Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2004 19 NÍU ára börn sem búa í þéttbýli á landsbyggðinni og sveitum eru í betra líkamlegu formi en jafnaldrar þeirra sem búa á höfuðborgarsvæð- inu. Börn á þessum aldri sem og einnig 15 ára ungmenni sem búa á landsbyggðinni stunda frekar íþrótt- ir í íþróttafélögum en börn á höf- uðborgarsvæðinu. Þá er neysla á gos- og svaladrykkjum og sælgæti minni hjá 9 ára börnum sem búa í sveit samanborið við börn sem búa í þéttbýli og höfuðborgarsvæðinu og það sama gildir um 15 ára ung- menni. Þetta kemur fram í viðamikilli rannsókn, „Heilsufar og lífsstíll 9 og 15 ára Íslendinga“ sem Erlingur Jó- hannsson, dósent við íþróttafræða- setur Kennaraháskóla Íslands, kynnti í Háskólanum á Akureyri í gær. Rannsóknin var gerð á síðasta skólaári, meðal 9 og 15 ára barna og ungmenna og var markmiðið að kanna heilsufar, hreyfingu, mat- aræði og félagsfræðilega þætti. Rannsóknin var framkvæmd á landsvísu og úrtakið var um 1.300 börn, þar af var þriðjungur þeirra í grunnskólum á Akureyri og ná- grenni. Erlingur sagði að um al- þjóðlega langtímarannsókn væri að ræða og hún yrði endurtekin að 6 ár- um liðnum, þá hjá 9, 15 og 21 árs ein- staklingum. Svipuð rannsókn hefur verið gerð í Portúgal, Eistlandi, Danmörku, Noregi og víðar. Meiri þátttaka í íþróttum „Börn á Akureyri og nágranna- sveitum virðast samkvæmt nið- urstöðum rannsóknarinnar vera í betra líkamlegu formi en þau á höf- uðborgarsvæðinu. Ein ástæða þess er líklega sú að þau stunda íþróttir í meira mæli, þau nýta sér þjónustu íþróttafélaganna meira. Ef til vill gæti það verið vegna þess að fram- boð á annarri afþreygingu er meira á höfuðborgarsvæðinu, þar er meira í boði,“ sagði Erlingur. Þetta á við um 9 ára börnin en engin marktæk- ur munur var á líkamlegu formi þeirra 15 ára eftir búsetu. Fram kemur í rannsókninni að íþróttaiðkun barna og ungmenna er algeng á Íslandi og að fleiri börn hreyfi sig nú og taki þátt í íþróttum innan íþróttafélaga en fyrir 10 árum. „Fyrst og fremst er þó íþróttaiðkun að aukast hjá þeim sem stunda íþróttir oft, fjórum sinnum í viku eða oftar. Þetta er hópurinn sem stund- ar keppnisíþróttir. Iðkunin hefur ekki aukist í sama mæli hjá þeim sem æfa lítið,“ sagði Erlingur. Hann benti á að mikil áhersla væri lögð á afrekstengt íþróttastarf hér á landi. Menn þyrftu að velta fyrir sér fleiri möguleikum, fjölbreyttara íþrótta- starfi sem höfðaði til þeirra barna sem virkilega þyrftu á hreyfingu að halda en finna sig ekki í hefð- bundnum keppnisíþróttum. Þrátt fyrir aukna þátttöku í íþróttum er kyrrseta fyrirferð- armikil í lífi ungs fólks. Þannig leiðir rannsóknin í ljós að piltar eyða mikl- um tíma í að spila tölvuleiki og horfa á sjónvarp. Tæp 40% pilta í 10. bekk spila tölvuleiki í meira en 4 klukku- tíma á dag um helgar og tæp 27% stúlkna í 10. bekk horfa á sjónvarp eða myndbönd í meira en 4 tíma á dag á virkum dögum. „Þessi mikla sjónvarps- og tölvunotkun er helsta ástæða hreyfingarleysis íslenskra barna og ungmenna,“ sagði Erling- ur. Hann sagði þó jákvætt að mat- aræði hefði almennt batnað á síðast- liðnum áratug, neysla á gos- og svaladrykkjum hefði minnkað, en væri þó enn mikil. Þá kom fram að börn og ungmenni drekka nú meira vatn en áður. Helstu niðurstöður rannsókn- arinnar eru þær að íslensk börn eru meðal feitustu barna í Evrópu, en um 20% íslenskra barna, 9 og 15 ára sem þátt töku í rannsókninni eru of þung. Níu ára börn á höfuðborgarsvæði, í öðru þéttbýli og til sveita Landsbyggðarkrakkar í betra líkamlegu formi Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Níu ára börn í þéttbýli á landsbyggðinni og í sveitum eru í betra líkamlegu formi en jafnaldrar þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Þar er þátttaka í íþrótt- um á vegum íþróttafélaga meiri. Þessi mynd var tekin á KA-svæðinu á Ak- ureyri þar sem algengt er að krakkarnir komi á reiðhjólum til æfinga. EKKI liggur ljóst fyrir hve mikið fjárhagslegt tjón varð þegar kvikn- aði í rannsóknarhúsinu við Háskól- ann á Akureyri á föstudagskvöldið, og orsök brunans er heldur ekki kunn. Húsið er í byggingu og unnið var við það þar til um kl. 20.30 á föstu- dagskvöldið en tilkynnt var um eld- inn laust fyrir klukkan 21. Guðmundur Jóhannesson er byggingastjóri hússins á vegum verktakans, ÍAV. Hann sagði það ekki liggja endanlega fyrir fyrr en eftir viku, jafnvel hálfan mánuð, hve tjónið er mikið. „Þetta leit illa út þeg- ar að var komið. Þá hélt ég að þetta væri miklu meira en raunin er; mér sýnist á öllu að skemmdir séu mun minni en óttast var í fyrstu. Skemmdir eru líklega óverulegar innandyra, þó enn sé ekki ljóst með rafmagnskapla og þess háttar,“ sagði hann við Morgunblaðið. Vinna er langt komin við austur- álmu hússins, sem svo er kölluð, lægri bygginguna. Þar eru dúkar komnir á gólf og hengiloft komin upp, „en sá hluti hússins virðist sem betur fer hafa sloppið. Sjöundu hæð turnsins, efra hússins, hafði ekki al- veg verið lokað – átti enn eftir að glerja nokkrar rúður – og það hefur líklega orðið til þess að reykurinn komst allur þar út og leitaði því ekki niður í neðri bygginguna. Ég ímynda mér það að minnsta kosti að hefði efsta hæðin verið orðin alveg þétt hefði reykurinn farið niður.“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gífurlegan reyk lagði frá húsinu. Fór mun betur en á horfðist Samið um tölvuþjónustu | Samn- ingur hefur verið gerður milli Tölvu- fyrirtækisins Skríns og Nátt- úrufræðistofnunar Íslands um heildarþjónustu á tölvusviði við set- ur stofnunarinnar á Akureyri og Reykjavík. Þetta er einn stærsti þjónustusamningur sem Skrín hefur gert. Um þriggja ára skeið hefur fyrirtækið þjónað setri stofnunar- innar á Akureyri, en nú bætist Reykjavíkursetur stofnunarinnar við og eru því útstöðvar í allt um 60 talsins. Um er að ræða kerfisleigu, gagnaflutning, netþjónustu, keyrslu miðlægra gagnagrunna og á ein- stökum útstöðvum, afritunartöku gagna og fleira. Skrín hefur á undanförnum árum verið í jöfnum og örum vexti og keypti nú í vetur sem leið rekstur Anza. Í framhaldinu var starfsemin flutt að Furuvöllum 13 á Akureyri og þar hefur verið settur upp einn fullkomnasti tölvusalur landsins.    Vefur um Sorpeyðingu | Sorp- eyðing Eyjafjarðar hefur opnað nýjan vef sem hefur slóðina www.sorpey.is, en hann var form- lega opnaður á vorfundi Héraðs- nefndar Eyjafjarðar. Vefnum er annars vegar ætlað að vera upplýs- ingabanki fyrir Eyfirðinga um allt sem viðkemur flokkun úrgangs til endurvinnslu og hins vegar að veita stjórnsýsluupplýsingar um Sorp- eyðinguna.    ALLS voru 245 kandídatar braut- skráðir frá Háskólanum á Akur- eyri á laugardaginn. „Af þeim hafa 199 stundað námið hér á Akureyri en 46 hafa stundað fjarnám fyrir milligöngu símenntunar- og fræðslumiðstöðva annars staðar á landinu á Egilsstöðum, í Neskaup- stað, á Hornafirði, í Hafnarfirði og á Ísafirði,“ sagði Þorsteinn Gunn- arsson, rektor háskólans, m.a. við þá athöfn. Í þessum hópi 245 manna eru m.a. 24 kandídatar sem hafa stund- að fjarnám í leikskólafræðum fyrst í Kópavogi og síðar fyrir milli- göngu Námsflokka Hafnarfjarðar. Að auki brautskrást 17 hjúkr- unarfræðingar og viðskiptafræð- ingar við sérstaka athöfn sem hald- in verður í Reykjanesbæ á þjóðhátíðardaginn en þeir hafa stundað þaðan fjarnám við háskól- ann. Samtals verða því á þessu vori brautskráðir 262 kandídatar frá Háskólanum á Akureyri og er það langstærsti hópur sem hefur braut- skráðst þaðan. Í vetur voru starfræktar sex deildir við Háskólann á Akureyri: auðlindadeild, félagsvísinda- og lagadeild, heilbrigðisdeild, kenn- aradeild, rekstrar- og við- skiptadeild og upplýsinga- tæknideild. „Var þetta fyrsta starfsár félagsvísinda- og laga- deildar sem hóf starfsemi sína með afar öflugu starfi,“ sagði Þor- steinn. „Samtals stunduðu 1.470 nem- endur nám við háskólann og hafa þeir aldrei verið fleiri. Árið áður, þ.e. háskólaárið 2002–2003, voru 1.060 nemendur við nám í háskól- anum og er hér því um mjög mikla aukningu að ræða eða um 39%.“ Fyrstu kandídatarnir með BS- próf í tölvunarfræði voru braut- skráðir frá skólanum að þessu, 17 talsins. „Námi í tölvunarfræði í upplýsingatæknideild var komið á fót með samstarfi háskólans og Ís- lenskrar erfðagreiningar og fleiri aðila og hófst starfsemi deild- arinnar á haustmisseri 2001. Hóp- ur mjög hæfra kennara, sem marg- ir eru af erlendu bergi brotnir, starfa við deildina sem gerir hana samkeppnishæfa við bestu tölv- unarfræðideildir við erlenda há- skóla. Kennsla fer fram á ensku en það gerir í senn kleift að bjóða er- lendum nemendum að nema við deildina sem og að auka hæfni ís- lenskra nemenda og undirbúa þá betur undir störf eða framhalds- nám erlendis,“ sagði rektor. „Þess má geta að í þessum hópi tölvunarfræðinga er Haukur Pálmason sem brautskráist með hæstu meðaleinkunn í fyrri hluta námi sem nokkurn tíma hefur ver- ið gefinn við Háskólann á Akureyri eða 9,60. Haukur er bróðir Önnu Berglindar Pálmadóttur sem brautskráist úr kennaradeild með meðaleinkunnina 9,28 sem er næst- hæsta meðaleinkunn í fyrri hluta námi sem hefur verið gefin við há- skólann.“ Systkin með hæstu meðal- einkunnir skólans frá upphafi Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fjölmenni var við brautskráningu frá Háskólanum á Akureyri. Laufás að kvöldlagi | Tekin hefur verið upp sú nýbreytni að hafa safn- ið að Laufási opið að kvöldlagi á fimmtudagskvöldum, frá og með 17. júní og er þá opið til kl. 22. Þá verður hægt að skoða Gamla bæinn og upp- lifa kvöldfegurðina sem blasir við af hlaði Laufásbæjarins. Hægt er að kaupa kvöldhressingu í þjóðlegum stíl í gamla prestshúsinu. Ýmsir viðburðir eru á dagskrá í Laufási í sumar, næst „Leikjadagar barna“ sem verða 21. til 26. júní. Kenndir verða gamlir leikir milli kl. 14 og 15 alla dagana og er „börnum“ á öllum aldri velkomið að taka þátt í leikjunum eða horfa á. Í Laufási er opið frá 9–18 alla daga og til 22 á fimmtudögum. Veit- inga- og minjagripasalan í Gamla prestshúsinu er einnig opin á sama tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.