Morgunblaðið - 15.06.2004, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 15.06.2004, Qupperneq 16
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Kátir dagar framundan | Undirbúningur fyrir hátíðina „Káta daga“ á Þórshöfn er í fullum gangi en þeir verða dagana 15. til 18. júlí með samfelldri dagskrá sem hefst strax á fimmtudegi en þá verða í Þórshafnarkirkju tónleikar með Guðrúnu Gunnarsdóttur og Friðriki Hjörleifssyni ásamt píanóleikara. Á föstudag er fjörið í íþróttamiðstöðinni Verinu og verður sundsprell fram eftir degi. Um kvöldið mætast hagyrðingar í Þórsveri og nemendur grunnskólans sýna atriði úr Hárinu. Þá verður unglingadansleikur í Þórsveri með hljómsveitinni Von. Á laugardag verður dorgveiðikeppni, úti- markaður og kassabílarall verður á sínum stað. Þá verður kaffisala og ljósmyndasýn- ing í Verinu. Síðdegis hefst svo hraðmót UNÞ í knattspyrnu. Um kvöldið verður svo brenna þar sem sungið verður og spilað áður en haldið er á stórdansleik með Von. Á sunnudag verður gönguferð á Langa- nesi og á Skálum á Langanesi verður keppt um titilinn „Langanesvíkingur“ og að lokum grillaðar pylsur og lambakjöt.    Veraldarvinir | Í júníbyrjun mátti sjá ung- menni vinna við fjöruhreinsun og merkingu gönguleiðar á Langanesi en það eru félagar úr samtökunum „Veraldarvinir“ sem eru al- þjóðleg samtök ungs áhugafólks um um- hverfismál. Þetta unga fólk er frá sex þjóðlöndum og auk þess að hreinsa rusl á strandlengju luku þau við merkingu gönguleiðar milli Hrollaugsstaða og Skála á Langanesi. Leið- sögumaður þeirra var Angantýr Einarsson sem sagði unga fólkið vinna vel og af áhuga. Í lok dvalar Veraldarvina á Þórshöfn efndu þeir til samkomu í íþróttamiðstöðinni og buðu heimamönnum að fræðast um sam- tökin. Þá bauð unga fólkið upp á ýmsa rétti frá sínum heimalöndum. Tónlistin gleymdist ekki því frönsk sekkjapípa var með í för og gafst heimafólki kostur á að prófa hana.    Veðurblíða | Síðustu daga hefur þurrviðri og veðurblíða sett svip sinn á mannlífið hér á Þórshöfn, gróðrarskúr var kærkomin þegar jörðin var orðin skrælþurr. Á tjaldstæðinu hefur verið nokkur umferð en fyrst vorboðinn var Svisslendingurinn Jósef á stóra pósthjólinu sínu sem var að koma í tuttugasta og annað skiptið en hann kemur jafnan mjög snemma vors með Nor- rænu. Tjaldstæðið er ókeypis og þar er hreinlætisaðstaða og vatn. Eru ferðamenn duglegir að nýta sér það. Úr bæjarlífinu ÞÓRSHÖFN EFTIR LÍNEYJU SIGURÐARDÓTTUR Ásvaldur Ævar Þor-móðsson var kjör-inn oddviti Þing- eyjarsveitar á fundi sveitarstjórnar í síðustu viku. Hann tekur við af Haraldi Bóassyni sem kosinn var oddviti þegar Þingeyjarsveit varð til við sameiningu Hálshrepps, Ljósavatnshrepps, Bárð- dælahrepps og Reyk- dælahrepps eftir kosn- ingar árið 2002. Við oddvitaskiptin voru Haraldi Bóassyni færðar þakkir fyrir farsælt starf í stóli oddvita en sátt og friðsemd hafa einkennt störf sveitarstjórnar und- ir hans stjórn alveg frá upphafi, eins og segir á heimasíðu sveitarfé- lagsins. Þórunn Jóns- dóttir var endurkjörin varaoddviti Þingeyj- arsveitar. Oddvitaskipti Fagridalur | Nokkrir íbúar í Vík í Mýrdal voru í óða önn að hreinsa upp rusl úr fjörunni vestast í Vík- urþorpi þegar fréttaritari var þar á ferðinni. Þetta er liður í átaki til að hreinsa og fegra umhverf- ið sem Umhverfis- og ferðamálanefnd Mýrdals- hrepps stendur fyrir, einn- ig eru íbúar í sveitinni hvattir til að taka til í kring um sig og hefur sveitarstjórn af því tilefni ákveðið að greiða niður leigu á einum gámi á hvert lögbýli. Mikið drasl safn- aðist í fjörunni sem hefur verið að fjúka til og frá. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, hendir tunnu upp á pallbíl í hreinsunarátaki hreppsins. Hreinsunarátak í Vík Það er gjarnanskrafað um þjóð-málin í Vestur- bæjarlauginni. Morg- uninn eftir að samráðs- fundur stjórnar og stjórnarandstöðu fuðr- aði upp orti Reynir Jón- asson organisti: Á örstuttum fundi varð engin sátt og ekki var sopið kálið er heyrðist talað úr hörðustu átt um hegðunarvandamálið. Skömmu áður hafði Árni Björnsson þjóð- háttafræðingur ort um áhyggjuefni stjórnvalda: Ógnir steðja að oss allt um kring enginn sleppur án meiðsla: Kötlugos, hryðjuverk, þrasgefið þing – og þjóðaratkvæðagreiðsla. Aðalsteinn L. Valdi- marsson horfir til Bessastaða og ákvörð- unar forsetans um að synja fjölmiðlalögum Al- þingis: Sitt hefur stærsta góðverk gjört gróðahring sem lifir. Norðurljósin blika björt Bessastöðum yfir. Norðurljósin pebl@mbl.is Hrunamannahreppur | Land- námsdagurinn var haldinn há- tíðlegur í Skeiða- og Gnúpverja- hreppi á laugardaginn. Dagurinn er liður í verkefninu Destination Viking Sagaland. Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá víðs vegar í sveitarfé- laginu. Þá var þess einnig minnst að á þessu ári eru 100 ár liðin frá stofnun Nautgripa- félags Gnúpverja með sýningu á hátæknifjósi í Þrándarholti en þar er nú rekið félagsbú. Þess má geta að fyrsta lausagöngu- fjósið á Íslandi var byggt á þess- um bæ árið 1955. Margir heimsóttu Þrándar- holt, en í hlöðu var yfirlitssýning á ýmsum hlutum er tengdist mjólkurframleiðslu í sveitinni. Má þar nefna strokka og skil- vindur, gamlar kúaskýrslubæk- ur voru til sýnis auk mynda. Við Stöng í Þjórsárdal var fornleifanefnd með opið hús og leiðsögn um Stangarbæ. Fé- lagar úr Karlakór Hreppa- manna sungu í hinni undurfögru náttúruperlu Gjánni og Vörðu- vinafélagið sýndi gestum vörðu- hleðslu. Við Þjóðveldisbæinn var séra Axel Árnason með tíða- gjörð, Skugga-Sveinn kom í heimsókn og söng við raust og ungir glímukappar sýndu ís- lenska glímu. Landsvirkjun var með opið hús í virkjunum sínum. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Guðjón Auðunsson með hvítan kálf í Þrándarholti en getraun fór fram um hve þungur hann væri. Strokkar og kúaskýrslur til sýnis Landnámsdagur Hólmavík | Vínbúð var nýlega opnuð á Hólmavík, en hún er sú 43. á landinu. Búð- in er til húsa í verslun Kaupfélags Stein- grímsfjarðar og er rekin í samstarfi við Kaupfélagið. Vínbúðin verður opin sex klukkustundir á viku, klukkutíma á dag frá mánudegi til fimmtudags og tvo tíma á föstudögum. Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, kom til Hólmavíkur, ásamt nokkrum starfsmönnum sínum þegar búðin var opn- uð, og ávarpaði hann boðsgesti. Í máli Höskuldar kom fram að þegar hann tók til starfa árið 1986 voru vínbúðirnar þrettán. Síðan hefði þeim markvisst verið fjölgað og á landsbyggðinni séu þær gjarnan reknar í samstarfi við önnur fyrirtæki. Eftir að hafa skýrt frá ýmsu er varðar rekstur ÁTVR flutti Höskuldur óskir um farsælt samstarf og afhenti Jóni Eðvald Alfreðssyni kaup- félagsstjóra lyklana að vínbúðinni. Tók hann við þeim í fjarveru Bryndísar Sveins- dóttur, starfsmanns kaupfélagsins, sem veita mun búðinni forstöðu. Jón, svo og Engilbert Ingvarsson, íbúi á Hólmavík, ávörpuðu boðsgesti og rifjuðu m.a. upp gamanvísur frá þeim tíma er Strandamenn voru sjálfum sér nógir um aðföng og fram- leiðslu áfengis. Fjölmargir boðsgestir voru í þessu hófi, þar sem bornar voru fram veit- ingar frá Café Riis og þeir Bjarni Ómar Haraldsson og Kristján Sigurðsson fluttu lifandi tónlist. Vínbúð opnuð á Hólmavík LÖGREGLAN á Húsavík lagði hald á 4 grömm af amfetamíni aðfaranótt sunnu- dags og handtók hóp fólks fyrir utan skemmtistað í tengslum við málið. Þegar mál fóru að skýrast á lögreglustöð var einn maður úr hópnum talinn eiga fíkniefnin og telst málið upplýst af hálfu lögreglu en verður rannsakað áfram uns ákæruvaldið tekur við meðferð þess. 4 grömm af amfetamíni tekin ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.