Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. KOSNINGAR til ESB-þingsins voru um margt athyglisverðar, ekki síst í Bret- landi. Stefnumótun Íhaldsflokksins gagnvart ESB birtist í hnotskurn í eft- irfarandi slagorði Michaels Howards, formanns flokksins, sem víða sást á prenti dagana fyrir kosningar, t.d. í The Daily Telegraph 9. júní s.l: ,,I want to see powers returned from Brussel to Britain. – Ég vil að völdum sé skilað aft- ur frá Brussel til Bretlands.“ Þetta segir formaður þess flokks sem leiddi Bret- land inn í Evrópubandalagið (nú ESB) og segir mikið um reynslu Breta af ESB-aðild í þrjátíu ár. Íhaldsflokkurinn fékk mest fylgi breskra flokka í kosningunum til ESB- þingsins eða rúm 27% en tapaði samt nokkru fylgi. Ekki er þó því kennt um að formaðurinn hafi tekið of stórt upp í sig hvað varðar ESB heldur einmitt þvert á móti. Michael Howard liggur undir þungum ásökunum fyrir að hafa ekki gengið lengra og sagt það berum orðum að Bretar hverfi úr ESB ef ekki takist að stöðva þá sívaxandi valdasamþjöppun sem fram fer í ESB. Annar flokkur, Sjálfstæðisflokkurinn breski, bauð betur lands að ES tveir styðja ingin verðu ESB sætta fyrir gildist því að hafn hún gildi í s um ekki. Þj bersýnilega að þjóðin gr arskrá sem þessar mun koma upp t var talið sjá Staðan í sem við bla hafa vinstri og sópaði til sín fylginu með því beinlínis að boða tafarlausa úrsögn Breta úr ESB og varð hann þriðji stærsti flokkurinn með tæp 17% atkvæða. Vissulega voru það heil- mikil tíðindi þegar aðild- arríkjum ESB í austur- hluta álfunnar fjölgaði mjög nú fyrir skemmstu. En þróunin í norðvestur hluta álfunnar er ekki síður athyglisverð og bendir ótvírætt til þess að þar séu víða straumhvörf í aðsigi. Ákvörðun meirihluta sænsku þjóðarinnar á sl. ári að hafna evrunni en halda í krónuna sýndi þá gífurlegu óánægju sem þar kraumar undir niðri vegna sívaxandi valdatilfærslu til ESB á æ fleiri sviðum. Nú er það sama að koma upp á yfirborð- ið í Bretlandi og hefur andstaðan þar gegn frekari innlimun í stórríki ESB aldrei verið magnaðri enda sýna skoð- anakannanir að mikill meirihluti bresku þjóðarinnar er andvígur upptöku evr- unnar og nýjum drögum að stjórnarskrá ESB. Við sjáum því móta skýrt fyrir þeim straumhvörfum sem þar eru að verða þótt auðvitað sé langt í frá ljóst hvaða Straumhvörf í Bre Ragnar Arnalds skrifar um kosningarnar til Evrópuþingsins Ragnar Arnalds MEÐFERÐ OG ENDURHÆFING GEÐSJÚKRA Elín Ebba Ásmundsdóttir,forstöðuiðjuþjálfi á geð-deild LSH, sagði frá at- hyglisverðum hugmyndum um meðferð og endurhæfingu geð- sjúkra í Morgunblaðinu sl. sunnu- dag. Beinast þær að því að efla sjálfstraust og sjálfsvirðingu sjúk- linga og gera þeim kleift að bera ábyrgð á eigin lífi og læra að lifa með sjúkdómi sínum. Elín Ebba heldur því fram að hér á landi hafi menn „ofurtrú á lyfjum og læknisfræðilegum inn- gripum“ og segir „sjúkrahús bein- línis bataletjandi fyrir geðsjúka“. Hún telur geðdeild Landspítalans alltof stóra eftir sameiningu sjúkrahúsanna, segir að „við eig- um bara að hafa bráðaþjónustuna innan sjúkrahússins, en færa allt annað starf þaðan. […] Ég efast ekki um að kerfi, sem skipti með- ferð geðsjúkra upp á þennan hátt, yrði miklu skilvirkara til lengri tíma litið“, segir hún. „Þar að auki er það undarleg ráðstöfun að hafa bráðaþjónustu og alla endurhæf- ingu, barna- og unglingageðdeild og langdvalardeildir, undir sömu stjórn. Slíkt þætti áreiðanlega ekki góð latína ef um einhvern annan sjúkdóm væri að ræða.“ Elín Ebba virðist óneitanlega hafa mikið til síns máls hvað mál- efni geðsjúkra varðar. Hún segir það staðreynd „að í allt að 60–70% tilvika [séu] geðsjúkdómar krón- ískir sjúkdómar sem fólk þarf að lifa með alla ævi, en kerfið ætlar ekki að losna úr því fari að með- höndla þá alltaf sem bráðatilfelli“. Í stað slíkrar bráðameðferðar hef- ur Elín Ebba og samstarfsfólk hennar um atvinnusköpun fyrir geðsjúka, svonefnt Hlutverkaset- ur, lagt til að gæðaeftirlit á með- ferð geðsjúkra hefjist hér á landi í sumar. Í því eftirliti er ætlunin að „nýta þekkingu og reynslu geð- sjúkra sjálfra til að leggja mat á þjónustuna“, sem geðsjúkir fá. „Með því að nýta reynslu og þekk- ingu geðsjúkra erum við einfald- lega að fara sömu leið og við- skiptalífið fann fyrir löngu, að nýta rýnihópa til að átta okkur á hvað megi betur fara,“ segir hún. Því má aldrei gleyma, að eins og Elín Ebba bendir á, eru geðsjúk- dómar þess eðlis að sá sem við sjúkdóminn glímir missir iðulega samfara veikindum sínum sjálfs- traust sitt og um leið getuna til að taka ábyrgð á eigin lífi. Þegar svo er komið er hætt við að viðkom- andi einstaklingur festist í víta- hring lyfjanotkunar og þeirrar forræðishyggju sem oft á tíðum einkennir sjúkrastofnanir, ekki síst þegar verið er að meðhöndla geðsjúkdóma, og bati láti á sér standa. Að sjálfsögðu eru til þeir einstaklingar sem ætíð eru mjög veikir og þurfa jafnvel stöðugt á þjónustu inni á sjúkrahúsum að halda. Þeir eru þó ekki svo stórt hlutfall af heildinni. Það er því augljóst að ef sá sem við geðræn- an vanda stríðir getur lært að þekkja sjúkdóm sinn, einkenni hans og ferli eru töluverðar líkur á því að hann geti jafnframt hagað lífi sínu þannig að sjúkdómurinn sé viðráðanlegur. Það hlýtur að vera meginhlut- verk heilbrigðiskerfisins að sinna öllum sem við sjúkdóma glíma þannig að þeir geti tekið ábyrgð á sjálfum sér, séð um sig sjálfir og lifað með sjúkdómi sínum þ.e.a.s. ef ekki tekst að lækna hann. Með- höndlun við geðsjúkdómum hefur fleygt fram á síðustu áratugum og afar mikilvægt að sú jákvæða þró- un sem átt hefur sér stað haldi áfram. Eins og Elín Ebba bendir á búa geðsjúkir yfir mikilvægri reynslu sem auðvitað á að nýta þeim til framdráttar. Það er því full ástæða til að rannsaka hvaða leiðir, aðrar en lyfjagjöf, eru lík- legastar til að skila varanlegum árangri og búa þannig um hnútana að þróuð séu mismunandi úrræði er henta ólíkum þörfum þess breiða hóps einstaklinga er eiga í miserfiðri glímu við geðsjúkdóma. KB BANKI STÆKKAR KB banki hefur keypt danskanbanka fyrir 84 milljarða króna. Þessi viðskipti leiða til þess að KB banki tvöfaldast að stærð, er nú langstærstur íslenzkra banka og hefur jafnframt haslað sér völl á fjármálamarkaðnum á Norðurlöndum með afgerandi hætti. Útþensla fyrst Kaupþings og síð- an KB banka á erlendum vettvangi hefur vakið athygli hin síðari ár. Augljóst er að mikil útrás bankans er að takast og starfsemi bankans er nú orðin býsna öflug á öllum Norðurlöndum. Ekki fer á milli mála að innan KB banka hefur orð- ið til mikil þekking á bankastarf- semi á alþjóðavettvangi sem hefur gert bankanum kleift að ná þeim árangri sem nú blasir við og þá ekki sízt með kaupum á danska bankanum sem er af svipaðri stærð og KB banki var fyrir þessi kaup. Ef að líkum lætur láta stjórn- endur KB banka ekki staðar numið hér. Vísbendingar hafa komið fram um að þeir hyggist efla starfsemi sína mjög í Bretlandi. Bankinn er nú kominn í þá stöðu að geta litið á Norðurlöndin öll sem sinn heima- markað og ekki ósennilegt að for- ráðamenn hans stefni að umsvifum sem eftir verði tekið í Evrópu allri. Það er ástæða til að óska stjórn- endum og starfsfólki KB banka til hamingju með þennan athyglis- verða árangur í starfi bankans. V ið berum ábyrgð á því að flugvöllurinn sé rekinn 24 tíma á dag, sjö daga vikunnar, að hann sé alltaf opinn og rekinn á öruggan hátt,“ segir Arnór Sig- urjónsson, yfirmaður Íslensku frið- argæslunnar, en fyrr í mánuðinum tók Ísland við stjórn alþjóðaflugvallarins í Kabúl í Afganistan fyrir hönd Atlantshafsbandalagsins. „Alþjóðaflugvöllurinn í Kabúl skiptir sköpum fyrir árangur NATO og alla starfsemi alþjóðlegra hjálp- arstofnana í Afganistan,“ segir Hikmet Çetin, fulltrúi NATO í Afganistan. „Að auki er flugvöllurinn eina hlið Afganistan út í heim og því skiptir hann miklu máli fyrir efnahagslega og félagslega þróun í Afgan- istan. Loks er mikilvægt að sýna samfélagi þjóðanna að hlutirnir séu aftur að færast í eðlilegt horf í Afgan- istan,“ segir Çetin. Miklu stærra verkefni en Kosovo Íslendingarnir sautján sem vinna á flugvellinum sinna ýmsum störfum á vellinum, tveir eru flug- umferðarstjórar, fimm slökkviliðsmenn, aðrir starfa við ýmis önnur verkefni, auk þess sem margir yfir- menn á flugvellinum eru íslenskir, þar á meðal flug- vallarstjórinn sjálfur, Hallgrímur N. Sigurðsson. Markmiðið er að koma flugvellinum í hendur Afg- ana og eru 26 Afganir í þjálfun hjá slökkviliði vall- arins. Þá munu Nýsjálendingar líklega taka að sér að kenna heimamönnum flugumferðarstjórn. Ekki var talið ráðlegt að taka eingöngu unga Afgana í þjálfun þar sem meiri virðing er borin fyrir mönnum eftir því sem þeir verða eldri í Afganistan og því ekki talið rétt að hunsa elstu kynslóðina. Hallgrímur hefur áður stýrt flugvellinum í Pristina í Kosovo á vegum Íslensku friðargæslunnar. „Þetta er öðruvísi, þetta er meira miðað við hernaðaraðgerð hérna. Þetta er náttúrulega hliðið inn í Afganistan fyrir alla herina, þannig að allir birgðaflutning hér í gegn. Þetta er miklu stærri verkefni en í ég hafði 120 manna lið í Kosovo, en er með um manns hérna undir minni stjórn,“ segir Hallgr Alþjóðabankinn ætlar að leggja rúma sjö mi íslenskra króna í uppbyggingu á flugvellinum 2–3 árum. Hallgrímur situr í nefnd ásamt fullt afganskra yfirvalda og Alþjóðaflugmálastofnun innar og er hlutverk nefndarinnar að forgangs verkefnum og ákveða hvernig peningunum ver varið. Hann segir að það sé lítið mál þar sem æ verkefni séu fyrir hendi. Allt fullt af jarðsprengjum í kringum flugbrautina „Völlurinn er illa farinn og það þarf að bygg upp frá grunni, byggja nýja flugstöð, malbika brautina og akbrautina og sprengjuhreinsa í k Hér er allt fullt af jarðsprengjum í kringum flu brautina og hér í kringum allt. Við erum búnir hreinsa hér þúsundir sprengna, en það er sam Alþjóðaflugvöllurinn í Kabúl skiptir sköpum Markmiðið að k inum í hendur Hallgrímur N. Sigurðsson og Arnór Sigurjóns lendingar höfum engar áhyggjur af því að við Fulltrúi Atlantshafsbanda- lagsins í Afganistan segir al- þjóðaflugvöllinn í Kabúl skipta sköpum fyrir árangur NATO og alla starfsemi al- þjóðlegra hjálparstofnana í Afganistan. Sjö Íslendingar starfa á flugvellinum og hafa stjórn á rekstri hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.