Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ FJÓRIR háhyrningar sáust nýlega á Hvamms- firði, við eyna Norðurey, en sjaldgæft er að þeir sjáist svona innarlega. Líklega hefur þarna verið fjölskylda í skoðunarferð. Heimamenn í sveitinni sögðust ekki hafa orðið varir við hvali áður á þessum slóðum. Háhyrningar eru annars algeng- ir við landið og gera sig gjarnan heimakomna við skip sem eru á síldveiðum enda sækja þeir mikið í síld. Ljósmynd/Guðjón Stefánsson Háhyrningar á Hvammsfirði MATSFYRIRTÆKIN Moody’s og Standard & Poor’s hafa í fyrsta sinn veitt Íbúðalánasjóði lánshæfismat. Fær sjóðurinn sömu einkunnir og ríkissjóður, þ.e. einkunnina Aaa hjá Moody’s, en S&P gefur sjóðnum einkunnirnar AA+ í íslensk- um krónum, A+ í erlendum gjaldeyri og skamm- tímamatið A-1+. Í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði, sem send var til Kauphallar Íslands vegna lánshæfismats Moody’s, segir að mat fyrirtækisins byggist einkum á öflugri ríkisábyrgð sjóðsins gegn tapi, en einnig sé tekið tillit til þess lykilhlutverks hans að styðja við stefnu yfirvalda í húsnæðis- málum. Íbúðalánasjóði sé ekki ætlað að skila hagnaði af starfsemi sinni heldur að styðja við stefnu stjórnvalda í húsnæðismálum, einkum hvað varðar það að stuðla að séreign íbúðar- húsnæðis einstaklinga með bestu fáanlegu láns- kjörum. Njóti sjóðurinn ríkisábyrgðar gegn tapi, en ríkissjóður beri ótakmarkaða ábyrgð á öllum fjárhagslegum skuldbindingum Íbúðalánasjóðs. Þá segir í tilkynningu Íbúðalánsjóðs að Mood- y’s telji að þær breytingar sem væntanlegar eru hjá sjóðnum með útgáfu íbúðabréfa í næsta mánuði muni leiða til ákveðinnar fyrirfram- greiðsluáhættu. Það sé vegna þess að hin nýju íbúðabréf Íbúðalánasjóðs, sem koma í stað hús- bréfa og húsnæðisbréfa, verði ekki með innköll- unarákvæði. Áhætta vegna fyrirframgreiðslu sé takmörkuð í ljósi þess að lántaki geti einungis nýtt sér þann valrétt þegar eign er seld, en fyr- irframgreiðslur hafi verið um 3% í sögulegu samhengi. Í tilkynningu Íbúðalánastjóðs vegna lánshæf- ismats Standard & Poor’s segir að matsfyrir- tækið búist við því að Íbúðalánasjóður muni halda áfram að gegna lykilhlutverki í stefnu- mörkun íslenska ríkisins og að ekki muni draga úr opinberum stuðningi. Þá er í tilkynningunni haft eftir S&P: „Íbúðalánasjóður nýtur mikils pólitísks stuðnings allra málsmetandi pólitískra afla og því er ólíklegt að umtalsverðar breyt- ingar verði gerðar á lagalegu umhverfi hans. Þar af leiðandi er afar lítil hætta á að sjóðurinn verði einkavæddur og að jafnframt verði dregið úr op- inberum stuðningi við hann í fyrirsjáanlegri framtíð. Íslenskir bankar hafa lagt fram kæru gegn Íbúðalánasjóði um óeðlilega samkeppni innan fjármálageirans hjá ESB vegna þess for- skots sem sjóðurinn hefur vegna ríkisábyrgðar.“ Einnig er eftirfarandi haft eftir John Chamb- ers, framkvæmdastjóra og aðstoðarformanni nefndar um mat á sjálfstæðum ríkjum: „Ekki er búist við því hjá Standard & Poor’s að mögulegur neikvæður úrskurður myndi efn- islega skaða framkvæmd stefnumörkunar Íbúðalánasjóðs eða fjárhagslegan styrk hans. Ef kæran ber árangur og leiðir til skipulagslegra breytinga á stöðu Íbúðalánasjóðs gæti það hins vegar haft áhrif á lánshæfismat Íbúðalánasjóðs.“ „Lítil hætta á að sjóður- inn verði einkavæddur“ Moody’s og Standard & Poor’s veita Íbúðalánasjóði lánshæfismat GUÐJÓN Rúnarsson, framkvæmdastjóri Sam- bands banka og verðbréfafyrirtækja, SBV, segir að það komi verulega á óvart að faglegt og óháð lánshæfismatsfyrirtæki, Standard & Poor’s, skuli láta frá sér nokkuð sem hljóti að teljast pólitísk ummæli um stöðu húsnæðislána á Íslandi. Ummælin sem Guðjón vísar til eru þau sem koma fram í tilkynningu Íbúðalánasjóðs vegna lánshæfismats S&P, þar sem haft er eftir fyr- irtækinu, að Íbúðalánasjóður njóti mikils pólitísks stuðnings allra málsmetandi pólitískra afla og því sé ólíklegt að umtalsverðar breytingar verði gerðar á lagalegu umhverfi hans. Einnig þau um- mæli að afar lítil hætta sé á að sjóðurinn verði einkavæddur og að jafnframt verði dregið úr op- inberum stuðningi við hann í fyrirsjáanlegri fram- tíð. „Það liggur fyrir að málefni Íbúðalánasjóðs eru til skoðunar hjá ESA, Eftirlitsstofnun EFTA. Væntanlega getur enginn sagt til um hvað út úr þeirri skoðun kemur. Það hlýtur að eiga jafnt við um aðila á Íslandi sem alþjóðleg lánshæfismats- fyrirtæki. Fyrr en ESA hefur kveðið upp sinn úr- skurð er lítið meira um þetta mál að segja. Því koma ummæli Standard & Poor’s um húsnæðis- lánakerfið á Íslandi verulega á óvart.“ Ummæli S&P koma verulega á óvart SÁ ÓVENJULEGI atburður átti sér stað sl. laugardag að mæðgur út- skrifuðust saman úr Kennarahá- skóla Íslands (KHÍ) af þroskaþjálfa- braut. Ekki er vitað til þess að slíkt hafi gerst áður. Unnu saman að BA-verkefni Rósa Sigurlaug Eiríksdóttir og dóttir hennar, Sigríður Eir Guð- mundsdóttir, hófu nám saman fyrir þremur árum og segir Rósa að sam- starfið hafi gengið mjög vel. Þær unnu saman að BA-lokaverkefni sínu sem var rannsókn á menningu fullorðins fólks með þroskahömlun. „Þetta er sérlega skemmtilegt nám og víðtækt og gefur alveg geysilega mikla möguleika í starfi á eftir,“ seg- ir Rósa en hún og dóttir hennar hafa báðar ráðið sig til starfa sem þroska- þjálfar í grunnskóla en þær gátu báðar valið úr mörgum spennandi starfstilboðum.Rósa Sigurlaug Eiríksdóttir og dóttir hennar Sigríður Eir Guðmundsdóttir. Mæðgur útskrifast saman KIRKJUTURNINN á Siglufjarðar- kirkju var rannsakaður gaumgæfi- lega í gær með tilliti til þess hvort frekari slysahætta væri fyrir hendi, en eins og sagt var frá í Morgun- blaðinu í gær hrundi molnaður steinn úr turninum niður á stétt á laugardagskvöld og þótti mikil mildi að enginn skyldi slasast. Steinninn sem féll niður var ann- ar tveggja steina sem styðja við krossinn og var það mat manna í gær var að best væri að fjarlægja steininn sem eftir situr og koma fyrir annarskonar stoð í stað hans. Siglufjarðarkirkja var byggð 1932 og er talið að tímans tönn hafi velt steininum úr sessi. Ljósmynd/Sigurður Ægisson Steinninn sem styður við krossinn var rannsakaður vel. Kirkjuturninn rannsakaður LÖGREGLAN á Vík í Mýrdal hvetur fólk til að sýna aðgæslu í Reynisfjöru þar sem aldan get- ur auðveldlega hrifið fólk með sér út á sjó ef farið er of nálægt flæðarmálinu. Mjög aðdjúpt er á þessum slóðum og skiptir því höfuðmáli að láta ölduna ekki ná sér. Reynisfjara er vinsæll áning- arstaður ferðamanna og á sunnudag voru nokkrir þar staddir til að taka myndir af Reynisdröngum þegar alda skall á hópnum án þess þó að illa færi. Lögreglan á Vík segir fjöruna geta verið varasama, ekki síst á útfallinu. Einnig verði fólk að varast að fara á flóði út í hellismunna í Reyn- isfjalli. Ógnvekjandi atburður átti sér stað á þessum slóðum í september 1985 þegar 22 ára maður var hætt kominn eftir að brimið tók hann með þeim af- leiðingum að hann rak 2 km út á sjó og fannst ekki fyrr en eftir tvær klukkustundir eftir leit á sjó og úr lofti. Ítarleg frásögn kom í Morgunblaðinu um atvik- ið 17. september, en það átti sér stað að loknu ljósmyndaverk- efni í fjörunni. Var maðurinn kominn nokkra metra frá fjöru- borðinu út í bylgjurnar þegar straumurinn hreif hann með sér út á haf. Fara ber varlega í Reynis- fjöru SÝSLUMANNINUM á Selfossi hef- ur borist niðurstaða réttarmeina- fræðings vegna voðaskotsins á Sel- fossi 15. mars sl. sem leiddi til þess að tólf ára drengur beið bana eftir að hafa fengið skammbyssukúlu í höf- uðið. Niðurstaða krufningarskýrslu staðfestir að skot hafi hlaupið af byssunni á stuttu færi með fyrr- greindum afleiðingum. Málinu er lokið af hálfu lögreglunnar að und- anskildum þætti eiganda byssunnar sem var fjarverandi þegar atvikið átti sér stað. Að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar sýslumanns er sá þáttur til afgreiðslu hjá lögreglu- stjóraembættinu á Selfossi. Skot hljóp af byssunni af stuttu færi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.