Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Torfi Guðbjörns-son fæddist í Bjarnarnesi í Kald- rananeshreppi í Strandasýslu 29. október 1929. Hann lést á Landspítalan- um 6. júní síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðbjörn Bjarnason bóndi, f. 26. september 1880, d. 25. október 1952, og Katrín Kristín Guðmundsdóttir ljósmóðir, f. 19. október 1885, d. 20. janúar 1967. Torfi átti tíu alsystk- ini. Þau eru: Gunnar Magnús, f. 8. maí 1910, d. 10. júlí 1924, Sigríður Guðmundína, f. 18. júlí 1911, d. 28. október 1988, Bjarni Kristófer, f. 16. júní 1913, d. 25. ágúst 1988, Anna Mikaelína, f. 20. júní 1915, Kristbjörg Rósalía, f. 1. desember 1916, d. 10. júní 2002, Elín Rósa, f. 16. september 1918, Arngrímur, f. 19. ágúst 1920, d. 6. október 1983, Guðrún, f. 11. október 1922, d. 17. janúar 2000, Þorsteinn Gunnar, f. 28. september 1925, d. 17. febrúar 1997, Margrét, f. 30. apríl 1928. Torfi átti eina hálfsystur, sam- mæðra, Svanfríði Jónsdóttur, f. 16. september 1901, d. 25. júlí 1902, og eina hálfsystur samfeðra, ágúst 1984, og Auður Ösp, f. 10. september 1990. 4) Karl Gunnar, f. 30. apríl 1957, maki Ingveldur Teitsdóttir og eiga þau þrjú börn. Þau eru: Ástbjörg Ýr, f. 30. mars 1978, Gunnar Ingi, f. 10. nóvember 1983, og Teitur, f. 18. desember 1985. 5) Kristleifur Gauti, f. 31. mars 1958, maki Kristín Birna Angantýsdóttir og eiga þau fjögur börn. Þau eru: Guðrún Ása, f. 16. mars 1978, Torfi Björn, f. 20. febr- úar 1980, Daníel Hrafn, f. 14. febr- úar 1985, og Andri Týr, f. 26. sept- ember 1987. Torfi fluttist með foreldrum sín- um inn á Hólmavík þegar hann var ársgamall og bjó þar til 15 ára aldurs. Þá fluttist hann til Reykja- víkur og bjó þar hjá Sigríði systur sinni og starfaði hjá Veiðarfæra- gerðinni. Torfi og Anna hófu bú- skap árið 1948 og bjuggu þá í Reykjavík en fluttust vorið 1953 í Kópavog. Um tíma bjuggu þau í Vogum á Vatnsleysuströnd og í Keflavík á meðan Torfi starfaði hjá varnarliðinu á Keflavíkurflug- velli. Sumarið 1961 fluttust þau síðan á Neðstutröð 8 í Kópavogi og þar bjó Torfi til dauðadags. Torfi hóf nám í hárskera- og rakaraiðn við Iðnskólanum í Reykjavík árið 1948 og starfaði hann við iðn sína til dauðadags eða í alls 56 ár. Hann hóf rekstur rakarastofunnar að Neðstutröð 8 í desember 1961 þar sem hann starfaði til dauðadags. Útför Torfa verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Sigríði Svövu Ingi- mundardóttur, f. 4. maí 1923. Hinn 30. mars 1952 kvæntist Torfi eftirlif- andi eiginkonu sinni Önnu Marín Krist- jánsdóttur frá Sand- gerðisbót í Glerár- þorpi á Akureyri, f. 27. ágúst 1927. For- eldrar Önnu voru Kristján Hallfreður Sigurjónsson sjómað- ur, f. 24. júlí 1895, d. 17. júlí 1981, og Anna Pétursdóttir, f. 23. júlí 1894, d. 14. desember 1954. Torfi og Anna eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Katrín Guðbjörg, f. 9. mars 1949, maki Bragi Jónsson og eiga þau tvö börn: Berglind Guð- rún, f. 5. september 1976, og Brynjar Þór, f. 30. apríl 1980. Katrín átti fyrir Bjarndísi Marín Hannesdóttur, f. 13. júlí 1968. 2) Kristján Guðmundur, f. 4. maí 1953, maki Bára Benediktsdóttir og eiga þau þrjú börn. Þau eru: Anna Marín, f. 18. janúar 1978, Sigrún Katrín, f. 1. nóvember 1979 og Benedikt f. 24. apríl 1986. 3) Kristbjörn Geir, f. 5. febrúar 1956, maki Soffía Guðjónsdóttir og eiga þau þrjú börn. Þau eru: Sigríður Katrín, f. 30. maí 1979, Egill, f. 7. Elsku Torfi minn. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín eiginkona Anna Marín. Torfi hennar Maju frænku er far- inn. Elsku Torfi, rólegur, traustur og hlýr. Það er erfitt að trúa því að hann taki ekki oftar á móti mér á Tröðinni, þar sem hann var alltaf til staðar. Þau hjónin Torfi og Maja hafa verið alla tíð í lífi mínu. Ég var ekki gömul þegar ég fór með Kefla- víkurrútunni til að dvelja hjá þeim um lengri eða skemmri tíma. Þau létu sig ekki muna um að bæta einni stelpu við fimm barna hópinn. Seinna varð Tröðin sá viðkomustað- ur sem alltaf var opinn, alltaf heitt á könnunni og tími fyrir spjall. Ég hef verið velkomin á heimili þeirra eins og ég væri ein af þeim. Torfi var maður skynseminnar, maður sem hægt var að spyrja ráða um flest það sem að lífinu snýr og hægt að treysta því að hann talaði hug sinn. Hann var léttur í lund og mætti mótlæti með æðruleysi. Það var ekki hans deild að kvarta. Hann lét sig varða flesta hluti og fylgdist vel með þjóðfélagsumræðunni. Hann var þrælpólitískur, einhver sagði „róttækur“ framsóknarmaður, og umræðan um þjóðfélagsmálin var oftar en ekki lífleg í eldhúsinu á Tröðinni þar sem Torfi hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Umræður blandaðar al- varleika og skopi. Já, skopskynið var í lagi hjá Torfa. Hann hafði einstak- an hæfileika til að sjá spaugilegu hliðarnar á málunum og átti það til að stríða óspart á sinn góðlátlega hátt. Hann var prakkari af lífi og sál. Prakkarastrikin voru þó saklaus og oftast meinfyndin eins og þegar hann hringdi í „Diddu systur“, mömmu mína, og taldi hana á að lána sér tennurnar sínar – kvartaði yfir að annars myndi hann svelta heilu hungri. Sú tilhugsun reyndist móður minni ofviða þar sem hún vildi engan vita svangan eða mat- arlausan. Við fráfall Torfa streyma fram minningar en það sem er efst í huga er væntumþykjan og sú umhyggja sem hann Torfi bar fyrir Maju sinni og krökkunum. Fjölskyldan var hon- um allt. Ég kveð þig, Torfi, með söknuði, þakklæti og virðingu. Þakka þér fyrir einlæga vináttu við mig og fjölskyldu mína. Torfi minn, við förum ekki oftar út undir vegg í fjölskylduboðunum til að fá okkur „frískt loft“. Elsku Maja frænka, Kata, Kiddi, Bjössi, Gunni, Gauti og fjölskyldur, missir ykkar er mestur. Ég og fjölskylda mín vottum ykkur okkar dýpstu samúð á þessari sorg- arstundu, hugur okkar er hjá ykkur. Agnes Agnarsdóttir. „Af lífi ertu kominn og að lífi skaltu aftur verða“. Ég dró manna- korn fyrir þig afi minn: Lofa þú Drottin sála mín, og allt sem í mér er, hans heilaga nafn, lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans. (Sálmur 103, 1.2.) Alveg dæmigert! Þú ert dáinn og við sem eftir lifum erum alveg í rusli og Hann lætur það snúast um sig! Alveg merkilegt með sumt fólk! Mér finnst að þú ættir að ræða þetta að- eins við Hann, þetta gengur ekki. Það var nú reyndar ekki fyrr en ég las restina af sálminum sem ég skildi hvað Hann átti við. Kannski vegir Hans séu ekki svo óútreikn- anlegir þegar allt kemur til alls. Málið snýst bara um að hafa sig að- eins hægan og leggja við hlustir. Nú ertu loksins kominn í frí, afi minn. Vonandi skín sólin þar sem þú ert. Það verður erfitt að aðlagast heiminum án þín, þú varst svo stór hluti af honum. Við skiljum reyndar ekkert í því hvað þú varst að flýta þér. Enn fjallhress, á besta aldri og alltaf kátur. Þú hafðir svo margt til að lifa fyrir. Maja systir skýrði garðinn sinn Torfalund í höfuðið á þér. Mér skilst að trén þín taki sig vel út í honum. Endilega kíktu á hann. Hafðu það gott, afi minn, þar sem þú ert. Við hittumst svo aftur þegar þar að kemur. Og hafðu ekki áhyggj- ur af ömmu. Við skulum hugsa vel um hana fyrir þig. Hvíldu í friði. Sigrún Katrín Kristjánsdóttir. Í dag er kvaddur hinstu kveðju tengdafaðir minn, Torfi Guðbjörns- son hárskerameistari. Torfi var Strandamaður og hélt alltaf tryggð við sína sveit. Þegar Torfi var unglingur flutti hann til Reyjavíkur og fór að vinna við Veiðarfæragerð Íslands. Árið 1948 hóf hann hárskurðarnám í Iðn- skólanum. Hann lauk því námi árið 1952 og fór að vinna við iðn sína, fyrst í Reykjavík til ársins 1953 en þá hóf hann störf á Keflavíkurflug- velli sem rakari og vann þar til árs- ins 1961. Eftir þetta stefndi hann í Kópa- voginn með fjölskyldu sína og stofn- setti þar eigin rakarastofu í sama húsi og heimili hans var. Hún var stofnuð 9. desember 1961 og hafði hún verið opin í samfellt 43 ár á sl. ári. Ég hef þekkt Torfa frá því að ég man eftir mér en kynntist honum mjög vel eftir að ég flutti inn á heim- ili þeirra hjóna sem tengdadóttir fyrir tæpum 30 árum. Þegar Torfi var tvítugur greindist hann með sjaldgæfan sjúkdóm sem er kallaður vöðvaslensfár og vísar nafnið í einkennin. Þau eru fyrst og fremst máttleysi og kraftleysi í öll- um vöðvum. Á þessum tíma var ekki mikið vit- að um sjúkdóminn hér en Torfi hafði heyrt að hann gæti hugsanlega feng- ið hjálp í Bandaríkjunum og dreif hann sig þangað. Hann fékk þar lyf sem hjálpaði aðeins til þannig að hann var ekki eins máttlaus. Þegar Torfi fór að nálgast þrí- tugsaldurinn greindist hann með annan alvarlegan sjúkdóm, iktsýki, sem lýsir sér þannig að hann smá- skemmir alla liði líkamans. Þrátt fyrir þessa sjúkdóma vann Torfi alltaf fullan vinnudag og vissi ég stundum ekki hvernig hann fór að þessu. Með alla liði í höndum kreppta og haldinn máttleysi klippti hann allan daginn. Ég heyrði Torfa aldrei kvarta yfir örlögum sínum en alltaf var stutt í brosið og bjartsýnina þrátt fyrir að ég vissi að hann væri bæði slappur og þakaður af verkjum. Alltaf var hægt að ganga að Torfa vísum á rakarastofunni á Neðstu- tröðinni. Fyrst börnin hans og síðan barnabörn gátu alltaf komið til pabba/afa ef eitthvað bjátaði á og leysti hann úr mörgum vandanum meðan aðrir fullorðnir voru við vinnu. En það voru ekki bara börn og barnabörn sem sóttu rakarastofuna því þetta var stundum eins og sam- komustaður þar sem mikil og merk skoðanaskipti áttu sér stað. Þarna komu menn bæði til þess að láta klippa sig og ræða landspólitíkina. Sumir komu eingöngu til þess að spjalla um daginn og veginn. Ég veit ekki hversu margar rík- isstjórnir hafa verið stofnaðar þarna né hversu mörgum hefur verið breytt, aðrar felldar og reistar við á ný o.s.frv. En þarna á þessari rak- arastofu hefur oft verið mjög fjörugt og vinsælt að koma við. Ég veit ekki til þess að rakarastof- unni hafi verið lokað heilan dag síð- an hún var stofnuð fyrir 43 árum. Þrátt fyrir að oft væri erfitt að kom- ast úr rúminu á morgnana vegna stirðleika í liðum og máttleysi í vöðv- um lét Torfi það aldrei stoppa sig í að komast út á stofu. Gauti, yngsti sonur Torfa, lærði einnig iðnina og hefur hann verið með pabba sínum undanfarin 26 ár og leyst hann af í fríum sem þó var ekki oft. Hjónaband Torfa og Maju var af- ar farsælt og er erfitt að ímynda sér Maju án Torfa, þau voru alltaf sam- rýnd og hugsuðu svo vel hvort um annað. Maja á marga góða að sem munu styðja hana og styrkja á þess- um erfiðu tímum. En Maja hefur líka sýnt að hún er hetja þegar á reynir. Torfi er mesta hvundagshetja sem ég hef fyrir hitt í lífinu og mér finnst mjög dýrmætt að hafa fengið að kynnast honum og verða honum samtíða um tíma. Elsku Torfi, ég þakka þér allt og allt. Mér finnst ég vera töluvert rík vegna þess að ég fékk að kynnast þér og æðruleysi þínu og að sjá og finna hvað þú hafðir alltaf mikið að gefa öðrum. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Bára Benediktsdóttir. Elsku afi, það fyrsta sem kemur upp í huga mér þegar ég hugsa um þig eru allir morgnarnir sem við sát- um saman á rakarastofunni í vetur í kaffi og sígó. Maður kom aldrei í heimsókn öðruvísi en að það væri heitt kaffi á könnunni. Heitasta um- ræðuefnið var náttúrlega trén sem ég flutti upp í Borgarfjörð. Ég mun hugsa mjög vel um trén okkar og ég veit að þú munt vaka yfir þeim. Ég var alveg miður mín þegar í ljós kom að þú myndir ekki sjá skóginn okkar þegar hann yrði tilbúinn. Þetta er stórgjöf sem þú gafst mér og þegar þar að kemur munu börnin mín eign- ast þau og mun ég þá segja þeim sögurnar af besta afa í heimi og langbesta rakara sem ég hef nokk- urn tímann þekkt. Það er elsta minning mín um þig þegar ég sat á plankanum og þú varst að klippa mig vegna þess að ég var alltof lítil til að sitja í stólnum. Eins þegar þú laumaðir að mér nammi þegar ég var að sniglast í sjoppunni. Ég ætla ekki að kveðja þig núna vegna þess að ég reikna með þér í kaffi og sígó uppi í Torfalundi um alla framtíð. Ég skal meira að segja kaupa handa þér Camel filterslaus- an sem þú getur geymt hjá mér. Anna Marín Kristjánsdóttir. Nú þurfum við að kveðja hann afa okkar. Hann afa sem við héldum að yrði hjá okkur í mörg ár í viðbót. Hann var alltaf svo hress alveg fram á síðustu stundu og alltaf til staðar. Maður gat gengið að honum vísum á rakarastofunni að klippa eða bara að spjalla við gesti og gangandi um lífið og tilveruna, pólitíkina og veðrið eða hvað sem var. Það er tómlegt að koma þangað núna og enginn afi, en hann er þar í anda og fylgist með að allt fari vel fram og að neminn læri allt sem læra þarf. Já, hann afi var alltaf hress og tók öllum vel. Það var sama hvaða hug- myndir og vandamál var komið með, hann var alltaf til í að ræða hlutina og leggja eitthvað af mörkum ef hann mögulega gat. Elsku afi, við eigum eftir að sakna þín mjög mikið og þá er alltaf gott að leita í allar góðu minningarnar sem við geymum með okkur. Takk fyrir allt og láttu þér nú líða vel á nýja staðnum. Andri Týr, Daníel Hrafn, Torfi Björn, Guðrún Ása og Guðmundur. Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú, að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól. Lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Farðu í friði, vinur minn kær. Faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær. Aldrei skal ég þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Takk fyrir okkur, elsku afi, og all- ar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þú sem varst svo stoltur af okkur og lést okkur óspart vita að það væri aldrei nóg til af okkur og þú fylgdist ávallt með því sem við vorum að gera, svo barngóður varst þú. Minn- ing þín er ljósið í lífi okkar. Ásta Ýr, Gunnar Ingi og Teitur. Elsku afi minn, takk fyrir tak- markalausa þolinmæði, takk fyrir að kenna mér æðruleysi, takk fyrir að kenna mér þrautseigju, takk fyrir að kenna mér lífsgleði, takk fyrir ynd- isleg ár og ekki síst, takk fyrir að spilla mér með eftirlæti. Góða ferð, afi minn. Bjarndís Marín. Kæri afi. Ég man ennþá röddina í þér, hláturinn og brosið. Hver minn- ing sem ég á um þig vekur kátínu og hlýjar mér um hjartarætur. Elsku afi, þú fórst kannski snemma en ekki of seint, Guð kallaði á þig og þú svar- aðir. Ég gleymdi nú oft meðan þú lifðir að segja þér hversu mikið mér þætti vænt um þig en ég veit að þú vissir hvernig mér leið. Rakarastof- an verður ekki sú sama eftir að þú ert farinn. Maður býst alltaf við þér fara að klippa einhvern eftir að hafa verið í kaffipásu hjá ömmu. Lífið verður ekki það sama án þín. Hvar er hann afi sem var svo góður við barnabörnin sín, hvar er hann afi sem kenndi mér að greiða mér eins og herramaður, hvar er hann afi sem lagði mér ýmsar lífsreglur? Hann er uppi í himnaríki að fylgjast með ást- vinum sínum og verndar þá ásamt öðrum ættingjum sem hafa farið vestur yfir hafið til eilífrar dvalar í friði og ró. Benedikt Kristjánsson. TORFI GUÐBJÖRNSSON Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta  Fleiri minningargreinar um Torfa Guðbjörnsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.