Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 162. TBL. 92. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Fóstbræður á faraldsfæti Héldu vel sótta tónleika í Sankti Pétursborg | Listir Tedrykkja og jafnvægi Lítið tehús við Laugaveg hann- að í anda Feng Shui | Daglegt líf Alþýðulög frá miðöldum Guðjón Rúdolf og Krauka á Víkingahátíð | Fólk í fréttum KB BANKI hefur gert samning um kaup á danska fjárfestingarbankanum FIH fyrir 84 milljarða króna og eru þetta ein stærstu fyrir- tækjakaup íslensks fyrirtækis frá upphafi. Heildareignir FIH eru heldur meiri en heild- areignir KB banka og samanlagðar heildar- eignir bankanna í lok mars voru 1.366 millj- arðar króna. Hagnaður KB banka í fyrra var heldur meiri en FIH. Samanlagður hagnaður bankanna það ár voru rúmir 14 milljarðar króna. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka, segir þetta hafa verið stórkostlegt tæki- færi fyrir KB banka. FIH hafi verið til sölu í mjög langan tíma, en beinn aðdragandi að kaupum KB banka hafi hins vegar verið skammur, aðeins nokkrir dagar. Hann segir að KB banki hafi þó fylgst lengi með bankanum og sjálfur hafi hann þekkt fyrir bæði núverandi forstjóra og forvera hans. Góður og arðsamur rekstur Sigurður Einarsson segir að engar breyt- ingar séu fyrirhugaðar á starfsemi FIH og þar starfi topplið. Tilgangur kaupanna sé ekki að leita samlegðaráhrifa á kostnaðarhliðinni enda sé reksturinn í mjög góðu lagi og arðsamur. Helstu kostirnir við kaupin eru að sögn Sig- urðar að KB banki verður stór í Dan- mörku, því að FIH sé einn af þremur helstu bönkum Danmerkur í fyrirtækjaviðskiptum með mjög góða sögu að baki. Bankinn hafi mik- il og góð tengsl við dönsk fyrirtæki og KB banki telji að hægt sé að breikka vöruframboð hans verulega til þess- ara viðskiptavina. Spurður um næstu skref í útrás bankans segir Sigurður að bankinn vilji nýta þau tæki- færi sem gefist, en ómögulegt sé að segja hve- nær næsta tækifæri gefist. Hann segir ekkert annað skref af þessum toga í undirbúningi. „En ef þú hefðir talað við mig fyrir fimm mánuðum hefði ég sagt það sama. Þetta gerist svo hratt.“ Einhver stærstu fyrir- tækjakaup Íslendinga KB banki/12          ! " # #$ % !"   MARKAÐSVERÐMÆTI KB banka hækkaði um 19,4 milljarða króna, 12,5%, í viðskiptum gærdagsins og nam 174 milljörðum króna í lok dagsins. Lokagengi bréfanna var 395 í Kauphöll Íslands og hefur aldrei verið hærra. Hækkunin kemur í kjölfar tilkynn- ingar í Kauphöllinni fyrir hádegi í gær um kaup KB banka á danska fjárfestingarbank- anum FIH. Gengi Íslandsbanka lækkaði um 0,6% í gær og var lokagengi hans 8,25 og markaðs- verð 82,5 milljarðar króna. Gengi Lands- banka hækkaði um 0,6% í gær. Lokagengi hans var 8,00 og markaðsverð 64,8 millj- arðar króna. Hækkun KB banka, sem vegur þungt í Úr- valsvísitölunni, átti stærstan þátt í því að hún hækkaði um 3,6% í gær. Lokagildi hennar var tæplega 2.806 stig, sem er hæsta gildi hennar frá upphafi og tæpum 33% hærra en um áramót. 19,4 milljarða hækkun FORSETI Bandaríkjanna, George W. Bush, bar í gær lof á forvera sinn í emb- ætti, demókratann Bill Clinton, við athöfn þar sem afhjúpað var málverk af Clinton sem prýða mun veggi Hvíta hússins eins og myndir af öðrum, fyrrverandi for- setum. „Bill Clinton sýndi ótrúlega atorku og heillaði afar marga. Þekking hans á stjórnmálum var djúpstæð og víðtæk, hann hafði mikla samkennd með þurfandi fólki og vildi fyrst og fremst horfa fram á við, það er hugarfar sem Bandaríkjamenn kunna svo vel að meta hjá forseta,“ sagði Bush í ávarpi sínu. Hann sagði að Clinton hefði þurft að berjast hart til að ná svo langt en forsetinn fyrrverandi er kominn af fátæku fólki í Arkansas. „Ég get sagt ykkur meira af þeirri sögu en hún birtist senn í góðum bókaverslunum um gjörvöll Bandaríkin,“ sagði Bush og átti við að endurminningar Clintons, „Ævi mín“, koma út 22. júní. Bush lofar Clinton Washington. AFP. George W. Bush Bandaríkjaforseti, fjær er Bill Clinton, fyrrverandi forseti. Reuters HÆSTIRÉTTUR Ísraels úrskurðaði í gær að sveitarfélög yrðu að heimila sölu á svína- kjöti ef meirihluti íbúanna færi fram á það. Ákvæði eru í lögum gyðingdóms um að neysla svínakjöts sé bönnuð. Veraldlega sinnaðir Ísraelar fögnuðu niðurstöðunni en bókstafstrúaðir gyðingar voru mjög ósáttir. „Þetta er nagli í kistu hins gyðinglega inntaks í ríkinu,“ sagði Eli Yishai, leiðtogi Shas-flokksins, sem er flokkur bókstafs- trúarmanna. Talsmenn veraldlega sinnaðra flokka sögðust ekki vera að berjast fyrir því að fólk borðaði svínakjöt. „Við berjumst fyr- ir því að fólk hafi rétt til að borða það sem það vill, þegar það vill og þar sem það vill,“ sagði Joseph Lapid, dómsmálaráðherra og leiðtogi Shinui-flokksins. Svínakjöt, sem selt er sums staðar í Ísr- ael, er framleitt á landi í eigu ísraelskra araba. Hafa margir Ísraelar bent á að þótt svínakjötsneysla sé bönnuð hjá múslímum banna þeir ekki kristnum aröbum á svæð- um sínum í Ísrael að borða svín. Verði leyft að borða svínakjöt Jerúsalem. AP. FRAMKVÆMDASTJÓRI Sam- taka íslamskra ríkja, (OIC), Mar- okkómaðurinn Abdelouahed Belk- eziz, hvatti til þess á fundi utanríkisráðherra aðildarríkjanna, sem hófst í Tyrklandi í gær, að þau veittu nýrri stjórn í Írak „fjárhags- legan, siðferðislegan og stjórnmála- legan“ stuðning. Belkeziz, sem læt- ur senn af störfum, gagnrýndi einnig að sögn fréttavefjar BBC harkalega aðildarríkin 57 fyrir að ur öfgasinnaðra múslímahópa ætti rætur að rekja til vanmáttartilfinn- ingar almennings í löndunum. „Ofstækismenn hafa gripið tæki- færið við þessar aðstæður og framið viðbjóðslega glæpi … við verðum því að berjast gegn þessu ofstæki af festu samtímis því sem við reynum að bæta sverta ímynd íslams í heim- inum.“ Hann sagði að miklu skipti að þjóðir íslams tækju afgerandi af- stöðu gagnvart lýðræði. Sú ákvörð- un myndi ráða úrslitum um það hvort þær yrðu áfram leiksoppar annarra þjóða eða gerendur sem hefðu jákvæð áhrif í heiminum. Talið er að yfirlýsing um stuðning við írösku bráðabirgðastjórnina verði samþykkt á fundinum. Hins vegar mun vera lítill áhugi í músl- ímaríkjum á því að senda herlið til að hjálpa Bandaríkjamönnum við að sinna friðargæslu í Írak. grípa ekki til róttækra samfélags- umbóta. Hann benti á að samanlögð þjóð- arframleiðsla þeirra væri minni en Frakka eða Breta. Belkeziz sagði að sama væri hvort litið væri á mennt- un, heilbrigðismál eða hagvöxt; alls staðar væru ríki OIC mjög aftar- lega á merinni. Heimur íslams væri nú sundurklofinn og niðurlægður, munurinn á glæstri fortíð hans og nútímanum væri sláandi. Uppgang- Þjóðir íslams taki sér tak Istanbúl. AP. HÓPUR ungs tónlistarfólks, íslensks og bandarísks, kom við á Bessastöðum í gær og lék nokkur lög fyrir forseta Íslands og fleiri gesti. Bandaríski hópurinn kemur frá Minnea- polis og kom til Íslands í þeim tilgangi að hitta ungt tónlistarfólk í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og spila með því á tónleikum. Flestir nemendanna leika á strengja- hljóðfæri en einnig eru flautuleikarar í hópn- um. Allir nemendurnir hafa lært á hljóðfæri eftir Suzuki-aðferðinni og í hópunum tveimur eru tæplega 100 manns. Morgunblaðið/Eggert Ungt tónlistarfólk á Bessastöðum ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.