Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 44
DAGBÓK 44 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. ein- takið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Skipin Reykjavíkurhöfn: Funchal kemur og fer í dag. Helgafell og Goðafoss koma í dag. Atlantic Peace fer í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Fannborg 5. Lokað vegna sum- arleyfa opnað aftur þriðjudaginn 10. ágúst kl. 16. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 bað og vinnustofa, kl. 9 jóga, kl. 13 postulíns- málun. Hársnyrting, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og handavinna, kl. 9–12.30 bókband, kl. 9 leikfimi, kl. 9.30 dans, kl. 9.45 boccia, kl. 13– 16.30 smíðar, kl. 20.30 línudans. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 15 boccia. Sími 535 2760. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9– 16.45 hárgreiðslu- stofan opin, kl. 9–14 að- stoð við böðun, kl. 14 félagsvist, púttvöll- urinn opinn. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin og vefnaður, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Opin vinnu- stofa kl. 9–16.30, leik- fimi kl. 10–11, bókabíllinn 14.15–15, Verslunarferð í Bónus kl. 12.40, hárgreiðsla kl. 9–12. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 10 hársnyrt- ing, kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handa- vinna. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Sameiginleg kvennaleikfimi í Smár- anum kl. 11, karla- leikfimi kl. 13. Lokað í Garðabergi e.h. en opið hús í Kirkjuhvoli á vegum kirkjunnar. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Kl 10 ferð á Njáluslóðir, kl. 10 ganga, kl. 14–16 Pútt á Hrafnistuvelli. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Miðvikudagur: Göngu- Hrólfar ganga frá Ásgarði Glæisbæ kl. 10. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10 gönguferð um Elliðaárdalinn, kl. 13. boccia s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 10–17 handavinna, kl. 14 ganga, kl. 14.45 boccia. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin alla virka daga frá kl. 9–17. Handa- vinnustofan er opin frá kl. 13–16. Alltaf heitt á könnunni. Hraunbær 105. Kl. 9 postulín , kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi , kl. 12.15 verslunarferð, hár- greiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9. 30–10.30 boccia. Fótaaðgerðir, hár- snyrting. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 10–11 ganga, kl. 14 leikfimi. Vesturgata 7. Kl. 9– 10.30 setustofa, dag- blöð og kaffi, kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–16 postulínsmálun, kl. 9– 15.30 hannyrðir, kl. 13– 16 frjáls spilamennska. Vitatorg. kl. 8.45–11.45 smiðjan, kl. 9–16 hár- greiðsla, kl. 9.30–10 morgunstund, kl. 9.30– 16 handmennt, kl. 10– 11 leikfimi fellur niður, kl. 10–16 fótaaðgerðir, kl. 14–16.30 félagsvist. Þjónustumiðstöðin Sléttuvegi 11. Kl. 10– 12 verslunin opin, kl. 13–16 keramik, tau- málun, almennt fönd- ur, kl. 15 bókabíllinn. Félag eldri borgara í Gjábakka. Spilað brids kl. 19 þriðjud. og kl. 13.15 föstud. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði kl. 20, svar- að í s. 552 6644 á fund- artíma. Brúðubíllinn Brúðubíllinn, verður í dag þriðjuidag kl. 10 við Vesturberg og kl. 14 við Klambratún við Kjarvalsstaði og á morgun miðvikudag kl. 10 við Hamravík og kl. 14 við Ljósheima við gæsluvöll. Minningarkort Minningarkort For- eldra- og vinafélags Kópavogshælis fást á skrifstofu end- urhæfingadeildar Landspítalans Kópa- vogi (fyrrverandi Kópavogshæli), s. 560 2700 og skrifstofu Styrktarfélags vangef- inna, s. 551 5941. Í dag er þriðjudagur 15. júní, 167. dagur ársins 2004, Vítus- messa. Orð dagsins: En ég vil færa þér fórnir með lofgjörðar- söng. Ég vil greiða það er ég hefi heitið. Hjálpin kemur frá Drottni. (Jónas 2, 10.)     Össur Skarphéðinsson,formaður Samfylk- ingarinnar, lýsir afstöðu sinni til stóru viðskipta- sam- steypn- anna í viðtali við Við- skipta- blaðið sl. föstudag. Hann seg- ir m.a.: „Að því er hringamyndun varðar er ég þeirrar skoðunar, að samþjöppun sé ekki eins skaðleg og hún var áður fyrr og umferð- arreglurnar skýrari þó að auðvitað megi bæta þær. Ég leit svo á – kannski af því að ég var merktur af mínum póli- tíska uppruna – að hér væri rammpólitískt fyr- irtækjaveldi, sem væri kirfilega hnýtt inn í garnir Sjálfstæðisflokks- ins, Kolkrabbinn. Þetta var að vísu milt kapítal og þjóðlegt og á köflum menningarlegt en þetta voru þeir sem ásamt Sjálfstæðisflokknum réðu öllu í samfélaginu. Núna er hér komið upp margs konar veldi. Ég les það í Viðskiptablaðinu að það séu kannski um tíu við- skiptasamsteypur, sem séu að slást hér … mér finnast hætturnar ekki jafnyfirþyrmandi og þeg- ar ég var yngri þing- maður.“     Það er jákvætt að af-staða Samfylking- arinnar skuli liggja svona skýr fyrir. En það gætir ákveðins misskiln- ings hjá formanni Sam- fylkingarinnar. Ekki er hægt að leggja tíu við- skiptasamsteypur að jöfnu. Tvær þeirra eru augljóslega um- svifamestar. Ummæli Össurar má líka skilja á þann veg, að þau við- skiptaveldi, sem tókust hér á áður fyrr, hafi ver- ið rammpólitísk en öðru máli gegni nú.     Þetta mál snýst ekkium pólitík eða póli- tísk tengsl. Viðvaranir Morgunblaðsins vegna aukinna áhrifa stærstu viðskiptasamsteypnanna snúast um það, að þær séu að kaupa upp Ísland. Þegar þær hafa annars vegar keypt upp Ísland og eiga hins vegar alla einkarekna fjölmiðla á Íslandi nema einn er augljóst að áhrif þeirra á þróun íslenzks samfélags verða margfalt meiri en hinna kjörnu fulltrúa þjóðarinnar, sem sitja á þingi.     Það er merkilegt aðformaður flokks, sem kennir sig við jafn- aðarstefnu sjái ekkert athugavert við það. Það er hættulegt að missa tengslin við rætur sínar. Og rætur Samfylking- arinnar lágu í hinum pólitísku alþýðuhreyf- ingum 20. aldarinnar. Nú eiga fyrirtækja- hringarnir augljóslega mest skjól hjá Samfylk- ingunni. STAKSTEINAR Að missa tengslin við rætur sínar Össur Skarp- héðinsson Víkverji skrifar... Stundum, þegar Víkverji kemurheim eftir langan og erfiðan vinnudag, á hann það til að leggjast upp í sófa og leyfa sjónvarpinu að slökkva á sér. Í stað þess að stunda líkamsrækt og borða hollan mat snýr hann vömbinni upp í loft, með gosdrykk í annarri hendinni og sam- loku með mishollu áleggi í hinni. Svo hugsar hann með sér þegar hann burstar tennurnar að á morgun muni hann láta til skarar skríða og taka skrefin að nýju lífi, heilbrigðara lífi. Víkverji er stundum algjör tann- burstahetja, þ.e.a.s. maðurinn sem lofar öllu fögru fimm mínútum áður en hann leggst í háttinn. Kannski er það þessi öra hreyfing handanna fram og til baka sem setur hjartað af stað í þessar tvær mínútur sem tannburstunin á sér stað. Þá kviknar á heilanum og hann fer af vanmætti að reyna að hvetja Víkverja til dáða. Það er þó til lítils, því næsta dag dettur hetjan í sama gamla farið. Þetta er leiðinlegt því Víkverji vill svo sannarlega vera uppbyggilegur. x x x Á dögunum bauð Víkverji til grill-veislu í garðinum fyrir utan hús- ið þar sem hann býr ásamt fjölskyld- unni í lítilli og látlausri risíbúð. Glatt var á hjalla, en þó varð það slys að allir lyklar heimilisins læstust inni. Þá voru góð ráð dýr. En Víkverji var í niðurrifsskapi og spurði frúna hvort hún væri nú ekki hvort eð væri komin með leið á læsingunni, sem hefur þann leiða ávana að standa á sér og vera með almenna stríðni. Frúin kinkaði kolli og Víkverji fór og gerði eins og í lögguþáttunum; sparkaði inn hurðinni. Þótt aðgerðin bæri svo sannarlega keim af karl- mennsku fylgdu henni engir gleði- straumar, enda þykir Víkverja fátt ömurlegra en að eyðileggja sitt eigið hús. Víkverji gladdist annars mjög umhelgina, þegar dóttir hans sýndi honum drauma sína á blaði. Fyrsta myndin var af litlum kastala og við hana var skrifað: „Hér vil ég búa.“ Næsta mynd var af lítilli stúlku með kórónu spilandi fótbolta. Við hana stóð: „Ég vil kunna fóboda.“ Og sú þriðja var af ofboðslega fallegri prinsessu, með myndatextanum: „Ég vil verða prinsessa.“ Það er á svona stundum sem Víkverji veit hreinlega ekki í hvorn fótinn hann á að stíga af kæti. Hann tók heima- sætuna í arma sína og gaf henni stærðarinnar knús, enda er engillinn litli ljós lífs hans og þurrkar á auga- bragði út öll leiðindi og sorgir tann- burstahetjunnar. Víkverji veit að hann er hetjan hennar, hvað sem á dynur, jafnvel með vömbina út í loftið. (Enda er vömbin fyrirtaks hnakkur fyrir hestaleik.) Svo er líka heimilislæðan nýbúin að gjóta, þannig að nú þarf enga aðkeypta afþreyingu næstu vikurnar. Fjórar tístandi gleðibollur sjá fjöl- skyldunni nú fyrir allri þeirri af- þreyingu sem hún þarf. Svo eru þeir allir lofaðir, þannig að kettlingunum fylgir ekkert samviskubit. Morgunblaðið/Jim Smart Víkverji er óttaleg tannburstahetja. FILMA fannst árið 1995. Meðfylgjandi mynd er af þeirri filmu. Upplýsingar í síma 869 9324. Varahlutir í Fiat Í VELVAKANDA birtist fyrir skömmu fyrirspurn um það hvar hægt væri að fá varahluti í Fiatbifreiðar. Ungur maður hafði sam- band við Velvakanda í kjöl- farið og sagði að varahlut- ina væri hægt að nálgast í síma 540 0800 hjá Stúdíó- bílum í Garðabænum, Smiðsbúð 2. Tapað/fundið NOKIA-sími fannst NOKIA 3510-sími fannst við Rauðavatn fyrir skömmu. Nánari uppl. í síma 860 3116. Hjól tapaðist WHEELERHJÓL, 7 ára gamalt, sem búið var að mála steingrátt og merkt Voline tapaðist frá biðskýli Strætó undir göngubrúnni á Miklubraut, neðan Soga- vegar. Þeir sem hafa ein- hverjar upplýsingar um hjólið eru vinsamlegast beðnir að hafa samband í síma 568 1680 eða 616 2304. Hlutir töpuðust í Breiðholti ALPINA-ÚTVARP úr Kia Sportage, 2 Motorola-tal- stöðvar, 2 símahleðslutæki 12 V og sólgleraugu með styrk ásamt hulstri töpuð- ust í Breiðholti fyrir skömmu. Finnandi vinsam- legast hafi samband í síma 860 3116. Dýrahald Kisa fannst FJÖLSKYLDAN í Grana- skjóli 34 hefur undir hönd- um hvíta læðu með grátt skott og lit á enni. Hún er ómerkt en blíð og góð. Upp- lýsingar gefur fjölskyldan í Granaskjóli í síma 848 3262 eða 552 3179. Læða óskar eftir nýju heimili GULLFALLEG læða, blíð, þæg og þrifin, óskar eftir nýju heimili vegna flutn- inga. Upplýsingar í síma 866 5287 eða 567 6727. Snotra týndist SNOTRA týndist í Áslandi í Hafnarfirði að morgni 11.júní sl. Hún er innikött- ur og ókunn svæðinu þar sem hún slapp út. Hún er 1 árs gömul, svört með hvítt við bringuna og örlítið hvít á loppunum. Snotra er ól- arlaus og vör um sig. Ef einhver finnur hana eða sér til hennar vinsamlegast hafið samband við Kristínu í síma 898 7932. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Kannast þú við fólkið á myndinni? LÁRÉTT 1 vinna, 4 girðing, 7 þjálf- un, 8 megnar, 9 beita, 11 sleif, 13 skítur, 14 brjóstnál, 15 himna, 17 jörð, 20 bókstafur, 22 aldursskeiðið, 23 manns- nafn, 24 áma, 25 á næsta leiti. LÓÐRÉTT 1 grenja, 2 ljóma, 3 smá- alda, 4 not, 5 valska, 6 sér eftir, 10 spil, 12 elska, 13 gyðja, 15 stinn, 16 hakan, 18 snákar, 19 blundi, 20 ljúka, 21 úr- koma. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 gjafmildi, 8 sóðar, 9 uggur, 10 iðn, 11 akrar, 13 nýrun, 15 skömm, 18 hatur, 21 aka, 22 siðug, 23 linna, 24 frelsaður. Lóðrétt: 2 Júðar, 3 fyrir, 4 Iðunn, 5 dugur, 6 Esja, 7 hrun, 12 aum, 14 ýsa, 15 síst, 16 örður, 17 magál, 18 halda, 19 týndu, 20 róar. Krossgáta   Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.