Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 26
LISTIR 26 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ BOÐIÐ var til sannkallaðrar ís- lenskrar tónlistarveislu í Sankti Pét- ursborg um liðna helgi en þá hélt karlakórinn Fóstbræður tvenna tón- leika í samstarfi við finnska karlakór- inn Muntra Musikanter og Sinfóníu- hljómsveit Pétursborgar. Á fimmtudag voru haldnir kórtón- leikar í hinu sögufræga Smolny klaustri sem Keisaraynjan Elísabet setti á laggirnar fyrir hartnær 250 ár- um sem klausturskóla fyrir heldri- mannadætur. Á föstudegi héldu kór- arnir síðan stærri tónleika og fluttu með Pétursborgarsinfóníunni verkið Ödipus Rex eftir Igor Stravinsky. Aðalsalur Fílharmoníunnar í Pét- ursborg var þétt setinn gestum sem augljóslega kunnu vel að meta og drógu hvergi af sér í lófataki og húrrahrópum. Fyrri helming tón- leikanna fluttu Fóstbræður og Muntra Musikanter hvorir í sínu lagi verk á finnsku, sænsku og íslensku. Markus Westerlund stjórnaði finnska kórnum en Árni Harðarson stýrði Fóstbræðrum. Að auki söng Margit Westerlund með Muntra Musikanter. Við flutning á Ödipus Rex eftir hlé voru einsöngvarar Algirdas Janutas, Elín Ósk Óskarsdóttir, Andrzej Dobber, Cornelius Hauptmann og Snorri Wium. Sögumaður var Alexei Emelyanov og stjórnandi Bernharð- ur Wilkinson. Eyþór Eðvarsson var stjórnandi verkefnisins. Með fremstu hljómsveitum heims „Þetta er auðvitað ein af frægustu hljómsveitum heims og flaggskip Rússlands,“ sagði Bernharður Wilk- inson eftir tónleikana, aðspurður um þá reynslu að stjórna Sinfóníuhljóm- sveit Pétursborgar. „Hljómsveitin er með þeim bestu í heiminum og með þvílíka sögu á bakvið sig, enda hefur hún frumflutt flest stórverk Rússa í gegnum tíðina. Það er rosalega stór upplifun fyrir mig að stjórna jafnflott- um hópi í svona sögufrægum sal og sérstaklega ánægjulegt þegar eins vel tekst til og nú.“ Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Bernharður stjórnar í húsi Fílharm- oníunnar en hann heimsótti Péturs- borg fyrir um tveimur árum og stjórnaði þá flutningi Sálumessu Mozarts. Verkið Ödipus Rex varð, að sögn Bernharðs, fyrir valinu þar sem það tvinnar bæði saman þörfina fyrir kröftugan karlakór og er um leið rússneskt verk. Þannig mætast gest- irnir og gestgjafarnir á miðri leið en verkið er þó sungið á latínu. Verkið samdi Stravinsky á árunum 1926-7 og er það byggt á grískri goðsögn sem segir frá hörmulegum örlögum Ödip- usar sem ungur er borinn út en er bjargað og elst upp sem sonur Kór- inþukonungs. Þegar Ödipus kemst til ára bjargar hann Þebverjum frá hin- um ægilega Sfinx en gamlir spádóm- ar rætast þegar Ödipus óafvitandi myrðir föður sinn og tekur sér sem konu móður sína, drottningu Þebu. Fóstbræður og Muntra Musikant- er luku með þessum tónleikum stuttu tónleikaferðalagi sínu í Finnlandi og Rússlandi en 13. maí síðastliðinn fluttu Fóstbræður Ödipus Rex í Reykjavík ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Áður hafa Fóstbræður þó heimsótt Rússland árið 1961 og 1976 en tveir núverandi söngvarar kórsins hafa tekið þátt í öllum þremur kór- ferðum: þeir Aðalsteinn Guðlaugsson sem sungið hefur með kórnum í 53 ár og Einar Ágústsson, kórmeðlimur til 46 ára. Áframhaldandi samstarf? Að sögn Péturs Óla Péturssonar, eins af skipuleggjendum kóramóts- ins, hafa þeir Rússar sem komið hafa að verkefninu lýst yfir mikilli ánægju sinni með tónleikana, „enda eru Fóst- bræður vafalaust besti áhugamanna- karlakór á Norðurlöndunum, ef ekki í öllum heiminum“. Pétur segir von- andi að frekara menningarsamstarf verði á milli landanna en í viðræðum í heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar til Vladimírs Pútíns á sínum tíma var ekki síst lögð áhersla á að þjóðirnar ættu í auknu menningarsamstarfi. Að tónleikunum loknum snæddi hópurinn málsverð á Astoria Hótel- inu en þar vakti Larissa Volkova, list- rænn stjórnandi aðalsals Fílharmon- íunnar, meðal annars máls á því að vonandi tækist að skapa hefð fyrir frekari samvinnu milli íslenskra tón- listarmanna og Fílharmoníunnar. Örlög fornkonunga rakin með íslenskum röddum Morgunblaðið/Ásgeir Ingvarsson Þau Algirdas Janutas og Elín Ósk Óskarsdóttir sungu aðalhlutverk Ödipusar Rex í Pétursborg. Hér syngja þau saman á dramatísku augnabliki en til vinstri sést Bernharður Wilkinson stjórna flutningnum. Karlakórinn Fóst- bræður og Muntra Musikanter sameinuðu krafta sína til að mynda ákaflega veglegan karlakór fyrir verkið. St. Pétursborg. Morgunblaðið. asgeiri@mbl.is VERK Þuríðar Jónsdóttur, Flow and Fusion, var valið eitt af tíu at- hyglisverðustu tónverkum sem kynnt voru á alþjóðlega Tónskálda- þinginu sem ný- lokið er í París. 59 verk, valin af ríkisútvarpstöðv- um 29 landa í fjór- um heimsálfum, voru kynnt á þinginu. Viður- kenningin hefur mikla þýðingu fyrir tónskáldið þar sem verkinu verður útvarpað á næstu mánuðum af útvarpsstöðvunum sem aðild eiga að þinginu. Verk Þuríðar Jónsdóttur, Flow and Fusion, er samið fyrir hljóm- sveit og rafhljóð. Það var upphaflega pantað af „Fondazione Zucchelli“ á Ítalíu og var frumflutt í Bologna í febrúar 2002. Frumflutningur verks- ins á Íslandi var á Myrkum músík- dögum á liðnum vetri. Tónskáldaþingið var fyrst haldið árið 1954. Þá tóku fjórar útvarps- stöðvar þátt í þinginu en í ár eru þátttökulöndin hátt í fjörutíu. Tón- skáldaþingið er vettvangur til kynn- ingar á nýjum verkum, en auk þess nokkurs konar keppni, þar sem þátt- takendur velja áhugaverðustu verk- in með sérstakri stigagjöf. Þingið er skipulagt af Alþjóðatón- listarráðinu (International Music Council) með stuðningi UNESCO, vísinda-, menntunar- og menningar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna. Tónskáldaþingið er einn öflugasti vettvangur til kynningar á íslenskri samtímatónlist en á þinginu hittast fulltrúar fjölmargra útvarpsstöðva frá öllum heimshornum, kynna tón- verk frá sínu heimalandi og skiptast á upptökum af nýjum tónverkum. Undanfarin ár hefur Íslensk tón- verkamiðstöð verið í samstarfi við Ríkisútvarpið um þátttökuna. Verk Þuríðar vekur athygli í París Þuríður Jónsdóttir LEIKVERKIÐ In Transit, sem byggt er á viðtölum við fólk frá fjór- um mismunandi löndum, hefur lokið fimm landa för sinni. Leikverkið hóf göngu sína á leiklistarhátíð í Silke- borg í fyrra og var svo sýnt í Borg- arleikhúsinu í febrúar sl. Þaðan fór það til London og var sýnt í Chelsea Theatre í tvær vikur og Oslo Nye Teater í mars. Ferðinni lauk svo með sýningum í gamalli kaþólskri kirkju sem breytt hefur verið í leik- hús og félagsmiðstöð, St Brides Centre í Edinborg. Listamennirnir sem þátt tóku í leikverkinu eru þau Birna Hafstein, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Er- lendur Eiríksson, Maiken Bernth, Margrét Kaaber, Oliver Burns, Sean McGlynn, Sólveig Guðmundsdóttir, María Heba Þorkelsdóttir, Gregory Thompson, Rex Doyle, Kristína R. Berman, Halldór Ágúst Björnsson, Halldór Örn Óskarsson, Gréta María Bergsdóttir, Conrad Lynch, Guðrún Lilja Magnúsdóttir, Ingólfur Júlíus- son, Ingólfur Þór Tómasson, Svein Solenes og Goran Kostic. In Transit hef- ur lokið fimm landa för sinni Morgunblaðið/Ásdís Úr leikverkinu In Transit. STEFÁN Jón Hafstein, formaður menningarmálanefndar Reykjavík- urborgar, opnaði myndavef Ljós- myndasafns Reykjavíkur á dög- unum. Á vefnum eru á þriðja þúsund mynda í eigu safnsins. Þetta eru myndir eftir fjóra ljósmyndara, þá Tempest Anderson (1846–1912), Magnús Ólafsson (1862–1937), Gunnar Rúnar Ólafsson (1917– 1965) og Andrés Kolbeinsson (1919). Um fjörutíu myndasöfn eru í eigu Ljósmyndasafns Reykjavíkur og er heildareign þess vel á aðra milljón mynda. Markmiðið með því að opna myndavefinn er að efla þjónustu safnsins við almenning og miðla menningararfinum og ljósmynda- sögunni til sem flestra með því að veita rafrænan aðgang að ljós- myndum í eigu safnins. Allir sem hafa aðgang að Netinu geta skoðað myndirnar. Á næstu mánuðum bæt- ast síðan við fleiri myndir, stefnt er á að í árslok verði þær orðar um tíu þúsund talsins. Allar þær myndir sem eru komn- ar á vefinn hafa ótvírætt menning- arsögulegt gildi. Þar eru myndir frá lokum 19. aldar fram á sjöunda áratug 20. aldar, teknar í Reykjavík og á landsbyggðinni. Slóðin er http://www.ljosmyndasafn- reykjavikur.is Allar myndirnar eru til sölu. Morgunblaðið/Jim Smart Stefán Jón Hafstein opnar nýjan vef Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Á þriðja þúsund mynda á nýjum myndavef HVERGI var „haft um hönd“ í menningarsetri Hafnfirðinga, eins og mætti kannski misskilja af fyrirsögninni, heldur réttlætt- ist hún af óperettulögum frá tón- listarhöfuðborginni við Dóná, er voru að mestu í forsæti þegar Snorri Wium söng á fjölsóttum hádegistónleikum við undirleik Antoníu Hevesi. Antonía sá jafn- framt um kynningar, og féllu ljúfkímnar örlýsingar hennar í dágóðan jarðveg. Ekki voru þó öll atriði dagsins Vínarkyns. Fyrst og líklega minnst þekkt var „Musica proib- ita“ eftir flórverska óperuhöfund- inn og tónlistargagnrýnandann Stanislao Gastaldon (1861–1939), er einnig samdi fjölda sígrænna dægurlaga á við Donna Clara; í þeim efnum s.s. eins konar ítalsk- ur Sigfús Halldórsson. „Banntón- listin“ nefndist svo vegna óheppni sagnasöngvarans, er manni skildist hefði að lokum orðið fyrir þeirri hremmingu að syngja móður hinnar heittelsk- uðu kvöldlokku í misgripum. Fóru þau Snorri með þessa ser- enötu in vano af kersknum myndugleik. Kaldhæðin aría hertogaborna flagarans í Mantóvu, La donna e’ mobile, var flutt með glæsibrag. Síðan tóku við öllu réttnefndari Vínarlög. Fyrst valsinn kunni eft- ir Sieczynski, Wien, du Stadt meiner Träume (hér sem annars staðar hurfu af nøkkvi hljóð- varpstvípunktar úr prentmáli tónleikaskrár) við rausnarlegt rúbató í píanóleik. Síðan kom Gern hab’ ich die Frau’n geküßt úr „Paganini“ Lehárs með álíka elegans – og háum lokatóni til að hnykkja á undirtektum, enda stóð ekki á þeim. Mikla lukku vakti sömuleiðis Dein ist mein ganzes Herz sama höfundar úr „Land des Lächelns“, er flutt var með tilþrifum þó að toppnótan á orðunum „strahlender Licht“ hljómaði ofurlítið pínd. Þá var komið að leynigestin- um. Alda Ingibergsdóttir söng dúettinn Ég vil dansa með þeim Snorra úr Czardásfurstynjunni, sömuleiðis eftir Lehár, og sýndi rífandi góða hæð, þó að skær röddin skartaði hins vegar ekki mikilli fyllingu. Var því forkunn- ar vel tekið, og í uppklappi sungu Alda og Snorri loks annan vals eftir Lehár á íslenzku, Varir þegja úr Kátu ekkjunni, við engu slakari undirtektir. Vín í hádeginu TÓNLIST Hafnarborg Vínaróperettulög eftir m.a. Lehár í flutningi Snorra Wium tenórs og Ant- oníu Hevesi á píanó. Gestur: Alda Ingi- bergsdóttir sópran. Fimmtudaginn 27. maí kl. 12. EINSÖNGSTÓNLIST Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.