Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2004 39 Upp í hugann koma margar góð- ar minningar þegar við skemmtum okkur eins og ungra manna er sið- ur. Hann hafði gott skopskyn og var hnyttinn í tilsvörum. Einnig hafði hann ákveðnar skoðanir í stjórnmálum og ósjaldan vorum við ósammála í þeim efnum. En aldrei hallaði á vinskap okkar. Snorri stundaði sjómennsku bæði hér við Íslandsstrendur og á fjarlægum slóðum. Hann var alla tíð mikill ævintýramaður og hafði unun af ferðalögum. Bjó hann meðal annars um tíma í Danmörku og í Suður- Afríku. Ekki hef ég tölu á þeim löndum sem Snorri heimsótti en þau voru mörg og hef ég grun um að hann hafi stundað veiðar í öllum heimshöfunum sjö, að minnsta kosti siglt um þau. Snorri var ekki gæfusamur í sínum sambúðum en hamingja hans voru dætur hans tvær, Edda sem orðin er ung kona og Andrea sem verður fimm ára núna í haust. Missir þeirra er mik- ill og ekki síst litlu telpunnar sem dáði pabba sinn, en þær eiga góða að og þarf Andrea litla engu að kvíða. Snorri eignaðist einnig dreng sem býr í Danmörku. Við hjónin urðum þeirrar gæfu aðnjót- andi að hafa Snorra í vinnu við fyr- irtæki okkar bæði fyrir og eftir að hann greindist með sjúkdóminn sem sigraði hann að lokum og eru honum hér þökkuð þau störf. Snorri var alltaf bjartsýnn á að hann myndi hrista þetta af sér. Hann leit á þessi alvarlegu veikindi sem hverja aðra pest. En þegar ég heimsótti Snorra nokkrum dögum fyrir andlátið var hann nýkominn frá Svíþjóð eftir rúmlega sex mán- aða erfiða dvöl þar og var mjög af honum dregið. Spjölluðum við dá- lítið saman en það var honum erf- itt. Sagði hann þá við mig að gott væri að vera kominn heim. Benti hann mér brosandi á vegginn á móti en þar héngu margar myndir eftir litlu dóttur hans. Það sást hvert stefndi og er ég viss um að hann vissi það best af öllum en samt kom andlát hans mér á óvart. Tómarúm myndaðist og minning- arnar góðu fóru á fleygiferð um huga minn. Ætli honum hafi ekki fundist að nóg væri komið. Hann ætlaði upp úr þessum aumingjskap og halda til nýrra verka, eins og Snorri var vanur að segja. Jæja, kæri vinur, nú er komið að kveðjustund, nú ert þú kominn á nýjar slóðir með gítarinn í annarri hendi og myndavélina í hinni. Ekki fær maður fleiri kaffibolla í Firð- inum hjá Snorra, þar sem hann bjó síðustu árin ásamt dóttur sinni þar sem þeim leið vel, og ekki verða fleiri myndir skoðaðar frá öllum þeim stöðum sem Snorri kom við á. Snorri verður lagður til hinstu hvílu í Hafnafjarðarkirkjugarði og er ég viss um að hann verður ekki óánægður þar. Því miður getum við hjónin ekki fylgt þér síðasta spöl- inn, kæri vinur, en hugur okkar er hjá þér og þínum. Hittumst þótt síðar verði og tökum upp þráðinn, fáum okkur kaffibolla og skoðum myndir sem þú hefur aldrei sýnt mér áður. Megi góður drottinn styrkja telpurnar þínar tvær og fjölskyldu. Þorsteinn Auðunn Pétursson. Kæri vinur, við kynntumst þann- ig að þú ruglaðist á stelpunum okk- ar, þá pínulitlum úti á róló. Reynd- ar áttaðir þú þig fljótlega. Þær urðu vinkonur og við vinir, hvernig var annað hægt? Gullmolarnir okk- ar bundu okkur strax einhverjum sérstökum böndum. Hún vann hjarta mitt fljótt en þú aðeins seinni til, enda stundum harður að utan, en ljúfur sem lamb þegar betur var að gætt. Við vorum oft ósammála og ég skammaðist stund- um í þér, en við vorum sammála um allt það sem máli skipti; lífið, tilveruna, hamingjuna, framtíðina. Við trúðum hvor öðrum fyrir draugum fortíðar og gyðjum fram- tíðar. Kæri vinur, það er komin kveðjustund. Fyrir nokkrum dög- um vorum við að plana hvað við ætluðum að gera skemmtilegt með stelpunum okkar í sumar og ég stend við þau plön og veit þú verð- ur hjá okkur. Þú varst hins vegar alltaf að plana ferðina sem þú ætl- aðir að fara þegar þú værir búinn að buga óvininn. Ég sé það núna að við vissum alltaf bæði hvaða ferð þú varst að tala um. Ferðin er haf- in – þú ert kominn heim. Kæri vinur, ég þakka þér vinátt- una, en ég lít ekki svo á sem henni sé lokið, heldur bara að hún hafi breyst, ég finn það í hjarta mínu. Ég er meiri manneskja fyrir að hafa kynnst þér og þú getur svo sannarlega verið stoltur yfir lífs- verki þínu og hvað þú skilur eftir. Þú átt frábæra fjölskyldu og ást- vini og þú þarft engar áhyggjur að hafa. Ég veit þú siglir nú á lygnum sjó þar sem tónlistin þín ómar tært. Hver í logni siglir sjó sést í róðri án ára enginn skilur við vinn sinn þó án þess að kenna tára! Kæri vinur. Ég kveð þig með sorg í hjarta og hlakka til að hitta þig áftur. Stelpunum þínum, for- eldrum, systkinum og ástvinum öll- um sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þínar, Ragnheiður Linda og Shania Sól. Það fór óneitanlega straumur af tregatil- finningu og söknuði um hjartalönd mín þegar ég heyrði af skyndilegu fráfalli hins gamla kunningja míns og skákfélaga, Jóns Björgvinssonar. Á þeim 13 árum sem ég bjó á Ak- ureyri áttum við margar góðar stundir saman í hópi skákfélaga og JÓN VIÐAR BJÖRGVINSSON ✝ Jón Viðar Björg-vinsson fæddist á Akureyri 18. júlí 1945. Hann lést á Ak- ureyri 1. maí síðast- liðinn og var jarð- sunginn frá Akur- eyrarkirkju 10. maí. einnig þegar við tveir háðum marga hildi við borðið á hvítum reitum og svörtum. Þegar ég gekk í Skákfélag Akur- eyrar og mætti á mitt fyrsta alvörumót fyrir norðan varð hann einna fyrstur til að bjóða mig velkominn og mátaði mig svo snilldarlega í mótinu á eftir. Bæði ég og aðrir munu minnast hans sem listamanns í skák- inni þar sem sköpunar- gleði og ævintýraþrá voru hans leið- arljós. Heiðarleiki hans og drengskapur við skákborðið var ein- stakur og verður vart við jafnað, nema einna helst hjá skákvini okkar Ólafi Kristjánssyni. Jón var mikill meistari í hraðskák og vann ótal titla á ferli sínum. Mörg mót hans eru í sjálfu sér minnisstæð því hann var harður keppnismaður og náði vel út úr sér á mótum. Jón var svona í þéttara lagi í vextinum og ýmsir töldu hann síður en svo snaran í snúningum. Einu sinni afsannaði hann þessa kenningu manna á hrað- skákmóti. Jón var í miklu tímahraki og missti biskup á gólfið. Þá gerði hann sér lítið fyrir og skutlaði sér ógnarhratt á gólfið eftir biskupnum og náði honum á mettíma. Smellti honum aftur á skákborðið og fyrr en varði var andstæðingurinn mát. Það er ljóst að Skákfélag Akur- eyrar og aðrir velunnarar skáklist- arinnar fyrir norðan hafa misst góð- an félaga þar sem Jón Björgvinsson er. Ég vil með þessum fátæklegu orð- um kveðja Jón og votta vinum hans og ættingjum samúð mína. Kári Elíson. Látin er í Reykjavík vinkona mín Fjóla Har- aldsdóttir á nítugasta og öðru aldursári. Fjólu kynntist ég fyrir rúm- um þremur áratugum er ég hóf störf í heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu en þar hafði Fjóla starfað frá stofnun þess 1970. Málin æxluðust svo að við urðum nánir samstarfs- menn þegar í upphafi því Fjóla fékk það hlutverk að vera mín stoð og stytta, s.s. varðandi ritvinnslu og frá- gang þeirra mála sem mér voru falin. Var ekki amalegt að fá svo „ráðuneyt- FJÓLA HARALDSDÓTTIR ✝ Fjóla Haralds-dóttir var fædd í Vestmannaeyjum hinn 22. mars 1913. Hún lést 2. júní síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 9. júní. isvanan“ starfsmann sér til trausts og halds þegar í upphafi starfa í Stjórnarráðinu. Ég er ekki í vafa um að þetta reyndist mér gott vega- nesti. Ég var nýkominn frá prófborði þegar ég hóf störf í ráðuneytinu, hafði aldrei komið ná- lægt stjórnsýslu og hafði sannast sagna meiri áhuga á öðru þótt atvikin höguðu málum með þessum hætti. Fjóla bjó hins vegar yfir áratugareynslu af störf- um á þessum vettvangi og þekkti málaflokka ráðuneytisins út í hörgul. Fjóla var frábær kona, skarp- greind og skilningsrík. Hún var óvenjuvandvirk, svo mér fannst stundum keyra úr hófi fram, en víst er að ég hafði gott af því. Umfram allt var Fjóla þó einstaklega vönduð til orðs og æðis og sannur mannvinur. Hún var sannkallaður fagurkeri og húmanisti í orðsins bestu merkingu. Ekki spillti fyrir að þrátt fyrir tölu- verðan aldursmun höfðum við svipuð áhugamál sem við ræddum þegar stundir gáfust en Fjóla var fjölfróð og lét sér fátt óviðkomandi, t.d. á sviðum lista, og hafði skoðanir á þeim málum sem bæði voru vel grundaðar og rök- studdar. Það fór því ekki hjá því að við Fjóla yrðum ekki aðeins nánir sam- starfsmenn heldur ekki síður góðir vinir. Forsjóninni verður aldrei fullþakk- að fyrir þau forréttindi að hafa fengið að kynnast Fjólu og víst er að ég mun geyma einkar fallega mynd af ein- stakri konu í huga mér. Hver veit nema leiðir okkar liggi saman aftur og að við getum tekið upp þráðinn á öðru tilverustigi. Ég verð þá að vanda mig það sem eftir er jarðlífsins því eitt er ég viss um; ef einhver verðskuldar vist í himnaríki er það Fjóla og það lýsir kannski betur en mörg orð mannkostum hennar og lífshlaupi. Við Sigrún og dæturnar vottum Steinunni og Óttari, mökum þeirra og niðjum sem og öðrum vandamönnum Fjólu okkar dýpstu samúð. Guð geymi hana. Ingimar Sigurðsson. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- arhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ARNLJÓTS BJÖRNSSONAR, Kjarrvegi 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við öllu starfsfólki, sem annaðist hann á Landspítalanum við Hringbraut nú í vor, einkum þó starfsfólki á deild 11E fyrir einstaka alúð og umhyggju. Lovísa Sigurðardóttir, Þórdís Arnljótsdóttir, Edda Arnljótsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Sigurður Arnljótsson, Ingibjörg Arnljótsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, RAGNARS ÞORGRÍMS KRISTJÁNSSONAR, Höfðagötu 11, Hólmavík. Fyrir hönd aðstandenda, Matthildur Sveinsdóttir, Halldór Kr. Ragnarsson, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Ágústa Kr. Ragnarsdóttir, Ingimundur Pálsson, Jóhanna B. Ragnarsdóttir, Már Ólafsson og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, LAUFEY GOTTLIEBSDÓTTIR, Dvergabakka 32, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju miðviku- daginn 16. júní kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á dvalarheimilið Hornbrekku, Ólafsfirði. Valur Sigurðsson, Karen Aradóttir, Rúnar Sigurðsson, Guðmundur Sigurðsson, Steinunn Gísladóttir, Sigurjóna Sigurðardóttir, Hildur Sigurðardóttir, Sigurjón Ólafsson, Hörður Sigurðsson, Þóra Eylands, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Lokað í dag og í kvöld vegna útfarar vinar okkar, samstarfs- manns og starfsmanns, GUÐMUNDAR K. GÍSLASONAR. Eldsmiðjan veitingahús, Bragagötu 38A. Ástkær sambýlismaður minn, faðir, afi og bróðir, BJÖRN ZOPHANIAS KETILSSON skipstjóri og útgerðarmaður, lést föstudaginn 11. júní. Fyrir hönd aðstandenda, Vigdís Ragnarsdóttir, Sigurður Ketilsson, Guðrún Hjálmarsdóttir, Jónína Ketilsdóttir, Snorri Hafsteinsson. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.