Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2004 35 ✝ Björn Ólafur Þor-finnsson fæddist á Raufarhöfn 26. ágúst 1926. Hann lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 4. júní síðastlið- inn. Björn var elstur fimm barna hjónanna Sumarlínar Gests- dóttur, f. 25.4. 1901, d. 11.10. 1986, og Þorfinns Jónssonar, f. 9.8. 1885, d. 23.10. 1967. Systkini Björns eru: Rósbjörg, f. 30.7. 1928, Pétur, f. 20.3. 1931, d. 17.2. 1962, kona hans var Svanhvít Þorgríms- dóttir, f. 21.9. 1930, d. 1.10. 1989; Bergljót, f. 30.4. 1933, hennar mað- ur er Einar Magnússon, f. 29.9. 1928, og Eggert, f. 19.1. 1936, kona hans er Kristín Ólafsdóttir, f. 6.3. 1946. Björn kvæntist hinn 17. júní 1952 eftirlifandi eiginkonu sinni Fjólu mannapróf frá Stýrimannaskólan- um í Reykjavík 1951. Hann var há- seti 1947–1950 á Garðari EA 761; á Akraborginni frá Akureyri um tíma 1947; Hrafnkeli NK 100 1948 og Hrönn TH 238 1949–1950; stýri- maður og skipstjóri á Birni Jóns- syni RE 22 1952–1959 og á Guð- mundi Þórðarsyni RE 70 1959–1960. Björn var skipstjóri á Kristbjörgu VE 70 1960–1961; á Heimaskaga frá Akranesi 1961– 1962 og skipstjóri Fáks, Faxa og Fífils í útgerð Einars Þorgilssonar í Hafnarfirði 1962–1980. Björn var um árabil í hópi aflahæstu skip- stjóra á nótaskipaflotanum. Björn var meðstjórnandi Skip- stjóra- og stýrimannafélagsins Öld- unnar 1970–1973, gjaldkeri félags- ins 1973–1977 og formaður þess 1977–1983; í stjórn Farmanna- og fiskimannasambands Íslands 1979– 1981. Björn hlaut heiðursmerki Sjómannadagsins 1990 og Skip- stjóra- og stýrimannafélagsins Öld- unnar 1993. Björn fékk heilablæð- ingu í ágúst 1980 og náði aldrei starfsþreki eftir það. Útför Björns verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Helgadóttur, f. 4.9. 1930. Foreldrar henn- ar voru Eyrún Helga- dóttir, f. 16.5. 1891, d. 31.5. 1980, og Helgi Guðmundsson, f. 8.10. 1881, d. 30.3. 1937. Einkadóttir Björns og Fjólu er Erna Björns- dóttir, lyfjatæknir, f. 25.11. 1951. Fyrri mað- ur hennar er Árni Bjarnason, f. 26.5. 1948, og þeirra sonur er Björn Ólafur, f. 19.11. 1972. Unnusta hans er Sigríður Sól- veigardóttir og dóttir hans er Erna María, f. 26.6. 1995. Seinni maður Ernu er Sigurður Grétarsson, f. 28.4. 1952. Börn þeirra eru Pálmi, f. 30.8. 1980, dóttir hans er Kolbrún Kara, f. 16.3. 2000, og Fjóla, f. 12.9. 1983. Björn gekk í Barnskólann á Raufarhöfn og tók hið meira fiski- Við eftirlifandi systkini Björns Ólafs Þorfinnssonar viljum minnast hans með nokkrum orðum. Björn var fyrsta barn foreldra sinna og óskabarn föður síns, Þor- finns Jónssonar, útgerðarmanns á Raufarhöfn, sem þá var 41 árs. Hann dekraði samt ekki við hann, en tók hann með sér á rjúpnaveiðar sex til sjö ára gamlan, og á króka- veiðar átta til níu ára og mátti hann eiga þann fisk sem hann gat landað sjálfur. Það hafði góð áhrif á hann að vera þetta mikið með föður sín- um, enda stóð Björn undir vænt- ingum hans og var tekinn sem há- seti í áhöfn hans 14 ára gamall. Björn vann algeng sveitastörf á unga aldri en var mest við sjó- mennsku eftir fermingu. Hann var farsæll skipstjóri og draumspakur á veður og veiðar. Björn var góður námsmaður og velvirkur til handa. Við systkinin minnumst hans sem trausts bróður. Ábyrgur, þótt ekki væri hann orð- margur. Á 17. júní hátíð mætti hann Fjólu Helgadóttur. Þá varð ekki aftur snúið. Þau giftust þann mánaðardag árið 1952. Starfsævin verður ekki rakin hér. Hann varð fyrir miklu áfalli þegar Pétur bróðir hans drukknaði er síldveiðiskipið „Stuðlaberg“ fórst 17. febrúar 1962. Eftir heilsubrest 1980 hefur hann notið frábærrar umhyggju Fjólu, konu sinnar, og Ernu, einkadóttur þeirra. Verður það seint fullþakkað. Systkinin. Ég hef alltaf kosið að minnast afa míns sem mannsins sem hann var fyrir veikindin. Í augum ungs drengs var hann maðurinn sem virtist geta borið heiminn á herðum sér. Sem slíkan sá ég afa minn alltaf fyrir mér glaðbeittan, standandi í brúnni með sixpensarann, skimandi út yfir sjóndeildarhringinn, kallandi skipanir niður á dekk; skipanir, sem menn fylgdu með óttablandinni virðingu. Þessi virðing virtist ekki eingöngu vera bundin við mennina um borð því flestir sem þekkja afa minn frá fyrri tíð bera honum sömu söguna: harður maður með sterka réttlætiskennd og stórt hjarta. Ég fór heldur ekki varhluta af því hversu mjög honum þótti vænt um fjölskyldu sína því svo virtist sem hann myndi allt fyrir mig gera þeg- ar hann var í landi, svo lengi sem þeim reglum sem hann setti væri fylgt. Þótt ég hafi ekki verið nema rétt að verða átta ára þegar afi veiktist, þá tel ég mig muna vel eftir honum fyrir veikindin, þótt það geti eflaust að stórum hluta verið af afspurn. Það var samt annar og meira þroskandi kafli að fylgja afa mínum í gegnum langvarandi veikindi; veikindi sem hann bar af sama krafti og elju og hafði einkennt hans líf fram að því. Ég var svo heppinn að búa á neðri hæðinni í Akraselinu í nokkur ár og hafa þá greiðan aðgang að kvöldstundum með ömmu og afa. Þessi tími gaf mér margt, því þá fékk ég tækifæri til að kynnast þeim báðum betur, já kannski upp á nýtt. Það var þá sem ég tók eftir þessu einstaka sambandi sem amma mín og afi áttu, sambandi sem ein- kenndist af ást og virðingu, sam- bandi sem flestir gætu tekið sér til fyrirmyndar. Margir hefðu eflaust dregið sig inn í skel, horfið inn á við þegar mótlæti sem þetta ber að dyrum, en ekki hún amma. Hún tók á veikindum afa með einstöku hug- rekki og einbeitingu og veitti hon- um það öryggi og hlýju sem hann þarfnaðist. Afi minn barðist við erfið veikindi í tuttugu og fjögur ár og með ein- stökum stuðningi ömmu tókst hon- um að mæta þessum hörðu örlögum með reisn sem fáum er gefin. Auðvelt væri að horfa til baka og gráta það hve snemma afi minn veiktist, en það má ekki gleyma því að hann skilur eftir sig sterka minn- ingu um sterkan mann. Það er með blendnum tilfinning- um sem ég kveð afa minn. Vonandi er hann á betri stað, glaðbeittur, standandi í brúnni með sixpensar- ann, skimandi út yfir sjóndeildar- hringinn. Björn Ólafur. Elsku afi minn. Það er mér mikill missir að þú ert farinn en ég veit að þér líður betur á þeim stað sem þú ert á núna. Vegna langvarandi veik- inda þinna þekkti ég þig ekki eins og margir aðrir því þú varst orðinn veikur þegar ég kom í heiminn. En við áttum margar góðar stundir saman – manstu þegar þú og amma gáfuð mér þríhjól í jólagjöf, því var pakkað inn í stóran svartan rusla- poka með jólasveinum á. Svo þegar ég ætlaði að fara að þakka þér fyrir þá sagði ég: „Afi kyssa hjólið,“ en það átti auðvitað að vera: „Ég ætla að kyssa afa fyrir hjólið“ – en að þessu hlógum við oft og ég veit að við eigum eftir að hlæja oftar sam- an að þessu. Starfsfólki á deild 2b á Hrafnistu í Hafnarfirði þakka ég frábæra umönnun. Elsku amma. Ég veit að það er þér þungbært að horfa á eftir lífs- förunaut þínum og sérstaklega vegna þess hvað þú hugsaðir vel um hann í öll þessi ár. Bið ég Guð að styrkja þig í sorginni. Elsku afi. Ég minnist þín með hlýhug í hjarta. Fjóla Sigurðardóttir. Síldarfréttir. Í hádeginu og á kvöldin fréttir af afla síðasta sólar- hrings. Og svo vikulegt yfirlit yfir afla hæstu báta. Allir síldarbátarnir taldir upp og oftar en ekki var bát- urinn sem Björn var með í einu af efstu sætunum. Hvort sem það var Kristbjörgin, Heimaskagi, Fákur, Faxi eða Fífill. Alltaf sama spenn- an, alltaf sama stoltið. Rétt eins og krakkar nú til dags fylgjast með fótboltaliðum fylgdist ég með síld- arbátunum. Og síldarplássin voru nafli alheimsins – Raufarhöfn ekki síst – böðuð í dýrðarljóma. Í gegnum Björn Ólaf Þorfinns- son, skipstjórann í fjölskyldunni, öðlaðist ég, stelpan á mölinni, hlut- deild í síldarævintýrinu, sem á síð- ustu öld breytti efnahag þjóðarinn- ar og einstaklinganna sem í síldinni unnu, ekki síst sjómannanna og fjöl- skyldna þeirra. Ég var með, enda þótt ég hefði aldrei stigið á síld- arplan og aldrei komið til Raufar- hafnar. Jafnvel aldrei smakkað síld. Hún var jú flutt til útlanda í tunn- um en ekki suður til Reykjavíkur. Og þegar ég var send í sveit austur fyrir fjall, tíu eða ellefu ára, þar sem ég átti að vera barnapía sum- arlangt, hélt ég nákvæma skrá yfir afla allra bátanna og mátti ekki missa af síldarfréttum einn einasta dag. Björn Ólafur Þorfinnsson var eig- inmaður Fjólu föðursystur minnar og pabbi Ernu frænku, en við erum jafngamlar, fæddar í sama herberg- inu á Hverfisgötu 100b á heimili ömmu Eyrúnar. Þar bjuggu þau Fjóla og Björn fyrstu búskaparárin, eins og fleiri í fjölskyldunni, og þar átti ég líka heimili með þeim um tíma hjá ömmu og Huldu, tvíbura- systur Fjólu. Björn var góður sjó- maður eins og hann átti kyn til, fengsæll skipstjórnarmaður og virt- ur forystumaður í félagsmálum sinnar stéttar. Hann féll vel að ímynd karlsins í brúnni, hann var hreystin uppmáluð, stór og stæði- legur með sterka rödd og þegar hann var í landi snerist heimilis- haldið óneitanlega um hann. Amma Eyrún hafði hann í miklum háveg- um og það var gagnkvæmt. Það var þyngra en tárum tæki þegar Birni var snögglega kippt út úr þessari hringiðu allri: forystu í sjósókn, félagsmálum sjómanna og fjölskyldunni á einni nóttu, aðeins 53ja ára að aldri. Í 24 ár var hann í reynd sjúklingur en hélt þó með dyggri aðstoð Fjólu, Ernu og krakkanna allra fullri reisn meðan líkamlegir kraftar entust. Síðustu ár dvaldi Björn á Hrafnistu í Hafn- arfirði, bænum þaðan sem hann stýrði aflahæstu skipum landsins um árabil. Lífsferli góðs manns er lokið. Ég minnist hans, eins og gamlir aðdá- endur gjarnan gera, eins og hann var upp á sitt besta: Í brúnni á splunkunýju skipi sem honum hafði verið trúað fyrir og við stelpurnar með í fyrstu siglingunni milli Hafn- arfjarðar og Reykjavíkur. Það var toppurinn á þessum árum. Björn var mikilvægur hluti í lífi stórfjöl- skyldunnar á Hverfisgötunni og öll höfum við misst eitthvað af sjálfum okkur við fráfall hans. Missir Fjólu og Ernu er þó mest- ur og hjá þeim er hugur minn. Álfheiður Ingadóttir. BJÖRN ÓLAFUR ÞORFINNSSON Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 Englasteinar Legsteinar Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, bróðir, tengafaðir og afi, GUÐMUNDUR INGIMARSSON húsasmíðameistari, Leirubakka 12, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi föstudaginn 4. júní. Útförin fer fram frá Garðakirkju á Álftanesi miðvikudaginn 16. júní kl. 13.30. Oddný Matthíasdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Atli Örn Guðmundsson, Heimir Þór Guðmundsson, Eva Rún Jensdóttir, systkini, tengdabörn og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug vegna andláts og útfarar okkar elskulegu eiginkonu, móður, dóttur, systur, tengdadótt- ur, mágkonu og frænku, SIGRÍÐAR KRISTÍNAR HALLDÓRSDÓTTUR, Ásgarði 119, Reykjavík. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki á deild 11E, krabbameinslækningadeild Landspítalans, fyrir góða umönnun og sr. Braga Skúlasyni fyrir veitta aðstoð. Björn Davíð Kristjánsson, Davíð Freyr Björnsson, Birna Fjóla Valdimarsdóttir, Kristján Davíðsson, Svanhildur Björnsdóttir, Sigrún Halldórsdóttir, Jóhann Hjaltason, Alfreð Halldórsson, Elín Sigurðardóttir, Valdimar Halldórsson, Sigríður S. Heiðarsdóttir og systkinabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN ÓLAFSSON bóndi, Brautarholti, Kjalarnesi, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi mánudaginn 14. júní. Auður Kristinsdóttir, Ólafur Jónsson, Kristinn Gylfi Jónsson, Helga Guðrún Johnson, Björn Jónsson, Herdís Þórðardóttir, Jón Bjarni Jónsson, Emilía Björg Jónsdóttir, Þorbjörn Valur Jóhannsson og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, ARI SIGURBJÖRNSSON, Einbúablá 44a, Egilsstöðum, lést á Landspítala Hringbraut föstudaginn 11. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Bergrún Jóhanna Ólafsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.