Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Grettir Smáfólk ÞESSI DAGUR ÆTLAR ALDREI AÐ TAKA ENDA GÓÐA NÓTT GRETTIR NÚNA? ÉG NÁÐI NAUMLEGA AÐ KOMA AÐ SÍÐUSTU KVÖRTUN DAGSINS ÞÚ GETUR BORÐAÐ HVAÐ SEM ÞÚ VILT EN SAMT LOSAÐ ÞIG VIÐ AUKAKÍLÓIN! HVERNIG? MEÐ ÞVÍ AÐ KOMA ÞÉR ÚR SÓFANUM, DRÖSLA ÞÉR ÚT OG STUNDA REGLULEGA... ÉG NÁÐI RÉTT SVO AÐ SLEPPA VIÐ AÐ HEYRA L ORÐIÐ! HVAÐ ER NÚ ÞETTA? HEIMURINN LÍTUR EKKERT BETUR ÚT SVONA EN HANN LÍTUR EKKERT VERR ÚT HELDUR Beini ÉG ÆTLA AÐ FÁ EINN BJÓR ... © LE LOMBARD ... OG HANN VILL APPELSÍNUSAFA EH ... NEI, HEYRÐU ANNARS HANN VILL FREKAR ANNANASSAFA ... ....MEÐ RÖRI GLUGG! POUUITT! ÞÚ ERT EKKI BÚINN AÐ SJÁ ALLT. ÞAÐ ER EKKI BARA AÐ HANN SÉ FLOTTUR ... HUNDURINN ÞINN ER FRÁBÆR. HANN KEMUR MEÐ ÞÉR Á KNÆPUNA ... HANN DREKKUR ÁVAXTASAFAN SINN ... Í GLASI, EINS OG ALLIR AÐRIR. VEL AF SÉR VIKIÐ! ... HELDUR BORGAR HANN LÍKA! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG leyfi mér að beina þeim tilmæl- um til Háskóla Íslands, Blaða- mannafélags Íslands, dagblaða, út- varps- og sjónvarpsstöðva, að þessar stofnanir gangist fyrir námskeiði starfsmanna sinna. Þar verði fjallað um íslenskt mál, orðtök, málshætti og kenningar. Tilmæli þessi eru bor- in fram sökum þess að nær daglega verður ljóst að starfsmenn flestra fjölmiðla sýna ótrúlega vanþekkingu á íslensku máli. Nýlega sagði frétta- maður Ríkissjónvarpsins er hann lýsti brúðkaupi Friðriks Danaprins og ástralskrar heitmeyjar hans: „Skötuhjúin Friðrik og … hans.“ Í orðabók Sigfúsar Blöndals segir … „hyski, Grýla og Boli, svarti dauði og stóra bóla“. Aðrar orðabækur sýna allar neikvæða merkingu „skötu- hjúa“. Þá má benda á misnotkun orða- tiltækja, sem daglega heyrast og sjást í fjölmiðlum. Takmörkun fisk- veiða er nú lýst rétt eins og þær fari fram innanhúss. Rætt er um „þak og gólf“ á fiskveiðum. Ögmundur Jón- asson alþingismaður ræddi seinast nú um sl. helgi um „gólf“ í sambandi við réttindamál umbjóðenda sinna. Naumast eru mál þeirra komin í umsjá Áhaldahúss Reykjavíkur. Þingmenn og ráðherrar tala rétt eins og þeir séu í boltaleik. „Nú er boltinn hjá þessum eða hinum“ heyr- ist oft. Þá er talað og ritað um að þetta eða hitt líti „dagsins ljós“. Lif- andi verur „líta dagsins ljós“. Frum- varp eða bók „líta ekki dagsins ljós“. Þá er margsinnis rætt um „oftar en ekki“. Ekki er aldrei. Oftar en ekki er því rugl, sem aldrei á að heyrast. Svo er eins og allir séu að leika sér. Þessi er hinn er kominn „til leiks“. Lífið er ekki eintómur leikur. Þá heyrist oft ambaga eins og t.d. „að draga lappirnar í viðræðum“. Við- ræður fara ekki fram á gönguför með Útivist eða Ferðafélaginu. Þær fara fram við borð í fundarsölum. Viðræður eru því tafðar með mál- þófi, málalengingum eða orðahnipp- ingum. Ótal orð henta betur en orð- skrípið „að draga lappirnar“. „Að eyrnamerkja“ einhverjum fjárveitingu er afkáralegt. Það minn- ir á sauðfé, en ekki fólk. Fjárveiting er tengd nafni einhvers, en ekki „eyrnamerkt“. Í sjónvarpsþætti sem fyrrum tengdasonur Jóns Baldvins stýrði, góður leikari, efnismaður, Björn Jörundur, bauð hann til sín ungu starfsfólki auglýsingastöðvar. Borð svignuðu af veitingum. Maður þurfti að hafa sig allan við til þess að sjá hvað var mannshöfuð og hvað vín- flaska eða kjötlæri. Hann spurði unga drengja„kollsstúlku“, sem sat við annan borðsendann: „Hvað starf- ar þú?“ „Ég,“ svaraði stúlkan. „Ég bý til „identity“. Hún snyrti ásjónu og útlit, yfirbragð og einkenni við- komandi, manns eða stofnunar. Hún hreinsaði mannorð. Bjó til fagurt mannlíf og geðfellt. Auglýsingastofa hennar tók að sér að hanna og semja áhrifamikla lýsingu á verðleikum viðkomandi. Svo kom röðin að starfsfélaga stúlkunnar við öndverð- an borðsenda. Björn Jörundur hélt sið alþingismanna. Hann sagði ekki „Nú er röðin komin að þér. Eða hvað segir þú? Hann sagði: „Nú er boltinn hjá þér.“? Pilturinn svaraði er hann var spurður hvernig honum félli starfið. „Vel. Það er svo mikið chal- lange.“ Á þessum nótum eru viðtalsþættir nú til dags. Magnús Stefánsson alþingismað- ur og nafni hans Magnús bæjarstjóri á Ísafirði dvöldust vestanhafs um skeið. Þeir voru fljótir að gleyma hagfræðihugtökum. Í þeirri grein kom þeim ekkert annað í hug en „infrastructure“. Það læddist að manni sá grunur að þeir hefðu næsta litla hugmynd um hvað það þýddi og er þó annar þeirra nafnanna formað- ur fjárveitinganefndar Alþingis. Ég veit að ritstjórar Morgun- blaðsins hafa áhuga og eru manna vísastir til þess að styðja að því, að haldið sé uppi vörnum móðurmáls og feðratungu. „Draflastaðir“ Mjólkur- samsölunnar, sem láta eins og Sam- salan sé „prókúruhafi“ íslensks máls, svo gripið sé til tungu fyrrum herraþjóðar. „Tetrapak“-herferð Samsölunnar tryggir ekki íslenskt tungutak. Það er löngu ljóst. PÉTUR PÉTURSSON þulur. Garðastræti 9, 101 Reykjavík. Íslensk tunga eða „Tetrapak“ Mjólk- ursamsölunnar Frá Pétri Péturssyni: GUÐNI í ferðaskrifstofunni Sunnu á sínum tíma og Bónus-feðgarnir nú í dag, eru frumkvöðlar lágs verðlags í landinu. Gerðu almenningi kleift að komast ódýrt til útlanda hér áður fyrr, og nú er þessum almenningi mögulegt að kaupa ódýra nýlendu- vöru í stað uppsprengds verðlags gamla íhaldsins. En nýja auðvaldið eru nú þeir Baugsmenn og fleiri að- ilar af yngri kynslóð viðskiptalífsins. Sá er munurinn nú í dag. Og gamla íhaldið er farið að dala og dagar þess senn taldir, og tími almúgamannsins runninn upp, endanlega, sem betur fer. PÁLL G. HANNESSON, Ægisíðu 86, 107 Reykjavík. Gamalt og nýtt auð- vald og almenningur Frá Páli G. Hannessyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.