá verður unglingadansleikur í Þórsveri með hljómsveitinni Von. Á laugardag verður dorgveiðikeppni, úti- markaður og kassabílarall verður á sínum stað. Þá verður kaffisala og ljósmyndasýn- ing í Verinu. Síðdegis hefst svo hraðmót UNÞ í knattspyrnu. Um kvöldið verður svo brenna þar sem sungið verður og spilað áður en haldið er á stórdansleik með Von. Á sunnudag verður gönguferð á Langa- nesi og á Skálum á Langanesi verður keppt um titilinn „Langanesvíkingur“ og að lokum grillaðar pylsur og lambakjöt.    Veraldarvinir | Í júníbyrjun mátti sjá ung- menni vinna við fjöruhreinsun og merkingu gönguleiðar á Langanesi en það eru félagar úr samtökunum „Veraldarvinir“ sem eru al- þjóðleg samtök ungs áhugafólks um um- hverfismál. Þetta unga fólk er frá sex þjóðlöndum og auk þess að hreinsa rusl á strandlengju luku þau við merkingu gönguleiðar milli Hrollaugsstaða og Skála á Langanesi. Leið- sögumaður þeirra var Angantýr Einarsson sem sagði unga fólkið vinna vel og af áhuga. Í lok dvalar Veraldarvina á Þórshöfn efndu þeir til samkomu í íþróttamiðstöðinni og buðu heimamönnum að fræðast um sam- tökin. Þá bauð unga fólkið upp á ýmsa rétti frá sínum heimalöndum. Tónlistin gleymdist ekki því frönsk sekkjapípa var með í för og gafst heimafólki kostur á að prófa hana.    Veðurblíða | Síðustu daga hefur þurrviðri og veðurblíða sett svip sinn á mannlífið hér á Þórshöfn, gróðrarskúr var kærkomin þegar jörðin var orðin skrælþurr. Á tjaldstæðinu hefur verið nokkur umferð en fyrst vorboðinn var Svisslendingurinn Jósef á stóra pósthjólinu sínu sem var að koma í tuttugasta og annað skiptið en hann kemur jafnan mjög snemma vors með Nor- rænu. Tjaldstæðið er ókeypis og þar er hreinlætisaðstaða og vatn. Eru ferðamenn duglegir að nýta sér það. Úr bæjarlífinu ÞÓRSHÖFN EFTIR LÍNEYJU SIGURÐARDÓTTUR Ásvaldur Ævar Þor-móðsson var kjör-inn oddviti Þing- eyjarsveitar á fundi sveitarstjórnar í síðustu viku. Hann tekur við af Haraldi Bóassyni sem kosinn var oddviti þegar Þingeyjarsveit varð til við sameiningu Hálshrepps, Ljósavatnshrepps, Bárð- dælahrepps og Reyk- dælahrepps eftir kosn- ingar árið 2002. Við oddvitaskiptin voru Haraldi Bóassyni færðar þakkir fyrir farsælt starf í stóli oddvita en sátt og friðsemd hafa einkennt störf sveitarstjórnar und- ir hans stjórn alveg frá upphafi, eins og segir á heimasíðu sveitarfé- lagsins. Þórunn Jóns- dóttir var endurkjörin varaoddviti Þingeyj- arsveitar. Oddvitaskipti Fagridalur | Nokkrir íbúar í Vík í Mýrdal voru í óða önn að hreinsa upp rusl úr fjörunni vestast í Vík- urþorpi þegar fréttaritari var þar á ferðinni. Þetta er liður í átaki til að hreinsa og fegra umhverf- ið sem Umhverfis- og ferðamálanefnd Mýrdals- hrepps stendur fyrir, einn- ig eru íbúar í sveitinni hvattir til að taka til í kring um sig og hefur sveitarstjórn af því tilefni ákveðið að greiða niður leigu á einum gámi á hvert lögbýli. Mikið drasl safn- aðist í fjörunni sem hefur verið að fjúka til og frá. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, hendir tunnu upp á pallbíl í hreinsunarátaki hreppsins. Hreinsunarátak í Vík Það er gjarnanskrafað um þjóð-málin í Vestur- bæjarlauginni. Morg- uninn eftir að samráðs- fundur stjórnar og stjórnarandstöðu fuðr- aði upp orti Reynir Jón- asson organisti: Á örstuttum fundi varð engin sátt og ekki var sopið kálið er heyrðist talað úr hörðustu átt um hegðunarvandamálið. Skömmu áður hafði Árni Björnsson þjóð- háttafræðingur ort um áhyggjuefni stjórnvalda: Ógnir steðja að oss allt um kring enginn sleppur án meiðsla: Kötlugos, hryðjuverk, þrasgefið þing – og þjóðaratkvæðagreiðsla. Aðalsteinn L. Valdi- marsson horfir til Bessastaða og ákvörð- unar forsetans um að synja fjölmiðlalögum Al- þingis: Sitt hefur stærsta góðverk gjört gróðahring sem lifir. Norðurljósin blika björt Bessastöðum yfir. Norðurljósin pebl@mbl.is Hrunamannahreppur | Land- námsdagurinn var haldinn há- tíðlegur í Skeiða- og Gnúpverja- hreppi á laugardaginn. Dagurinn er liður í verkefninu Destination Viking Sagaland. Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá víðs vegar í sveitarfé- laginu. Þá var þess einnig minnst að á þessu ári eru 100 ár liðin frá stofnun Nautgripa- félags Gnúpverja með sýningu á hátæknifjósi í Þrándarholti en þar er nú rekið félagsbú. Þess má geta að fyrsta lausagöngu- fjósið á Íslandi var byggt á þess- um bæ árið 1955. Margir heimsóttu Þrándar- holt, en í hlöðu var yfirlitssýning á ýmsum hlutum er tengdist mjólkurframleiðslu í sveitinni. Má þar nefna strokka og skil- vindur, gamlar kúaskýrslubæk- ur voru til sýnis auk mynda. Við Stöng í Þjórsárdal var fornleifanefnd með opið hús og leiðsögn um Stangarbæ. Fé- lagar úr Karlakór Hreppa- manna sungu í hinni undurfögru náttúruperlu Gjánni og Vörðu- vinafélagið sýndi gestum vörðu- hleðslu. Við Þjóðveldisbæinn var séra Axel Árnason með tíða- gjörð, Skugga-Sveinn kom í heimsókn og söng við raust og ungir glímukappar sýndu ís- lenska glímu. Landsvirkjun var með opið hús í virkjunum sínum. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Guðjón Auðunsson með hvítan kálf í Þrándarholti en getraun fór fram um hve þungur hann væri. Strokkar og kúaskýrslur til sýnis Landnámsdagur Hólmavík | Vínbúð var nýlega opnuð á Hólmavík, en hún er sú 43. á landinu. Búð- in er til húsa í verslun Kaupfélags Stein- grímsfjarðar og er rekin í samstarfi við Kaupfélagið. Vínbúðin verður opin sex klukkustundir á viku, klukkutíma á dag frá mánudegi til fimmtudags og tvo tíma á föstudögum. Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, kom til Hólmavíkur, ásamt nokkrum starfsmönnum sínum þegar búðin var opn- uð, og ávarpaði hann boðsgesti. Í máli Höskuldar kom fram að þegar hann tók til starfa árið 1986 voru vínbúðirnar þrettán. Síðan hefði þeim markvisst verið fjölgað og á landsbyggðinni séu þær gjarnan reknar í samstarfi við önnur fyrirtæki. Eftir að hafa skýrt frá ýmsu er varðar rekstur ÁTVR flutti Höskuldur óskir um farsælt samstarf og afhenti Jóni Eðvald Alfreðssyni kaup- félagsstjóra lyklana að vínbúðinni. Tók hann við þeim í fjarveru Bryndísar Sveins- dóttur, starfsmanns kaupfélagsins, sem veita mun búðinni forstöðu. Jón, svo og Engilbert Ingvarsson, íbúi á Hólmavík, ávörpuðu boðsgesti og rifjuðu m.a. upp gamanvísur frá þeim tíma er Strandamenn voru sjálfum sér nógir um aðföng og fram- leiðslu áfengis. Fjölmargir boðsgestir voru í þessu hófi, þar sem bornar voru fram veit- ingar frá Café Riis og þeir Bjarni Ómar Haraldsson og Kristján Sigurðsson fluttu lifandi tónlist. Vínbúð opnuð á Hólmavík LÖGREGLAN á Húsavík lagði hald á 4 grömm af amfetamíni aðfaranótt sunnu- dags og handtók hóp fólks fyrir utan skemmtistað í tengslum við málið. Þegar mál fóru að skýrast á lögreglustöð var einn maður úr hópnum talinn eiga fíkniefnin og telst málið upplýst af hálfu lögreglu en verður rannsakað áfram uns ákæruvaldið tekur við meðferð þess. 4 grömm af amfetamíni tekin ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.