Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 8
ÞRÍR laxar veiddust á fyrstu vaktinni í Kjarrá í Borgarfirði en veiði hófst þar á sunnudag. Lax- arnir þrír veiddust allir á flugu, en það er eina agnið sem leyft er í Kjarrá. Nokkuð af fiski hefur sést í ánni síðustu daga. Fyrsta hollið sem lauk veiði í Þverá á laugardag veiddi átta laxa. Veiði hófst í Laugardalsá í Ísa- fjarðardjúpi á laugardag en veitt er á tvær stangir. Að sögn Sig- urjóns Samúelssonar veiðivarðar á Hrafnabjörgum, urðu veiði- menn ekki varir við laxa á fyrstu vaktinni og höfðu heldur ekki séð fiska, en Sigurjón sagði það nú ekki að marka. Sjálfsagt væri eitthvað komið af fiski. „Smálax- inn fer svo ekkert að ganga í ána fyrr en síðustu daga mánaðarins, það eru oft góðar göngur fyrir mánaðamótin júní, júlí,“ sagði Sigurjón. „Þegar stórlaxinn gekk var oft mokveiði fyrstu dagana en sú stærð af fiski er mikið til hætt að sjást. Það hefur verið þróunin mörg undanfarin ár. Laxinn er yfirleitt smærri en hann var hér áður. Ég held hann hafi úrkynj- ast við þessar seiðasleppingar. En það skilar sér eitthvað.“ Sig- urjón sagði að í fyrra hefðu veiðst um 350 laxar í ánni en samkvæmt hreistursýnum sem tekin voru af 118 löxum hafi aðeins einn verið að koma í annað sinn í ána að hrygna. Í Blöndu veiddust sex laxar á laugardag en einn á föstudag og einn á fimmtudag. Þetta eru allt vænir fiskar, frá níu upp í fimm- tán pund. Guðmundur Viðarsson, mat- sveinn í veiðihúsinu við Norðurá, sagði mikið af laxi hafa gengið í ána eftir veðrabreytingarnar síð- Þrír laxar úr Kjarrá Morgunblaðið/Golli Axel Gíslason með væna, fjögurra punda sílableikju sem hann veiddi á flugu á Pallinum í Þingvallavatni. ustu daga. „Það er töluvert meiri fiskur í ánni en á sama tíma í fyrra,“ sagði hann. „Það sést líka talsvert af eins árs laxi koma inn.“ Hollið sem hóf veiði á laug- ardag náði tólf löxum á fyrstu vöktunum. Í Laxá í Kjós höfðu átta laxar komið á land, eftir að veiði hófst á fimmtudaginn var. Mikil hreyfing var á fiskinum eft- ir að tók að rigna og þrír laxar voru komnir alla leið upp að Pokafossi, þar af tveir „boltar“. Veiði hefst þessa dagana í hverri laxveiðiánni eftir annarri. Í dag taka veiðimenn að kasta í Miðfjarðará, Laxá í Ásum og Langá. Reyndar hefur fluguveiði- skóli verið starfræktur við Langá síðan fyrir helgi, og skilar greini- lega árangri, því nemendurnir settu í sex laxa. Á annað þúsund urriða Í veiðihúsinu Hofi við Laxá í Mývatnssveit starfar Sólveig Ingólfsdóttir og hún sagði eina veiðibók þegar fulla og langt komið með aðra. Í hverja bók eru skráðir 1.000 veiddir silungar. „Veiðin er mjög góð, ég heyri ekki annað á köllunum. Menn muna ekki eftir svona í langan tíma,“ sagði Sólveig. „Veiðimenn koma oftast í hús með kvótann og sleppa líka miklu. Sem er mjög gott, því þá er áfram nóg af fiski í ánni.“ Veiðimaður sem hóf veiðar í Minnivallalæk á sunnudag sagði þá hífandi rok í Landsveitinni. Samkvæmt veiðibók höfðu veiðst nokkrir urriðar á dag, þar á með- al var einn fimm punda fiskur og aðrir temmilega vænir. Tóku þeir ýmsar flugur, svo sem Black Ghost, þurrflugur og Héraeyra. Og tveir félagar sem gerðu víð- reist um Skagaheiði um helgina voru afar lukkulegir; mikið af sil- ungi í öllum vötnum og hann var mjög tökuglaður. FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hvað segirðu um tvær bokkur fyrir smásjónvarpsviðtal? Þetta er nú frægasta tómatsósa Íslandssögunnar, herra Markús. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum Frelsi getur orðið helsi Olof Risberg sál-fræðingur héltnýlega fyrirlestur á vegum Barnaverndar- stofu. Þar fjallaði hann um unga gerendur kyn- ferðislegs ofbeldis og sagði einnig frá verkefni sínu um þroskahefta ein- staklinga sem beita börn kynferðislegu ofbeldi. Olof er höfundur tveggja bóka, Unga förövare, sem er um unga kynferðisaf- brotamenn og Vem vill vara ihop med mig då? sem er um þroskahefta sem misnota börn. Hann var fyrst spurður hvort kynferðislegt ofbeldi af hálfu ungra gerenda færðist í vöxt. „Því miður tel ég svo vera. Það góða er að börnin segja líklega frekar frá þessu nú en áð- ur. Þar skiptir máli hversu með- vitað þjóðfélagið er um þessi mál og hve mikið börnin eru frædd um réttindi þeirra.“ Olof starfar bæði með ungum gerendum og fórnarlömbum. Fjölgar í báðum hópum? „Staðtölur eru oft gamlar þeg- ar þær birtast, en tilfinning mín, sem byggist á fjölda mála sem ég fæ á drengjamóttökunni, segir mér að þetta hafi vaxið jafnt og þétt undanfarin 5–6 ár.“ Hvernig stendur á þessari aukningu? „Það eru margar ástæður, en tvær mikilvægastar. Börn eru oft skilin eftir ein. Stundum vegna félagslegra eða fjárhags- legra aðstæðna, en stundum vegna þess að við vinnum of mik- ið og verjum of litlum tíma með þeim. Á vissan hátt yfirgefum við þau og látum þau uppgötva lífið á eigin spýtur. Þá verða þau fyrir hættulegum áhrifum hins kyn- vædda samfélags. Það sækir að börnunum t.d. í gegnum klám á Netinu, ýmsa upplýsingamiðlun, tískuna og fleira. Mér finnst munur á því að kaupa klámblað til að svala forvitni sinni, eða að setjast við tölvuna og fá þúsundir síðna af klámefni. Það getur ver- ið hættulegt fyrir 15 ára ungling, því það gefur svo ranga mynd af nánum samskiptum og kynlífi. Nærri 60% allra 12 ára drengja í Stokkhólmi hafa séð klámmynd, en 12 ára börn skilja ekki fullorð- insklám. Stundum held ég líka að ungmennin finni til þrýstings um að þau verði að stunda kynlíf. Þau liggja undir áreiti um of- beldi og kynlíf. Ef þú horfir á MTV í eina klukkustund held ég að þú sjáir hvað ofbeldið og kyn- lífið er miklu meira áberandi en það að skemmta sér og hafa gaman.“ Eru drengir frekar gerendur en stúlkur þegar um kynferðis- legt ofbeldi er að ræða? „Já, en við vitum að stúlkurnar eru fleiri en við áttum von á. Ég held að margir unglingar séu undir álagi. Frelsi nútímaþjóð- félags er að mörgu leyti gott, en ekki öll börn sem höndla það. Stundum veldur það álagi. Að stunda kynlíf aðeins til gamans? Kynlíf er skemmtilegt, en kyn- sjúkdómar breiðast út. Ég held ekki að allir táningar sem stunda kynlíf jafnauðveldlega og að fá sér hamborgara njóti þess í raun. Þeir eru undir þrýstingi. Kynlíf á að vera fallegt og eitthvað til að njóta. Ef til vill njóta þau þess ekki. Gera það kannski bara til að njóta viðurkenningar.“ Þú talar um áhrif Netsins og klámmynda, stuðla þau að kyn- ferðislegu ofbeldi? „Ég held ekki að þú farir út og nauðgir einhverjum vegna þess að þú hafir séð klámmynd. En þegar kemur að hópnauðgunum meðal ungs fólks höfum við feng- ið tilfelli þar sem ég fullyrði að mikið áhorf á klám kveikti hug- myndina.“ En hvað um fórnarlömbin? „Við eigum að sýna þeim virð- ingu. Fórnarlambinu er aldrei um að kenna. Aldrei. Kona getur verið drukkin eða fallega klædd. Hún getur dansað, daðrað og skemmt sér, en það gefur engum leyfi til að nauðga henni.“ Hvað með starf þitt með þroskaheftum? „Ég hef unnið með frábærum myndskreyti við gerð efnis um kynlíf og kynferðislegt ofbeldi fyrir þroskahefta. Þeir skilja ekki alltaf þessa hluti og það verður að útskýra þá vel. Ég nálgast þetta mjög uppeldis- fræðilega. Tökum dæmi af 19 ára pilti sem er með skerta greind. Hann leikur sér með 5–6 ára börnum. Eru það áhættusamar aðstæður? Vissulega. En hvers vegna leikur hann sér við ung börn? Það er vegna þess að hann er jafnoki þeirra í þroska. En hann er orðinn kynþroska, 5–6 ára í 19 ára líkama. Hann þarfn- ast sérstaks stuðnings og fræðslu.“ Hvernig starfar þú með fólki sem svo er ástatt um? „Það snýst mikið um orðin já og nei og hugtök eins og samþykki og leynd eða einrúm. Hvaða hlutar líkamans eru „prívat“. Barn getur aldrei veitt samþykki einhverjum sem hefur yfirhönd- ina. Fimm ára barn sem þegir er ekki að veita samþykki fyrir kyn- ferðistilburðum eldri manneskju. Að vera þögull er ekki að veita samþykki. Við verðum að vera vakandi fyrir áhættusömum að- stæðum. Börn sem eru þroska- skert eru í aukinni áhættu bæði að verða fórnarlömb og gerendur kynferðislegs ofbeldis.“ Olof Risberg  Olof Risberg sálfræðingur er fæddur í Falun í Norður-Svíþjóð. Hann nam sálfræði við Háskólann í Gautaborg og fékk starfsrétt- indi 1987. Frá 1994 hefur hann einbeitt sér að starfi með ungum fórnarlömbum og gerendum kyn- ferðislegs ofbeldis. Hann hefur starfað á drengjamóttöku Save the Children í Svíþjóð frá 1995. Hann lauk þriggja ára sérnámi í barna- og ungmennasálarfræði og er viðurkenndur meðferð- arsérfræðingur. Olof er kvæntur Viveke og eiga þau tvö börn. Þögn er ekki sama og samþykki ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.